Morgunblaðið - 06.09.1978, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.09.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978 13 atvinnulaus fyrirvaralaust. Sök sér væri, ef þetta mál snerti aðeins mína persónu. 10. Ég vænti þess, að ráðu- neyti yðar geri sér ljósa þá erfiðleika, svo að ég noti orðalag úr bréfi ráðuneytisins, sem eru á því, að ég haldi áfram í þjónustu þess eftir slíka með- ferð á fjölskyldu minni. Miðað við aðstæður verð ég að játa, að mér þykir orðsending ráðuneytisstjóra yðar til mín í Morgunblaðinu í dag, (þar sem hann segir ráðuneytið hvetja mig til að taka málinu með stillingu) vera það sem Eng- lendingar kalla „to add insult to injury“. Fremur köld kveðja það. 11. Ég leyfi mér því hér með að árétta erindi mitt dags. 30.08. sl. þess efnis, að þér veitið mér náðarsamlegast lausn frá em- bætti í þjónustu ráðuneytis yðar, frá og með 1. september 1978, sbr. skilyrta uppsögn mína í bréfi dags 30.03. ‘78. Þrátt fyrir þá lítilsvirðingu, sem ráðuneyti yðar hefur í verki sýnt starfi okkar hjóna við uppbyggingu Menntaskólans á Isafirði sl. 8 ár, er okkur mikið í mun, að sú lítilsvirðing bitni ekki á óskyldum aðilum, sem væntanlega hafa ekki til saka unnið, þ.e. nemendum skólans. Okkur er einnig ljóst, að þér, hr. ráðherra, sem eruð nýr í starfi, berið enga ábyrgð á orðum og gerðum ráðuneytis yðar í þessu máli. Þess vegna býð ég yður að freista þess að halda áfram í starfi til 1. okt. n.k. þannig að yður gefist ráðrúm til að auglýsa eftir og ráða eftirmann minn. Virðingarfyllst A£rjt. Jón Baldvin (1) Fyrrv. menntamálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson, Ásvalla- götu 18, R. (2) Hr. ráðuneytisstjóri, Birgir Thorlacius, Menntamálaráðuneyti. (3) Hr. deildastjóri, Indriði H. Þorláksson, Menntamálaráðu- neyti. anlegur hlutihinnar miklu kvarn- ar, sem er að mala gull fyrir okkur öll, svo að neyzluþjóðfélag vorra tíma fái staðizt. Hér er mikill háski á ferðum, sem alltof fáir hafa gcfið nokkurn gaum. Skjótra umbóta er þörf, ef eigi á verr að fara.“ Það er alkunn staðreynd, að sú er undirstaða lýðræðis, að borgarar landsins séu færir um að taka sjálfstæða og skynsamlega afstöðu til mála, þ.e.a.s. séu í sannleika dómbærir. En hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til slíks af fólki, og þá ekki sízt ungu fólki, sem er að strita 15 stundir eða jafnvel lengur á sólarhring árið um kring? Má ekki búast við, að frambjóðend- ur í næstu kosningabaráttu hætti blátt áfram að flytja rökfastar og áheyrilegar ræður og komi í þess stað fram á sviðið syngjandi gamanvísur og leiki undir á gítar? Sennilega hrepptu þeir fleiri at- kvæði meðal hinnar yngri kynslóðar a.m.k., ef þeir höguðu kosningabar- áttu sinni þannig. Sjálfur hef ég aldrei verið virkur í pólitík, nema sem almennur kjósandi. Og það er alger misskiln- ingur, að ég vilji á nokkurn hátt níða niður skóinn af Karveli Pálmasyni, enda spáði ég honum sigri í síðustu alþingiskosningum. Hafði ég einmitt tækifæri til að segja það syni hans, er hann leit rétt sem snöggvast inn til okkar í sumar. Munaði aðeins örfáum atkvæðum, að Karvel bæri sigur úr býtum. Mér fannst Karvel vera vaxandi maður í sínu starfi sem fulltrúi Vestfirðinga á Alþingi. Hins vegar er aldrei að vita, hvenær maður kemur einhvers staðar óvart við pólitísk líkþorn. Kveða þá gjarnan við skrækir úr ólíklegustu átt. Þótt næsta óskiljanlegt sé, virðist bæjarritaranum lítt gefið um, að ég gangi mér til hressingar eftir þjóðvegum vestra. Satt er það, að ég hef ekki vegabréf, undirritað og Eyjólfur Gudmundsson skrifar frá Noregi: Samningar Norðmanna við sænska Volvo fyrirtækið FRÁ ÞVÍ í vor hafa staðið yfir samningaviðræður milli norskra stjórnvalda og sænska stórfyrir- tækisins Volvo. Ráðgert er nú að norska ríkið kaupi sem svarar 40% af hlutabréf- um í fyrirtækinu, sem síðar verði til sölu á hlutabréfamarkaði í Ósló. Til umræðu hefur komið, að Svíar hefji bílaframleiðslu í Noregi og ákveðið er að norsk iðnfyrirtæki í plast- og áliðnaðinum fái möguleika til að framleiða varahluti fyrir nýja Volvobílinn, sem kemur á markað- inn kringum 1980. Þetta mun m.a. skapa atvinnu fyrir 3000—5000 Norðmenn. Iðnaðarfyrirtækjum, sem framleiða ál og plast, gefur þetta aukna möguleika til að fullvinna hráefni sín. Svíar fá hins vegar möguleika á að komast inn í olíuiðnaðinn, og ráðgert er að sænskt olíufélag, í tengslum við Volvo, fái að hefja olíuleit við norsku ströndina. Áhugi Svía fyrir norsku olíunni er augljós, og kemur sem afleiðing af vaxandi orkuþörf heima fyrir, og eins vegna óvissunnar um olíukaup frá fjar- lægari löndum. Rétt er að taka fram að endan- lega hefur ekki verið gengið frá þessum samningum, enda margt að íhuga. Svíar munu yfirleitt hafa jákvæða afstöðu til málsins, en undirtektir almennings í Noregi mismunandi. Meðal eldri kynslóðar- innar eru margir sem líta Svía hornauga og vitna í atburði frá löngu liðnum árum. Einnig óttast þeir að Svíar hagnist á samning- unum, en norskur iðnaður fái aðeins vissa möguleika, og enginn viti fyrirfram hvort þar verði um stimplað af honum. Eg hef ekki þurft á því að halda hingað til, þótt ég eigi mörg sporin um þessar slóðir. Minnir hugsunarháttur og stíll bæjarritarans mjög á einvalds- konunginn fræga, sem sagði: „Ríkið, það er ég.“ — Það er ekki amalegt fyrir ísfirðinga að hafa jafn spak- vitrum og skeleggum embættis- manni á að skipa! Bæjarritarinn tönnlast sífellt á því, að ég sé orðinn maður gamall og mál til komið, að ég láti af starfi sem skólastjóri. Við verðum sjálf- sagt báðir, bæjarritarinn og ég, að lúta því lögmáli náttúrunnar að eldast. Get ég glatt hann með því, að skólaár það, sem nú fer í hönd, mun verða mitt síðasta sem skóla- stjóri. Og þegar ég lít yfir farinn veg, þykir mér vænt um, að sumir hinna beztu nemenda, sem mér hefur auðnazt að brautskrá frá Verzlun- arskóla íslands, hafa verið Vestfirð- ingar. Þeir eru hinar beztu heimild- ir um dagfar mitt og orðbragð, ef bæjarritarinn hirti um að hagnýta sér þær. Mér er annt um, að orðstír Vestfirðinga megi halda áfram að vera mikill og góður. En til þess að svo megi verða, þarf áreiðanlega að gefa því vandamáli gaum, sem ég var að reyna að vekja athygli á. Og sá vandi lýtur eigi aðeins að Vestfjörðum. Hann er vandi alls landsins. Þá virðist mér einnig bera brýna nauðsyn til að sérfræðingar á sviði umhverfisverndar og líffræði rann- saki mengun við Isafjarðardjúp. Mengun æskunnar annars vegar og me'ngun umhverfis hins vegar eru raunar tvær hliðar sama vandamáls. Þennan vanda verður að gaumgæfa sem allra fyrst. Það er einmitt af því, að mér er hlýtt til Vestfjarða og fólksins þar, að ég skora á þá, sem völdin hafa, að hefjast handa sem fyrst. Jón Gíslason. nokkurn hagnað að ræða. Bílainn- flytjendur eru nú uggandi yfir að Volvo fái aukin fríðindi og þar með sterkari samkeppnisaðstöðu í Noregi. í nýafstaðinni skoðanakönnun frá Norsk Gallup kemur fram að 41% hefur' jákvæða afstöðu gagnvart samstarfi við Svía, 43% voru neikvæðir, en 16% höfðu ekki myndað sér neina skoðun um málið. I röksemdafærslum gegn Volvo-samstarfinu, hefur m.a. kom- ið fram sú skoðun að farið sé að halla undan fæti hjá fyrirtækinu, og þessvegna leitist Svíar við að bæta aðstöðu sína, og það á kostnað annarra. Varðandi Volvo fyrirtækið er því rétt að benda á: Fyrirtækið hóf starfsemi sína árið 1926 og ári síðar kom fyrsti bíllinn á markaðinn. Nú 50 árum síðar er ársframleiðsla fólksbifreiða um 300.000. Auk fólksbifreiða fram- leiðir fyrirtækið vörubifreiðar, áætlunarbíla, vegagerðartæki, díselvélar, skíði o.fl. Volvo er nú stærsta iðnaðarfyrir- tæki á Norðurlöndum, með um 60.000 manns í þjónustu sinni. Auk þess eru Volvo verksmiðjur í Belgíu, Hollandi, Kanada, Brasiliu, Thai- landi, Malaysiu, Indonesiu og Ástralíu. Volvo er nú sem stendur stærsta útflutningsfyrirtæki Svía, og nam útflutningsverðmæti þess 16,2 milljörðum norskra kr. Hagnaður sl. ár var 350 milljónir kr. Meðal norskra ráðamanna ríkir yfirleitt nokkur bjartsýni varðandi fyrirhugaða iðnaðarsamvinnu. í gríni og alvöru hafa þeir bjartsýn- ustu látið þau orð falla, að eðlileg- ast væri að fjarlægja landamærin milli ríkjanna og mynda öflugt, norrænt sambandsríki. Hvað sem þessu viðvíkur er öruggt að samningaviðræðurnar munu taka nokkuð langan tíma, en vonandi að árangur verði sem mestur. Ætti slíkt að stuðla að aukinni norrænni samvinnu á sviði iðnaðarmála. \s 1 ístrrr...: SOMBRERO mllutjöldin eru svolítiö sérstök Þau fást tilbúin fyrir gluggana, skápana eða hillurnar. Sjálf lagar þú breidd þeirra að hlutverkinu, gengur frá festingum og setur þau upp. ^Margvísleg mynstur og litir. SOMBRERO. Útsölustaðir á SOMBRERO rúllutjöldum: Verslunin Brynja, Laugavegi 21, Reykjavík. Z-brautir og Gluggatjöld s.f., Ármúla 42, Reykjavík. Jón Fr. Einarsson versl., Bolungarvík. Einar Jóhannsson & Co., Siglufirði. Verslunin Brimnes, Vestmannaeyjum Verslunin Dropinn, Keflavík. Verslunin Málmur, Hafnarfirði. Og flest kaupfélög landsins. . I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.