Morgunblaðið - 29.09.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.09.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1978 15 „AÐEINS _ ÆÐRI MATTARVÖLD gcta bjargað Korchnoi frá ósgri." sagði aðalaðstoðarmaður Korchnois. enski stórmeistarinn Raymond Keene. um biðstöðuna í 27. einvigisskákinni sem tefld var í gær. Annar aðstoðarmaður Korchnois. argentínski stór- meistarinn Oscar Panno. tók í sama streng. „En þvi skyldi Viktor gefast upp. meðan enn er von? Hver veit nema að umslagið með biðleiknum týn- ist." bætti Panno við í hálfkær- ingi. Það blæs þvf ekki byrlega fyrir Korchnoi þessa stundina. Ibiðstöðunni eru aðeins hrókar og drottningar á borðinu. en Karpov hefur fimm peð gegn Skák Margeir Pétursson skrifar um 27. einvígisskákina fjórum áskorandans. auk þess sem kóngstaða heimsmeistar ans er öruggari. Korchnoi, sem hafði hvítt, fékk heldur betri stöðu eftir byrjunina, þrátt fyrir að hann hafi beitt afbrigði sem hefur mjög vafasamt orð á sér. Hann eyddi hins vegar miklum tíma og í tuttugasta leik lagði hann út í tvísýna atlögu á miðborðinu. Karpov átti sterkt svart og náði að einfalda taflið og fá örlítið betri stöðu. Þrátt fyrir þetta átti Korchnoi að geta haldið jafntefli án mikilla erfiðleika, en hann var orðinn mjög naum- ur á tíma og fataðist því vörnin hvað eftir annað. Karpov gekk á lagið, vann peð og stendur til vinnings í biðstöðunni, sem tefld verður áfram á morgun. Þessi skák gæti orðið mjög örlagarík ef Karpov sigrar, því að jafnvel Korchnoi sjálfur hefur látið svo um mælt undan- farnar vikur að ef heims- meistarinn nái 5—2 forystu sé aðstaða sín nánast vonlaus. 27. skákin Hvítti Viktor Korchnoi Svarti Anatoly Karpov. Enski leikurinn 1. cl - Rí6. 2. Rc3 - e5. 3. Rf3 - Rcfi. 4. g3 - Bbl. 5. Rd5?! (Þessi leikur hefur jafnan haft fremur slæmt orð á sér meðal byrjanafræðinga, sem telja hann frumhlaup svo snemma tafls. Öruggara er 5. Bg2, sem Karpov lék reyndar fyrr í einvíginu án þess að komast nokkuð áleiðis) Rxd5 (Helsti höfuðverkur afbrigðisins hefur jafnan verið //«/77/ Golombek skrifar fgrir Mnrgun blaöiö Aðeins kraftaverk get- ur bjargað Korchnoi Hér fór skákin í bið. Svartur lék biðleik. Vinningnr blasir við Karpov SÍÐUSTU fimm skákunum í einvígi Karpovs og Korchnois hefur lyktað með jafntefli og virtist sem leikleysa ætlaði að ráða ferðinni. Eg hafði það á tilfinningunni að jafnteflin myndu halda áfram að sjá dagsins ljós. En loksins í dag virðast málin verá að taka einhverja aðra stefnu, og Karpov virðist vera að ná sér á strik á ný. Þegar 27. skákin, sem tefld var i dag, fór í bið blasti ekkert annað en vinningur við Karpov og er ómögulegt að ímynda sér annað en að hann gangi með sigur af hólmi þegar biðstaðan verður tefld á morgun (í dag). Korchnoi hóf skákina með þróttmiklum leikjum ensku byrjunarinnar. Snemma skiptu meistararnir upp riddurum sem leiddi til klossaðrar peðastöðu á miðborðinu. Korchnoi fékk rýmri stöðu úr byrjuninni en Karpov skipulagði vörn sína af kænsku og fékk góða stöðu á drottningarvængnum. Korchnoi reyndi að svara því með því að blása til sóknar á kóngsvængnum og neyddi drottningu Karpovs tilffl til varnar. í þeirri stöðu virtist Korchnoi vel stæður, en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að jafnt var á með kempunum. Eg tel að Korchnoi hefði átt að sætta sig við jafntefli í stöðunni, en í staðinn varði hann 45 mínútum til að hugsa 20. leikinn. Það kom því varla á óvart þegar hann lenti í miklu tímahraki skömmu síðar, en hann hafði aðeins 12 mínútur til að leika síðustu 16 leikina. Honum urðu á mörg mistök í síðustu leikjunum. Karpov átti næsta auðvelt með að ná peði af Korchnoi og fá yfirburðastöðu. Korchnoi innsiglaði 41. leik sinn, en mér kæmi ekki á óvart þótt hann gæfi skákina án þess að tefla frekar. Þar sem Karpov hefur nú fjóra vinninga á móti tveimur vinningum Korchnois og fimmti sigurinn blasir við, má í reynd segja að hann skorti nú aðeins einn vinning í heimsmeistaratitilinn. Karpov. Dd4, 33. He7 hefur hann gott mótspil fvrir peðið) Hb4. 32. He8+ - Kg7. 33. Hxd8 - Dxd8. 34. De2 (Eftir 34. De5+ - Df6, 35. Dxf6 - Kxf6, 36. Hc6+ - Ke7, 37. h4 - h5, 38. Kf3 — Hxb2 hefur hvítur hverfandi litla möguleika á að halda taflinu, því að svarti kóngurinn er þess reiðubúinn að halda yfir á drottningarvæng- inn) Dd5+. 35. f3? - Hxa4. 36. Hc2 - IId5. 37. De3 - B5. 38. h l - h5. 39. De2 - a l. 40. De3 - b l. 41. Hf2 talinn 5 .. .e4, 6. Rh4 — Bc5, en Karpov hefur vafalaust búist við að Korchnoi lumaði á nýjung) 6. cxd5 — Rd4 (í skákinni Petrjosjan—Ree Wijk aan Zee 1971 reyndi svartur hér leik- brelluna 6 .. .e4?? og varð að gefast upp eftir 7. dxc6 — exf3, 8. Db3! og svartur tapar manni. Þetta er líklega styzta skák sem tefld hefur verið á alþjóðlegu skákmóti og ekki lokið með jafntefli) 7. Rxd4 (Ekki 7. Rxe5? - De7, 8. f4 - f6, 9. Rd3 - De4!) exd4.8. Dc2! (Sterkara en 8. Bg2 — Be7, 9. 0-0 — c5! og svartur hefur þegar betri færi, en þannig tefldist skákin Suba- Georgadze Lublin 1974) De7. 9. Bg2 - Bc5. 10. 0-0 - 0-0. 11. e3 - Bb6!? (Hér höfðu báðir notað hálfa klukkustund. Síðasti leikur Karpovs er nokk- uð umdeilanlegur, því að svartur getur einnig leikið 11.. .a5 og geymt biskupinn á c5. En heimsmeistarinn vill fá fram a2—a4, jafnvel þó að það kosti hann sjálfan tíma) 12. a4 — dxe3. 13. dxe3 — a5. 14. Bd2 - Bc5. 15. Bc3 - d6. 16. Dd2 - B6. 17. Hfel (Hvítur gat einnig revnt 17. e4 strax, en eftir 17.. .Bd7, 18. Hhl - c6!, 19. dxc6 — Bxc6, 20. Hael — Hae8 ætti svartur að halda öllu sínu) Bd7. 18. e4 - Hfe8. 19. Khl (Korchnoi íhugaði þennan leik í 45 mínútur og átti því aðeins 25 mínútur eftir á 21. leik.) c6! (Svartur gat að sjálfsögðu ekki leyft hvítum að leika 20. f4 í friði og hann ræðst því til atlögu að miðborðinu. Leikurinn kom sérfræðingum í Baguio reyndar mjög á óvart, þar eð hann gefur færi á næsta leik hvíts. En eins og sjá má af framhaldinu leggur Karpov aldrei út í tvísýnu án þes að hafa reiknað allt til fulls) 20. e5!? (Það var að dugá eða drepast. Eftir 20. f4 — cxd5, 21. Dxd5 — Hac8 og síðan 22... .Bc6, verður hvíta peðið á e4 að skotspæni) cxd5. 21. Bxd5 - Had8. 22. Df4 — Df8. 23. Df3 (Hvítur gat ekki unnið peð með því að leika 23. exd6 — Bxd6, 24. Bxf7+, einfald- Korchnoi lega vegna 24 .. .Dxf7, 25. Dxd6 - Df3+, 26. Kgl - Bh3) cxd5. 24. Bxd5 (Hvítu biskuparnir á miðborðinu líta ógnvekjandi út, en svartur á svar, sem jafnar fullkomlega taflið, svo að ekki sé dýpra tekið í árinni) Bg4!. 25. Dxg4 (Alls ekki 25. B.xf7+ - Dxf7, 26. Dxg4 - Dd5+, 27. De4 — Hxe5!, 25. Dg2 yrði einnig svarað með 25 .. .BxP2!) Hxd5. 26. Bc3 - Had8 (En alls ekki 26 .. .Hxel+, 27. Hxel — Bxf2??, 28. He8!) 27. Kg2 - Bd4. 28. Hacl? (Bezt var hér 28. Hadl! og þrátt fyrir að horfur svarts séu örlitlu betri eftir 28 .. .Bxc3, 29. bxc3 — Dc5 ætti hvítum ekki að verða skotaskuld úr að halda jafntefli, vegna þess að peðastaðan er meira „á floti“.) g6. 29. De2 — Dd6! (Svartur stendur mun betur eftir þessa sterku þreföldun á d línunni. Ekki bætti heldur úr skák fyrir Korchnoi að hann átti hér aðeins 11 mínútur eftir, en Karpov hins vegar 47) 30. Bxd4 - Hxd4. 31. Db5? (Erfiðar stöður bjóða afleikjun- um heim og það sannast hér á Korchnoi er hann leikur af sér peði. Bezta von hvíts í stöðunni var áreiðanlega að leika 31. Df3 ' og eftir 31.. .Hxa4, 32. Hc6 — Ný leid hjá SVR Læk jartorg-Sel STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur hefjast næstkomandi mánudag, 2. október, almennan akstur á nýrri leið, nr. 14, Lækjartorg—Sel, og er henni ætlað að þjóna hyggð- inni í Seljahverfi og um leið Breiðholti 1 eða þeim hluta þess, sem nú á lengst að sækja í veg fyrir strætisvagna. þ.e. austan- vcrðan Arnarbakkann, að því er segir í frétt frá Strætisvögnun- um. Nú í sumar hefur verið haldið uppi tilraunaakstri á þessari leið á mestu annatímum, þ.e. 2 ferðum að morgni og 3 ferðum síðdegis, en framvegis verður ekið á þessari leið alla virka daga, þ.e. mánudaga til föstudaga frá kl. 7 til kl. 19 óslitið á klukkustundar fresti fyrst um sinn. Ekið verður frá Lækjar- torgi um Miklubraut og Reykja- nesbraut (sömu leið og nr. 13) að Arnarbakka, um Arnarbakka rétt- sælis, en síðan um Seljahverfi sömu leið og nr. 11 — rangsælis — til baka um Arnarbakka rangsæl- is og síðan sömu leið og áður til baka í Miðbæinn. Þar sem hér á að vera um hraðferðarþjónustu að ræða (aksturstími milli Lækjar- torgs og Seljahverfis verður aðeins ' 20 mínútur), verða biðstöðvar fáar á leiðinni (hinar sömu og hjá leið 13), annars staðar en í Breiðholti, þar sem stansað verður við allar biðstöðvar á leiðinni. Vagninn ekur 10 mín. yfir hvern heilan tíma frá Lækjartorgi og á hálfa tímanum frá Skógarseli. Sérstök athygli skal vakin á því, að seinasta ferð á þessari leið frá Lækjartorgi verður kl. 18.10 (úr Seljahverfi kl. 18.30), þ.e. ferðin, sem farin hefur verið í sumar frá Lækjartorgi kl. 19.10 fellur aftur niður. Prentuð hefur verið viðbót við Leiðabók SVR 1978 með upplýs- ingum um hina nýju leið, og fæst hún á sölustöðum SVR. Það er von forráðamanna SVR, að með þessari auknu þjónustu verði komið til móts við þarfir og óskir íbúa ofangreindra hverfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.