Morgunblaðið - 06.09.1978, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.09.1978, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978 15 20 drukkna á einum degi Nýja Delhf, Indlandi. 5. september. AP. Reuter. YAMUNAÁIN flæddi í dag inn yfir úthverfi Nýju Delhí og tilkynnt heíur verið að að minnsta kosti 20 manns hafi drukknað í dag. Flóð hafa aldrei verið jafnmikil í ánni og vatns- borð hennar hækkar um 10 sentimetra á hverjum klukku- ti'ma. Fólkið drukknaði þegar herbát- ur sökk í Yamuna. Var verið að flytja fólk, er flúið hafði heimili sín vegna flóðanna sagði D.R. Kohl landsstjóri. Meðal hinna 20 voru konur og börn. Öll umferð til að frá Nýju Delhí hefur raskast vegna flóðanna og meðal annars hefur fjórum mikil- vægum brúm verið lokað. Frá því monsúnrigningarnar hófust seint í júní hafa um 850 manns drukknað á Indlandi. Nú hafa um tvær milljónir manna í Vestur-Bengal flúið heimili sín og nokkur hundruð þúsund á svæð- inu kringum Nýju Delhí hafa gert slíkt hið sama. Iri felldur Newry, Norðurfrlandi 5. september — Reuter ÍRSKIR hryðjuverkamenn skutu í dag til bana mann, sem er í varaliði hersins, að þvi er lögregla skýrði frá í dag. Talið er líklegt að IRA hafi staðið fyrir morðinu. Dansaði í 145 tíma Corner Brook, Nýfundna- landi, 4. september. Reuter. HIN 24 ára gamla Anna Hall kvaðst í dag hafa sett heims- met í samfelldum dansi, en hún dansaði í 145 klukkustundir stanzlaust á diskóteki í bænum Corner Brook. Þar með endur- bætti hún gamla heimsmetið um eina klukkustund, en það var sett í fyrra. íhaldið með meira fylgi London — 5. scptember — Reuter DAGBLAÐIÐ Daily Express skýrði í dag frá niðurstöðum skoðanakönnunar blaðsins, en þar kemur fram að fylgi brezka Ihaldsflokksins er tveimur prósentum meira en fylgi Verka* mannaflokksins, sem nú er við stjórnvölinn í Bretlandi. Alls svöruðu 47% því að þeir myndu kjósa íhaldsflokkinn, 45% kusu Verkamannaflokkinn og aðeins 5% frjálslynda. Þetta gerdist 1976 — Rússneskur herþotu- flugmaður flýr til Japans. 1970 — Palestínskir skæru- liðar ræna þremur vestrænum farþegaflugvélum og valda neyðarástandi. 1966 — Verwoerd veginn á þingfundi í Höfðaborg. 1965 — Indverjar gera innrás í Vestur-Pakistan. 1940 — Antonescu tekur sér alræðisvald við valdaafsal Varols Rúmeníukonungs. 1926 — Chiang Kai-shek tek- ur Hankow. 1909 — Peary tilkynnir að hann hafi komizt á Norður- skautið fimm mánuðum áður. 1901 — McKinley forseti særður banvænu sári í Buffalo, New York. Fimmmenningarnir hér á myndinni hafa allir gengizt undir andlitsskurðaðgerðir til að líkjast látnum rokk-stjörnum, sem þeir halda mikið upp á. Fremst er Erin Rhyne, en hann á að líkjast Elvis Presley, í miðröðinni til vinstri er Mona Caywood-Moore (Janis Joplin) og við hliðina á henni Jesse Bolt (Elvis Presley) en í efstu röðinni eru það Marc Hazebrouck (Jim Croce) til vinstri og Duke 0‘Connell (Jim Morrison). Heitir auknum lýðréttindum Rómaborg — 5. sept. — AP VIDELA, forseti Argentínu, sem nú er í fyrstu heimsókn sinni í Evrópu og var m.a. viðstaddur krýningu Jóhannesar Páls I. á sunnudag, sagði við fréttamenn í dag, að starfsemi stjórnmála- flokka yrði leyfð aftur í Argen- tínu „í fyllingu tímans“, en ekki strax. — Okkur er vel ljóst, að lýðræði án starfsemi stjórnmálaflokka er í raun ekkert lýðræði, sagði hann í viðtali við AP. „Þeim flokkum sem nú er bannað að starfa, verður leyft að starfa síðar meir. Hvenær get ég ekki sagt til úm. Það verður á réttu augnabliki, þegar þjóðfé- lagið hefur verið endurskipulagt og stjórnmálaflokkar hætta bein- um atkvæðaveiðum og taka upp baráttumál, sem verða almenningi til hagsbóta", sagði hann. Um þá hörðu gagnrýni sem stjórn hans hefur sætt víða erlendis sagði hann, að hún væri mat viðkomandi ríkisstjórna oft á tíðum fengju óupplýstir einstakl- ingar erlendis alranga mynd .af ástandi mála í Argentínu. I heimsókn sinni í Italíu hefur Videla átt í viðræðum við fjöl- marga háttsetta stjórnmálamenn þeirra á meðal Andreotti forsætis- ráðherra Italíu, Mondale varafor- seta Bandaríkjanna og Raymond Barre forsætisráðherra Frakka. Andaðist er hann ræddi við páfann Vatíkaninú 5. september AP RÚSSNESKI grísk-kaþólski erki- hiskupinn Nikodim fékk hjarta- slag er hann ræddi einslega við Jóhannes Pál páfa I. í dag. Að sögn veitti páfi sjálfur honum síðustu þjónustu. Um 20 fulltrúar annarra söfnuða biðu fyrir utan viðtalsher- bergi páfa eftir að fá að ræða við hann og sló miklum óhug á þá, er þeim voru sögð tíðindin. Margir hinna 20 fyrirmanna kirkjunnar Hvikum hvergi þrátt fyrir handtökurnar Managua — 5. sept. — Reuter ANDSTÆÐINGAR stjórnar Som- oza forseta Nicaragua sögðust í dag mundu halda áfram allsherj- arverkfallinu og stuðla að því að áhrif þess verði sem víðtækust, þrátt fyrir handtökur 60 forystu- manna þeirra nýverið. Talsmaður Þessi mynd var tekin á götu úti í Matagalpa, þar sem kom til mikilla átaka þjóðvarðliða og andstæðinga Somoza og sýnir hvar nunna á vegum Rauða kossins gerir að sárum skæruliða. andstæðinga Somoza sagðist gizka á, að þjóðvarðliðar hefðu handtekið 4—600 stjórnarand- stæðinga í götubardögum síðast- liðnar tvær vikur. Talsmenn þjóðvarðliðsins neituðu hins veg- ar að tjá sig nokkuð um handtök- urnar. en viðurkenndu um síð- ustu helgi að hafa handtekið um 200 „æsingamenn“. Þrátt fyrir þessar handtökur þjóðvarðliðsins og ýmsar aðgerðir stjórnarinnar að undanförnu hef- ur verkfallsmönnum bætzt liðs- auki þar sem margir bankar og bensínstöðvar hafa lokað. Mest öll verzlunarstarfsemi liggur niðri í stærstu borgum landsins og at- hafnalíf er víða lamað. Stjórn Somoza stendur nú frammi fyrir vaxandi erfiðleikum í efnahags- málum, þótt verkfallið hafi enn sem komið er ekki bitnað alvarlega á helztu útflutningsvörum Nicara- gua, kaffi, baðmull og sykri. 1813 — Prússar sigra Ney marskálk við Dennewitz. 1782 — Sjóorrusta Breta og Frakka við Cuddalore, Madras, Indlandi. 1715 — Uppreisn jakobíta í Skotlandi. 1688 — Leopold I tekur Belgrad af Tyrkjum og síðan Bosníu, Serbíu og Valakíu. 1672 — Vilhjálmur af Óraníu tekur Naarden í Hollandi. 1620 — Pílagrímarnir sigla með „Mayflower" frá Plymouth til Nýja heimsins. Afmæli dagsinsi Guillaume Dubois, franskur kardináli — 1 stjórnmálamaður (1652—1723) — Moses Mendelsohn, þýskur heimspekingur (1729—1786) — Marie Joseph de Montier, franskur stjórnmálamaður (1757—1834) — Montague Norman, brezkur hagfræðingur (1872-1950). Innlenti Ölfusárbrú brestur 1944 — Jarðskálftakippur legg- ur Ölfusið í rúst 1896— F. Sveinn lögmaður Sölvason 1722 — Útför Jóns biskups Vídalíns í Skálholti 1720 - Narfeyrar- fundur Jóns Vídalíns og Odds lögmanns Sigurðssonar 1713 — Þórður kakali kemur til Eyja- fjarðar af konungsfundl 1237 — F. Jón Oddgeir Jónsson 1905 — Ásgeir Bjarnason 1914 — Iðn- sýningin opnuð 1952. Orð dagsinsi Ef við höfum hugfast að aliir eru brjálaðir hverfur leyndardómurinn og við fáum skýringu á lífsgátunni — Mark Twain, bándarískur rit- höfundur (1835—1910). voru gamlir kunningjar og vinir Nikodims. Dauði hans „varpaði skugga á athöfnina", sagði dr. Carl Mau, prestur, en hann er aðalformaður alheimssamtaka lútherskra safn- aða, sem aðalstöðvar sínar hafa í Genf. Nikodim sem var 49 ára gamall og erkibiskup af Leningrad og Novgorod, var sá fyrsti af fulltrúunum, sem fékk áheyrn hjá páfa. Hann hafði nýlokið við að færa páfa árnaðaróskir rússnesku grísk-kaþólsku kirkjunnar og páfi ætlaði að fara að svara honum, er Nikodim féll látinn niður í stól sinn. Einn af starfsmönnum páf- ans fór strax og náði í lyf, sem Nikodim notaði og voru í tösku fyrir utan viðtalsherbergið og einnig var læknir kallaður á staðinn. Litlu síðar var skýrt frá því að Nikodim væri allur. Fékk 68 milljónir í getraunum Ósló 5. september. AP NORÐMAÐUR nokkur datt heldur betur í lukkupottinn í dag, er hann vann 1.157.000 norskar krónur (jafn- virði 68 milljóna króna) í norsku getraununum. Norðmaðurinn gat sér rétt til um úrslit sex leikja í ensku deildarkeppninni og sex í þeirri norsku og fékk fyrir það þessa dágóðu upphæð, sem þar að auki er skattfrjáls. Heldur betur búbót það. Þess má geta að getraunaseðillinn kostaði jafnvirði tæpra 30 króna íslenskra. Veður víða um heim Akureyri 12 lóttskýjað Amsterdam 17 skýjað Aþena 31 heiöríkt Bercelona 24 skýjað Berlín 16 skýjað x BrUssel 16 skýjað Chicago 28 heiöríkt Frankfurt 19 skýjað Gent 20 skýjað Helsinki 14 skýjað Jerúsalem 25 heiðríkt Jóhannesarb. 15 lóttskýjað Kaupmannah. 16 heiðríkt Lissabon 24 rigning London 21 heiðríkt Los Angeles 32 rigning Madríd 24 heiðrfkt Malaga 29 ióttskýjað Mallorca 27 lóttskýjað Miami 30 rigning Moakva 20 rigning New York 25 heiðríkt Ósló 16 heiðríkt París 22 léttskýjað Reykjavík Rio de 12 lóttskýjað Janeiro 31 lóttskýjaö Rómaborg 19 rigning Stokkhólmur 15 skýjað Tel Aviv 29 heiðríkt Tókýó 23 rigning Vancouver 18 skýjað Vínarborg 20 heiðríkt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.