Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978 Konan mín, + GUÐMUNDÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR fré Drangsnesi, Vallargötu 8, Sandgeröi, lézt 28. september. Andrés Magnússon. Maöurinn minn, + GUDNI MAGNÚSSON, Hólmum, Austur-Landeyjum, lézt 28. september. - Rósa Andrésdóttir. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, JÓN SIGURDSSON, Framra-HáM, K|ó«, andaöist aö Landakotsspítala 27. þ.m. Ingibjörg Eyvindsdóttir og börn. Eiginmaöur minn, + EINAR GUNNARSSON, Skarphéóinsgötu 20, er látinn. Guöbjörg Sveinsdóttir. + Móöir mín, tengdamóöir og amma, SIGRÍDUR JÓNSDÓTTIR, Bólstaöahlíö 40, andaöist aö heimili sínu mánudaginn 25. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. október kl. 10.30. Kristinn Sigurösson, Lilja Hulda Auöunsdóttir og börn. Móöir okkar, amma og langamma, ÓLAFÍA SIGURDARDÓTTIR, Vífilsgötu 17, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. október kl. 13.30. Unnur Pétursdóttir, Sigríóur Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jarðarför, ZOPHONÍASAR ÁRNASONAR, fyrrv. yfirtollvarðar, Mööruvallastr. 6, Akureyri. Davíö Zophonfasson, Lérus Zophonfasson, Júlia Garðarsdóttir, Soffia Árnadóttir, + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför, ÁRNA EIRÍKSSONAR, bifreióastjóra, Hraunbraut 1, Grindavik. Alicc Fossédal, Hafdfs Árnadóttir, Heba Árnadóttir, Oddur Árnason. + Þökkum innilega fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför fööur okkar, bróöur og afa, KRISTJÁNS S. GUÐMUNDSSONAR, Langholtsvegi 63. Börn, systkini og barnabörn. Arnfríöur Thorlacius Erlendsdóttir — Maming F. 20. apríl 1885. D. 23. scptember 1978. Klli þú crt ckki þunv; anda (iudi ka-rum. Fiiiíur >ál t*r ávallt un^ undir >ilfurha rum. StKr. Thorst. I dag er kvödd í Eyrarkirkju á Patreksfirði Arnfríður Th. Erlendsdóttir. A þessum tímamót- um er margt að þakka og margs að minnast frá bernsku og æsku. Allar eru þær minningar lýstar ástúð og umhyggju, sem hún bar fyrir okkur bæði sem börnum og fullorðnum, er okkur bar að garði. Síðast fyrir tveimur árum nut- um við gestrisni og hlýju hennar og fjölskyldu hennar á Patreks- firði. Hún rifjaði upp fyrir okkur viðburði frá langri ævi. Minnið var óskert. Arnfríður las mikið eink- um á efri árum og þá helzt ættfræðirit og ævisögur. Hug- þekkastar voru henni þó lausavís- ur og ljóð, sem hún átti mjög auðvelt með að læra. Henni var tamt að vitna í vísur og hendingar, það prýddi málfar hennar og gæddi frásögnina lífi og fjöri. Foreldrar Arnfríðar voru hjónin Steinunn Ólafsdóttir Thorlacius frá Dufansdal í Arnarfirði og Erlendur Kristjánsson ættaður af Barðaströnd. Þau bjuggu fýrst á Siglunesi á Barðaströnd en flutt- ust áriö 1895 að Hvallátrum í Rauðasandshreppi. Búrekstur á Hvallátrum var fjölþættur, byggð- ist á útvegi, sauðfjárrækt, tóvinnu og því sem sótt var í bjargið, auk þess sem húsbóndinn varð síðar vitavörður Bjargtangavita. Arn- fríður ólst upp á hinu annasama heimili foreldra sinna, þar sem keppt var að því, að heimilið væri sjálfu sér nóg. Hún lærði vélprjón og klæðasaum í Reykjavík hjá Kristínu Thorlacius móðursystur sinni. Það hefur þótt mikill fengur í afskekktri sveit að hljóta slíkan heimilisiðnaðarauka. Arið 1905 er Arnfríður var úm tvítugt giftist hún Trausta Traustasyni bústjóra í Breiðuvík, myndarmanni sem hafði á fyrstu búskaparárum Erlends á Hval- látrum leiðbeint heimilisfólki hans að nýta bjargið. „En sorgin gleymir engum“. Eftir um eins árs sambúð andaðist eiginmaðurinn og ung móðir með nýfædda dóttur, Sigríði Steinunni, syrgði ástvin sinn. Öðru sinni giftist Arnfríður 1912 og þá Arna Magnússyni frá Hnjóti í Örlygshöfn (f. 1885, d. 1961). Þau reistu bú á Hnjóti og bjuggu þar til ársins 1931 er þau fluttust til Patreksfjarðar. Börn Árna og Arnfríðar urðu sex: Trausti verzlunarmaður, Magnús sjómaður, Fjóla húsmóðir, Sigurveig dó sex ára, Ólafur múrarameistari og Erlendur sjómaður. I baðstofunni á Hnjóti gat að líta starfsama fjölskyldu. Að loknum húsverkum og öðrum búverkum utanhúss lásu börnin, rokkurinn suðaði við hné hús- móðurinnar, prjónavélin söng í sífellu undan átökum húsbænd- anna, sem skiptust á við heimilis- iðnaðinn. Á þeim árum gengu flestir í heimaunnum ullarfötum. Það kom í hlut þeirra Arnfríðar og Árna að prjóna ullarfötin á megin hluta hreppsbúa. Eftir að þau fluttust á Patreksfjörð fékk marg- ur togarasjómaðurinn ullarfatnað- inn hjá þeim hjónum á Kambin- urn, allt frá á síðasta áratug. Yngsta systir Arnfríðar geymir með sér þá hugljúfu mynd frá heimilinu á Hnjóti, er húsbóndinn að vökulokum tók „Kvöldhug- vekjurnar" og las húslestur, en húsmóðirin breiddi yfir börnin sín með blessunarorð á vörum. Þríbýli var á Hnjóti á þessum árum og engir möguleikar til að auka bústofninn í slíku þröngbýli. Mun Jtað hafa ráðið mestu um að þau Árni fluttu til Patreksfjarðar með fjölskyldu sína. Árni Magnússon var sjálf- menntaður, víðlesinn og fróður. Honum var annt um kirkjuna. Hann var í sóknarnefnd Sauð- lauksdalssóknar og meðhjálpari í Sauðlauksdalskirkju þegar hann var enn ungur maður og bjó á Hnjóti. Hann var formaður sóknarnefndar í Eyrarsókn á Patreksfirði í 14 ár og meðhjálpari í Eyrarkirkju meðan honum entist heilsa. Vandvirkni hans í því starfi var viðbrugðið. Árni var verkhygginn og traust- ur starfsmaður. Hann var góður fulltrúi þeirrar hefðar sem bar uppi íslenzka verkmenningu um aldir, að hinn aldni og reyndi miðlaði hinum unga byrjanda af reynslu sinni. Þegar hann kenndi aðkomudreng að flaka fisk fannst drengnum hann vera að nema list. Árni var afbragðsleiðbeinandi og vinnan varð göfugt hlutverk undir leiðsögn hans. Arnfríður var fríð kona sýnum. Hún klæddist jafnan íslenzkum húfubúnaði og upphlut. Hún var létt í spori og tigin í fasi og bar háan aldur með sérstakri reisn. Afkomendurnir eru orðnir um 60 talsins, börn, barnabörn, barna- barnabörn og eitt í fimmta ættlið. Eftir fráfall Árna bjó hún enn nokkur ár í litla húsinu á Kambin- um. Það átti svo vel við hana að ráða húsum og fagna afkomend- um, vinum og vandamönnum. Á níræðisaldri tók hún sér fyrir hendur að hekla lopateppi sem hún gaf flestum eða öllum afkomend- um Erlends á Hvallátrum. Það var hrífandi að sjá hana afhenda ungu barnabarni systur sinnar teppi. Hún strauk milt með fínlegum höndum um teppið rétt eins og hún breiddi áður með blessunarorðum yfir börnin sín. Teppin eru gersemar. Þegar kraftarnir tóku að þverra stóðu henni opnar dyr hjá dóttur- inni Fjólu og tengdasyninum Jóni Sveinssyni. Jón andaðist á Sjúkra- húsi í Reykjavík árið 1975. Fjóla hjúkraði móður sinni af mikilli fórnfýsi og ástríki. Síðustu mán- uðina dvaldi Arnfríður á sjúkra- húsi Patreksfjarðar og andaðist þar. Að lokinni samfylgd viljum við þakka Guði allt sem okkur hefur hlotnazt og elsku Arnfríði alla ljúfmennsku og velgjörðir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, haf þú hjartans þökk fyrir allt. Jóna Erlendsdóttir og fjölskylda. Björg Jónsdóttir —Minningarorð Fædd 3. september 1892 Dáin 22. september 1978. Hinn 22. september 1978 lagð- ist til hinstu hvíldar hún „amma í sveitinni“, en svo kölluðum við systkinin Björgu Jónsdóttur, sem lengi bjó aö Skútustöðum en flutti síðar eða árið 1959 að nýbýlinu Heiði í Mývatnssveit. Ekki kunnum við að rekja æfi „ömmu“, enda er það ekki tilgang- urinn með þessum fátæklegu orðum, en við systkinin höfum á undanförnum 20 árum átt því iáni að fagna, að hafa fengið að dveljast sumarlangt fyrst að Skútustöðum og síðar á Heiði, hjá Mörtu dóttur hennar og manni hennar Sigurði Bárðarsyni, sem þar voru húsbændur, en Björg og eftirlifandi maður hennar, Stefán Sigfússon bjuggu hjá dóttur þeirra og tengdasyni. Ávallt verða okkur minnisstæðir fagnaðarfundirnir í hvert skipti sem við komum að Heiði, en þá ljómaði andlitið á „ömmu“, svo sem á öðru heimilisfólki þar. Fundum við vel hve sambúð þeirra hjóna, Bjargar og Stefáns, var innileg og að þau nutu stuðnings hvors annars, enda var Stefán hjá henni er hún dvaldi á sjúkrahús- inu í Húsavík, uns dagar hennar voru allir. Nú þegar komið er að leiðarlok- um, viljum við færa henni innileg- ar þakkir fyrir alla góðvild okkur sýnda og óskum henni fararheilla til æðri heima. Stefáni, börnum þeirra og öðru skyldfólki biðjum við allrar blessunar. Útför hennar verður gerð í dag, laugardaginn 30. sept. Friður veri með sálu „ömmu í sveitinni". Kristín. Guðbjörg og Björn Sveinsson + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför konu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu, MARÍU ÞÓRDARDÓTTUR, Félkagötu 34. Siguröur Eyjólfsson, Nanna Nikulésdóttir, Lérus Halldórsson, Mér Nikulésson, Óskar Nikulésson, Helga Nikulésdóttir, SigÞór Sigurósson, Gylfi Sigurósson, Þóra Þorvaldsdóttir, íris Ingibergsdóttir, Guömundur Einarsson, Þóra Björnsdóttir, Jensína Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.