Morgunblaðið - 06.09.1978, Side 29

Morgunblaðið - 06.09.1978, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI 'fr fly ujAmorana'u if þar því strax sneri hann við og ók hinn rólegasti í næstu götur og lá leiðin fram hjá Breiðholtsskóla og upp að verzlunarmiðstöðinni, þar sem hann sneri við á hringtorgi og kom til baka, og virtist lítið liggja á. Að svo búnu ók lögreglumaður- inn 'aftur út á Reykjanesbraut, á löglegum hraða og vel það, áleiðis upp í efra Breiðholt. Er að Seljahverfinu kom beygði hann þar inn og sá ég það síðast til hans, að hann lónaði í rólegheitum milli íbúðarhúsanna. Forvitni mín beinist ekki að því, hvað umræddur lögreglumaður var að gera upp í Breiðholt, því bersýnilegt var, að þangað átti hann ekkert brýnt erindi. Fróðlegt væri hins vegar að vita hvernig í ósköpunum stendur á því, að sömu lögregluþjónar í sömu lögreglubíl- unum á sömu götunum þverbrjóta lög, sem þeir sekta og kæra aðra menn fyrir að brjóta. Flestir þekkja dæmi þess arna, þótt þeir hafi ekki aðstöðu til eða koma því ekki í verk að greina frá því svo nákvæmlega sem hér hefur verið gert. Vera má að svarið sé fólgið i því, að engum, þ.á m. lögreglunni, þyki nauðsynlegt að aka á lögleg- um hraða á vissum götum við beztu aðstæður. Ef svo er, ætti lögreglan að beita sér fyrir því að meiri hraði væri þar leyfður, þó ekki væri nema sjálfrar sín vegna. Ef einhver af hálfu lögreglunnar sér ástæðu til að svara þessum skrifum, eru það vinsamleg til- mæli, að hann birti orðrétt þau lagaákvæði, sem heimila lögreglu- mönnum við sérstakar aðstæður að aka á „ólöglegum" hraða. Borgari“. Þessir hringdu . . • Bjór er ekki lækning eða vörn gegn ofdrykkju Örn Asmundsson les Velvek- anda í pennann öðru hvoru eða sendir honum pistla sem hann skrifar sjálfur. Venjulega er efnið um frjálsa áfengissölu og oftast víkur hann að því að frjálsleg sala á sterkum bjór myndi stórbæta þjóðlífið. Meðan þessar kenningar eru fluttar af trúarsannfæringu er ástæða til að varpa öðru hvoru á þær ljósi reynslu og þekkingar. Örn lét hafa eftir sér um daginn að það væri bara í kommúnista- ríkjum sem hömlur væru hafðar á sölu áfengis svo að það fengist ekki í hverri búð. Samkvæmt þessu er Finnland, Svíþjóð og Noregur kommúnistaríki en þar er ríkiseinkasala á áfengi líkt og hér. Trúlega eiga England og Frakk- land líka að teljast til kommún- istaríkjanna því að þar eru lög- boðnar hömlur á sölu áfengis og veitingum, fjöldi veitingastaða, opnunartími o.fl. Hitt er svo ástæða til að minna á enn einu sinni, þó að allir ættu raunar að vita það, að bæði Finnar og Svíar urðu fyrir því óláni að gera tilraun til að bæta áfengis- menninguna með frjálslegri sölu á öli. Svíar hafa nú horfið frá því aftur^og Finnar eru á sömu leið þó SKÁK Umsjón: Margeir Pótursson I sveitakeppni Sovétríkjanna í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Kononenkos og Malevinskys, sem hafði svart og átti leik 44 46. 4o. — un^+, 47. Kfl — Dxe2+. 48. Kgl - Del+, 49. Kg2 — He2+ og hvítur gafst upp þar sem að stutt er í mátið. að það bíði enn að breyta lögum. Nefnd hefur unnið í málinu og skilað áliti og má telja víst að horfið verði af braut frjálshyggj- unnar eins og Svíar hafa gert, enda er reynslan af henni ægileg. Fyrsta árið sem frjálsa ölsalan var í Finnlandi óx brennivíns- drykkja þar meira en nokkur dæmi eru til á einu ári. Þetta mun ég biðja Velvakanda að endurtaka öðru hvoru meðan hann birtir annað eins og það sem Örn Ásmundsson les honum í pennann. Þeir sem trúa á bjórinn mættu svo kynna sér það sem Billedblad- et danska flytur um áfengismál í sumar. Það hefur framhaldsþátt um þau efni og þykist hafa brotið ríkjandi bannhelgi með því að taka áfengisvandann til umræðu. Það hefur m.a. birt viðtöl við marga kunna menn sem nota antabus. Hvergi hef ég séð í þeim skrifum að bjór væri lækning eða vörn gegn ofdrykkju en hins vegar það, að hann veldur ástríðu og böli eins og annað áfengi. H.Kr. • Áfengi og bjór í verzlanir Örn Asmundssoni Af sérstöku tilefni vil ég endur- taka það einu sinni enn að ég vil fá áfengi og bjór í verzlanir og kirkjur landsins vil ég að verði gerðar að ölstofum. HÖGNI HREKKVÍSI „Æ, æ! aftur!“ Það lítur út fyrir að hann sé okkur reiður, Q3P S\GGA V/öGA £ l/LVtRAM Aðalheiður Antons- dóttir - Minningarorð Fædd 2. janúar 1907. Dáin 29. ágúst 1978. — Nokkur minningarorð — Enn hefur Akureyri misst eina af sínum sómakonum, sem settu svip á bæinn, Aðalheiði Antons- dóttur. Hún fæddist að Urðum í Svarfaðardal 2. janúar 1907, dóttir Guðlaugar Sigurðardóttur og Antons Ásgrímssonar. Aðeins þriggja ára hvarf hún til Reykja- víkur með ipóður sinni, sem síðar giftist Magnúsi Þórarinssyni á Bakkastígum, miklum öðlings- manni, sem Aðalheiður minntist ávallt með þökk og virðingu. Móður sína missti hún ung að árum og uppvaxtarár sín var hún hjá ömmu og afa, þeim Ingibjörgu Jónsdóttur og Ásgrími Guðmunds- syni er þá bjuggu að Jötunheimum við Eyjafjörð. I Reykjavík dvaldist Aðalheiður síðar við nám og vinnu. Til Akureyrar fór hún tvitug að aldri og þar réðust framtíðarörlög hennar er hún kynntist Lórenz Halldórssyni frá Eskifirði. For- eldrar hans voru Guðrún Sigurðardóttir og Halldór Sveins- son er bjuggu á Bakka á Eskifirði. Á nýársdag árið 1928 voru þau gefin saman í hjónaband, degi fyrir tuttugu og eins árs afmæli brúðarinnar. Á þessum árum var lífsbaráttan hörð hjá verkafólki, barátta við fátækt og atvinnuleysi og fóru þau Aðalheiður og Lórenz sannarlega ekki varhluta þar af. Börnin urðu sjö, svo að marga munna varð að metta og marga flík að sauma, en það var Aðal- heiði leikur að gera mikið úr litlu. Starfsvettvangur hennar var heimilið og ekki legið á liði sínu. Árin liðu og fyrr en varði var allur barnahópurinn á bak og burt nema einn sonurinn, Gunnar verkstjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyrar, sem búið hefur með foreldrum sínum og verið þeim stoð og stytta. Hin eru: Pálína, gift Hauki Hallgrímssyni í Reykjavík, Magnús, kvæntur Elínu Eyjólfs- dóttur, búsett á Akureyri, Gísli Kristinn, kvæntur Rögnu Frans- dóttur, búsettur á Akureyri, Guð- björg, gift Þorgeir Gíslasyni í- Kópavogi, Inga gift Reyni Valtýs- syni á Akureyri og yngstur er Skúli, kvæntur Guðrúnu Þorkels- dóttur, einnig búsettur á Akureyri. Þá dvaldist Aðalheiður, dóttir Pálínu og Hauks, að mestu leyti hjá afa og ömmu til sextán ára uldurs. Nú eru barnabörnin orðin uttugu og eitt. Það er barnalán að 'eta fært þjóð sinni stóran hóp af mannvænlegu fólki, sem allt hefur brotist fram og haft reglusemi og dugnað úr föðurhúsum í veganesti. Betra er yndi en auður, segir máltækið. Á það vissulega við um líf Aðalheiðar. Auðurinn lagði aldrei leið sína í Fróðasund 3, en yndið var þar innan veggja. Gleðin og kætin höfðu þar völdin og aldrei meir en þegar börnin og barnabörnin komu. Aldrei leið svo dagur að ekki kæmi eitthvert þeirra í heimsókn. Ekki af skyldu- rækni, heldur vegna þess að bæjarferð var ekki lokið nema litið væri við í gamla húsinu, þar sem öllum var veitt af rausn og húsbóndinn átti kannski eina smellna veiðisögu ósagða. Þá tók undir af margradda hlátri. Aðalheiður var hannyrðakona Be2+!, 45. Bxe2 - Dhl+, KÍ2 — Dh2+, 47. Kfl - ^ 'ÚH vn hKlltf A$ SO0A (M , flfi) A9 WA \ <t?AV, \iMRA v\VJ/V VZ ALtffö OWTSKIlW 3; e$K0, MÚ VAW YlAm . V/9 VÍ/6, Yí/tf-J LI'KLAVlBltfA'Zm, VY A0 V/SO YlA^/ K4V/V ^ /ir "T „ A*&mt\QVL S/'A/S 'KLVtlNN V/£jV/VA^QT^v(ÁiS \ V£7TA lllli 0:1 S-/*- svo af bar. Þegar tómstundirnar fóru að gefast sat hún við útsaum og hún lék sér við að knipla og baldera. Hún unni íslenska þjóð- búningnum og tók það sárt ef hann var ekki útfærður sem vera bar. Sjálf skartaði hún þeim búningi við ýmis tækifæri og bar hann vel, nett og kvik á fæti, með þykkt rautt hár áður en aldur fór að færast yfir. Hún var styrkur félagi í kven- félagi kirkjunnar á Akureyri og í mörg ár sá hún, ásamt öðrum, um kyrtla fermingarbarnanna. Á Akureyri var hún alltaf Alla hans Lolla. Enda var annað alltaf þar sem hitt var. I fimmtíu ár leiddust þau gegnum lífið með ást og trúnaðartraust hvors annars að leiðarljósi. Hún beið hans með morgunkaff- ið ilmandi á könnunni þegar kallið kom, stóð' sína pligt til enda. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd systkina minna, frændfólks Lórenzar, þakka tryggð og vináttu liðinna ára. Á útfarardegi Aðal- heiðar Antonsdóttur sendum við innilegar samúðarkveðjur í Fróðarsund 3. Helga S. Einarsdóttir. Fyrirlestur um atvinnu- lýðræði ALMENNUR fyrirlestur um „At- vinnulýðræði sem verulegan þátt í félagslegum markaðsbúskap," verður fluttur í Lögbergi stofu 101 n.k. fimmtudag á vegum Háskóla íslands. Fyrirlesari er Dr. Fritz Voigt prófessor í þjóðhagfræði við há- skólann í Bonn. Prófessor Voigt er forstöðumaður tveggja háskóla- stofnana. Er önnur um iðnaðar- og samgöngumál en hin um peninga- mál. Prófessor Voigt er höfundur margra kennslubóka og fræðirita og þekktur innan og utan heima- lands síns m.a. fyrir umfangs- mikla könnun á framkvæmd at- vinnulýðræðis í Sambandslýðveld- inu Þýzkalandi. Ana.VslNUASÍMINN KK: 22480 Bl«rj}iwbTntiiti ^ÉTTA U 5\/ö ttNYALT A9 víré mvi ttTAQ vStUT lí~i/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.