Morgunblaðið - 29.09.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.09.1978, Blaðsíða 30
3 0 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1978 • Eins og íram heíur komið í fréttum, fengu Valsmenn vænan skell austur í Magdeburg í fyrrakvöld, er þeir léku síðari leik sinn í Evrópukeppni bikarhafa. Austur-þýski landsliðsmaðurinn Joachim Streich skoraði fjórða mark Magdeburg. Sigurður Haraldsson og Dýri Guðmundsson koma engum vörnum við. (Símamynd AP) Shilton hélt marki sínu hreinu í 37 leikjum í fyrravetur MIKIÐ hefur verið talað um markvörzlu Sigurðar Haralds- sonar í sumar o« það afrek hans að haida markinu hreinu í 11 leikjum er einstakt. í sambandi við Valsliðið hefur í sumar mikið verið rætt um ýmiss konar tölfræði og met, en Englendingar eiga þó sjálfsagt met í umfjöllun á þessum hiutum. Ólíkiegustu hlutir á knattspyrnuvellinum eru festir á biað þar-í landi. Við rákumst nýlega á grein um markverði liðanna í 1. deildinni í Eng- landi og þar kemur í ljós að Peter Shilton var óumdeilan- lega snjallastur markvarðanna. Hann hélt marki sínu hreinu í 37 leikjum með Nottingham Forest, en Ray Clemence náði næstbeztum árangri með hreint mark í 22 leikjum. í síðustu fimm leikjum sínum náði Clemence þeim árangri að halda markinu hreinu. Ron Green- wood valdi Ray Clemence sem aðalmarkvörð enska iandsliðs- ins á síðastá keppnistímabili, en þær raddir eru háværar, sem nú krefjast þess að Shilton fái stöðuna. Markverðir eru iðulega mikið skammaðir og þeir eru gjarnan sakfelldir vegna mistaka ann- arra. Margt misjafnt var t.d. í fyrra sagt um Mark Wallington markvörð Leicester, sem féll niður í 2. deild. Það er þó varla við hann að sakast því Walling- ton hélt markinu hreinu í 12 leiki í deildinni. Hér á eftir fer tafla yfir markverði liðanna í 1. deildinni, á eftir nöfnunum kemur fjöldi leikja, sem þeir fengju ekki á sig mark í og síðan fjöldi leikja, sem þeir spiluðu fyrir félög sín: Arsenal: Pat Jennings 14—42 Aston Villa: Jimmy Rimmer 14—42 Birmingham: Jim Montgomery 7—42 Leeds: David Harwey 11-25 David Stewart 2-17 Leicester: Mark Wallington 12-42 Liverpool: Ray Clemence 22-40 Steve Ogrozovic 1-2 Manchester City: Joe Corrigan 13-42 Manchester United: Alex Stepney 4-23 Paddy Roche 4-19 Middlesbrough: Jim Platt 5-22 Pat Cuff 4-10 David Brown 4-10 Newcastle: Mike Mahoney 1-24 Steve Hardwick 2-9 Kevin Carr 3-9 Norwich: Kevin Keelan 7-26 Roger Hansbury 4-14 Clive Baker 0-2 Nottingham Forest: Peter Shilton 24-37 John Middleton 2-5 Queens Park Rangers: Phil Parkes 7-13 Derek Richardson 2-11 West Bronvich: Tony Godden 14-42 West Ham: Mervyn Day 3-23 Bobby Ferguson 3-19 Wolverhampton: Paul Bradshaw 7-34 Phil Parkes 2-8 Viðræðum Víkíngs og Lokarens lokið AÐ UNDANFÖRNU hafa átt sér stað samningaviðræður á milli Víkings annars vegar og belgíska knattspyrnufélagsins Lokarens hins vegar um fé- lagaskipti Arnórs Guðjohn- sen. í fyrradag kom hingað til lands fulltrúi Lokarens vegna milligöngu Eiðs Guðjohnsen, föður Arnórs. Ætlunin var að ganga frá hlutunum, en blaðið hefur fregnað, að snurða hafi hlaupið á þráðinn og samning- ar ekki gengið eins vel og til stóð. Ekki hefur það fengist staðfest, að Víkingur hafi farið fram á verulegár fjár- upphæðir fyrir Arnór, ef af félagaskiptum ætti að verða, en það mun hafa verið rætt á fundinunVmeðal annars. Mbl. hafði samband við Eið Guð- johnsen en hann vildi ekkert um málið segja á þessu stigi. Fulltrúi Lokarens hélt síðan utan í gær og munu þá samningar hafa tekist. Nú á KSÍ aðeins eftir að samþykkja félagaskipti Arnórs. Arnór hefur dvalið í Belgíu að undanförnu en kemur væntan- lega heim um helgina og leikur með íslenska unglirtga- landsliðinu á móti Hollending- um á mánudagskvöld. þr. Maraþon- boöhlaup UBK um helgina IIHgina 30. sept. til 1. okt. mun írjálsíþróttadcild Breiða- bliks gangast ívrir MARA- l>ON BOiHILAllPi í fjáriiílun arskyni. I hoðhlaupinii eru 25 manns. konur og karlar. ungir og aldnir. Sá yngsti er 9 ára og sá elsti 55 ára. lllaiipið hefst laugardaginn 30. sept. kl. 11 á Kópavogsvelli og stendur fram á sunnudag 1. okt.. hlaupið verður um kópavog og ná- grimni. Keppni þcssi er fólgin í því að hver hlaupari hleypur eins langt og hann getur. það er vegalengdin sem skiptir máli. en ekki timinn. þvi að fyrir hvern metra sem sveitin hleypur, greiða væntanlegir styrktarmenn deildarinnar 1 eyri. þ.e.a.s. ef sveitin hlcypur 100 km þá bi-r að greiða 1.000 kr.. ef hlaupnir eru 200 km. þá ber að grciða 2.000 kr. og svo framvegis. Tvo ny piltamet Á frjálsíþröttamóti hjá Fll um síðustu helgi setti hinn ungi og efnilegi Guðmundur Karlsson tvii ný íslensk pilta- met 14 ára og yngri. Kastaði hann piltakúlu (3 kg) 17.45 metra og spjóti 40.81 mctra. - þr. Firmakeppni KR af stað Firmakeppni Klí í knatt- spyrnu hefur giingu sina um hclgina. laugardaginn og sunnudaginn. Alls verður leik- ið í 9 riðlum. í 4 fyrstu riðlunum verður leikið frá 9.30—10.40 á laugardaginn. en í hinum riðlunum 5 verður leikið frá kl. 9.30-17.55 á sunnudeginum. Efsta liðið úr hverjum riðli kemst í úrslita- keppni og verður þar leikið með úrsláttarfyrirkomulagi frá kl. 10.00 laugardaginn 7. október. Golf hjá GS Innanfélagsmót í golfi verð- ur hjá golfklúhh GS á Suður nesjum n.k. laugardag. og hefst kl. 1.30. —.—.—*-*-*----- Aðalfundur handknatt- leiksdeild- ar UBK Aðalfundur handknattleiks- deildar UBK, verður að llamra- horg 1. Kópavogi fiistudaginn 29. sept. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstiirf. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.