Morgunblaðið - 06.09.1978, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978
Jón Baldvin Hannibalsson:
Köld kveðja
MORGUNBLAÐINU hefur borizt bréf, sem
Jón Baldvin Hannibalsson hefur sent mennta-
málaráðherra vegna húsnæðismála skóla-
meistara Menntaskólans á ísafirði. Fer bréf
þetta hér á eftir í heild.
Hr. menntamálaráðherra
Ragnar Arnalds
Menntamálaráðuneyti
Hverfisgötu 6
101 Reykjavík
ísafirði 03.09.78.
Erindi: Húsnæðismál skóla-
meistaraembættisins við M.í.
og lausn skólameistara frá
embætti.
Bréf ráðuneytis yðar dags
01.09 sl. gefur tilefni til eftirfar-
andi athugasemda og leiðrétt-
inga:
1. Tilefni tíðra búferlaflutn-
inga skólameistarahjóna hafa
ævinlega verið hin sömu; þ.e. að
greiða fyrir húsnæðismálum
kennara, sem ella hefðu ekki
fengizt til starfa. Er af þessu
tilefni ástæða til að rifja upp, að
í fundargerðum undirbúnings-
nefndar að stofnun M.I., lét
ráðuneytisstjóri hr. Birgir Thor-
lacius, bóka eftir sér oftar en
einu sinni, að hann teldi tiltækt
íbúðarhúsnæði kennara for-
sendu þess, að kennarar fengj-
ust að skólanum. Væntanlega á
þetta líka við um skólameistara.
Þetta hefur alla tíð verið
ágreiningslaust við ráðuneytið.
Reynslan hefur staðfest, að án
íbúðarútvegunar hefur verið
vonlaust að ráða kennara til
starfa.
2. Fjölskyldustærð og fjöldi
nýrra kennara hefur verið mis-
munandi frá ári til árs. I hvert
sinn, sem skólámeistarahjón
hafa flutzt búferlum, hefur það
verið til þess að láta það
púsluspil ganga upp, þannig að
tiltækt húsnæði nýttist sem
bezt. Fyrir utan að halla réttu
máli, þykir mér það lýsa tak-
mörkuðum skilningi ráðuneytis
yðar á starfsaðstöðu skólameist-
ara, þegar gefið er í skyn í bréfi
ráðuneytis yðar, að þetta hafi
skólameistari gert í óþökk
ráðuneytisins og jafnvel í heim-
ildarleysi.
3. íbúð sú, sem nefnd er „í
skólahúsinu" (hér mun átt við
heimavistarbyggingu, þar sem
skólahús M.I. er enn óbyggt,
eins og ráðuneytinu mun kunn-
ugt) var raunar 2 einstaklings-
íbúðir, með heimavistargang
sem stofu. Haustið 1975 gekk
púsluspilið ekki upp, nema með
því móti að skólameistarahjón
rýmdu einstaklingsíbúðirnar,
vegna nýráðinna kennara, sem
voru einhleypir eða barnlausir.
Að því er varðar „einhliða
ákvörðun" skólameistara um að
flytja í íbúð fyrrv. sóknarprests,
er því til að svara, að sú
ákvörðun var tekin í fullu
samráði við fyrrv. hæstvirtan
ráðherra, og með samþykki hans
(sbr. bréf dags. 23.08.77, en þar
segir ráðherrann að „þörf
Menntaskólans fyrir afnot af
íbúðinni (sé) mjög brýn“). Sú
Jón Baldvin Hannibalsson.
þörf var tilkomin vegna hús-
næðisvandræða kennara (sbr.
bréf skólameistara dags.
02.11.77). Þar segir: Fyrir skóla-
setningu 11.09.77 „varð skóla-
meistari að rýma sína íbúð til
þess að kennarafjölskylda, sem
ella var á götunni, kæmist þar
inn“.
4. Fullyrðing ráðuneytis yðar
um að skólameistari hafi flutt í
íbúð fyrrv. sóknarprests án
„tilstillis" ráðuneytis yðar er því
fyrir utan að vera ósönn,
áburður um embættisafglöp.
Skólameistarahjón flytja í um-
rædda íbúð skv. leigusamningi,
sem ráðuneyti yðar staðfesti.
Leigusali gerði það að skilyrði
fyrir eins árs leigu, að íbúðin
yrði keypt á fjárhagsárinu 1978.
Ráðherra gaf fyrirheit um „að
þetta ráðuneyti og ráðherra
sérstaklega mun(i) vinna að því
að heimild fáist til þess að
kaupa téða húseign ...“ (bréf
23.08.77).
5. Undirritaður hefur aldrei
véfengt góðan vilja fyrrv. hæst-
virts ráðherra, Vilhjálms
Hjálmarssonar, á að standa við
orð sín. Hins vegar hvarflaði
aldrei að mér, að ráðherra væri
um megn að leysa svo lítilfjör-
legt mál, vildi hann á annað
borð beita sér. Fordæmi, svo
sem kaup á „Víðishúsi" og kaup
Kirkjumálaráðuneytis á em-
bættisbústað sóknarprests á
ísafirði 1977, sem afráðin voru
fyrirvaralaust, gáfu ekki tilefni
til að ætla það.
6. Það sem síðan hefur gerzt
í málinu er eftirfarandi: Að
lokinni fjárlagaafgreiðslu 1978
lítur leigusali svo á, að ekki hafi
verið staðið við leiguskilmála.
Hann segir upp leigusamningi
og selur öðrum aðila húseignina.
Af því tilefni ritar skólameistari
ráðherra bréf (dags. 30.03.78),
þar sem tvennt kemur fram: (1)
Að hann muni ekki hafa frekari
afskipti af húsnæðismálum em-
bættis skólameistara og (2)
hann leggur fram skilyrta upp-
sögn, verði málið ekki leyst. Við
þessu bréfi hefur ekkert svar
borizt í 5 mánuði — fyrr en nú,
að frestur til aðgerða er útrunn-
inn og skólameistarahjón á
götunni. Þetta þýðir tvennt: (1)
Ráðuneytið hefur á 5 mánuðum
enga athugasemd gert við mína
skilyrtu uppsögn og þar með
fallizt á hana. (2) Ella hefði
ráðuneytið í tæka tíð fyrir 1.
september gert aðrar ráðstafan-
ir til húsnæðisútvegunar þ.e.
með leiguhúsnæði.
Mér er fullkunnugt um, að í
maí s.l. barst ráðuneytinu tilboð
um sölu á húseign. Því tilboði
var fyrst beint til mín, og ég lét
það berast áfram til ráðuneytis-
ins. Svar ráðuneytisins við því
28. ágúst var auðvitað eftir dúk
og disk. Þá var fyrir löngu ljóst,
að til annarra ráða varð að
grípa, ef vilji var til að leysa
málið.
7. Sú staðreynd, að synjað
hefur verið um fjárveitingu í
þessu skyni á árinu 1978 og nú,
skv. bréfi ráðuneytisins, einnig
á árinu 1979, er að sjálfsögðu
ekki mitt mál, heldur ráðu-
neytisins gagnvart fjárveitinga-
valdinu. Hefði ráðuneytið viljað
leysa málið í tæka tíð, hlaut það
þ.a.l. að leita annarra úrræða,
þ.e. að leita fyrir sér um leigu
á húsnæði. Það vill svo til, að
ríkisstofnanir hafa fjölda
manna í sinni þjónustu, sem vel
eru til þess fallnir, þ.e. bygg-
ingaeftirlitsmenn. Það var ekki
gert.
8. Skv. bréfi ráðuneytis yðar,
væntir það þess, að „ég geri mér
Ijósa þá erfiðleika, sem eru á
skjótri afgreiðslu máls sem
þessa", og vísar málinu á ábyrgð
Alþingis. Það er sjálfgefið, að
skólameistara við unga mennta-
stofnun, sem synjað hefur verið
um fjárveitingar til bygginga-
framkvæmda s.I. 3 ár, rennur
mjög til rifja erfiðleikar ráðu-
neytisins — þótt ekki komi það
þessu máli við.
9. Hins vegar sýnist nokkuð á
skorta, að ráðuneyti yðar hafi í
tæka tíð gert sér ljósa þá
erfiðleika, sem skólameistari
þess hér s.l. 8 ár stendur nú
frammi fyrir — beinlínis af þess
völdum.
Fyrir utan það að vera á
götunni með fjölskyldu og bú-
slóð á mesta annatíma mínum,
og í það mund, sem skólaganga
barna er að hefjast, þykir mér
snautlegast að þurfa að vera
upp á náð vina og kunningja
kominn, þegar kemur að mat-
málstímum.
Þetta er þó vonandi tíma-
bundið ástand.
Framkoma ráðuneytis yðar
við konu mína, fyrrverandi
settan skólameistara og kenn-
ara við skólann í sjö ár, er samt
sýnu verst. Vegna óvissu um
húsnæðismál sá hún sér ekki
fært að gera ráð fyrir áfram-
haldandi starfi við skólann. Að
sjálfsögðu hefur verið ráðið í
það starf. Kona mín er því ekki
aðeins á götunni með 3 börn á
skólaskyldualdri heldur líka
Jón Gíslason:
Bæjarritara ísa-
fjarðar svarað
í Mbl. birtist 26. f.m. grein eftir
undirritaðan með fyrirsögninni
„Aðvörun". Megintilgangur hennar
var að vekja athygli á hinum mikla
háska, sem steðjar nú að þjóð vorri
og lífríki landsins vegna hinnar
stórkostlegu byltingar á atvinnu-
háttum, er hefur orðið á síðustu
árum. Þessi þróun, sem lýst er í
fyrrnefndri grein minni, hefur verið
að gerast undanfarin ár um land
allt í meira eða minna mæli.
En sökum þess, að ég hef oftast
í s.l. hálfan fjórða áratug eytt
sumarleyfum mínum á Vestfjörð-
um, er mér þessi þróun kunnust þar.
Hvernig nokkrum heilvita manni
getur til hugar komið að telja
fyrrnefnda grein mína árás á
Vestfirðinga, er mér hulin ráðgáta.
En einmitt þessu heldur bæjar-
ritarinn á ísafirði, Magnús Reynir
Guðmundsson, fram í grein, sem
hann skrifar í Mbl., 2. þ.m.
Liggur þó í augum uppi, að ég
mundi ekki hafa dvalið á Vestfjörð-
um mér til hvíldar og hressingar, ef
mér hefði fallið illa við Vestfirð-
inga. Og þó að ég hafi vafalaust
marga galla eins og aðrir dauðlegir
menn, þá er mér óhætt að fullyrða,
að við menntunarhroka, sem bæjar-
ritarinn bregður mér um, er ég
algerlega laus. Raunar hafa ýmsir
hinna sannmenntuðustu manna,
sem ég hef kynnzt, aldrei í neinn
skóla komið. I þeirra hópi eru t.a.m.
margir gamlir Vestfirðingar. Gæti
ég nefnt mörg nöfn, þó að því skuli
sleppt að sinni. Samt get ég ekki
stillt mig um að nefna sem dæmi
Eggert bónda Reginbaldsson á
Kleifum í Seyðisfirði, tengdaföður
minn, er margir meðal hinnar eldri
kynslóðar við Djúp munu kannast
við. Eggert var fæddur 1862 og dó
1956, eða 94 ára að aldri. Þegar
fundum okkar bar fyrst saman, var
hann kominn yfir áttrætt. Þó að
líkamlegt þrek hans væri þá
auðvitað tekið að bila, var hann
andlega enn ótrúlega skarpur,
fylgdist vel með öllu, las mikið og
hafði vakandi áhuga á því; sem var
að gerast, einkum ef honum fannst
það horfa til framfara og heilla.
Þessi maður hafði hvorki lært
skrift né reikning fyrr en hann var
komin yfir fermingu og þá auðvitað
án nokkurrar teljandi tilsagnar. Til
marks um nákvæmni Eggerts í
reikningi má geta þess, að hann
leiðrétti einu sinni banka á Isafirði.
Var hann þó þá orðinn maður
háaldraður. Eggert taldi vexti og
vaxtavexti rangt reiknaða af inn-
stæðu sinni. Reyndist hann hafa á
réttu að standa og var beðinn
afsökunar.
Margir leituðu líka ráða hjá
honum, er þeir áttu í málaferlum.
Var haft eftir Jóni Grímssyni, sem
lengi stundaði málfræslustörf á
ísafirði, að hinir skólagengnu
lögfræðingar mættu vara sig á
málflutningi Eggerts Reginbalds-
sonar.
Hjá honum kvað við annan tón en
hjá unglingi einum á Vestfjörðum,
sem lét svo um mælt fyrir skömmu:
„Ég vildi, að nýi kennarinn yrði sem
allra lélegastur, því að þá þurfum
við svo lítið að læra.“
Bæjarritarinn á ísafirði gerir
mér þann greiða að birta langar
klausur úr fyrrnefndri grein minni.
En þegar hann fer að leggja út af
þeim, hefur hann sama hátt á og
ónefnd persóna, þegar hún er að
glugga í Biblíuna: Hann les allt
öfugt. Er það árás á Vestfirðinga að
benda á þá hættu, sem lífríki við
ísafjaðrardjúp virðist nú búin? Eru
eftirfarandi orð bæjarritarans við-
hlítandi skýring: „Það undrar mig
eigi, eftir að hafa lesið þann
óhróður, sem íbúar „Karvelíu"
(Vestfjarða) eru bornir í ritsmíð-
inni, að marflær og síldartorfur
skuli hverfa með öllu úr Seyðisfirði
þann tíma, sem doktorinn dvelst
þar í sumarhúsi sínu. Flærnar, að
ég tali nú ekki um blessaða síldina,
þola varla slíkt sambýli við orðljót-
an, illa hugsandi, gamlan mann?“
(Var bæjarritarinn ekki að tala um
að ég hefði einhversstaðar í minni
grein mátt hafa lýsingarorðin
færri?)
Ekki verður betur séð en að
bæjarritarinn staðfesti með þessu
orðbragði sínu átakanlega þann
ugg, sem ég lét í ljós í grein minni,
um að eitthvað væri athugavert við
menningarástand hinnar yngri kyn-
slóðar vestra. Hins vegar þætti mér
ekki ólíklegt, að bæjarstjórnin
tryggði sér með þessum rithætti
örugglega sæti á framboðslista
Karvelinga í næstu kosningum.
(Annars skal tekið skýrt fram, að
undirritaður er ekki höfundur
nafnsins „Karvelíu". Þann „heiður"
eiga einhverjir grínistar hér syðra,
sem voru að gera að gamni sínu í
síðustu kosningum, enda var það
tekið fram í grein minni).
Ef undirritaður hefði jafn
óheillavænleg áhrif á lífríki Seyðis-
fjarðar og bæjarritarinn vill vera
láta, þá hefðu þau átt að koma fyrr
fram en á síðastliðnum 2—3 árum,
þar sem ég er búinn að dveljast þar
í nokkrar vikur nær því á hverju
sumri í s.l. 35 ár. Röksemdafærsla
hans, ef röksemdafærslu skyldi
kalla, minnir einmitt á þann
barnaskap, sem fram kom í þing-
ræðu Karvels Pálmasonar hérna
um árið, þegar hann var að fjalla
um launakjör prófessora við Há-
skóla íslands. Ef satt skal segja, eru
þau svo léleg, að það má furðu
gegna, að jafn ágætir menn, sem
íslenzkir prófessorar eru, skuli
sætta sig við þau. Flestir þessara
manna hafa til að bera menntun,
sem gæti tryggt þeim atvinnu á
alþjóðlegum vettvangi, þar sem þeir
gætu átt kost á stöðum í sínum
greinum fyrir margfalt hærri laun.
Það mun því fyrst og fremst vera
af ræktarsemi við ættjörðina, sem
þeir, góðu heilli, starfa við Háskóla
Islands. Og svo ber einnig að
minnast hins fornkveðna: „Römm
er sú taug/ er rekka dregur/
föðurtúna til.“
Hvað Bjarna prófessor Guðnason
snertir og orðbragð hans, þá læt ég
hann um að svara fyrir sig.
Nú ætla ég að leyfa mér að vitna
orðrétt í þann kafla greinar minnar,
sem er þungamiðja hennar: „Nú
þegar sjást þess glögg merki, að
siðmenningu hrakar geigvænlega,
eigi aðeins f „Karvelíu“, heldur og
um land allt. Hefur siðspilling
þessi siglt f kjölfar hinna nýju
atvinnuhátta. Unglingar, jafnvel
innan fermingar, vinna nótt og
nýtan dag við færiband verksmiðj-
unnar eða fiskiðjuversins. Þeir
hafa hvorki tfma né tækifæri til að
mannast. beir eru orðnir óaðskilj-
lagnús Keynír Gudmundss
Dr. Jón Gíslason veit-
ist að Vestfirðingum
Kg hef nú heðid í nokkra tlaga væri hugsjónamaður, sem herðist Dr. Jón segir sögu af ungum
kel'tir })ví a<> einhver hinna vesolu fyrir styttri vinnudegi og hættum manni, sem var að vinna við
sem skortir hæði kjorum íslendinga, þannig að þeir_húsgrunn, og_
hefðu fleiri tómstundir^
„Karvt
almennJ
séu orð d|
í undirs]
samskipt|
það eklj
skólak
þanizfl