Morgunblaðið - 06.09.1978, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR, 6. SEPTEMBER 1978
ENGIR AUKVISAR I
LAUGARDAL í KVÖLD
Fyrsti Evrópuleikur landsliðsins
gegn pólska knattspyrnustórveldinu
ÞAÐ ERU engir aukvisar. sem íslenzku landsliðsmennirnir mæta á Laugardalsvellinum í kvöld. Eí litið
er á árangur Pólverja í stórmótum knattspyrnumanna síðustu G árin kemur í ljós. að þeir urðu
Ólympíumeistarar 1972 og hlutu silfurverðlaunin á ÓL í Montreal 1976, töpuðu þá naumlega fyrir
A-Þjóðverjum. I heimsmeistarakeppninni hafa þeir verið í úrslitum í tvö síðustu skipti, í Miinchen 1974
og Argentínu 1978.
Framhjá þessum staðreyndum
verður ekki gengið þó svo að
Pólverjar standi nú á nokkrum
tímamótum með lið sitt. I lands-
liðshópnum, sem hingað kemur,
eru átta leikmenn, sem tóku þátt
í leikjum liðsins í Argentínu. Sá
,sem íslenzkir knattspyrnuáhuga-
menn þekkja bezt úr landsliðshópi
Pólverja er vafalaust Grezegorz
Lato, en hann hefur verið einn
helzti markaskorari Pólverja á
velgengnistímum undanfarinna
Úr hópnum er saknað manna
eins og Deyna, Lubanski og
Tomazewski, en það þarf enginn
að halda að Pólverjar haldi til
leiks í Evrópukeppni með landslið
skipað byrjendum. Þeir leggja
örugglega mikla áherzlu á þennan
leik og ætla sér ekkert nema sigur
í honum. Pólverjar tilkynntu nöfn
18 leikmanna sem kæmu hingað til
lands og þeirra á meðal erú nöfn
Latos og Boniek, en þessir tveir
leikmenn voru hins vegar ekki í 16
manna hópi í Finnlandi í síðustu
viku. Þá sigraði Pólland 1:0 í
vináttulandsleik.
Þá voru eftirtaldir 11 menn í byrjunariiði
Pólverja.
1. Z. Kukla
2. A. Szymanowski, fyrirliði
3. 11. Maculewics
4. W. Rudy
5. S. Majewski
6. T. Blachno
7. M. Kusto
8. B. Maztaler
9. R. Ogaza
10. J. Kupewica
11. S. Terlecki
íslenzka liðið hefur dvalið á
Þingvöllum meira og minna síðan
á fimmtudag ásamt landsliðsþjálf-
aranum Youri Ilytchev. Landsleik-
urinn á sunnudag var örugglega
mjög góð æfing fyrir landsliðs-
mennina. Þar var æfð leikaðferð,
sem væntanlega verður notuð á
svipaðan hátt í kvöld. Árni
Stefánsson verður væntanlega í
markinu með þá Árna Sveinsson,
Jóhannes Eðvaldsson, Jón Péturs-
son og Gísla Torfason fyrir
framan sig. Á miðsvæðinu yrðu þá
væntanlega sömu leikmenn og
gegn Bandaríkjunum, Karl Þórð-
arson, Hörður Hilmarsson, Janus
Guðlaugsson og Atli Eðvaldsson.
Frammi yrðu síðan Pétur Péturs-
son og Guðmundur Þorbjörnsson.
Youri Ilytchev sagði á blaða-
mannafundi í fyrradag, að hann
myndi gera ákveðnar breytingai',
en væntanlega hefur hann þar átt
við stöðubreytingar frekar en
aðrar breytingar á byrjunarliði en
urðu við heimkomu „útlending-
Reyndar vekur nokkra athygli
að þeir Árni Stefánsson og Jón
Pétursson skuli vera sóttir í
þennan leik og ekki sízt eftir góða
frammistöðu nýliða í stöðum
þessara kappa í landsleiknum við
Bandaríkjamenn. Youri segir, að
meiri reynslu vanti í liðið og það
eru góðar fréttir sem undanfarið
hafa borizt frá Svíþjóð um
frammistöðu þessara leikmanna.
Um Jóhannes Eðvaldsson verður
varla deilt, hann hefur lengi verið
kjölfesta í landsliðinu og stjórnað
því af ákveðni sem fyrirliði í
mörgum erfiðum leikjum.
Enn eru 18 leikmenn í landsliðs-
hópnum íslenzka, en þeim verður
fækkað niður í 16 fyrir leikinn í
kvöld. Eftirtaldir eru í hópnum,
landsleikjafjöldi í svigum:
Þorstcinn Bjarnason. iBK (1)
Diörik Ólafsson, VíkinKÍ (3)
Árni Stefansson, JönköpinK (13)
Árni Sveinsson, ÍA (16)
Dýri Guömundsson, Val (1)
Róbert Airnarsson. VfkinKÍ (1)
Gísli Torfason, ÍBK (27)
Janus GuðlauKsson, FH (8)
SÍKurður Björgvinsson. iBK (1)
Atli Eðvaldsson, Val (8)
Hörður Hilmarsson, Val (12)
Karl Þórðarson, ÍA (3)
Pétur Pétursson. ÍA (2)
Guðmundur Þorbjörnsson, Val (9)
Ingi Björn Albertsson. Vai (11)
Ólafur Júlíusson. IBK (15)
Jóhannes Eðvaldsson, Celtic (24)
Jón Pétursson. JönköpinK (20)
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.15 og
dómari verður T. Perry frá N-írlandi, en
línuverðir þeir Lorimer og Haughey landar
hans.
-áij
• Árni Stefánsson bjargar á síðustu stundu í leik Jönköping og Saab sem fram fór um síðustu helgi
og endaði 0-0. í þessu úthlaupi sínu fékk Árni mikið spark í brjóstið og þurfti að fara á sjúkrahús. Sem
betur fer reyndust meiðslin þó ekki vcra alvarleg.
ÆTLUÐU AÐ
BERJA TEIT
Árni hetja Jönköping
TEITUR Þórðarson hefur staðið sig mjög að undanförnu í sænsku
knattspyrnunni eins og þegar hefur komið fram. Hefur mikið verið
rætt og ritað um hann 1 sænsku blöðunum að undanförnu, og f einu
sænska dagblaðanna fyrir skömmu var heilsíðuviðtal við Teit.
Teitur hefur gert mótherjum
sínum erfitt fyrir með því að skora
mörk á þýðingarmiklum augna-
blikum. Hljóp þetta svo í skap
nokkra leikmanna Malmö eftir
leik þeirra við Öster, lið Teits,
fyrir skömmu að eftir leikinn
ætluðu þrír Jyeirra að gera aðsúg
að Teit og slá til hans. Urðu annar
línuvörður leiksins og markvörður
Öster-liðsins að ganga á milli.
Teitur skoraði sigurmark Öster í
leik þessum, og hafði hann einnig
í leiknum lent í návígi við
leikmenn þá sem ætluðu að gera
aðsúg að honum eftir leikinn.
En Teitur er ekki sá eini sem
gerir það gott. íslendingarnir tveir
í liði Jönköbing, þeir Jón Péturs-
son og Árni Stefánsson mark-
vörður, hafa báðir staðið sig vel að
undanförnu. Sérstaklega þó Árni
sem hefur átt hvern stórleikinn í
markinu að undanförnu að sögn
Jóns Péturssonar.
I síðasta leik Jönköping sem var
á móti Saab nú um síðustu helgi,
var Árni maðurinn á bak við
jafntefli Jönköpings. Saab sótti
mun meira í leiknum en hvað eftir
annað bjargaði Árni Stefánsson á
meistaralegan hátt. Fóru sænsku
blöðin lofsamlegum orðum um leik
Árna. Er gott til þess að vita að
Árni er í svo góðri æfingu um
þessar mundir. Því ekki mun víst
veita af í leiknum á móti Pólverj-
um í kvöld.
Þr.
• Friðfinnur Finnbogason hefur betur en Billy Gaskey að
þessu sinni, Einar Friðþjófsson er Friðfinni til trausts og
halds. (Ljósm. Kristján)
Fjöldinn allur
af dauðafærum
nægði ekki ÍBV
EFTIR jafntefli ÍBV gegn Glen-
toran í fyrri leik liðanna í
UEFA-bikarkeppninni, eru marg-
ir á því, að möguleikar Vest-
mannacyinga á frekari þátttöku
séu nú frekar litlir, útivöllur er
oftast erfiðari viðureignar. En
Eyjamenn geta sjálfum sér um
kennt, því að þeir sóttu lengst af
mun meira og þeir fengu slík
færi, að manni þótti ótrúlegt eftir
á, að leiknum skyldi ljúka án
marka. Lið Glentoran var slakt,
en eigi að síður fengu þeir einnig
tvö mjög góð færi, sem hefðu átt
að enda með mörkum.
Fyrstu fimmtán mínúturnar
léku Eyjamenn mjög vel og
Glentoran að sama skapi mjög illa.
Fengu Eyjapeyjar þá þrívegis
ágæt færi, en aldrei hæfðu þeir
markið, og einu sinni hæfðu þeir
ekki einu sinni knöttinn og var það
hugsanlega besta færið af þessum
þrem. Leikurinn jafnaðist eilítið
eftir þetta, en ÍBV var þó ávallt
meira í sókn. Um leið og leikurinn
jafnaðist varð hann einnig mun
leiðinlegri þeim sem á hann
horfðu. Glentoran átti í fyrri
hálfleik aðeins eitt umtalsvert
færi, en það var þegar Caskey
skallaði naumlega framhjá mark-
inu.
Snemma í síðari hálfleik, komst
Sigurlás einn inn fyrir vörn
Glentoran og tókst að koma skoti
á markið, þrátt fyrir að varnar-
maður væri að bisa við að toga í
peysu hans aftan frá, knötturinn
hrökk í stöngina, áhorfendur
ærðust, boltinn hrökk þvert fyrir
markið og útaf hinum megin.
Áhorfendur tóku ró sína á ný.
Þegar á hálfleikinnn leið, fóru
Eyjamenn smám saman að missa
tökin sem þeir höfðu óumdeilan-
lega haft á honum. Það er ekki þar
með sagt, að Irarnir hafi farið
Sjá einnig
blaðsíðu 19
batnandi, þvert á móti, þeir
hjökkuðu í sama farinu og síðari
hluti síðari hálfleiks var tíðinda-
snauður og beinlínis lélegur. Hann
átti þó sín augnablik, Caskey
skaut naumlega yfir um miðjan
hálfleikinn og á síðustu mínút-
unum komst hann einn inn fyrir
vörn ÍBV, en skot hans hæfði
þverslána. í sóknarlotu Eyja-
manna, sem í kjölfarið fylgdi,
fengu þeir hornspyrnu og upp úr
henni var bjargað af línu skalla
frá Friðfinni Finnbogasyni. Það
verður því erfiður róðurinn hjá
ÍBV, þegar þeir sækja írana heim
með ekki svo mikið sem eitt mark
í pokahorninu.
Langbesti leikmaður ÍBV í
gærkvöldi var Sigurlás Þorleifs-
son, einkum í fyrri hálfleik og
framan af þeim síðari, en síðan fór
hann dofnandi eins og flestir
leikmannanna á vellinum. Örn var
einnig góður, Þórður, Friðfinnur
og Kart á köflum. Billi Caskey átti
þau færi sem Glentoran fékk og
mátti vart af honum líta. Um aðra
í írska liðinu er vart talandi, nema
ef vera skyldi til þess að skamma
þá fyrir tuddaskapinn, en nú eins
og gegn Val fyrir ári, virtust sumir
Iranna hafa meiri áhuga á að
sparka í mótherjana en boltann.
Og í beinu framhaldi af því
komum við að dómaranum, sem
dæmdi leikinn illa. Hann var
skosk sending og heitir R.B.
Valantine. Engu var líkara en
hann hefði gleymt gulu spjöld-
unum heima og svo þegar hann
fann þau loksins, var það Óskar
Valtýsson sem var bókaður, en
áður hefði verið ástæða til þess að
bóka minnst hálfa tylft íra.
Eftir leikinn voru framkvæmda-
stjórarnir báðir mjög hressir og sá
írski þó sýnu hressari eins og
gefur að skilja. — Ég er mjög
ánægður, já mjög ánægður, við
leggjum þá örugglega að velli
heima.
George Skinner tók jafnteflinu
með jafnaðargeði og sagði sem var
að ekki hefði verið ósanngjarnt að
ÍBV hefði skorað 2—3 mörk í fyrri
hálfleik, en svona væri nú knatt-
spyrnan.
— Kg-