Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 Björgunarflekinn í febrúarmánuði 1965 kom Sen, framkvæmdastjóri FAO, persónulega á fund mann- fjölgunarnefndar Sameinuðu þjóðanna í New York í þeim tilgangi að segja: „Mér þykir leitt að þurfa að tilkynna ykkur, að okkur hjá Mat- væla- og landbúnaðar- stofnuninni hefur ekki tekizt að tryggja heiminum nægileg matvæli. Það er því komið að ykkur að takmarka mann- fjölgunina." Ástandið var vissulega mjög alvarlegt, einkum á Indlandi, en afkastamiklu plönturnar, hin svokallaða græna bylting, gerðu þá fært — hvað sem annars má um hana segja — að auka nokkuð fæðumagnið og fá nýjan frest. Ætli tilkoma fljótsprottnu hrísgrjónanna og kornsins á svo heppilegum tíma, krafta- verkið svokallaða, hafi verið tilviljun ein? Líklegt má telja, að rannsóknastofnanir hafi hert tilraunir sínar eftir að ljós varð yfirvofandi skortur á árinu 1964 eða jafnvel strax 1963. Sjálfsagt hafa þær líka látið of snemma á markaðinn fram- leiðslu sína, sem við venju- legar aðstæður hefði getað þegið frekari prófanir og staðfestingu. Af þessu mætti kannski draga ályktun og segja svo svo: Mannkynið á mikilvægan varasjóð, sem ekki verður nýttur fyrr en í neyðartilfelli. Hættulegt væri að trúa á slíka sjálfsafgreiðslu. Maður | mundi láta ser nægja að halla sér á hitt eyrað og vakna svo fljótlega upp við vondan draum. Samt sem áður er erfitt að gera sér í hugarlund fjarlæga hættu, sem ekki hefur afmarkaða mynd. Af þeim sökum meg- um við á víxl upplifa hættu- legan sofandahátt og stutt harkaleg viðbrögð. Því væri dýrmætt, ef hægt væri að reikna út og meta í mannslíf- um árangurinn af slíkum herferðum og bera saman tilkostnað og andlegt og líkamlegt framlag í vinnu- stundum. Ef hungursneyö skylli yfir? Hörmungarnar í Sahel veittu litlar upplýsingar um framtíðina og villa bara um fyrir okkur. Vegna nálægðar Frakklands og sambands þess við þetta landsvæði, sem var fyrrverandi frönsk ný- lenda fram á þessa kynslóð, kom ástandið sérstaklega við Frakka, eins og myndir af hungruðum skepnum og beinagrindum gera að jafn- aði. Samt sem áður urðu dauðsföllin mest vegna hörmunga, sem stöfuðu af nauðungarflutningum á fólki við skelfilegar aðstæður. Ef slík hungursneyð skylli þar aftur yfir, gætu Frakkar einir fætt þessar 6 milljónir manna á korni um óákveðinn tíma, þ.e. að magni til, hvað sem um fjármögnun má segja. Allt öðru máli gegnir, þegar um er að ræða Indland með sínar 600 milljónir íbúa. Að vísu er ólíklegt að óhag- stætt veðurfar gæti á sama árinu valdið hörmungum um landið allt. Ef óvæntar að- stæður á borð við þurrkana í Evrópu 1976 dyndu yfir þá, þarf ekki langt að leita til að finna ámóta hörmungar þar í landi. Hver þjóð mundi reyna að gera eitthvað í málinu og hætta með því eigin fæðu- birgðum og viðskiptajöfnuði. En hver einstök aðgerð mundi krefjast undangeng- inna umræðna og deilna í þjóðþingum. Hún þyrfti tíma, tímann sem er dýrmætari en allt annað. Varla er við því að búast að ríku þjóðirnar taki upp tryggingu gegn einhverju, sem aðeins má búast við einu sinni á öld, úr því þær gera það ekki einu sinni fyrir eigin hag. Hver yrðu viðbrögðin við hungursneyð? spurði Snow í erfiðleikunum 1965. Og svarið fékkst: Við munum horfa á fólkið deyja á sjón- varpsskerminum. Og þá er aðeins eftir að spyrja, hvern- ig brugðist yrði við endur- reisnarstarfinu á alþjóða- vettvangi. Síðari grein Alfred Sauvy. eru því verulegar, bæði hvað snertir landrými og fram- leiðslugetu. Mannleg samhjálp og stjórnmálahyggindi eru hvatning til bandarískra stjórnvalda t’il ákveðinna aðgerða. Að koma aftur í ræktun þeim landsvæðum, sem menn hafa yfirgefið af sjálfsdáðum. Með því móti mundu þau draga úr gildi hugsanlegra krafna um upp- töku á lífsnauðsynlegu rými, um leið og þau réðu ferðinni. Efnahagsleg aðstoð á alþjóðavettvangi er sjaldan veitt án þess að hafa af henn hag og að þar komi til stjórnmálaleg sjónarmið. Á hinn bóginn geta framfarir í framleiðslu tilbúinnar fæðu líka aukið mikilvægið. En þá Evrópulöndin eru á ellileið, þar ssem núverandi kynslóð tryggir vart lengur sína eigin endurnýjun. Ungt fólk hafnar lifinu. Vaxandi vandræöi Meðan veðurfarið veldur ekki vandræðum, getur fleira komið til. Sívaxandi fólks- fjölgun á Indlandi og í Bangla Desh gæti til dæmis haft í för með sér vaxandi skort og dauðsföll, hvað lítið sem upp á kæmi. í seinni skýrslu Rómarklúbbsins eru birtar lauslegar tölur um þetta, sem sýna vandann svart á hvítu. Slíkt yrði vissulega ennþá erfiðara fyrir auðugu þjóð- irnar upp á að horfa en skyndileg hungursneyð. Þær gætu með engu móti afsakað sig með því að þetta hafi komið á óvart eða grátið orðinn hlut. Uppgjöf Sovétmanna við að framleiða korn staðfestir aðeins, ef enn er þörf á slíku, að auðveldara er að senda menn út í geiminn en skylda bændur til að rækta. Sama er að segja um fjölmargar aðrar þjóðir, sem ekki hefur tekist að auka framleiðsluna. Hvað Bandaríkin snertir, þá eiga þau geysimikið landrými, sem hingað til hefur verið þannig nýtt að það gefi annað hvort verulega af sér fyrir íbúana eða er alls ekki ræktað. Varabirgðir þeirra Aiaraðir koma í stað ungra. Og þegar vissu marki er náð í aldursskiptingu, verður ekki lengur við snúið. Káfli úr nýútkom- inni bók franska hagfræöingsins Alfred Saury „Verö og gildi mannlegs lífs“. gætu líka ný vandamál komið upp. Landbúnaðar- stefnan Kenningahöfundurinn Marcelin Berthelot gæti snú- ið sér við í gröfinni eftir þær öru framfarir í matvælaiðn- aði, sem hann boðaði fyrir einni öld. Samt sem áður láta menn, og þá einkum Frakkar, sér fátt um „tilbúinn mat“ finnast. Trúa þvert á móti af enn meiri ákafa á gildi grasa og náttúrulegrar fæðu. í mörgum tilfellum geta þeir þó ekki beitt dómgreind sinni á annað en útlitið eitt. Hvað sykurefnum viðkem- ur skiptir verksmiðjuvaran engu máli. En mikið er í húfi, þegar um eggjahvítuefni er að ræða. Sojabaunum má nú breyta í „kjöt“. Við það sparast 30% að verðmæti og sjálfsagt enn meira af rækt- uðu landi. Nú þegar munu „tilbúin" eggjahvítuefni vera yfir 6% í auðugu löndunum. Samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna má, ef maður vill halda sig við prósentutöl- ur, gefa upp í tölum að nýtileg framleiðsla hafi auk- ist úr 4 í 8,5%. Hér er ekki aðeins um að ræða matarskammta. Mat- vælaiðnaðurinn einbeitir sér að bragðgæðunum. í þeim tilgangi eru skaðlaus efni notuð til að gefa tilbúnu matvælunum eftirsóknarvert bragð. Frægustu matsveinar eru önnum kafnir við það. Er ekki líka verið að reyna að blekkja með því að fá kjöt- bragð á sum önnur matvæli? Að þessu má brosa, en ástæða er til að fylgjast með slíkum tilraunum af athygli. Þeim mun nauðsynlegra er að gæta varfærni um útlit matvælanna, að hungruðustu þjóðirnar munu án efa berj- ast hatrammlega gegn nýj- ungum, sem þær hafa ekki vanist. Ekki verður á þessari stundu séð hve mikilvægar uppgötvanir á þessu sviði eiga eftir að verða að 10—20 árum liðnum. En hægt er að ímynda sér, að smám saman megi draga úr álaginu eða a.m.k. að dauðsföll fari ekki vaxandi. Lífsnauðsyn- legt rými Langt aftur í tímann hafa menn reynt að tryggja sér lífsskilyrði með því að vinna land af öðrum. Stöðug mann- fjölgun ýtti þeim út í það. Fyrr eða síðar höfðu menn ávallt þörf fyrir meira land til að afla sér fæðu. Á okkar tímum steyptu samgermanir þessa margprófuðu reynslu í kenningaform um lífsrými, sem fram var sett í þeim tilgangi að réttlæta aðgerðir sigurvegaranna, sem ekki féllu endilega undir lífsnauð- synlegar þarfir. í upphafi 20. aldar fordæmdu rithöfundar Þjóðverja og jafnvel Italir fækkun fæðinga í Frakk- landi, sáu í þeim uppgjöf, ef ekki úrkynjun. Hitler tók þessa kenningu upp og gerði hana nákvæmari, þótt hann reyndi ekki eins og samgerm- anirnir að réttlæta hana. í fyrsta bindi af Mein Kampf, sem út kom 18. júlí 1925, sjö mánuðum eftir að honum var sleppt úr fangelsi, gerir hann frá fyrstu blaðsíðu ráð fyrir siðferðilegum rétti til að leggja undir sig með valdi erlent land, segir það bara með meira orðskrúði, m.a. að sverðið muni ryðja brautina fyrir plóginn og grátur stríðsins auka daglegt brauð komandi kynslóða. I fjórða kafla talar hann af meiri nákvæmní og segir að árlega fjölgi Þjóðverjum um 900 þúsund sálir. Stöðugt verði erfiðara að fæða þenn- an her af nýjum borgurum. Slíkt ástand geti leitt til hungursneyðar, ef ekki verði séð við því. Þar sem hann hafnar takmörkun fæðinga, landtöku innanlands og aukningu á útflutningi, ákveður hann útþenslu á stjórnmálalegu valdi og landi. „Auðvitað getur slík landvinningastefna ekki orð- ið að veruleika í Kamerún heldur eingöngu í Evrópu ... Ef við viljum land í Evrópu, þá er það í stórum dráttum ekki annars staðar að fá en á kostnað Rússa. Nýja ríkið ætti að feta í fótspor Tetona, til að afla með þýskum spjótum Þýzkalandi jörð til að plægja og þjóðinni sitt daglega brauð." Þótt enginn sé í vandræðum með að gagn2rýna þennan kafla, þá verður að viðurkennast að ekki skortir hann nákvæma skilgreiningu. Um það leyti sem Þýzka- land réðst á Pólland 1939, fjölgaði Pólverjum meira en Þjóðverjum. Póiskir verka- menn unnu í Ruhr, sem árum saman hafði leitað eftir vinnuafli annars staðar frá. Nasistarnir afbökuðu og vörpuðu þvílíkum sora á hugmyndina um lífsrými, eins og á svo margt annað, að hún getur engan hljómgrunn átt í heiminum nú, þegar hún getur orðið réttlætismál. Þrátt fyrir hægfara breyting- ar fer ekki fram hjá neinum að samhygðin hefur þróast í heiminum síðan á stríðsárun- um, bæði hvað snertir hugar- farsbreytingu og samþykktir, þótt ekki sé þessa sérstaklega getið í Mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna. En í fjölmörgum alþjóðastofnun- um, svo sem S.þ. og FAO, þorir enginn svo mikið sem að nefna hugmyndina um lífsrými, af ótta við að það minni á fordæmi þjóðernis- sósíalista. Samt sem áður er landi ekki eingöngu ójafnt skipt milli þjóða, heldur eru stór og mikilvæg landsvæði látin óræktuð og iðulega leyft að blása upp. Til dæmis er þéttbýlið í Egyptalandi og Bengal í algerri andstæðu við allt það landsvæði, sem Bandaríkin, Argentína, Ástralía og löndin í Afríku hafa yfir að ráða. Að því er virðist hefur aldrei verið orðuð nein tillaga í þá átt að breyta þessu. Samt sem áður hafa Brasilía og síðan Argen- tína tekið til við að dreifa fólkinu á eyðisvæðin, til að koma í veg fyrir slíkar kröfur. Ástralía aftur á móti, sem heitið hafði eftir innrás Japana í Nýju Guineu 1942, að opna landið aftur fyrir innflytjendum í stórum stíl, virðist hafa gleymt loforðinu nú þegar hættan er hjá liðin. Sl. 25 ár hefur Ástralía aðeins tekið við tveimur og hálfri milljón innflytjenda, eða jafnmörgum og Singa- poor-borg ein. Fram að þessu hefur hug- myndin um lífsnauðsynlegt rými varla haldið innreið sína í söguna og ekki verið framkvæmd nema af þeim sterkustu. En nú þegar menn eru að reyna að beita öðrum aðferðum en hinu sígilda ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.