Morgunblaðið - 17.09.1978, Side 32

Morgunblaðið - 17.09.1978, Side 32
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 Efnahagsdæmið: 1300 millj. vantar bænda í ÞEIM þætti starfslýsingar ríkisstjórnarinnar, sem fjallar um efnahagsmál, segir m.a., að meðal fyrstu aðgerða verði að verðjöfnunargjald það, sem ákveðið hefur verið af sauðfjár- afurðum í ár, verði greitt úr ríkissjóði. Þetta verðjöfnunar- gjald hefur verið innheimt af bændum til að mæta vöntun á fé til útflutningsbóta vegna útflutnings á búvörum í ár og að sögn Gunnars Guðbjartssonar, formanns Stéttarsambands bænda, er áætlað að þetta gjald nemi alls 1300 milljónum króna. Ekki var í bráðabirgðalögum rlkisstjórnarinnar frá 8. setpember sl. fjallað um greiðslu á þessu gjaldi og eru því útgjöld ríkissjóðs vegna greiðslu á verðjöfnunargjaldinu ekki inni í þeirri áætlun, sem ríkisstjórnin hefur birt um útgjöld vegna ráðstafana sinna í efnahagsmálum en þar eru þau útgjöld áætluð 4.750 millj. króna. Að sögn Gunnars Guðbjarts- sonar liggur fyrir loforð um að þetta verðjöfnunargjald verði greitt og er talið að það sé nálægt 1300 milljónum og sagði Gunnar, að viðræður hefðu átt sér stað milli fulltrúa bænda og ríkisstjórnarinnar um greiðslur á gjaldinu en ekki væri enn ljóst hvenær þær færu fram. I starfslýsingunni er einungis gert ráð fyrir því að verð- jöfnunargjald vegna sauðfjár- afurða verði endurgreitt en auk þess hefur verið innheimt sér- stakt verðjöfnunargjald af mjólkurframleiðendum sem fyrst og fremst á að fara til að standa undir kostnaði við smjörútsöluna og nemur það nú samtals milli 600 og 700 milljónum króna. Ekki tókst í gær að ná tali af fjármálaráðherra eða land- búnaðarráðherra. „Útgerð og sjómenn verða að fá hækkun” segir Ingólfur Ingólfsson formaður F.F.S.Í. „GÆÐUM lífsins verður misskipt, ef fólki í landi eru hoðnir sæmilegir kostir, en sjómönnum afarkostir,“ sagði Ingólfur Ingólfsson formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands þegar Morgunblaðið spurði hann hvort hann héldi að nýtt fiskverð yrði ákvarðað fyrir 1. október n.k., eins og lög gera ráð fyrir. Þegar er byrjað að ræða um almenna fiskverðsákvörðun, og á fundi í verðlagsráði sjávarútvegs- ins s.l. miðvikudag var ákveðið að vísa fiskverðsákvörðun til yfir- nefndar verðlagsráðs. Þjóðhagsstofnun hefur reiknað út að miðað við núverandi grund- völl sé 3,5% tap á fiskvinnslunni í landinu og um þetta atriði sagði Ingólfur: „Það er augljóst á því sem komið hefur fram í útreikningum og áætlunum Þjóðhagstofnunar, að um mikinn og stóran vanda er að ræða þegar fiskverð verður ákveð- ið. Gengisfellingin hefur gífurleg- an kostnað í för með sér fyrir útgerðina, meiri kostnað en bitnar á vinnalunni, og má þar nefna olíu- og veiðarfærakostnað. Því verður útgerðin að fá auknar tekjur ef staða hennar á ekki að versna og að þessu leyti fara hagsmunir sjómanna og útgerðarmanna sam- an. Enda þótt verulegar fiskverðs- hækkanir hafi orðið síðustu miss- erin, eru launahækkanir sjómanna miklu minni en það sem orðið hefur í landi, og ef sjómenn eiga ekki að fá neina kauphækkun um næstu mánaðamót, þá er komið stórt gat í kerfið, sem erfitt yrði að sætta sig við. Saltsíldin: Rússar vilja ræða um kaup á40 þús. tunnum — Síldarútvegsnefnd býður 105 þús. tunnur FULLTRÚAR Síldarútvegsnefnd- förum til Sov.étríkj- ar eru nu a anna til að ræða við þarlenda fulltrúa um frekari sölu á saltaðri síld þangað. Samkvæmt því sem Morgunblaðinu var sagt í gær, hafa Rússar tjáð sig tilhúna til að ræða um kaup á 40 þús. tunnum til viöbótar því, sem þeir hafa áður samið um, en hins vegar mun síldarútvegsnefnd hafa boðið Rússum nú að selja þeim allt að 105 þús. tunnur. Áður voru Rússar búnir að semja um kaup á 20 þús. tunnum af saltaðri' Suðurlandssíld, og Svíar um kaup á 50 þús. tunnum. Það er ljóst að fiskvinnslan getur vart eins og málin standa greitt hærra verð, nema einhver hagræðing komi til og ef til vill má koma henni á,“ sagði Ingólfur. Gamla kjötið: 70 skrokkar fóru á 1 y2 tíma MIKIL sala var á dilkakjöti á föstudag eftir að verð á kjöti frá fyrra hausti hafði verið lækkað vegna aukinna niðurgreiðslna ríkissjóðs og niðurfellingar sölu- skatts. „Þetta var eins og á vitleysingahæli og við höfum aldrei lent í öðru eins. Sala í kjötinu hcfur verið eðlileg að undanförnu og þetta er því greinilega söfnunarárátta. Við höfum mest selt kjöt í heilum skrokkum og ég get nefnt að á sparimarkaðnum hjá okkur fóru 70 niðursagaðir dilkakjöts- skrokkar á einum og hálfum tíma,“ sagði Jóhannes Jónsson, verzlunarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands í Austurveri. Gunnlaugur Björnsson aðstoð- arframkvæmdastjóri Búvörudeild- ar SÍS sagði að talið væri að nú væru til 500 til 700 tonn af dilkakjöti frá sl. hausti og væru þær birgðir nær einvörðungu hjá Afurðasölu SÍS og kaupfélögunum en samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk hjá Sláturfélagi Suður- lands voru þar á föstudagskvöld til nær 14 tonn af dilkakjöti- Gunnlaugur sagði að gera mætti ráð fyrir að miðað við eðlilega sölu ætti þetta kjöt að endast í einn mánuð og það yrði selt í verzlanir um land allt. Elías Helgason verzlunarstjóri hjá KRON við Norðurfell sagði að kindakjöt hefði runnið út hjá þeim á föstudaginn. „Mest fór af heilum skrokkum og einnig var meiri sala í pörtum en af skrokkunum seldist eins mikið og við komumst yfir að sag^ niður. Hjá okkur hefur kjötsalan verið eðlileg að undan- förnu nema síðustu dagana eftir að fólk frétti um þessa lækkun og menn eru greinilega að draga að sér birgðir," sagði Elías. Fram kom hjá Elíasi að KRON verður áfram með gamla kjötið og Jóhannes Jónsson hjá Sláturfélagi Suðurlands sagði að þeim birgð- um, sem félagið ætti af kjöti frá sl. hausti, yrði jafnað niður á verzl- anir eftir viðskiptum sl. 3 mánaða en við aðstæður sem þessar, hefði Sláturfélagið keypt kjöt hjá Af- urðasölu SÍS og ætti hann von á því að svo yrði einnig nú.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.