Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Heildverzlun Eg'gerts Kristjánssonar: HAGRÆÐING Á HÁU STIGI REKSTRARSKILYRÐI atvinnuvcganna hérlendis eru all misjöfn og almennt eru þau mjög slæm ef borið er saman við önnur lönd, og er heildverzlunin þar engin undantekning. Ef litið er á þróunina í heildverzluninni hér og erlendis er augljóst að hún er ekki sú sama. Helztu þættir sem valda óhagstæðari þróun hérlendis eru iangvarandi óðaverðbólga, almenn andstaða við heildverzlunina og mikið fjármagnssvelti. En hvernig mæta heildverzlanir þessum vanda? Til að fá svar við þeirri spurningu hélt Viðskiptasiðan á fund forsvarsmanna heildverzlunar Eggerts Kristjánssonar h.f., þeirra Gísla V. Einarssonar. Aðalsteins Eggertssonar og óla Arnar Tryggvasonar skrifstofustjóra. Lykillinn að árangri við þessi skilyrði er mikill veltufjárhraði og er það reyndar grundvallar- atriði að ná ákveðnu marki hvað þaó varðar sögðu þeir. Þeir bentu á að þegar varan væri komin inn á gólf hjá þeim væru þeir skuldlausir við erlenda aðila og ríkið og því væri afar mikilvægt að vinnslurásin væri einföld og hröð vegna verðbólgunnar. En lítum nú nánar á þróun mála hjá Eggert Kristjánssyni h.f. Fyrirtækið er stofnað 1922 sem smásöluverzlun og breyttist síð- \ an í heildverzlun. Áður en fyrirtækið fluttist í núverandi húsakynni voru vörugeymslur þeirra á fimm mismunandi stöð- um og skrifstofan á þeim sjötta. í dag er starfað í eigin húsnæði og olli það byltingu á sínum tíma og eru matvörur helzta söluvaran Smásölu- verzlunin: Afar slæm rekstrarskilyrði OP’T OG einatt er því haldið fram að verzlunin búi við hin beztu rekstarskilyrði sem þekkjast, en því miður er ekki svo. Hér á eftir má sjá þróun helztu kostnaðariiða smásöluverziunarinnar og einnig er skýring á svokallaðri 30% reglu sem allmikið hefur verið rætt um í sambandi við þær gcngisfellingar sem verið hafa á þessu ári. Ahrif á verziunina vegna beitingar þessarar reglu eru þau að álagning hefur minnkað um 20% á sama tíma og helztu kostnaðarliðir verzlunarinnar hafa hækkað um 28 — 90%. Sjálfsagt skilja menn þetta ekki fyrr en um seinan og þá eftir að gripið hefur verið til aðgerða eins og það að loka verzlunum hálfan daginn. 30% reglan Þegar gengi íslenzku krón- unnar er fellt, hafa verðlagsyfir- völd ætíð lækkað verzlunar- álagningu. Orsakirnar fyrir þessu eru þær, að í upphafi var talið, að þar sem verzlunarálagningin er í hundraðshluta yrði krónutalan sem verzlun fengi of mikil, þegar innflutt vöruverð hækkar sem nemur gengisfellingunni. Gengið var út frá því að velta í verzlun ykist eftir gengisfell- ingu, þannig að afkoma verzlunarinnar yrði sú sama fyrir gengisfellingu og eftir. En eins og kunnugt er, þá dregur mjög úr sölu varnings eftir gengisfellingu, enda má segja, að það sé m.a. tilgangurinn og bein afleiðing af gengisfelling- um. Ef vara kostar í innkaupi fyrir gengisfellingu kr. 100.00 og erlendur gjaldeyrir um 17%, þá kostar varan 117.00 krónur í innkaupi á eftir gengisfellingu. Smásöluálagning um 20%. Sölulaun fyrir gengisfellingu eru því kr. 20.00 og ætti að vera kr. 23.40 eftir gengisfellingu, en verða kr. 21.00, þegar svo- kallaðri 30% reglu er beitt. Nú ber á það að líta, að innkaupsverð vörunnar hækkar um 17%, þ.e. að það þarf 17% meira fé til þess að endurnýja vörubirgðir, en sölulaun aukast aðeins um 5%. Þetta verður til þess að vörumagn í verzluninni minnk- ar eða það þarf að taka lán með 20—30% vöxtum til þess að kaupa inn í verzlun sama vörumagn. Auk þessa hækkar allur reksturskostnaður verzlunar- innar. Talið er að laun séu um 60% af heildarreksturskostnaði fyrir utan vörukaup, en 40% séu vegna annars kostnaðar. Rekstrarkostnaður. Hækkun nóv. '77 . •Hækkun febr. '78. Hækkun sept.'78. Samtals hækkun í % Laun 13.38% 7.7o% 24.64% 5 2. oo Bílkostnaður 5.7o% 21.5o% 47.8o% 8 9.9o Aökeyptur akstur . . 15.00% 22.00% 18.00% 6 5.5o Húsnæðiskostnaður .. 4.6o% 3.6o% 37.oo% 48.5o Rafmagn 21.00% O.oo% 14.60% 38.6o Ræsting 3.9o% 15.5o% 30.8o% 56.80 Umbúöir •• 15.00% 15.oo% 15.oo% 51.9o Póstur . . O.oo% 2 5.oo% ■20.oo% 5 0.OO Sími •• 0.oo% O.oo% 28.2o% 2 8.oo Vinnufataþvottur 4.2o% 14.2o% 18.7o% 41.2o Auglýsingar 15.40% / 13.3o% 17.7o% 53.8o og þá sérstaklega nýir ávextir. Við byggingu hússins voru hag- ræðingarsjónarmiðin lögð til grundvallar en áður höfðu for- svarsmenn fyrirtækisins kynnt sér rekstur heildverzlana á Norðurlöndum og í Þýskalandi og má m.a. geta þess að í húsinu er sérstakur ávaxtakælir þar sem stjórna má bæði hita og rakastigi. Segja má að vandinn sé tvöfaldur hjá heildverzluninni hvað varðar alla flutninga, þ.e.a.s. annars vegar flutningar til fyrirtækisins og hins vegar frá fyrirtækinu til kaupmann- anna. Síðan 1969 hafa vörurnar fram á vinnslurásunum í fyrir- tækinu. Þessi umskipti hafa opnað augu starfsfólksins gagn- vart breytingum á mjög jákvæð- an hátt, sagði hann. Einnig fer stöðugt fram endurskoðun á vöruúrvalinu og er það í takt við þá þróun sem neytendur gefa til kynna á markaðnum hverju sinni. Hið hraðvirka upplýsinga- streymi gefur okkur möguleika á að kanna stöðu okkar út frá mörgum sjónarhornum þannig að við nýtum ávallt sem bezt það fjármagn sem hefur verið sett í reksturinn án þess þó að tapa af sölu, sögðu þeir að lokum. H|| komið á sömu brettunum frá framleiðanda erlendis til fyrir- tækisins og eru settar upp í þar til gerða vörurekka. Þegar pant- anir eru afgreiddar þá fær hver verzlun sinn vagn og er þeim ekið inn í yfirbyggða bílana þannig að ekki á að vera þörf á að varan sé meðhöndluð undir beru lofti í misjöfnum veðrum. Hins vegar sögðu viðmælendur okkar að verzlanirnar þyrftu að bæta vörumóttöku sína þannig að þessi hagræðing nýttist til fulls fyrir báða aðila. En það er ekki nóg að hagræða allri vöruaf- greiðslu. Pappírsvinnan þarf að fylgja sama hraða. Áður voru t.d. 7—8 manns eingöngu við að færa viðskiptamannabókhaldiö og ekki var um neitt kerfisbundið upplýsingastreymi að ræða. í dag er fyrirtækið á 4.-5. stigi vélvæðingar hvað varðar alla gagnavinnslu og nýbúið er að taka í notkun tölvu sem búin er sérstöku skipuriti fyrir heild- verzlanir, hinu fyrsta sinnar tegundar í Evrópu. Nú getur sölumaður gengið úr skugga um stöðu birgða um leið og hann ræðir við kaupmanninn í síma og skrifar út reikninginn. Eru þar með úr sögunni hinar gamal- kunnu útstrikanir á reikningum vegna vöruskorts. Þetta kerfi styttir biðtima kaupmannsins eftir vörunni og gefur heildverzl- uninni meiri tíma til að hyggja að skipulagningu og framtíðar- þróun fyrirtækisins. Gísli sagði að sífelldar endurbætur færu Islenzk þátttaka í OKTÓBER- og nóvembermán- uði munu fimm íslenskir aðilar taka þátt í tveimur vörusýning- um tengdum sjávarútvegi. bessar sýningar eru í Boston og Ósló og munu fyrirtækin sýna vöru eins og handfæra- vindur, stærðarflokkunarvélar, flothringi. bobbinga og tog- hlera. Vonandi er hér aðeins um mjóan vísi að ræða hvað varðar þátttöku ísl. fyrirtækja í sjávarútvcgssýningum erlend- is í framtíðinni. M Ofugþróun ÞAÐ HEFUR verið árátta stjórnmálamanna í langan tíma að stofna til sérstakrar skattlagningar þegar tækifæri gefst til. í fyrstu er sagt að um timabundið mál sé að ræða en svo smátt og smátt hækkar skatturinn og festist í scssi. Sem dæmi um þetta má nefna vörugjaldið og launaskattinn. Launaskatturinn var í upphafi 1%, er nú 3% og vörugjaldið var aðeins til skamms tíma og var 16%. Nú eru um 5 ár liðin siðan það var tekið upp og hefur nýlega verið hækkað upp í 30% á nokkrum vöruflokkum. Þetta ber að varast og þessu á að mótmæla. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.