Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 í leit vatni Á þeim 14 árum, sem dr. Björn Jóhannesson, jarövegsfræðingur, vann að tækniaðstoð við þróunar- ríkin á vegum Sameinuðu þjóð- anna í New York og í Súdan, mátti öðru hverju lesa eftir hann greinar í íslenzkum blöðum og tímaritum, sem sýndu áhuga hans og athug- anir á fiskeldi. Síðan hann settist aftur að á íslandi fyrir tveimur árum, hefur hann í samvinnu við fleiri vísindamenn haldið áfram athugunum á eiginleíkum fersk- vatns með hliðsjón af fiskeldi, eins og það er orðað í lista yfir vísindasjóðsstyrki á þessu ári. En þar eru styrkt tvö verkefni af þessu tagi, sem Björn stendur að í félagi við aðra. Það eru annars vegar líffræðilegar rannsóknir á stöðuvatninu Lóni í Kelduhverfi, sem Björn er að vinna ásamt Ingimar Jóhannssyni, líffræðingi, og Jónasi Bjarnasyni, efnafræð- ingi og hins vegar rannsóknir á efnabúskap og lífsskilyrðum r Ólafsfjarðarvatni, sem hann stundar með dr. Unnsteini Stefánssyni, haffræðingi. Hvort tveggja mjög áhugaverð verkefni, sem urðu kveikja þess að Mbl. fór að leita nánari fregna um rann- sóknirnar hjá Birni Jóhannessyni. Nokkuð dróst að næðist í Björn, sem var við ræktunarrannsóknir á Grænlandi í sumar ásamt þeim Ingva Þorsteinssyni, magister og Þorsteini Tómassyni grasræktar- fræðingi. Þar fara nú í fyrsta skipti fram ræktunarrannsóknir og njóta Grænlendingar þar tækniaðstoðar íslendinga. En vandi þeirra er sá, að þeir hafa mikla sumarbeit, en lítil vetrar- fóður og erfiðar aðstæður til að bæta þar úr. Islensku jarðræktar- fræðingarnir hafa undanfarin tvö sumur verið að koma þessu verki af stað og finna nothæfa tækni við rannsóknir í þessu erfiða landi, þar sem ekki er hægt aö koma við vélum vegna samgönguerfiðleika, en verður að notast við báta. Eftir að Björn kom frá Græn- landi og í hann náðist, vildi hann í fyrstu sem minnst láta af rann- sóknaverkefnunum tveimur, í Lóni í Kelduhverfi og Ólafsfjarðar- vatni, hvað þau svo nýbyrjuð og að auki aðeins unnin af áhuga í sumarleyfum. Samt kom í Ijós að skýrslur eru nú væntanlegar um verkefnin, sem eru stórkostlega skemmtileg, einkum þar sem vötnin komu á óvart, við frekari athugun, að því er Björn ságði. Úr því slapp hann að sjálfsögðu ekki. — Þessi tvö vötn eru alveg einstæð — kannski má segja einstæð í veröldinni, sagði Björn þá. Þau eru sjávarlón, en jafn- framt er þar heitt vatn. í Ólafs- firði er dálítið saltblandað vatns- lag af 14—15 stiga heitu vatni á 3—4 m dýpi. En ofan á er ferskt, kaldara vatn. Sjórinn streymir inn í lónið og heita vatnið upp frá botnum. Kalda vatnið bætist svo ofan á um ánni sem yfirborðsvatn. Það flýtur ofan á, af því að það er kaldara en salta vatnið. Þannig helzt það þar, en kólnar á veturna. Nú er unnið að því að fá skýrari mynd af Ólafsfjarðarvatni, mæla dýpi og kanna eðlis- og efnafræði- lega eiginleika þess. I þessu vatni er mikið áf bleikju, og stundum berst með sjónum í lónið sjávarfiskur. Segir Björn það ákaflega mikils virði við fiskeldi að hafa volgt vatn, eins og þarna er. Með sjónum berst þá næring inn í vatnið, því sjórinn er miklu næringarríkari en ferska vatnið. En frekari könnunar er þörf á vatninu og á þeim fiskum, sem til að söltum sjó og heitu og köldu til fiskræktar greina gætu komið. Fiskeldi er mjög vandasamur iðnaður og þarf að gera miklar kröfur til vatnsins, segir hann. I Lóni í Kelduhverfi er bleikja, en enginn lax. Tilraunir eru því með laxaseiði í körfu í vatninu. Um Lónið í Kelduhverfi sagði Björn, að miklu meira væri nú vitað en Ólafsfjarðarvatn. Miklar viðbótarrannsóknir yrði þó að gera áður en til fiskræktar gæti komið, og þær kosta mikið fé og fyrirhöfn. Dr. Björn Jóhannesson Stór fiskeldisstöð? Stöðuvatnið Lón er 3,5 ferkm að stærð og aðgreint í tvo hluta af gömlum sjávarkámbi. Ytra-Lón er grunnt, á að giska 1,5—2 m djúpt. Vestari hluti Innra-Lóns er 1,2 ferkm og alldjúpur, mælist víða 9—10 m dýpi, en eystri hlutinn miklu grynnri. Allítarlegar hita- og seltumælingar voru gerðar í Lóni, þ.e. vestari hluta Innra-Lóns; og á súrefnismettun vatnsins. I stöðuvatnið fellur sjór á aðflæði, volgt vatn berst upp um botn þess fyrir neðan vatnsdýptarlínu, sem væntanlega liggur nokkru neðar en 3 m. Loks berst í Lón kalt vatn um lindir við vatnsborð og á dýpi, sem mun vera minna en um 2,5 m. Hitastig kaldra linda, sem koma fram við bakka vatnsins, hefur mælst 3.0—4.9 stig. Ekki hefur enn sem komið er reynst kleift að mæla hita volga vatnsins, sem streymir upp um vatnsbotninn, en útreikningar gefa til'kynna að það mundi vera um 26 stiga heitt. Meðalyfirborðshiti sjávar í Öxar- firði mun verða minnstur um 1 stig að vetri en mestur tæplega 9 stig að sumri. Ofannefndar þrjár tegundir aðstreymisvatns gefa Lóni óvenjulega eðliseiginleika. Sjórinn blandast volga vatninu, hitnar og þynnist. Verður seltan nokkuð jöfn allt frá botni í um 3 m dýpt eða nálægt 22% (um % af seltu sjávar), en hærra rís salta lagið ekki. Ofan á því hvílir eða flýtur nálega ferskt vatnslag, um 3 m þykkt, sém á uppruna sinn að þakka köldum lindum eða upp- sprettum. Ástæða þess að blöndun hinna tveggja vatnslaga á sér ekki stað er sú, að salta vatnslagið er talsvért eðlisþyngra. í ágúst 1977 var hitastig salta lagsins, allt frá botni og í um 3 m dýpt, mjög jafnt, eða frá 14—14,5 stig. Þetta lag mun að sjálfsögðu nokkru kaldara að vetrarlagi vegna lægri sjávar- hita, og með útreikningum má Viðtal við dr. Björn Jóhannesson Ieiða líkur að því að lægsti vetrarhiti þess muni um eða lítið undir 10 stigum. I ágúst 1977 var hiti ferska yfirborðslagsins minnstur við yfirborðið og jókst nokkuð jafnt frá röskum 8 stigum í tæp 10 stig á 2ja metra dýpi, en á dýptarsviðinu frá 2 og 3 m jókst hitinn um 4,5 stig. Vatnsskipti eru tiltölulega ör í Lóni og er leitt að því getum, að nægilegt ferskvatn berist þangað til að skipta um vatn einU sinni á rúmlega þriggja vikna fresti. Flóðs og fjöru gætir lítillega í Lóni. Björn sagði, að þeir félagar hygðust halda áfram rannsóknum sínum, a.m.k. meðan þeir gætu fengið styrki fyrir ferðakostnaði og að mestu fyrir útlögðum rannsóknakostnaði. Miklir mögu- leikar væru á því að hægt væri að koma upp stórri fiskeldisstöð í Kelduhverfi með laxi, silungi eða öðrum fisktegundum, þó ekki væri það bundið við lónið eitt. En til þess þyrfti margvíslegar haffræði- legar og verkfræðilegar rannsókn- ir í framhaldi af því sem nú er að unnið. Auk þess sem rétt sé að fara sér hægt á meðan eldsumbrot eru þarna og land að hníga og rísa og taka breytingum. Hitt sé annað mál að hér á landi megi gera ýmsar gagnlegar rannsóknir, án þess að þurfi að breyta lögum og stofnunum. — Við reynum semsagt að halda þessu áfram með einhverj- um hætti. Enda höfum við ekki alveg myndina ennþá, segir hann. Eg er svo heppinn að þessir menn, sem með mér eru, eru svo duglegir og góðir vísindamenn og við höfum gaman af þessu. Þá er hægt að koma talsvert miklu í verk þó það sé aðeins nokkurs konar dægra- dvöl, unnin í sumarleyfum af mjög önnum köfnum mönnum, eins og þeir eru hinir. Ég? Ég er atvinnu- laús og hefi nægan tíma að drepa. Yfirborðsvatn vart nothæft Af hverj.u eru þessir ágætu önnum köfnu vísindamenn að leggja þetta á sig? Það á sér nokkurn aðdraganda. Hvað Birni sjálfum viðvíkur hefur hann um árabil — eða frá þvi að hann réðst til starfa hjá Sameinuðu þjóðun- um í New York — haft áhuga á að kanna taáttúrleg skilyrði hérlendis fyrir laxarækt, er grundvallast á eldisstöðvum. Hann kveðst hafa gengið út frá þeirri forsendu, að því aðeins geti slíkar stöðvar borið sig fjárhagslega, án opinberra styrkja, að þær séu afkastamiklar, enda myndu þær að öðrum kosti ekki skila umtalsverðu þjóðhags- legu búsílagi. Athyglin hefði því beinst að stöðum, þar sem fáanlegt er mikið magn af volgu eða heitu vatni. Og fyrir laxeldisstöð sé jafnframt nauðsynlegt að hafa til umráða talsvert af köldu lindar- vatni, þannig að unnt sé að tempra vatnshita eldisstöðvar allt frá nálega 4 og í nálega 15 stig. Yfirborðsvatn muni í fæstum tilvikum nothæft í þessu skyni, því bakteríusjúkdómar herja um of á ung laxaseiði, sé vatnið tekið úr ám, lækjum eða vötnum, þar sem þrífast silungur, lax eða hornsíli. Um bleikjueldisstöðvar skiptir allt öðru máli, því að bleikjuseiði séu með ólíkindum ónæm fyrir bakteríusjúkdómum. Með þessar vatnsþarfir í huga tók hann að velta málinu fyrir sér. Að vísu sé mikið af volgu eða heitu jarðvatni á íslandi, en á þeim stöðum þar sem það kemur fram í nægilegu magni, skortir oft kalt grunnvatn og lindarvatn. M.a. velti hann mikið fyrir sér svæðinu kringum Mývatn. Undanfarinn áratug hefur Björn birt ritgerðir með félögum sínum um niðurstöður af ýmiss konar könnunum á þessu sviði. Að baki sumra þeirra liggur mikil vinna, svo sem greininni um tilraunir með flutning á bleiklaxi frá Alaska til Islands, er birtist í Árbók áhugamanna um fiskirækt 1968. En þar naut hann aðstoðar félaga sinna í Alaska. Fyrsta greinin af þessu tagi birtist í Veiðimanninum á árinu 1966 og grunnvatnsstraumum á þessari landræmu, frá Dyngjufjöllum og niður í Axarfjörð, mcð tilliti til þess hvar hægt sé að fá vatn með réttu hitastigi til fiskeldis. Vestara sprungukerfið endar í stöðuvatninu Lóni. sem liggur við sjó fram vestast í Kelduhvérfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.