Morgunblaðið - 06.09.1978, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978
18
19.
skákinni
frestað
- en hvers
vegna?
Han if Golombek
skrifar fyrir
Morgan blaöiö
19. skákinni, sem tefla átti
í dag, þriðjudag, í heims-
meistaraeinvíginu, var frest-
að að beiðni Karpovs. Mér
sýnast í fljótu bragði
einkum þrjár ástæður koma
til greina af hálfu Karpovs
fyrir frestuninni. I fyrsta
lagi sú, að heimsmeistarinn
hafi í kvöldverðarboðinu,
sem forsetafrú Filippseyja
hélt þeim Korchnoi í gær-
kveldi, hvort tveggja etið og
drukkið yfir sig. En það
getur þó varla verið, því að
eftir því sem ég sá til
Karpovs í veizlúnni var hann
afar hófsamur bæði á mat og
drykk. Önnur ástæðan er sú,
að dularsálfræðingurinn
Zoukar, sem einnig var í
kvöldverðarboðinu og hrellt
hefur Korchnoi með óþægi-
legri nærveru sinni í einvíg-
inu, hafi gerzt fullfrekur á
fljótandi og fast og því ekki
verið upplagður í dag til að
senda Korchnoi vafasamar
hugbylgjur. Þessi ástæða er
þó í meira lagi hæpin eins og
hin fyrri. En að slepptu
gamni finnst mér þó líkleg-
ast, að Karpov hafi frestað
skákinni til að setja
Korchnoi út af laginu;.
Karchnoi hafði fastlega
verið við því búinn að tefla
í dag eftir að tekizt hafði að
lægja þær margvíslegu ásak-
anir sem gengið hafa á báða
bóga að undanförnu. Frestun
á 19. skákinni í dag hafi því
verið enn eitt sálfræðiher-
bragðið í heimsmeistaraein-
víginu og í þetta sinn ættað
frá Karpov og hans nótum.
„ÞÓTT Iðnaðardeild Sam-
bandsins sé stærsti útflytjandi
almennra iðnaðarvara frá ís-
landi, þá hefur innanlands
markaðurinn samt sem áður
verið stærsta og þýðingarmesta
sölusvæðið, en á síðastliðnu ári
seldi Iðnaðardeild vörur á
heimamarkaði fyrir rúma 2,8
milljarða króna.“ Svo fórust
Erlendi Einarssyni forstjóra
S.I.S., orð við opnun svokallaðr-
ar „Markaðsviku Iðnaðardeild-
ar“ Sambandsins. Markaðsvik-
an er nýjung í starfsháttum
deildarinnar og cr tilgangur
hennar að kynna innlendum
aðilum framleiðslu verksmiðja
Sambandsins. Vörukynningin
er fyrst og fremst ætluð inn-
kaupafólki frá kaupfélögum og
öðrum aðilum sem selja vörur
verksmiðjanna, cn hún er ekki
opin almenningi.
Við opnunina vakti Erlendur
athygli á ýmsum nýjungum í
framleiðslu verksmiðjanna, svo
sem á peysum úr blöndu af
íslenzkri ull og orlon, sém þvo
má í þvottavél, og nýrri tegund
af gallabuxum frá fataverk-
smiðjunni Heklu undir vöru-
merkinu „duffys". Ræddi Er-
lendur samkeppnisaðstöðu
íslenzks iðnaðar við erlendan, og
kvað samanburðinn gefa kjör-
orðinu „Veljum íslenzkt" byr
undir vængi.
Erlendur Einarsson drap og á
nokkrar staðreyndir sem hann
sagði sýna, að íslenzkur iðnaður
ætti í vök að verjast nú og
aðbúnaður hans væri verulega
Erlendur Einarsson forstjóri
Sambandsins opnar „Markaðs-
vikuna“. Myndiri Emilía.
lakari en í helstu samkeppnis-
löndum. Nefndi hann þar
óstöðugleik íslenzks efnahags-
lífs, þar sem röng gengis-
skráning hefði haft mjög trufl-
andi áhrif á markaði innlendra
iðnaðarvara bæði hér og erlend-
is. Einnig sagði hann ekki verða
hjá því komizt, að verðmyndun-
arkerfi það sem nú væri við lýði
yrði tekið til endurskoðunar og
þess þá gætt að fullt tillit væri
tekið til iðnaðarhagsmuna.
Einnig benti hann á, hve ýmis
opinber gjöld þrengdu að
innlendum iðnaði; til dæmis
greiddi iðnaður mun hærri
aðstöðugjöld en aðrir atvinnu-
vegir.
Erlendur minntist sérstak-
lega á þá erfiðu samkeppni sem
innlendur skóiðnaður ætti í á
heimamarkaði, og kvað hann nú
vera svo komið, að áframhald-
andi rekstur einu skóverk-
smiðjunnar í landinu væri óviss,
ef ekki kæmu til einhverjar
ráðstafanir af hálfu opinberra
aðila. Hann reifaði einnig það
vandamál, sem skapazt hefði
vegna útflutnings í lopa, sem
notaður væri í Evrópu og
láglaunalöndum Asíu til endur-
vinnslu og eftirlíkingar á hefð-
bundnum íslenzkum vörum.
Stefndi slíkur iðnaður í hættu
því nafni, sem íslenzkur iðnaður
hefði skapað sér á alþjóðamark-
aði.
„Það er ekki aðeins ósk þeirra
sem fást við íslenzkan iðnað,
heldur vinsamleg krafa til
stjórnvalda, að þau taki nú á sig
rögg og kippi í lag ýmsu því sem
ábótavant hefur verið og gert
hefur stöðu iðnaðarins svo
erfiða," sagði Erlendur Einars-
son að lokum.
Að lokinni opnun „Markaðs-
vikunnar“ var eínt til tízku-
sýningar á íslenzkum fötum.
Stjórnvöld
tatóásigrögg
Frá opnun „Markaðsviku Iðnaðardeildar”S.Í.S
Ilér er Leifur Breiðfjörð að taka niður myndina í Esjubergi ásamt konu sinni, en myndin, sem nefnist
„Vorblót“, verður annað tveggja verka Leifs á sýningunni „Glass America“. Ljósm. Mbl.i Kristinn.
Leifur Breiðfjörð:
Einn af 40 listamönnum sem boðið
var að sýna á „Glass America
LEIFUR Breiðfjörð hefur fengið
boð um að sýna á sýningunni
^Glass America“, sem haldin
verður í Lever House í New York
dagana 9. til 27. október næst
komandi.
Á sýningunni verða sýnd nútíma
glerlistaverk, auk franskra gler-
skurðarverka, sem eru meira en
tveggja alda gömul. Aðeins 40
listamenn hafa fengið boð um að
sýna á þessari sýningu, og er það
talinn mikill heiður að fá að sýna
þar. Leifur Breiðfjörð mun eiga
tvær myndir á sýningunni.
Myndirnar sem Leifur mun
sýna, eru „Vorblót" og „Máttur
viljans". Sú fyrrnefnda er í
Esjubergi að Hótel Esju, en sú
Lever House í New York, þar sem
Leifi Breiðfjörð hefur verið boðið
að sýna ásamt 40 öðrum lista-
mönnum.
síðarnefnda er nýlega fullgerð, en
hana vinnur listamaðurinn fyrir
Reykjalund.
Nú er unnið að því að taka
myndina „Vorblót" niður í Esju-
bergi, en myndin er 5 -metra löng
og 1,50 m á hæð. Hún er úr steindu
gleri, og er unnt að taka hana
niður í sjö hlutum. Myndin er ekki
sú eina sem Leifur hefur gert fyrir
Flugleiðir, því að loftskreytingar í
Skálafelli, á níundu hæð Hótels
Esju eru einnig eftir hann.
Lever House, húsið þar sem
sýningin í New York fer fram, er
þekkt sýningarhúsnæði, en það er
skammt frá Museum of Modern
Art, á horni Park Avenue og 53.
strætis.
Sovézkir dagar 1978:
Úkraínukynning
HÓPUR listafólks frá Úkraínu er
væntanlegur hingað til íslands
12. september n.k. til að taka þátt
í „Sovéskum dögum“ sem félagið
MIR efnir orðið árlega til.
Listafólkið kemur fram á tónleik-
um og danssýningum á nokkrum
stöðum á Austur- og Norðurlandi,
auk Reykjavíkur.
Þetta er þriðja árið í röð sem
eitt 15 lýðvelda Sovétríkjanna er
sérstaklega kynnt á „Sovéskum
dögum“ MÍR, Menningartengsla
Islands og Ráðstjórnarríkjanna:
Armeníukynning var 1976, Lett-
landskynning í fyrra og nú
Úkraínukynning.
í hópi Úkraínumannanna, sem
hingað koma í tilefni „Sovésku
daganna", eru 12 þjóðdansarar,
óperusöngvarinn Anatólí Mokr-
enko og bandúruleikararnir Maja
Golenko og Nína Pisarenko. Með
þeim verður einnig rithöfundurinn
Pavel Zagrebeliní.
Tónlistarfólkið og dansararnir
halda skemmtanir í Neskaupstað
13. og 14. september og á Egils-
stöðum 15. september, en síðan á
Húsavík og/eða Akureyri, og í
Þjóðleikhúsinu verður sýning
mánudagskvöldið 18. september.
í tengslum við „Sovésku dagana"
verður sýning haldin í Neskaup-
stað á myndlist frá Úkraínu og í
Reykjavík verður sýnd nytjalist og
skrautmunir. Einnig verða ljós-
myndir og bækur frá Sovét-Úkra-
ínu sýndar í MÍR-salnum, Lauga-
vegi 178, og þar og e.t.v. víðar
verður einnig efnt til fyrirlestra-
halds pg kvikmyndasýninga í
tilefni Úkraínukynningarinnar.
MÍR 1978
Efnafræði fyrir
menntaskólanema
ÚT ER komin hjá Almenna
bókafélaginu Efnafræði 2. sem er
kennslubók menntaskóla og fram-
hald á Efnafræði I, sem kom út í
fyrra. Höfundarnir eru þrír
sænskir efnafræðikennarar, þeir
Stig Anderson, Ido Leden og Artur
Sonesson og þýðendur Sigurður
Elíasson og Hannes Jónsson.
Þessar efnafræðibækur voru
upphaflega samdar fyrir sænska
skóla. I þeim er notað framsetn-
ingarkerfi, sem er algerlega nýtt í
kennslubókum í efnafræði og
miðastdvið að nemandinn geti
hagnýtt sér efni bókarinnar á
eigin spýtur.
Efnafræði 2 er 126 bls. í brotinu
A4. Bókin er í 7 köflum sem heita:
Sýrur og basar, Hvörf málma
með sýrum, Efnisfræði I. Málm-
ieysingjarnir, Sölt, Loft, haf og
berg jarðar, Efnisfræði II, Málm-
arnir, Rafefnafræði.
Auk þess eru verkefni og orða-
skrár aftast í bókinni.