Morgunblaðið - 29.09.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.09.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1978 Hœtti kaupmennsku og gerðist bóndi í Efra-Skálateigi í Norð- f jarðarsveit, býr nú Aðal- steinn Halldórsson, ásamt konu sinni Auði Bjarna- dóttur og syni þeirra Bjarna. Það er stutt síðan Aðalsteinn gerðist bóndi, áður var hann búinn að vera framkvæmdastjóri, verzlunarmaður og kaup- maður í Neskaupstað í f jölda ára og um tíma var Aðalsteinn með umfangs- mikla umboðssölu en alla tíð var hann með nokkra kartöflu- og grænmetis- rækt meðan hann bjó „út í bæ.“ „Ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta kaupmennskunni og gerast bóndi, er einfaldlega að ég haf gengið með bóndann í maganum frá því að ég var strákur, og til að vera í einhverri snertingu við bóndastarfið, var ég með kartöflu- rækt samhliða kaupmannsstarf- inu. Hins vegar hefði ég aldrei — Hvernig kanntu við skiptin? „Ég hef kunnað ágætiega við mig í sveitinni og sé hreint ekki eftir að breyta til, og það er víst aðalatriðið. Það var sumpart mikil vinna, sem fylgdi kaupmennsk- unni, en hér er vinnutíminn vissulega lengri, en það er líka miklu meiri tilbreyting í starfi bóndans en kaupmannsins." Jörðin Efri-Skálateigur er að- eins um 20 hektarar að stærð, þannig að túnin geta aldrei gefið mjög mikið af sér. Aðalsteinn hefur því tekið á leigu hluta túnanna við eyðijörðina Hóla innst í Norðfjarðarsveit. „Annars höfum við ræktað mikið land, frá því að við komum í Skálateig, en enn er mikið verk að vinna. I raun eru tún hér mjög góð og spretta var með afbrigðum góð í sumar og það sama má segja um heyin,“ segir hann. „Um framtíðarbúskap hér í sveitinni er það að segja að ekki þýðir að hugsa um annað en kúabúskap, óskhyggja getur ekki ráðið þar, en sveitin getur ekki borið stór fjárbú, þar sem jarðir eru almennt litlar og þéttsetnar. Þá höfum við 1800 manna Aðalsteinn og Auður ásamt Bjarna. rifið mig upp á fullorðinsaldri og gerzt bóndi, nema því aðeins að Bjarni er fyrir stuttu nýútskrifað- ur búfræðingur frá Hvanneyri og rekum við búið saman,“ segir Aðalsteinn þegar við ræddum við hann heima í Skálateigi, en Aðalsteinn og Auður hafa byggt þar nýtt íbúðarhús, þar sem húsið, sem var fyrir, er komið til ára sinna og orðið lélegt. „Við tókum við jörðinni vorið 1975 og fylgdi bústofninn eins og hann var þá, en hér var og er blandað bú. Við höfum aðeins aukið við kúastofninn, en hins vegar skammta útihúsin enn stækkun stofnins og nýtum við hvert horn í fjósinu. Þá ér ég með nokkra kartöflurækt og uppskeran í haust verður u.þ.b. 30 tunnur, sem er mjög gott, miðað við það magn sem ég setti niður. Einnig erum við með lítið gróðurhús, þar sem við höfum ræktað rófur og kál, en það er nú meira til gamans." Rœtt við Aðalstein Halldórsson bónda á Efra- Skálateigi í Norðfjarðarsveit byggðarlag hér út með firðinum og ég held að það sé einstakt, að ekki þurfi að flytja neina afurð lengra en 6—7 km til þess að koma henni á markað." — Fóruð þið út í að byggja nýtt íbúðarhús strax og þið fluttuð hingað? „Það var strax árið eftir sem við byrjuðum á nýja íbúðarhúsinu. Á meðan það var í byggingu, bjugg- um við í gamla húsinu, en elzti hluti þess er frá árinu 1914. Nú notum við það sem geymslur." Löngum var það svo, að oft þurfti að flytja mjólk ofan af Héraði eða frá Ákureyri til Neskaupstaðar, og kom það t.d. nokkuð oft fyrir á síldarárunum. Mjólkurframleiðsla í sveitinni hefur aukist það mikið á síðustu árum, að aldrei þarf að flytja mjólk frá öðrum stöðum til Neskaupstaðar og yfirleitt er mjólkurstöðin aflögufær með mjólk, sem er þá nýtt í mjólkur- afurðir. „Nú orðið er það undantekning, ef ekki er hægt að komast á jeppa allan veturinn úti bæ, þrátt fyrir snjóa. Það er ýtt eftir þörfum vegna mjólkurflutninganna og síðan við fluttumst hingað í sveitina, hefur aldrei orðið ófært nema þá í smátíma. Enda er staðreyndin sú, að óvíða á landinu fær fólk í kaupstað nýrri mjólk, enda er mjólkin flutt héðan daglega í mjólkurstöðina og stund- um tvisvar á dag yfir veturinn," sagði Aðalstéiiin að lokum. Þau hafa ekki rafmagn. þau búa f lélegum húsakynnum. húsið er aðeins hitað upp með einni kokseldavél. hústofninn er enn aðeins 5 mjólkandi kýr og nokkr- ir kálfar. útihúsin eru léleg. túnin eru ekki enn komin í góða rækt nema að hluta og enn vantar nokkuð á að þau séu öll girt. tækjakostur búsins er enn sem komið er aðeins ein dráttarvél. Hætt er við að íslendingar myndu ekki taka það í mál að búa við svona aðstæður. en Hollendingur- inn Chris Beekman og hin danska kona hans Helle geisla af gleði. þegar ég hitti þau og eru hin ánægðustu með lífið og tilveruna. Þau hafa nú húið í tæp tvö ár á jörðinni Brekkuborg. í Breiðdal. en jörðin var búin að vera í eyði í mörg ár þegar þau tóku við henni. Þann tíma. sem þau hafa dvalið f Breiðdal. hafa þau eignast eina dóttur. sem nú er níu mánaða og hefur hlotið nafnið Anna. Þegar ég hafði komið mér fyrir í litla eldhúsinu að Brekkuborg spurði Chris og Helle Beeckman ásamt Onnu dóttur sinni fyrir framan bæjarhúsin. - Jóhannes bóndi þar ráðlagði okkur að auglýsa ekki eftir jörð fyrr en um haustið og það gerðum við. Við fengum nokkur tilboð gegnum Morgunblaðið og Tímann og tókum við tilboði frá hreppnum hér, en það leizt okkur hvað bezt á og töldum okkur ekki ráða við meira í bili7“ — Hvernig leizt ykkur svo á jörðina, þegar þið komuð hingað? „Satt bezt að segja," segir Helle, „þá áttum við ekki von á miklu og ég neita því ekki að það hefur oft verið þröngt í búi hjá okkur, en við kvörtum ekki. Þegar við komum hingað unnum við um tíma í sláturhúsinu hér. Fólk í sveitinni ráðlagði okkur að kaupa nokkrar kýr og hey fyrir veturinn. Endaði það með því að við keyptum 4 kýr og 6 kálfa að sunnan, en þar höfðu verið miklir þurrkar um sumarið. Hey fengum við hér fyrir austan. Það . v $■:, j,i óUv . ,, jL ■ ■ /' ' • 4 » Tökum ekki raf- magn fyrr en við eigum fyrir því ég Chris hver hefði verið ástæðan fyrir því að þau hjón hefðu flutzt til Islands í því skyni að gerast bændur. „Það er nokkuð löng saga á bak við þetta allt saman. Ég átti heima í NV-hluta Hollands, þar sem faðir minn er bóndi. Þegar ég var 17 ára fór ég að vinna í Englandi og í fríi skrapp ég til íslands. Ég varð strax yfir mig hrifinn af landinu og fór að athuga með vinnu, og þá helzt við sveitastörf, en til þeirra þekkti ég bezt. Fór svo að ég var ráðinn að Syðra-Langholti í Hreppum. Þar dvaldi ég í góðu yfirlæti í 1 ár, skrapp þá til S-Afríku, en þangað hafði ég verið ráðinn á sveitabæ. Ekki kunni ég beint vel við mig þar, og fór því á ný til Englands, en eftir nokkra dvöl þar fór ég til Danmerk- ur og fékk mér vinnu þar. Þar hitti ég Helle. Ég hafði mikinn áhuga á að gerast bóndi og Helle hafði ekkert á móti því, þar sem hana sem kaup- staðarbarn langaði að kynnast sveitasælunni. Jarðir í Danmörku og í Hollandi eru svo dýrar að þar hefðum við aldrei getað fest kaup á jörð. Ég fór þá að taia um ísland við Helle, og henni fannst það upplagt, enda hafði mér alla tíð liðið mjög vel hér.“ — Og hvenær komuð þið til Islands? „Við komum hingað í júní 1976 og fórum þá að Syðra-Langholti. sem hefur háð okkur mest, er hvað útihúsin hér eru léleg enn og erfitt að vera með kýr í þeim yfir vetrartímann." — Hvernig gekk búskapurinn fyrsta veturinn? „Það var snjólétt hér og við fluttum mjólkina 5 km leið út að veginum. Enn sem komið er erum við aðeins með kýr og túnin hér eru aðeins 5 hektarar, og þau gefa ekki enn nóg af sér handa kúnum, en við erum byrjuð að rækta upp. Þá erum við að reyna að girða landið, en girðingin, sem var hér fyrir, var öll ónýt.“ Þá sagði Helle, að hún hefði aldrei komið til íslands fyrr en hún kom hingað sumarið 1976. „Ég kann alveg sérstaklega vel við mig hér í Breiðdal, en hingað kom ég svo til beint úr stórborg — ég átti heima í útjaðri Kaupmannahafnar. Mig hafði alla tíð langað til að gerast bóndakona. Chris hafði verið bóndi frá upphafi, þannig að þetta fór vel saman,“ segir Helle, en hún er 26 ára og Chris 30 ára gamall. — Nú eruð þið í köldum og lélegum húsakynnum. Finnst ykkur ekki kalt hér yfir vetrartímann? „Ekki svo mjög," segir Chris, „það er sízt kaldara á Islandi en í Evrópu yfir veturinn, aðeins sumrin finnst mér kaldari, en ísland bætir allt upp með hversu fallegt það er. Hefurðu Bústofninn aðeins 5 kýr lánin of dýr á íslandi séð hvað það er fallegt hérna í Breiðdalnum?" segir hann og bendir á fjallahringinn í norðri. „Þetta er hvergi til annars staðar." „Annars er það svo, að okkur finnst íslendingar finna miklu meira fyrir kuldanum en við gerum." — Hafið þið hugsað ykkur að búa hér áfram? „Já,“ segja þau einum rómi. „Hér ætlum við að setjast að og við erum þegar búin að binda okkur. Við fengum lán til að kaupa kýrnar og dráttarvélina, en meira lán tökum við ekki í bili. Lán eru svo dýr á Íslandi. Það er betra að vera með lítið bú og fátæklegt, en stórt bú og allt i skuldum. Við neitum því hins vegar ekki að þessi tvö ár, sem við höfum verið hér, hafa verið okkur erfið, en við höldum að þetta lagist næsta ár. Chris er nú að ljúka við að einangra fjósið og getum við þá verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.