Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 Félagarnir fimm úr íslenzka Alpaklúbbnum, Helgi Benedikts- son, Ingvar Teitsson, Sveinn Sigurjónsson, Ævar Aðalsteinsson og Örvar Aðalsteinsson, sem sagt hefur verið frá hér í Morgunblað- inu á ferð þeirra um Alpana, komu í sínum síðasta áfanga til franska fjallabæjarins Chamonix um miðj- an dag, og var því of seint að hugsa sér til hreyfings á nein fjöll að svo stöddu. Því var ákveðið að halda kyrru fyrir í bænum en fara þess í stað í svokallaða bæjarklettj, sem eru æfingaklettar í bænum fyrir fjallgöngumenn. — Þá var það sem fyrsta óhapp ferðarinnar varð. Á mjög saklausum stað á einhvern óskiljanlegan hátt fór Sveinn úr axlarlið, og gat sig hvergi hrært. Það var því brugðið við skjótt og honum hjálpað á öruggan stað í klettunum og sigið síðan niður á jafnsléttu, og haldið á sjúkrahús sem er þarna í grenndinni. Eftir mikið japl og jaml og fuður tókst loks að ná sambandi við lækni sem skildi eitthvað annað en frönsku, en enginn í hópnum treysti sér til að afgreiða málið á frönsku. Hann brá við skjótt og kom Sveini í liðinn aftur, en með þessu voru dagar Sveins á fjöllum auðvitað taldir að þessu sinni. Þegar málum var svona komið var ákveðið að Helgi yrði eftir niðri með Sveini en hinir héldu áleiðis upp á Mont Blanc, hæsta fjall Evrópu. Hópurinn fór þegar um morguninn af stað og setti markið á fjallaskála í 3875 m hæð þar sem venjulega er sofið áður en lagt er á tindinn. Ferðin þar upp gekk alveg að óskum en ekki máttum við seinni vera, því að öll svefnpláss í skálanum voru því sem næst upp urin í fjölmenninu. Það mál endaði svo með því að sex menn sváfu í fjórum fletum. — Ástandið á mannskapnum um morguninn var ekki sem bezt því einhver kveisa hrjáði menn, senni- lega hefur hæðin haft slæm áhrif. Það var því afráðið að fresta uppgöngu að sinni og haldið aftur til byggða. Á sama tíma lentu Helgi og Sveinn í heldur óskemmtilegum aðstæðum. Þeir höfðu farið með kláfferju upp fyrir bæinn og voru á gangi undir snarbrattri ísbrekku þegar þeir heyrðu einhver óhljóð og stuttú seinna lágu tveir fjall- göngumenn í blóði sínu við nefið á þeim. — Það lenti sem sagt á þeim að veita slysahjálp þessum tveimur slösuðu fjallgöngumönn- um þar til sjúkraþyrla frá Franska Alpaklúbbnum kom til að sækja þá og flytja á sjúkrahús. I sigti næst var að klífa hið nafnkunna fjall Grand Jorres tæplega 4300 m hátt, en tii þess er nauðsynlegt að fara upp Italíu- megin þótt svo fjallið tilheyri Frakklandi. Það var því enn einu sinni ekið af stað í rúgbrauðinu og var ekið í gegnum svonefndan Mont Blanc-tunnel, sem eru göng í gegnum Mont Blanc, hæsta fja.ll Evrópu. Fljótlega var síðan lagt af stað gangandi upp í svonefndan Bugalett-fjallakofa sem er eign ítalska Álpaklúbbsins, en frá honum er vanalega farið þegar Grand Jorres er klifin. Dvalið var þar í góðu yfirlæti fram á kvöld og þá snæddur góður kvöldverður. Eins og alltaf áður var vaknað eldsnemma morguns til klifursins, eða upp úr tvö. Það er gert til þess að losna við sólbráðina sem getur verið mjög varhugaverð þegar líða tekur á daginn. Uppferðin gekk í alla staði mjög vel í frábæru veðri. Á tindum var staldrað stutta stund og síðan haldið af stað aftur, en nú var farin önnur leið sem talin er tryggari þegar líða tekur á daginn, vegna snjóflóðahættu, sem er mjög mikil á þeirri leið sem farin er upp. Þessi leið sem farin er niður eru töluvert seinleg svo að ferðin til baka tók óvenjulangan tíma, nærri jafn langan og upp- ferðin. r Morgunbladid á faraldsfæti með Islenzka Alpaklúbbnum: 4. grein Matterhorn, <478 m Þennan sama dag hélt hópurinn svo aftur til byggða og ók sömu leið aftur til Frakklands. — Þá var komin upp sú spurning hvort ætti að enda ferðina á því að klífa fjallið Dent de Gient í Frakklandi eða snúa aftur til Sviss og reyna við hið nafnkunna Matterhorn, sem hafði verið illkleift vegna snjóa fyrr í ferðinni. Eftir nokkrar vangaveltur kom svo fram meiri- hluti fyrir því að fara aftur til Sviss og gera atlögu að Matter- horni, en það er sennilega nafn- kunnasta fjall veraldar sé Mount Everest hæsti tindur jarðar undanskilinn. Ekið var til smábæj- arins Tásch fyrir neðan Zermatt og þar dvalið í tjöldum í ágætu yfirlæti. Þar fengum við þær „Ólýsanlega fagurt og mikið útsýni af tindi Matterhorns"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.