Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ; LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978
„I>ad snýst
allt í
kringum
trilluhornið ’ ’
Spjallað við Stefán Gunnlaugsson,
aldinn sjómann á Dalvík
„Aðalstarfið hefur verið
formennska á bát í „gamla
tímanum.“ Það hefur orðið
algjör breyting viðkomandi
sjómennsku og öðru á þessum
árum á svo til öllum sviðum,
ég get ekki skilgreint gamla
tímann beint nánar,“ sagði
Stefán Gunnlaugsson 76 ára
formaður á Dalvík í samtali
við blm. „Ég var hér á tuttugu
tonna bát, Gunnari Pálssyni,
sem var hér einn stærsti
báturinn." Stefán er einn af
þessum gömlu, kyrrlátu og
virðulegu mönnum, sem sitja
gjarnan á bekk við bryggjuna
og fylgjast með lífinu og
vinnunni við sjóinn, eftir að
hafa að mestu hætt þessu
sjálfur. En ekki þó alveg því
hann og eiginkona hans eiga
það til að sigla út á litlu
„bátskorni" þegar vel viðrar á
sumrin og veiða saman. Þá er
hann formaður og hún háset-
inn. Það er töggur í þeim, þau
eru dugleg. Og ekki sízt
vingjarnleg.
„Ég er fæddur frammi í
sveitinni og var þar undir
tvítugt, hjá foreldrum mínum.
Fór til sjós svona tíma og tíma
og fór einar fimm vertíðir til
Vestmannaeyja, fyrst árið
1925. En þá var tregt um
atvinnu hér, bátarnir litlir og
eingöngu róið á sumarvertíð.
Héðan byrjaði ég til sjós með
lítið bátskorn árið 1930 og reri
síðan héðan á stærri bátum
fram til 1950 þegar ég hóf
störf hér í fiskmjölsverk-
smiðju og vann þar í tuttugu
ár. Þá var ég farinn að eldast
og þreytast og bátarnir farnir
að vera stærri. Ég hafði
sjálfur ekki réttindi nema á 30
tonna bát. En um stríð reri ég
frá Siglufirði nokkurn tíma.
Nei ég hef aldrei lært neitt,
aðeins eitthvað smávegis í
barnaskóla og tók svo véla-
námskeið í vélskólanum og
fékk þar réttindi fyrir smá-
mótora til að byrja með.
Veiðiaðferðir? Þar hefur
orðið svo algjör breyting á,
bæði líðan fólks og aðbúð ef
miðað er við það sem ég
þekkti. Það er ekkert líkt einu
sinni.
í bókinni „í Verum" eftir
Theodór Jónsson er gamla
tímanum lýst á réttan hátt,
það verk er mjög gott hjá
honum."
Að hverju var helzt keppt?
„Að því að fiska sem mest.
Ég held að það hafi farið verst
með mann samkeppnin við
aðra. Samkeppnin um að vera
ekki minni en aðrir, eða
keppnin um að fá meiri afla en
hinir. Þetta var mikill metn-
aður, en það lágu ekki gróða-
sjónarmið þar að baki. Um
helgar og alla daga fórum við
út. Ef einn sást halda af stað
varð maður líka að fara. Núna
er þetta nokkuð breytt, þegar
sjómenn eru farnir að semja
um svokölluð helgarfrí, það
þekktist ekki hér áður. Sjálf-
sagt er enn keppni í mönnum,
en ekki svona vitlaus keppni.
Þá var aðbúðin önnur í
skipunum. Engin mælitæki,
ekki einu sinni dýptarmælar.
Menn urðu að gera sér hug-
myndir um það hvar aflann
væri að finna. Núna eru gerð
út skip til leitar á loðnunni og
síldinni."
Varstu fiskinn?
„Já, ég var það frekar á
tímabili. Það gekk vel, en nú
er karlagrobbið komið í
mann,“ og hann hló við.
„Gunnar Pálsson var einna
bezti báturinn um tíma hér og
það gekk frekar vel hjá mér.
En það kostaði þetta voðalega
álag — keppni. Maður varð að
vaka hvort einhver ætlaði út,
enginn hélzt inni ef einn
Jóhann á bekknum góða
ætlaði út. Einhvern tíma var
ég kallaður forystusauðurinn
sem merkti þá hvað ég fór
snemma af stað.“ Hann hló
aftur og bað mig að skrifa
þetta varlega því ekki vildi
hann gera sig sekan um að
vera með karlagrobb.
Mér datt í hug að spyrja
hann hvort hann ætti bíl. „Jú,
ég á bíl, en ég er bilaður í
augunum og keyri ekki, var of
gamall þegar ég keypti hann
til þess að fá prófið. A meðan
maður var í slagnum, var ekki
hugsað um annað en að fiska.
Ég byrjaði reyndar að læra, en
fékk ekki prófið. Þá keyra
bara aðrir fyrir okkur.“
Sérðu eftir einhverju?
„Ja, ef til yill. Það fór allt í
þetta kapp. Ég var alinn upp í
mikilli fátækt heima og mér
þótti því alltaf mikilvægt að
vera sjálfstæður. Ekki það að
við höfum búið við sult.“
Varstu heppinn með mann-
skap á bátinn í formennskutíð
þinni?
„Já, afar heppinn, sumir
voru með ár eftir ár. Ut á
mannskapinn var aldrei að
setja, eins og aðbúnaðurinn
var þá heyrðist samt enginn
kvarta."
Þið hjónin siglið ennþá. Þú
ert 76 ára og hún 71 árs. Hvað
hafið þið aflað mest?
„Já, við höfum smáhorn og
höfum róið sautján til átján
sinnum í sumar fram á víkina.
Maður hefur svo sem dottið í
þetta í þrjá til fjóra tíma í
einu. Það er ágætt að eyða
tímanum á þennan hátt. Mest?
Það var rokna afli,“ þau hlæja
bæði. „Ja, það voru 253 kg í
einum túrnum.
Þegar maður er orðinn
svona gamall er erfiðast að
láta tímann líða. Það snýst
allt í kringum trilluhornið,
það verður að athuga hvort
allt er í lagi með hitt og þetta í
henni.“ Stefán hló og gerði
grín að sjálfum sér, sem mér
þótti lítil ástæða til að hann
gerði, ekki sízt eftir að við
höfðum öll fylgst saman niður
á bryggju að trilluhorninu
hjónanna og þau stukku sam-
an um borð og leyfðu okkur að
taka af þeim myndir. Ef þau
búa ekki yfir lífskrafti, hver
gerir það þá?
Þórhildur
Gunnarsdóttir:
Að undanförnu hafa dagblöðin
verið óskemmtileg lesning. Sérlega
þeim, sem eiga börn. I tvígang með
stuttu millibili mátti sjá frétt um
hörmuleg dauðaslys. Fórnarlömb-
in voru tvær 11 ára telpur, sem
skyndilega eru hrifsaðar úr faðmi
fjölskyldu sinnar.
Hve mörg börn hafa slasast, það
sem af er árinu 1978? Hve margar
ógnvekjandi upphringingar hafa
átt sér stað, þar sem foreldrum er
tilkynnt að barnið þeirra hafi
orðið fyrir bifreið? Jafnvel á
gangbraut. Hversu mörgum hefði
verið hægt að forða? Það vitum við
ekki, en tölulegar upplýsingar,
sem Umferðarráð gefur um fjölda
slysa eru vægast sagt uggvænlegar
fyrir þetta ár. Nýútkomin skýrsla
um þessi mál segir að fyrstu sjö
mánuði þessa árs (jan.— júlí) hafi
83 börn slasast, en á sama tíma í
fyrra (1977) höfðu 56 börn slasast.
Allt árið 1977 slösuðust 92 börn.
Nú þegar í september er slysatalan
í ár orðin hærri.
Er ekki tími til kominn að vakna
af dvalanum, í yfirspenntu þjóð-
félagi, þar sem mínútan er meira
metin en aðgæslan. Eða svo virðist
V atns-
lita-
myndir
og fleira
frá
Úkrainu
Á Kjarvalsstöðum hefur verið komið
fyrir á göngum og einnig í skápum
veitingastofunnar listmunum og
vatnslitamyndum eftir listamenn
austur í Úkraínu, sem er eitt
Sovíetríkjanna.Það verður varla sagt
með sanni.að listsýningar sem okkur
hafa borist úr þessum heimshluta,
hafi vakið mikla spennu eða eftirtekt
hjá okkur. Auðvitað að undantekn-
um litlum sanntrúuðum hóp, sem
ekkert sér nema gott úr þeirri átt og
ekkert nema vont úr samfélagi
vestrænna þjóða. Morgunblaðið er
heldur ekki þekkt fyrir að bera lof á
Sovétmenn, en nú bregður svo við, að
ég ætla að gera öllum þeim grikk,
sem ekkert sjá nema hvítt og svart
og hæla þeirri sýningu, sem nú er á
Kjarvalsstöðum. Það kom mér nokk-
uð á óvart, hve fallegar sumar þessar
vatnslitamyndir eru, en annar list-
iðnaður á þessari sýningu, sem er í
einu orði sagt glæsilegur, kom mér
ekki eins í bera skjöldu vegna
þeirrar miklu hefðar, sem þróast
hefur um langan aldur í þessum
greinum þarna austur í Úkraínu.
Það eru 46 vatnslitamyndir eftir
11 listamenn á þessari sýningu.
Sýningin í heild er auðvitað nokkuð
misjöfn, en meirihluti hennar hefur
mjög persónulegan og þjóðernisleg-
an blæ. Kunnátta þessara lista-
manna er með ágætum og ekkert
fúsk eða stílbragðagutl er hér á ferð.
Þá er hann formaðurinn og hún hásetinn