Morgunblaðið - 29.09.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.09.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER, 1978 13 Bindindisfélag ökumanna 25 ára: Of lítid um fyrir- byggjandi aögerðir íumferðarmálunum HINN 29. september fyrir 25 árum var stofnað í Reykjavík Bindindisfélag ökumanna, en markmið félagsins er að stuðla að bindindissemi og bættri umferð- armenningu. Um helgina verður haldinn hér norrænn fundur hliðstæðra félaga á Norðurlönd- unum í tengslum við afmælið. Félagsmenn í BFÖ eru nú tæp- lega 700. Mbl. ræddi lítillega við þá Sigurð R. Jónmundsson fram- orðið varir við þann misskilning að menn álíta góðaksturinn eitthvað varasaman fyrir bílana. Stefán sagði að góðakstursmót hefðu verið haldin á 10 stöðum á landinu í sumar, Húsavík, Akur- eyri, Akranesi, Blönduósi, Sauðár- króki, Siglufirði, Kópavogi, Reykjavík og Garðinum og tóku þátt alls um 100 ökumenn. Næst voru þeir spurðir hvernig Einn keppenda í góðakstri í Kópavogi, Brynjar Valdimarsson, er hér að fara í eina þrautina, en hann varð sigurvegari í keppninni. gengið hefði að koma í fram- kvæmd markmiðum félagsins: — Segja má að það hafi gengið upp og ofan, BFÖ á fulltrúa í Umferðarráði og það er helzt þar sem við getum komið á framfæri ábendingum okkar og tillöguip í umferðarmálunum. Þessar tillögur og ábendingar snerta hvaðeina í umferðinni, gatnamerkingar, bif- reiðaskoðunina, ýmislegt varðandi öryggistæki, löggjöf er kveði á um ákveðin atriði í sambandi við hve bílar eru öruggir og ýmislegt fleira. í þessu sambandi má einnig nefna að við höfum fengið hina ýmsu forráðamenn í umferðarmál- um til að koma á okkar fundi og ræða málin. Að lokum voru þeir beðnir um álit á umferðinni í dag og með síðustu slysin í Reykjavík og nágrenni í huga: — Eins og alltaf er of seint brugðist við þessum slysum og sjálfsagt er það skoðun allra að of lítið sé gert í fyrirbyggjandi starfi í umferðarmálunum. Það er ekki nóg að kenna börnunum það sem foreldrarnir gera ekki sjálf, eins og sagt hefur verið. Allir vita að aka þarf varlega, en flestir standa sig að því eigi að síður að sýna of litla gætni. Það hefur sýnt sig að minnki áróðurinn sofnar fólk og því mætti e.t.v. segja að stöðugur r* Mj Pf 1 Wm : an; (ijfl 1 J t~ ; ■■ Sigurður R. Jónmundsson (t.v.) er framkvæmdastjóri BFÖ og Stefán Jónatansson annaðist í sumar framkvæmd góðakstursmóta félagsins sem efnt var til á 10 stöðum á landinu. Ljósm. Ól.K.M. áróður verði að vera í gangi. Líka mætti nefna að sjálfsagt má rekja mýmörg slys og árekstra til þess eins að menn voru að flýta sér og því mætti benda fólki á að hafa það í huga að flýta sér hægt, sögðu þeir Sigurður R. Jónmundsson og Stefán Jónatansson að lokum. í ráði er að stofna ungmennadeild innan BFÖ er hafi að markmiði að sinna t.d. vélhjólaáhugamönnum. kvæmdastjóra félagsins og Stefán Jónatansson, sem í sumar sá um framkvæmd góðakstursmóta á vegum BFÖ á nokkrum stöðum út um landið. Þeir voru fyrst spurð- ir hvernig féiagið starfaði að markmiðum sínum. — Það er gert á ýmsa vegu, haldnir eru fundir í félagsdeildun- um, sem nú eru 4, ein fyrir Reykjavíkursvæðið, ein á Akra- nesi, Akureyri og ein í Garðinum. Telur Reykjavíkurdeildin nálægt helming félagsmanna. Auk félags- fundanna er gefið út blað 6 sinnum á ári sem flytur innlendar og erlendar fréttir og fróðleik um umferðarmál og er oft fengið efni að láni- úr hliðstæðum blöðum félaganna á hinum Norðurlöndun- um, en samvinna er allmikil við þau og reynir t.d. BFÖ að senda fulltrúa á árlegar ráðstefnur norræna sambandsins, NUAT, Nordisk Union for Alkoholfri Trafik. Stundum háfa verið her- ferðir í einhverri mynd, t.d. dreifimiðar settir á bíla við veitingahús þar sem minnt er á að ölvun og akstur fara ekki saman. — Að undanförnu hefur starfið beinst meira að því að ná til hins almenna félaga og gera hann virkari og í sumar var einnig reynt að auka félagsmannatöluna, en þá var öllum þeim sem tryggja hjá Ábyrgð sendar upplýsingar um félagið og þeim gefinn kostur á að vera með. Fjölgaði um nokkra tugi við þær aðgerðir. Eitt af því sem BFÖ hefur gengist fyrir alltaf öðru hverju eru góðakstursmót og sem fyrr segir annaðist Stefán Jónatansson framkvæmd þeirra í sumar. Hann var beðinn að greina nánar frá þeim: — Mótin fara þannig fram að í fyrsta lagi er keppendum gert að svara 25 spurningum um umferð og akstur og síðan er farið í ýmsar þrautir þar sem reynir á hæfni ökumanna, en ekki er lagt í neina áhættu hvorki fyrir bíla né ökumenn, en við höfum jafnvel 1979 módelin af Mazda eru komin til landsins. Hér er um aö ræöa nýjan stóran bfl, Mazda Legato og 5 nýjar gerðir af Mazda 323. Fyrstu bílarnir veröa til BÍLABORG HF afgreiðslu fljótlega. smidshöfda 23 síman 31234 og81299

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.