Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978 Tðnhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON Um tónlist og fjölmiöla Það er athyglisvert að hér í Stokkhólmi er ekki staddur neinn fulltrúi íslenskra fjöl- miðla nema blaðamaður Morgunblaðsins. Og reyndar er þetta tónlistarmót eitt fárra sem Morgunblaðið hefur sent fulltrúa á. Þetta í sjálfu sér segir heilmikið. Það segir, að íslensk dagblöð hafa yfirleitt lítinn áhuga á tónlist, og ætla lesendum sínum hið sama þótt alrangt sé. Það er nánast hefð á íslandi að fjalla ekki almennt um tónlist í dagblöðum. Slík gera þau oftast tilneydd, og með hangandi hendi til að fylla „menningarkvótann." Tónlist- armenn hafa reyndar sjálfir verið óduglegir við skriftir, og ekki ósennilegt að blöðin sýndu meiri áhuga ef tónlistarmenn gerðu það sjálfir. En hvað um það, Morgunblaðið hefur nú um 10 mánaða skeið birt almennar tónlistargreinar af fúsum og frjálsum vilja og sýnt fordæmi sem hin dagblöðin ættu að taka til athugunar. Með hliðsjón af yfirskrift Nordiska Musikdagar ‘78, „komponisten och massmedia" og því sem hér hefur verið sagt má ritstjórnin í Aðalstræti vel við una. Tónskáldin ungu Hin nýja kynslóð íslenskra tónskálda sem hér er í forsvari er vel menntuð og metnaðar- gjörn. Við skulum kynnast þessum ungu mönnum nánar: Snorri Sigfús Birgisson (1954) iauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík 1974 og stúd- entsprófi um þær mundir. Kennari hans í tónsmíðum var Þorkell SÍKurhjörnsson Þorkell Sigurbjörnsson, og aðr- ir kennarar Jón Nordal og Árni Kristjánsson. Snorri stundaði nám í Eastman School of Music í New York skólaárið 1975—76, og síðan í Oslo hja Finn Mortensen og í Amsterdam hjá Ton de Leeuw. Að þessu sinni var fluttur Strengjakvartett eftir Snorra. Hjálmar Ragnarsson (1952) hóf tónlistarnám við Tónlistar- skóla Isafjarðar hjá föður sínum Ragnari H. Ragnars, og hélt áfram námi í Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Árið 1972 hélt hann til Bandaríkj- anna; stundaði nám í píanóleik, tónsmíðum og hljómsveitar- stjórn í Brandeis University til ársins 1974. Hann starfaði á ísafirði um tveggja ára skeið, var síðan við nám í Instituut voor Sonologie í Hollandi, og. í Cornell University í New York. Eftir Hjálmar var einnig flutt verk fyrir strengjakvartett: Movement för strakkvartett. Þorsteinn Hauksson (1949) nam píanóleik hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni og tónsmíðar hjá Þorkatli Sigurbjörnssyni í Tón- listarskólanum í Reykjavík. Lauk prófi 1974. Nam tónsmíð- ar hjá Salvatore Martirano, Eugene Kurtz, Edwin London og Ben Johnson við háskólann í Illinois í Bandaríkjunum. Lauk M.M. prófi vorið 1977. Á Norrænum músikdögum ‘78 var flutt eftir Þorstein verkið Mosaik fyrir strengja- og blás- arakvintett. Áskell Másson (1953) stund- aði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík skólaárið 1968—69. Síðan sjálfsnám um tíma. Árið 1974 fór Áskell til Lundúna til náms í tónsmíðum hjá Patrick Savill, kennara við Royal Academy. Stundaði jafnframt nám í slagverksfræðum hjá James Blades. Er heim kom 1976 réðst Áskell til starfa hjá íslenska ballettinum sem tón- smiður og hljóðfæraleikari. Samstarfsmaður hans þar var Alan Carter ballettmeistari. Áskell hefur nú verið ráðinn dagskrárfulltrúi í tónlistar- Snorri Sigfús Birgisson f o * ' iJ NORDiSKA MUSIKDAGAR gastlandDDR NORDISCHE MUSIKTAGE NORDIC MUSIC DAYS Stockhohn 23 30.91978 nordisk komponistrad Hjáimar Ragnarsson Áskell Másson deild Útvarpsins. Tónverk Áskels, Hrím fyrir ein- leiks-celló, var flutt hér í gær. Þorkel Sigurbjörnsson er óþarft að kynna lesendum Morgunblaðsins. í dag laugar- dag verður flutt eftir hann tónverkið Haflög fyrir hljóm- sveit. Phílharmoníuhljómsveit Stokkhólms leikur undir stjórn Francis Travis. Verður sagt frá þeim tónleikum síðar. Skiptar skoöanir Skoðanir eru á stundum skiptar um ágæti verka þeirra, er hér hafa verið flutt. Sömu- leiðis velta menn vöngum yfir tilgangi Norrænna tónlistar- daga almennt. Það er hollt. Ella er hætt við að þeir falli í færibandaskorður og verði hversdagsleikanum að bráð. Eitt og annað hefur komið til tals, og gerst. Ónafngreint norskt tónskáld sást tútna út í gærkvöldi undir ómstríðu elektrónísku tónverki af segul- bandi, skipta litum, og flýja fram í anddyri með bægsla- gangi. Aðspurður eftir á, kvað Norðmaðurinn það glæp- samlegt að semja svona músík, eins og hann orðaði það. Sagði það stappa næst brjálæði að bjóða fólki með óskaddað sálar- líf upp á slíkt. Aðrir lygndu aftur augum og nutu ferðalags um undraheim elektrónískra hljóða í ríkum mæli, svo ekki sé meira sagt. Annar ónafn- greindur áheyrandi á tónleik- unum til þessa, kvað það orðið augljóst, að norræn tónskáld byggju í fílabeinsturnum og kærðu sig ekki hætishót um að ná til almúgans niðri á jörðinni. Aðvífandi vitringur sagðist aftur á móti hafa þrætt tónlistarhátíðir á meginlandi Evrópu undanfarna mánuði og komist að þeirri niðurstöðu, að norræn tónskáld væru mann- legust allra; að norrænir tón- listardagar væru sigurhátíð húmanista. Undir umræðum þessum urðu austur-þýzku gestirnir kindarlegir á svip og sögðu það firru að ræða músík nema í marxísku samhengi. Einhver kvartaði svo undan hátíðleika, hanastélskúltúr og yfirskipulagi, á meðan aðrir prísuðu framkvæmd hátíðar- Þorsteinn Hauksson Atli Heimir Sveinsson innar á alla lund. Ungur tónsmiður vakti almenna at- hygli, er hann tilkynnti yfir hóp norrænna starfsbræðra og hljóðfæraleikara, að það væri eitthvað meira en lítið bogið við hátíðina. Sumir jánkuðu þessu kæruleysislega, aðrir lyftu bjórglösum og skáluðu. Þannig líða dagarnir, tónleikar á tón- leika ofan frá morgni til kvölds. íslendingarnir íslenzku tónskáldin ungu stóðu sig vel í harðri sam- keppni. Verk þeirra féllu í góðan jarðveg og þola fyllilega samjöfnuð við aðrar þær hug- smíðar, sem hér eru leiknar. Menn eru meira að segja farnir að tala um íslenzkan tón í útvarps- og blaðaviðtölum, en íslendingarnir þykja einstak- lega spennandi fjölmiðlaefni. Sænskt tónskáld ku hafa sagt, að það væru bara tveir staðir á jarðríki, sem enn gætu kallast „exótískir" eða framandi nú til dags, ísland og Egyptaland! En það er kannski aukaatriði. Auðvitað fengu íslenzku skáldin smá skvettur frá gagn- rýnendum Stokkhólmsborgar eins og gengur. Talað var um útvatnaða nútímamúsík á ein- um stað og flótta frá raunveru- leikanum á öðrum en það breytir litlu. Annars fer vel á með mönnum. Niöurstaöa Ef réttlætanlegt er að tala um niðurstöðu þessa móts almennt, þá gæti hún e.t.v. verið þessi: Norðurlönd hafa á að skipa breiðri fylkingu tónskálda, nokkuð einlitri, sem á fyllilegt tilkall til heims- athygli. Tónskáldin eru að brjóta af sér viðjar „intellectualisma" og færast hægt og bítandi í átt til einfaldleikans; þau ala síður óhlutlæg hugarfóstur sér við brjóst en áhuga á manninum, brigðulleika hans og dauðleika. Hér hefur vönduð tónlist verið flutt í jákvæðu andrúmslofti af miklu listfengi og alúð. En tímamót eru það í íslenzkri tónlistarsögu, er fjögur ung skáld kveða sér hljóðs á erlend- um vettvangi með jafnmiklum glæsibrag og raun ber vitni um. Fréttabréf frá Stokkhólmi Nýkynslóð íslenzkra tónskálda Þessa dagana (23.—30. september) stendur yfir hér í Stokkhólmi mót norrænna tónskálda, hinir svokölluðu Nordiska Musikdagar. Mót þessi hafa farið fram allreglulega allt frá árinu 1888, en þá var hið fyrsta þeirra í Kaupmannahöfn. Þau eru haldin annað hvart ár fyrir tilstuðlan norræna tónskáldaráðsins. Frá og með árinu 1974 hafa norrænir tónsmiðir boðið starfsbræðr- um sínum frá öðrum löndum þátttöku. Gestir mótsins í Stokkhólmi eru að þessu sinni austur-þýskir. Yfirskrift Nordiska Musikdagar ‘78, „komponisten och mass- media,“ eða tónskáldið og fjölmiðlar, gefur tilefni til alíslenskra hugleiðinga um tónlistarmenn á íslandi og samband þeirra, eða ef til vill sambandsleysi, við fólkið í landinu. Verður vikið að þessu síðar í fréttapistlinum. Mótið í Stokkhólmi er skipulagt í samvinnu við framámenn tónlistarmála höfuðborgarinnar og hefur mikið verið lagt í undirbúning þess. Gleðilegast við Nordiska Musikdagar ‘78 er, að fulltrúar íslands, þeir Snorri Sigfús Birgisson, Hjálmar Ragnarsson, Þor- steinn Hauksson og Áskell Másson, allt tónskáld í uppsúgi, eru nú að stíga sín fyrstu spor á meðal „rótgróinna“ og lífsreyndra tónskálda Norðurlanda. Það fer og vel á því að fimmti fulltrúinn skuli vera Þorkell Sigurbjörnsson, sem hefur með kennslustörfum sínum við Tónlistarskólann í Reykjavík mótað ungskáldin öll og miðlað þeim af þekkingu um margra ára skeið. Þetta hlýtur að vera Þorkatli mikið ánægjuefni, sem og öðrum kennurum þessara ungu tónskálda og tónlistarunnendum öllum. Fleiri íslending- ar eru hér á mótinu, m.a. Atli Heimir Sveinsson, formaður tónskáldafélags íslands, sem einnig hefur verið mótandi afl í lífi ungra tónsmiða á íslandi, sérstaklega hin síðari ár. Ekki alls fyrir löngu var litið á Þorkel og Atla og samtiðarmenn þeirra i tónsmíðum, sem “strákana“ sem sífellt toguðu í skottið á almenningsálitinu. í dag gerist hið óumflýjanlegai Ný kynslóð tekur við hlutverkinu, eða bætist í hópinn! Flokkur tónskálda á íslandi verður fjölskrúðugri með ári hverju. ísland leggur við hlustir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.