Morgunblaðið - 29.09.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1978
23
GÍGJA MAGNÚS-
DÓTTIR — MINNING
Fædd 30. maí 1967
Dáin 22. september 1978
Hún Gígja litla frænka mín og
nemandi er látin. Hversu erfitt er
ekki að trúa þessu og sætta sig við
þetta. Þessi fallega, indæla stúlka
er horfin burt frá okkur.
Gígja litla var mjög félagslynd
og vinsæl hjá skólafélögum sínum.
Hún var glaðlynd og hjálpfús og
mátti ekkert aumt sjá. Hún var
einkar snyrtileg í umgengni og
samviskusöm og gerði alltaf eins
vel og hún gat.
Margar minningar koma upp í
huga minn, er ég hugsa um Gígju,
um bjarta, fallega brosið hennar,
um hreinskilni hennar og ein-
lægni.
Eg minnist litlu systkinanna,
sem alltaf voru svo samrýnd.
Ég minnist Gígju litlu fyrir
tveim árum, er hún ásamt mömmu
sinni heimsótti mig á sjúkrahús og
færði mér smágjöf.
Einnig rifjast upp, er hún ásamt
nokkrum bekkjarsystkinum sínum
stóð á tröppunum hjá mér að
morgni afmælisdags míns og færði
mér gjöf, sem hún hafði átt
frumkvæði að.
Já, margar góðar minningar
rifjast upp. Ég minnist Gígju litlu,
er hún lék í leikriti á jóla-
skemmtuninni síðustu og stóð sig
svo ljómandi vel.
Sérstaklega minnist ég hennar
fyrir nokkrum dögum, er hún í lok
tíma kom brosandi til mín og bað
um leyfi til aö bregða sér heim í
frímínútum, því að hún hafði séð
út um gluggann, að besta vinkona
hennar og bekkjarsystir var að
koma heim frá útlöndum. Hún var
svo geislandi glöð yfir að hitta
hana aftur.
Já, Gígja litla var gott og
elskulegt barn og öllum, sem
þekktu hana, þótti vænt um hana.
Við þökkum henni samveru-
stundirnar. Hún veitti birtu og
hlýju inn í líf okkar.
Af eilífdarljósi bjarma ber.
sem brautina þungu greiðjr.
Vort líf. sem svo stutt og'stopult er.
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
E.B.
Guð blessi og styrki Dísu,
Magga og Sigfús litla í þeirra
miklu sorg.
Guð blessi minningu Gígju litlu.
Kristín Pálsdóttir.
Frá setningu ráðstefnunnar á Hótel Loftleiðum.
Ljósm.i Emilía Björg.
Leikarar frá 14 lönd-
um þinga á Loftleiðum
FIA, Alþjóðasamtök leikara,
halda ráðstefnu sína á Hótel
Loftleiðum og var ráðstefnan sett í
fyrradag. Frá því á sunnudag hafa
ýmsar undirnefndir starfað en
sjálf ráðstefnan hófst í fyrradag
og mun standa fram til kvölds í
dag.
Ráðstéfnuna sækja 52 leikarar,
þar af 40 útlendingar frá 14
löndum. Aðalmál þessarar ráð-
stefnu eru réttinda- og kjaramál
leikara. Forseti FIA er France
Delahalle frá Frakklandi.
Formaður félags íslenzkra leik-
ara er Gísli Alfreðsson.
Afmœlis- og
minningargreinar
AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað, að
minningargreinar, sem birtast skulu í Mbl., og
greinarhöfundar óska að birtist í blaðinu útfarardag,
verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en
árdégis tveim dögum fyrir birtingardag.
tímann
Aldrei hefur jafn mikiö af góðum lögum veriö sett
saman á eina plötu. Meöal þeirra laga sem vinsæl eru
oröin hér á landi og er aö finna á Star Party er m.a.
Oh Carol meö Smokie — Love is in the Air meö
John Paul Young — Automatic Lover meö Dee D.
Jackson — Come Back My Love meö Darts auk
þess einnig frábær lög meö Manfred Mann, Raydio,
Bonnie Tyler, Showaddywaddy, Guys & Dolls,
Boomtown Rats, o.fl. o.fl. ^
Er nokkur ástæða
til annars en að slá
upp Stjgrnuveislu
og pað strax, sér-
staklega par sem
verð þessarar
dæmalausu plötu
er aðeins kr. 5.980-
sem er ódýrt miðað
við hvílíkur lúxus
hún er.
MANFRED MANN
IAN DURY
JOHN PAULYOUNG
SMOKIE
DARTS
HLJOMDEILD
Laugavegi 66, s. 28155, Glæsibæ, s. 81915, Austurstræti 22, s. 28155.