Morgunblaðið - 06.09.1978, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.09.1978, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978 fclk í fréttum + Þetta er óvenjuleg frétta mynd af forsætisráðherra ísrael, Menachem Begin. Hann er ottasi a peim myndum alvarlegur á svipinn á einhverjum fundi með heimspólitíkusum. — Hér brosandi út undir eyru er forsætisráðherrann í hópi barnabarna sinna, á 65 ára afmæli sínu, um miðjan ágústmánuð síðastliðinn. Komu krakkarnir þá í heimsókn til afa í Jerúsalem. Er myndin tekin er krakkarnir sungu fyrir afa sinn „Hann á afmæli í dag! Hann á afmæli f dag, hann afi!“ + Þegar japanski ofurhuginn og Norðurpólsfarinn Naomi Uemura kom til Kaupmannahafnar eftir hina frækilegu för til Norðurpóls- ins og síðan yfir Grænlandsjökul, var tekið á móti honum með viðhöfn. Grænlandsmálaráðherra í dönsku stjórninni Jörgen Peter Ilansen (til hægri) afhenti kappanum mynd af grænlenzkri stúlku. til minja um ferðina yfir Grænlandsjökul. — Sem kunnugt er ætlar Uemura næst að takast á við Suðurskautið. — Þess má geta, sem ekki hefur komið fram í fréttum, að hann er kvæntur maður og kom kona hans Kimiko til móts við hann er hann kom niður af jöklinum í Grænlandi, í bænum Narssarsuaq. + Þessi glaðlegi Arabi er einn þeirra úr heldri manna hópn- um þar eystra. Þetta er krón- prinsinn í Saudi-Arabíu. Fahd að nafni. Ilann vill að olíuverð- ið á hcimsmarkaðnum verði ekki ha’kkað. Ilann segist hafa tröllatrú á gildi Bandarfkja- dalsins, og hafði bætt því við í blaðaviðtali, að dollarinn væri enn sterkasti gjaldmiðill- inn í heiminum. ■ 1 ■HHR i 1 l\ : k 1 t m flr1’ m i IIH. r + Þessi fréttamynd er frá París. Á henni sjást þeir skála í frönsku víni Edward I. Koeh borgarstjóri New York-borgar og Jacques Chirac (til vinstri). Kom New York borgarstjóri í opinbera heimsókn til hinnar frönsku heimsborgar nú fyrir skömmu. í textanum segir að þeir séu að skála fyrir hinni frækilegu loftbelgs-för yíir Atlantshafið á dögunum. 25 „Meiri kröfur gerðar til inn- lends iðnaðar” FYRIRTÆKIN Ceres, Papey og Bláfeldur skipta með sér sýningarsvæði á fatasýningunni en þessi fyrirtæki hafa öll sama dreifingaraðila, Eddu h.f. Karl Jóhann Þorsteins, hluthafi í Eddu, tjáði okkur að um 95% af framleiðslu þessara fyrir- tækja væru til sýnis í höllinni. Frá Ceres getur að líta náttfatnað og morgunsloppa, Papey sýn- ir sokka og Bláfeldur úlpur og skíðafatnað. Er við inntum Karl eftir því hvort hann héldi að íslenskur fataiðnaður gæti staðið þeim erlenda á sporði kvað hann það vera hægt ef sniðin væru nýstárleg og verðið í lagi. „Eg held að ef eitthvað er þá séu íslensk föt ódýrari en þau erlendu. í mörgum tilfellum eru íslenskar vörur betur unnar," sagði Karl, „það eru líka yfirleitt gerðar meiri kröfur til innlends iðnaðar en hins erlenda." Sigríður Svanbjörnsdóttir og Agnar Svanbjörnsson hjá Gráfeldi. Sami maður- inn vinnur flík ma f rá Á fatasýningunni í Laugardalshöll kynnir Gráfeldur h.f. ný snið sem eru meðal annars teiknuð af þýskum hönnuði, Dag- mar Fellby. Það er í fyrsta sinn að snið unnin af henni eru kynnt hér á landi. Gráfeldur var stofnað- ur árið 1970 og er Agnar Svanbjörnsson fram- kvæmdastjóri. Verksmiðj- an framleiðir vörur sínar úr mokkaskinni sem er lambsskinn unnið á sér- stakan hátt hjá Skinna- verksmiðjunni Iðunni á byrjun Akureyri. Hjá Gráfeldi tíðkast það að sami maðurinn vinnur flíkina frá byrjun til enda og telja forráðamenn að það tryggi betri vörugæði en þar sem hin svokallaða færibandavinna er notuð. Gráfeldur framleiðir aðallega fyrir innanlands- markað og hefur salan, að sögn forráðamanna, auk- ist jafnt og þétt frá því að verksmiðjan tók til starfa. Auk nýju sniðanna eru á boðstólum hjá Gráfeldi lúffur sem þeir kveða mjög vinsælar. Karl Jóhann Þorsteins frá Eddu h.f.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.