Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978 3 Deilt um viðbyggingu á Neskaupstað: Skipulagsstjórinn bauðst til að fara og reyna sættir SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins, Zophanías Pálsson, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að hann hefði tjáð félagsmálaráðu- neytinu að hann væri fús að fara til Neskaupstaðar til að leita sátta í deilu þeirri, sem risið hefur milli eiganda hússins Egilsbraut 9 á Neskaupstað og bæjarstjórnar og byggingar- nefndar Neskaupstaðar vegna viðbyggingar við húsið Egilsbraut 9. Zophanías sagði að ekki yrði úr för hans austur þar sem bæjarstjórinn á Neskaupstað, Logi Kristjánsson, sem jafnframt er formaður byggingarnefndar á staðnum, væri væntanlegur til Reykjavíkur eftir helgina og ætlunin að þá færi fram í félagsmálaráðuneytinu sáttaumleitanir vegna 4>essa máls. Skipulagsstjóri sagði að ástæða þess að hann hefði boðist til að reyna sættir í þessu máli væri að þarna hefði verið sett lögbann á framkvæmdir og þær því stöðvað- ar. Húsið læki að sögn íbúa þess og meðal þeirra væru ung börn og Kennaramál- in rædd í rádu- neytunum — VIÐ HÖFUM verið að skoða þessi mál grunnskólakennara og reyna að finna á þeim lausn. Viðræður hafa farið fram, en ekkert nýtt verður af þeim að frétta fyrr en eftir helgina, sagði Ragnar Arnalds menntamála- ráðherra í samtali við Mbl. — Viðræður hafa farið fram við fjármálaráðherra og fulltrúa hans, en enn er ekki hægt að segja hver verður endanleg lausn máisins. barnshafandi kona en önnur fjöl- skyldan væri auk þess flutt úr húsinu. Sagði skipulagsstjóri að hann hefði talið sjálfsagt að reyna sættir í málinu og þannig að hægt væri þá að gera húsið íbúðarhæft á ný. Deila sú, sem hér um ræðir, hefur risið vegna viðbyggingar við húsið Egilsbraut 9 og hefur byggingarnefnd Neskaupsstaðar ekki viljað veita leyfi til hennar en eigandi hússins hefur hins vegar hafið framkvæmdir við hana. Fram kom hjá skipulagsstjóra að þarna væri í gildi skipulag frá 1959 og hefði þá verið gert ráð fyrir að það svæði, sem húsið Egilsbraut 9 stæði á, færi seinna undir skrúðgarð en nú væru arkitektar, sem ynnu að endur- skoðun skipulagsins farnir að ganga á það svæði, sem skipulagið frá 1959 gerði ráð fyrir að færi undir garðinn og taka það til annarra hluta. Sigþór Jakobsson við eitt verka sinna á sýningunni í Norræna húsinu. Ljósm. Mbl.i RAX. „Vildi geta gefid mig óskiptan að listmálun — segir Sigurþór Jakobsson 55 SIGURÞÓR Jakobsson opnar málverkasýningu í dag, laugar dag, í Norræna húsinu, en þar sýnir hann 102 myndir. Þetta er fyrsta stóra einkasýning Sigur þórs, en áður hefur hann sýnt á haustsýningum FÍM, í Mokka kaffi og eitt sinn í vinnustofu sinni. Sigurþór lærði upphaflega prentiðn.' en stundaði jafnhliða nám við myndlistaskólann í Rannsóknastofur að lamast vegna uppsagna meinatækna FJÖLMENNUR félagsfundur meinatækna hefur látið frá sér fara ályktun þar sem fram kemur að á miðnætti 30. september muni velflestar rannsóknastofur í heil- hrigðisþjónustu verða óstarfhæf- ar vegna uppsagna meinatækna. Samþykktin var send kjaranefnd Aukaþing SUS hefst í dag kL10 AUKAÞING Sambands ungra sjálf- stæðismanna verður sett í Valhöll á Þingvöllum árdegis í dag eða kl. 10 af formanni SUS, Jóni Magnússyni. Þá gera formenn undirbúnings- nefnda þingsins grein fyrir störfum nefnda, sem unnið hafa að undir búningi ályktana um skipulag og starfshætti Sjálfstæðisflokksins, starfsemi og starfsháttu SUS, verðbólguna og kjördæmamálið. Starfsnefndir þingsins verða kjörnar kl. 11.30 og þær hefja störf að loknu matarhléi eða kl. 13.30. Laust fyrir klukkan fimm er gert ráð fyrir að almennar umræður hefjast. Um kvöldið snæða þingfulltrúar kvöldverð í Valhöll og flytur Ellert Schram alþingismaður þar ræðu. Um kvöldið verður kvöldvaka. Á sunnudag hefst dagskrá þings- ins kl. 10.30 með umræðum og afgreiðslu ályktunar um starfsemi ungra sjálfstæðismanna, eftir hádegi verða afgreiddar ályktanir um starfsemi og skipulag Sjálf-/ stæðisflokksins, verðbólguna og kjördæmamál og almenn stjórn- málaályktun. Klukkan 18 á sunnu- dag flytur Geir Hallgrímsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, ávarp, og að því loknu verður þinginu slitið. og auk þess gengu fulltrúar félags meinatækna á fund þeirra Tómasar Árnasonar fjármálaráð- herra og Magnúsar Magnússonar heilbrigðisráðherra og afhentu þeim ályktunina. I ályktuninni segir m.a.: Fundurinn minnir á að uppsagn- ir meinatækna voru sendar við- komandi yfirvöldum fyrir u.þ.b. 6 mánuðum, jafnframt því sem þeim var gerð grein fyrir óánægju stéttarinnar með úrskurð kjara- nefndar. Þar var í engu komið til móts við réttmætar kröfur þeirra um grunnröðun í 14. launaflokk. I texta úrskurðar kjaranefndar segir um 14. flokk (úrsk. frá 23. feb. ‘78): „14. Sjálfstæð og breytileg rannsóknarstörf, þar sem allmik- illar sérmenntunar úr háskóla eða tækniskóla er krafist. Ennfremur sérmenntað fólk, sem vinnur að endurþjálfun eða frumþjálfun fólks, sem orðið hefur fyrir líkams- og heilsutjóni. H 13.“ í texta úrskurðar kjaranefndar segir um 12. launaflokk, sem meinatæknar taka laun eftir í dag: „12. Sjálfstæð þjálfunar-, upp- eldis- og leiðbeiningarstörf, þar sem meiri sérmenntunar er krafist og viðbættri starfsþjálfun. Meina- tæknir. H 11.“ Fundurinn hvetur Kjaranefnd til að taka fyrri úrskurð sinn til endurskoðunar og raða meina- tæknum skv. leiðbeiningum H 13, enda hún í fullu samræmi við nám þeirra og störf. Reykjavík, þá var hann við nám í London í frjálsri teikningu og auglýsingagerð 1%5—’67. Frá þeim tíma. hefur Siurþór starfað á auglýsingastofum og vinnur nú hjá Myndamótum h.f. „Margar myndirnar, sem ég sýni nú, eru krítarmyndir, gerðar með vaxkrít. Annars geri ég yfirleitt á hverjum degi einhverjar skissur með krítinni. Þá sýni ég mörg olíumálverk og í þriðja lagi sýni ég klippimyndir, en að þeim hef ég mikið unnið á þessu ári,“ sagði Sigurþór þegar Mbl. ræddi við hann. Þegar Sigurþór var spurður að því hvernig það færi saman að vinna við auglýsingagerð jafnhliða listmálun, sagði hann: „Það má sjá það eitthvað í mínum myndum, að ég vinn að auglýsingagerð. Sjálfur vildi ég geta gefið mig óskiptan á listmáluninni, en það er svo með myndlistarmenn.á íslandi, að þeir verða að taka að sér önnur störf með. Á vissan hátt er líka gott að stunda önnur störf samhliða, því að á meðan svo er einangrast maður ekki. Þá hef ég mjög gaman að því að skipuleggja verkefni eins og t.d. bækur. Maður er líka reynslunni ríkari að hverju verkefni loknu, og það sama má segja þegar maður hefur lokið við mynd. Yfirleitt heldur maður að verið sé að gera merkilega hluti í hverri mynd, sem maður fæst við, en að verkinu loknu kemur kannski annað í ljós.“ Þá sagði Sigurþór að hann hefði aflað sér mikillar sjálfsmenntunar með því að sækja söfn og skoða sýningar erlendis. Sýning Sigurþórs verður opin fram til 8. október frá kl. 14 til 22 alla daga. Söngskólinn í Reykjavík hefur keypt hús norska sendiráðsins að Hverfisgötu 45 í Reykjavík og verður starfsemi skólans í þessu húsnæði í vetur. Gengið var frá kaupunum í gær. — Ljósm.i Kristján. Menntamálaráðherra: Ráðuneytið á aðlosa sig við húsið - en hvað kemur í staðinn? MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær tal af Ragnari Árnalds mennta- málaráðherra og spurðist fyrir um hvort búið væri að ákveða nokkuð um sölu á Víðishúsinu. Iíafði Ragnar þetta að segja um máliði „Það hefur ekki farið framhjá lesendum Morgunblaðsins sein- ustu dagana að á síðum blaðsins er talsverð áróðursherferð í gangi út af Víðishúsinu og þeirri ósvinnu undirritaðs, að ég skuli ekki vera búinn að selja húsið nú fjórum vikum eftir að ríkisstjórnin var mynduð,“ sagði Ragnar. „Ritstjórum blaðsins til hug- arhægðar vil ég upplýsa að skoðun mín á þessum húsakaup- um hefur ekkert breyst. Ég tel enn sem fyrr að menntamála- ráðuneytið eigi að losa sig við húsið, a.m.k. þann hluta þess, sem keyptur var í fyrra og ætlaður var menntamálaráðu- neytinu. Hins vegar snýst þetta mál ekki lengur um að hætta við að gera kaup. Húsið hefur þegar verið keypt. Undanfarna mánuði hefur menntamálaráðuneytið búið sig undir að innrétta húsið til starfsemi sinnar. Öllum má vera ljóst, að ekki er vanþörf á úrbótum í húsnæðismálum menntamálaráðuneytisins, því að ráðuneytið býr við mjög mikinn húsnæðisskort og er nú staðsett á 3 stöðum hér í bæ. Það sem nú þarf að athuga er þetta: 1. Semst við hugsanlega kaupendur um viðunandi verð. Þetta er með öllu óljóst enn. 2. Hvaða húseign fær mennta- málaráðuneytið í staðinn til sinna þarfa? Menntamálaráðuneytinu ligg- ur á að taka framtíðaákvarðanir um húsnæðismál sín í samráði við ríkisstjórn og Alþingi, eins og lög gera ráð fyrir. En engir aðrir en ritsnillingar Morgun- blaðsins láta sér til hugar koma, að þessu máli verði flaustrað af á fáeinum dögum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.