Morgunblaðið - 29.09.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.09.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1978 11 Ljósm. Mbl.: Þórleifur Ólafsson með níu mjólkandi kýr og þegar kýrnar vera komnar í hlýtt og gott fjós reiknum við með að nytin í þeim aukist." Það er hreint ótrúlegt hvað þau Helle og Chris tala góða islenzku, þar sem þau fara ákaflega lítið út fyrir heimili sitt, en eina farartaekið á bænum er dráttarvélin. Hins vegar segjast þau hafa gaman af þegar einhver komi í heimsókn, segjast njóta þess. Eg spurði Chris og Helle hvort þau hefðu ekki áhuga á að fá rafmagn í húsið, en búið er að leggja rafmagnið heim að dyrum á Brekkuborg. „Ekki strax. Það kostar okkur 200 þús. kr. að leggja rafmagn í húsið og þá peninga eigum við ekki til. Þegar við eigum nægilega mikið til að láta leggja rafmagnið inn, þá gerum við það.“ — Er þá ekki erfitt fyrir ykkur að heyja, þegar þið eruð ekki með súgþurrkun? „Jú, þetta gekk nú hálfbrösuglega í sumar og haust, en nágrannar okkar voru svo góðir að lána okkur öll tæki, þannig að þetta bjargaðist. Hins vegar ætla ég mér að verká hluta af heyinu í vothey á næsta ári,“ segir Chris. — Voru foreldrar ykkar ekkert hissa á að þið skylduð ætia að fara til íslands og setjast að á jörð þar? „Foreldrar mínir voru hálfhissa," segir Helle, „en þau sættu sig alveg við það.“ „Mínir foreldrar held ég hafi verið hin ánægðustu. Að ég skyldi ætla mér að fara hingað fannst þeim gott, þar sem ekki er hægt að kaupa jarðir í HoIIandi lengur, nema þá á einhverju okurverði," sagði Chris. „Þegar túnin verða farin að gefa meira af sér, ætlum við að reyna að fjölga kúnum í u.þ.b. 15 og þá ætlum við okkur að fara út í einhverja kartöflurækt næsta sumar." - Þ.ó. Lifeá lífiáný New York, 25. september. AP. BANDARÍSKA tímaritið Life kom út í dag á ný eftir sex ára hlé. Verður tímaritið nú gefið út einu sinni í mánuði í stað vikulega. Að efni til verður uppbygging Life svipuð því sem var. * Útgáfu Life var hætt fyrir sex árum eftir nær 40 ára stanzlausa útgáfu. Þá störfuðu við tímaritið 340 manns, en á ritstjórn þess nú eru 40 manns. Fyrsta tölublaðið eftir endurlífgunina verður gefið út í 700.000 eintökum, en 1972 komu 5,6 milljón eintök út viku- lega. Styrkið og fegríö líkamann Ný fjögurra vikna námskeid hefjast 2. okt FRÚARLEIKFIMI — mýkjandi og styrkjandi. MEGRUNA RLEIKFIMI — vjgtun — mæling — holl ráö. SÉRTÍMAR fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eöa meira. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13—22 í síma 83295. Sturtur — Ijós — guffuböö — kaffi — nudd Júdódeild Armanns Ármúla 32. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.