Morgunblaðið - 06.09.1978, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978
V estmannaeyjar:
Undrapysja
með hvítan
fjaðrahatt
EINSTAKT fyrirbæri af hana nú upp um sinn og er
lundapysju fannst í Eyjum hún hin fjörugasta í sam-
um helgina, en hún var býli við aðrar lundapysjur.
Venjuleg lundapysja, hattlaus.
skrýdd miklum fjaðrahatti
og bar hún túrbaninn með
mikilli reisn. Það voru tveir
Eyjapeyjar, Tómas og Geir,
sem fóru í lundapysjuleit
föstudagskvöldið 1. sept.
með afa og ömmu sem
höfðu langa reynslu í slík-
um ferðum. Og það bar
aldeilis vel í veiði því þau
fengu þessa undrapysju.
Pysjan er eðlileg í útliti
á allan hátt, nema að upp
úr miðjum hausnum standa
þessir feiknafiðurbrúskar,
alhvítir úr vel gerðum
fjöðrum eins og þeim sem
eru á bringunni.
Þeir Tómas og Geir ala
Fullvaxinn „prófastur“.
Ljósmyndir Mbl. Undrapysjan með hvíta fjaðrahattinn.
Sigurgeir Jónasson.
Tómas og Geir með fjórar pysjur og fyrirbærið sker sig aldeilis úr.
Sovézkir stærdfrædingar:
Stór hópur fékk ekki að
sæk ja alþjóðlegt þing
FIMM íslenzkir stærð-
fræðingar voru nýlega á
alþjóðlegu þingi stærð-
fræðinga í Helsinki, þar
sem mannréttindamál so-
vézkra visindamanna
komu nokkuð við sögu
þótt hvergi væri ráð fyrir
því gert í opinberri dag-
skrá þingsins.
Stærðfræðingarnir íslenzku
voru þeir Eggert Briem, Jón R.
Stefánsson, Ottó Björnsson,
Reynir Axelsson og Halldór
Elíasson, sem Mbl. náði tali áf
og spurði frekar um þetta mál.
„Jú, það er rétt,“ sagði Hall-
dór, „það kom í ljós á þessu
þingi, að það hafði aðeins um
helmingur sovézku vísinda-
mannanna, sem ætluðu að sækja
þingið, fengið vegabréfsáritun á
það og það má geta þess að
meðal þeirra sem heima sátu
var einn af fjórum stærðfræð-
ingum, sem átti að heiðra
sérstaklega á þessu þingi, eins
og vandi er að gera á hverju
þingi.“
Halldór sagði, að miklar
umræður hefðu orðið um það
meðal þingfulltrúa hvernig
komið væri fyrir sovézkum
stærðfræðingum, þegar þeir
fengju ekki að halda uppi
eðlilegum og nauðsynlegum
samskiptum við starfsbræður í
öðrum löndum.
Hann kvað hafa
verið dreift á þinginu bækling-
um þar sem lýst er aðstöðu
sovézkra stærðfræðinga í þess-
um efnum, en þeir teldu sjálfir
að verið væri að skerða frelsi
þeirrameira en hefði verið áður.
Viðgerð
á Breka
gengur vel
VIÐGERÐ á Vestmannaeyjatog-
aranum Breka sækist vel, að því
cr Gunnar Ragnars, fram-
kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar
á Akureyri, tjáði Mbl. í gær.
Verkið er á áætlun og kvaðst
Gunnar gera ráð fyrir að því lyki
innan tveggja mánaða. Hann
sagði einnig að ekkert benti til
þess enn sem komið væri, að
viðgerðin færi fram úr kostnaðar-
áætlun. Nú er aðallega verið að
vinna að ýmsu innan skips.
Gunnar kvaðst engu kvíða varð-
andi verkefni Slippstöðvarinnar i
næstu framtíð og forráðamenn
fyrirtækisisn hefðu oft séð útlitið
svartara en nú. Innan skamms
hæfist til að mynda viðamikil
viðgerð og endubygging á aflaskip-
inu Þórði Jónassyni og framundan
væru mörg meiriháttar verkefni
bæði varðandi viðgerðir og ný-
smíði.
Togari
Hríseyinga
bilaður
SNÆFELL, togari Hríseyinga, er
bilaður og mun viðgerðin taka um
tvo mánuði, að því er fréttaritari
Mbl. sagði í símtali í gær. Skipið
er nú til viðgerðar á Akureyri en
það er aflvél skipsins sem er biluð.
Snæfell er smíðaður í Noregi og
hefur reynzt ágætlega fram til
þessa.
Enda þótt ekki blási byrlega í
atvinnumálum Hríseyinga eru
þeir þó vongóðir um að Dalvíking-
ar og jafnvel Akureyringar muni
létta undir með þeim og sjá þeim
fyrir hráefni að einhverju leyti.
Auk þess er töluverð smábátaút-
gerð frá Hrísey, en þeir bátar hafa
aflað lítið að undanförnu.
Börkur fyllti sig
við Jan Mayen:
Loðnuflot-
inn allur á
leið þangað
BÖRKUR frá Neskaupstað fyllti
sig af loðnu um 70 mílur NNV af
Jan Mayen um hádegisbil í gær
og síðdegis var allur íslenzki
loðnuflotinn á leiðinni á þessi
mið, en undanfarin tvö dægur
hefur verið frekar tregt á miðum
íslenzku loðnuskipanna norður af
Norðurlandi.
Færeysk og norsk skip hafa
síðustu viku verið á loðnuveiðum
við Jan Mayen og samkvæmt þeim
upplýsingum, sem Morgunblaðið
hefur aflað sér, munu þessi skip
vera búin að fá um 50 þús. tonn
af loðnu á þessum slóðum að
undanförnu.
Af miðunum frá Jan Mayen er
stytzt til hafnar á Raufarhöfn og
síðan til Austfjarða, og er Börkur
væntanlegur til Neskaupstaðar í
nótt eða fyrramálið með aflann, en
tæplega 40 klst. sigling er af
miðunum.
Frá því kl. 17 í fyrradag til kl.
14 í gær tllkynntu átta skip um
afla til loðnunefndar og eru þau
þessi: Bergur 2. VE 400 lestir,
Stapavík SI 150, Faxi GK 300,
Albert GK 400, Seley SU 330,
Húnaröst ÁR 570, Magnús NK 350
og Börkur NK 1120.