Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK 222. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Vance hvetur Pale- stínumenn til að grípa tækifærið » S.b. New York. Jerúsalem. 29. sept. Reuter. CYRUS Vance, utanríkisráð- herra Bandarikjanna, beindi þeirri eindregnu hvatningu til Palestínumanna að þeir gripu hið sögulega tækifæri sem þeim byðist og styddu væntanlegar friðarviðræður milli ísraels og Egypta. enda myndu þær viðræð- ur vonandi leiða til lausnar Palestínuvandamálsins, að sögn Vance. Vance sagði þetta í ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Hann bætti því við að Bandaríkjamenn teldu það öllu Snýr Carter sér nú að skipta að sómasamlegur og rétt- látur samningur yrði gerður sem leysti deilumál viðkomandi aðila og því skyldu Palestínumenn gæta þess að láta það ekki sér úr greipum ganga að taka afstöðu til málsins. Alfred Atherton, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú kominn til Jerúsalem og sagði í dag að hann ætlaði að hitta að máli Palestínumenn sem búa á hernámssvæðum ísraela í þeirri von að hann fengi breytt neikvæðu viðhorfi þeirra til niðurstöðunnar í Camp David. Atherton og Begin, forsætisráð- herra ísraels, ræddu lengi saman í dag. Þar mun bandaríski aðstoðar- forsætisráðherrann hafa skýrt Begin frá viðtökum sem hann fékk í skyndiferð um ýmsar höfuðborg- ir Arabaríkja. Jóhannes Páll páfi á líkbörum í Péturskirkju í gær. Carter um Jóhannes Pál I: •• 011 erum við snauð- ari eftir fráfall hans Snýr Carter sér nú að Líbanon? Washinjfton, 29. sept. Reter. TALSMAÐUR Hvita hússins sagði í dag að Bandaríkjastjórn hefði byrjað mjög umfangsmikla og itarlega könnun á ástandinu i Líbanon og stæðu yfir mikil fundahöld bandarískra dipló- mata og sérfræðinga Banda- ríkjastjórnar í ýmsum Araba- löndum. Allt stefni þetta að því að vita hvort Bandaríkjamenn hefðu möguleika á því að beita sér fyrir því að friður, sem reyndist raunhæfur og varanleg- ur, yrði saminn í Líbanon. Talsmaðurinn sagði að Banda- ríkjastjórn hefði einnig snúið sér til fulltrúa kristinna hægri manna í Líbanon, rætt hefði verið við fulltrúa ísraela og óbeint við Frakka og myndi koma í Ijós á næstu dögum hvort Carter Bandaríkjforseti teldi hugsanlegt að Bandaríkjastjórn gæti haft farsæla meðalgöngu í þesu máli/ Frá Egyptalandi bárust þær fregnir að þar ríkti í senn undrun og nokkur ringulreið manna á meðal þegar nú hillti undir að ísraelar og Egyptar settust sem bræður að samningaborði að gera með sér friðarsamninga eftir þrjátíu ára skærur og stríð. Sex páfar sátu skemur Páfagarði. 29. sept. AP. AF 263 rómversk-kaþólskum páfum munu sex hafa þjónað skemur en Jóhannes Páll I sem lézt á 34. degi. Stefán páfi II lézt þremur dögum eftir að hann hafði tekið við, tveir sátu í þrettán daga, Marcellus II árið 1555 og Urban VII 1590. Boniface VI var páfi í fimmtán daga 896, Leo XI 17 daga 1605 og Theodor II í 20 daga 897. Sá páfi, sem lengst hefur setið, var Pius IX, sem sat í þrjátíu og tvö ár eða frá 1846 til 1878. RómaborK 29. sept. AP. Reuter. UM GERVALLAN heim hafa menn látið í ljós harm og eftirsjá vegna hins skyndilega fráfalls Jóhannesar Páls I sl. nótt. Þúsundir manna af öllum stéttum streymdu til Péturstorgs í Róma- borg er fréttist um lát páfa, krupu þar, báðust fyrir og margir grétu sáran. Síðdegis var lík páfa lagt á viðhafnarbörur og þúsundir gengu hjá til að votta páfa hinztu virðingu. Segir í fréttastofufregnum að andrúms- loftið í Rómaborg í dag hafi verið likt því að þar hafi nánast hver maður syrgt sem hefði hann misst sinn nánasta ástvin og mcgi hafa þetta til marks um hversu mikla ástsæld Jóhannes Páll I hafði aflað sér á skömmum páfadómi. Forráðamenn um allan heim hafa í dag minnzt páfa með mikilli virðingu og samúðarkveðjur hafa streymt til Rómar hvaðanæva að. Carter Bandaríkjaforseti sagði: „Á æim stutta tíma sem hann var Begin á spítala BEGIN forsætisráðherra ísraels, var fluttur fyrirvara- laust á sjúkrahús í kvöld. föstudagskvöld. Ekki var greint frá hvort hann væri alvarlega sjúkur og í fyrstu fregnum álitið að svo væri ekki. páfi skynjaði hann kjarna kirkju sinnar og heimsins alls — öll erum við snauðari við fráfall hans en áður.“ Allir þeir þjóðhöfðingjar og stjórnmálaleiðtogar um allar álfur sem hafa minnzt páfa telja að með andláti hans hafi verið klippt á mikið breytinga- og þróunarskeið sem kaþólska kirkjan hefði ef til vill verið að hefja, er orðið hefði sálum hennar til mikilla heilla ef hann hefði fengið að halda áfram ætlunarverki sínu. Jóhannes Páll I verður jarðsett- ur eftir vikutíma. Innan þriggja vikna verður kardinálasamkundan síðan að setjast á ný á rökstóla 4 Sixtinekapellunni og umræðum hófust strax í dag um hver yrði hugsanlegur eftirmaður hans. Voru þær vangaveltur þó lágvær- ari nú en oft áður og talið að mörgum hafi orðið hugsað til þeirra spádóma sem uppi voru fyrir síðasta páfakjör. Þá voru margir nefndir og mikið um það fjallað en hvergi í þeim umræðum var vikið að þeim sem kjörinn var síðan í styzta páfakjöri um langa hríð. Sjá bls. 18 „Að Jóhannesi Páli páfa látnum" og á bls. 19 „Páfi fannst látinn ...“ Hermannaveiki á Benidorm? London, 29. sept. Reuter. BREZK heilbrigðisyfirvöld byrjuðu í dag að skoða fólk sem var að koma úr sumarleyfi á Spáni, vegna gruns um að ferðamaður sem kom þaðan nýlega hefði tekið veikina. Kona nokkur hafði verið á ferðamanna- staðnum Benidorm fyrr í þessum mánuði. Hún veiktist nokkru síðar og hefur legið nokkuð þungt haldin á sjúkrahúsi síðan. Um hundrað manns sem voru í sama hópi og eins aðrir þeir sem dvöldu á sama gistihúsi verða nú kvaddir til skoðunar. Talsmaður spænsku ríkisferðaskrifstofunnar í London sagði að enda þótt ekkert hefði komið fram sem tengdi hótelið við veikina myndi lið hjrúkrunar- fólks rannsaka málið. Búlgarinn var myrtur med eiturregnhlíf inni London. 29. soptembor. AP. BÚLGARSKI flóttamaðurinn Georgi Ivanov Markov, sem Gorgi Ivanov hélt því fram að hann hefði verið stunginn með regnhlíf með eiturefni á götu í London, var myrtur að því er Scotland Yard tilkynnti í dag. Talsmaður Scotland Yard sagði í tilkynningu að Markov hefði fengið svipað sár og annar búlgarskur útlagi, Vladramir Kostov, sem varð fyrir svipaðri árás í París í síðasta mánuði. Hann sagði að vísindamenn væru að kanna hvernig unnt hefði verið að stinga örlitlum fleygum inn í húð þeirra, öðrum þeirra úr platínu. Hann sagði að oddarnir væru minni en títuprjónshöfuð. Markov var 49 ára gamall leikritahöfundur og starfaði hjá Austur-Evrópudeild brezka út- varpsins BBC. Hann lést 11. september, fjórum dögum eftir að hann sagði brezkri konu sinni og vinum sínum að regnhlíf hefði verið otað í lærið á honum skammt frá Bush Housebæki- stöðvum BBC World Service. Hann sagði að maðurinn með regnhlífina hefði beðizt afsök- unar, stigið upp í leigubifreið og ekið á brott. Markov sagði að hann hefði talað með erlendum hreim. Krufning leiddi í ljós að Markov lézt af völdum blóð- eitrunar. Markov starfaði einnig fyrir Deutsche Welle og Radio Free Europe í Múnchen. Hann flýði til .Vesturlanda 1969 og settist að í Bretlandi einu ári síðar. Hann sagði vinum sínum að hann væri á svörtum lista vegna náinnar þekkingar sinnar á gangi mála á æðstu stöðum í búlgarska kommúnistaflokkn- um. Búlgarska sendiráðið í Lond- on hefur harðlega neitað því að það hafi nokkuð vitað um dauða Markovs. Scotland Yard sendi þessa mynd frá sér síðdegis á föstu- dag af smákúlu sem var í „eitruðu regnhlífinni" se,m George Markov var stunginn til bana með f London á dögunum. Kúlan fannst í líki Markovs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.