Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978
39
LAN1Ð LÉK EKKI
VID EYJAMENN
Drógust á móti pólska liðinu Slask Wroclaw
í annarri umferð í UEFA-keppninni
Dregið var í gær í aðra umíerð
í Evrópukeppnunum þremur og
má segja að lánið hafi ekki leikið
við Vestmannaeyinga.
Þeir dróg-
ust gegn pólska liðinu Slask frá
Wroclaw, en félagið er kunnara
fyrir handknattleiksliðið. sem
hér* hefur dvalið og leikið. And-
stæðingar hinna íslensku lið-
anna. sem tóku þátt í keppnum
þessum. Köln. sem sló út ÍA, og
Magdeburg. sem lagði Val að
velli, fengu erfiða mótherja í
næstu umferð og geta ekki bókað
sig í 3. umferð. Köln fékk
búlgarska liðið Lokomotiv Sofia
og Magdeburg leikur gegn
Ferencvaros frá Ungverjalandi.
Ensku liðin fá öll að hafa fyrir
áframhaldandi þátttöku. í meist-
arakeppninni leikur Nottingham
Forest gegn AEK frá Grikklandi,
liði sem löngum hefur verið
enskum liðum skeinuhætt í Ev-
rópukeppni. í keppni bikarhafa
var Ipswich lfklega hvað heppn-
ast ensku liðanna, en liðið dróst
gegn Innsbruck frá Austurríki. í
UEFA-keppninni komust öll
ensku liðin í 2. umferð og leikur
Everton næst gegn Dukla Prag
frá Tékkoslóvakíu, WBA einnig
gegn tékknesku liði. Sporting
Braga. Manchester City mætir
liði Ásgeirs Sigurvinssonar.
Standard Liege. og Arsenal. sem
malaði Lokomotiv Leipzig í
fyrstu umferð, fær enn að ferðast
austur fyrir járntjald og leikur
nú gegn Hadjuk Split frá
Júgóslavíu. Fyrri leikirnir fara
fram 18. október næstkomandi.
en síðari leikirnir 1. nóvember.
Þetta voru
slæmar fréttir
Reynum að leika báða leikina ytra
MBL. IIAFÐI samband við
Jóhann Ólafsson varaformann
knattspyrnuráðs Vestmanna-
eyja og spurði hann álits á
mótherjum Eyjamanna í ann-
arri umferð UEFA-keppninn-
ar.
— Ég er mjög óhress. þetta
voru slæmar fréttir, sagði
Jóhann. — Við erum óheppnir
að lenda á móti þessu pólska
liði. Þetta er langt og dýrt
ferðalag. Ég á von á því að við
reynum að ná samningum um
að leika báða leikina ytra. Það
er ekki grundvöllur fyrir okk-
ur að leika hér á landi svo seint
á árinu. Við fengum litla
aðsókn að leik okkar við
Glentoran, og lætur nærri lagi
að fjárhagslegt tjón okkar haíi
numið um tveimur milljónum
króna. Hér í Vestmannaeyjum
er farið að safna fé til styrktar
ÍBV, og nú þegar hafa safnast
110 þúsund krónur í fiskimjöls-
verksmiðjunni. Það er dýrt
fyrirtæki fyrir íþróttafélög að
taka þátt í Evrópukeppnum.
sagði Jóhann að Iokum í þessu
stutta spjalli okkar.
~ þr.
Tvær umferðir í körf-
unni um helgina
Reykjavíkurmótinu í körfu-
knattleik verður fram haldið nú
um helgina og má búast við
hörkuleikjum eins og um síðustu
helgi.
Leikir helgarinnar fara fram í
íþróttahúsi Hagaskólans og í dag
kl. 14.00 leika fyrst KR og ÍS. Liðin
skiptu með sér stigum í íslands-
mótinu í fyrra og voru leikir
liðanna þar æsispennandi. Fróð-
legt verður að vita hvernig viður-
eigninni lyktar nú.
Klukkan 15.30 eigast síðan við
Valur og Ármann. Ármenningar
koma nú mun sterkari til leiks en í
fyrra og ættu því að eiga mögu-
leika á að sigra Valsmenn, en
vafalaust verður viðureign þessara
liða tvísýn.
Síðasti leikur dagsins verður
milli Framara og ÍR-inga og hefst
hann um klukkan 17.00. Framarar
virðast vera í úrvalsdeildarformi
þessa dagana og stefna að Reykja-
víkurmeistaratitli. ÍR-ingar verða
því að taka á honum stóra sínum
ef ekki á illa að fara.
Á morgun heldur mótið síðan
áfram og hefst fyrsti leikurinn
klukkan 13.30. Er hann milli ÍS og
Ármanns. IS-menn eru óneitan-
lega sterkari á pappírunum, en
slíkt dugir skammt þegar á
hólmihn er komið og getur sigur-
inn jafnt fallið Ármenningum í
skaut sem stúdentum.
Klukkan 15.00 leika ÍR og Valur.
Er þetta enn ein viðureignin, sem
ekki verður spáð um. Bæði liðin
leika góðan körfuknattleik svo
enginn ætti að vera svikinn að sjá
þau leika.
Síðasti leikur 4. umferðar er
síðan milli KR og Fram, og ætti sú
viðureign að hefjast um klukkan
16.30. Bæði liðin hafa unnið tvo
fyrstu leikina oggæti þetta jafnvel
orðið úrslitaleikur mótsins. Fæstir
vilja missa af þessum leik enda má
alveg eins búast við því að
Framarar leggi íslandsmeistara
KR að velli í fyrsta skipti. Allt
getur gerst og stuðningur að-
dáenda getur riðið baggamuninn.
Reykjavíkurmótinu lýkur síðan
sunnudaginn 8. október.
STAÐAIM OG
STIGAHÆSTU
Fram 2 2 0 172-152 4 stig
KR 2 2 0 161-147 Istig
fR 2 1 1 165-159 2stig
Valur 2 1 1 130-138 2stig
Ármann 2 0 2 165—181 0 stig
ÍS 2 0 2 145-159 Ostig
Stigahæstu menni
John Johnson Fram 92 stig
Paul Stewart ÍR / 70 stig
Dirk Dunbar ÍS 62 stig
Stewart Johnson Árm. 61 stig
John Hudson KR 57 stig
Liðin sem
drógust
saman
Meistarakeppnin
Real Madrid (Spáni) —
Grasshoppers (Sviss)
AEK Athens (Grikklandi) —
Nottingham Forest (Englandi)
Dynamo Kiev (Rússlandi) —
Malmö FF (Svíþjóö)
Lokomotive Sofia (Búlgaríu) —
FC Köln (Vestur-Þýzkalandi)
Bohemians (írlandi) —
Dynamo Dresden (Aust-
ur-Þýzkalandi)
Zbrojovka (Tékkóslóvakíu) —
Wisla Krakow (Póllandi)
Austria Vln (Austurríki) —
Lilleström (Noregi)
Glasgow Rangers (Skotlandi) —
PSV Eindhoven (Hollandi)
Bikarkeppnin
Servette (Sviss) —
Nancy (Frakklandi)
Ostrava (Tékkóslóvakíu) —
Rovers (írlandi)
Ipswich (Englandi) —
Innsbruck (Austurríki)
Anderlecht (Belgíu) —
FC Barcelona (Spáni)
Inter Milan (ítalíu) —
Bodö (Noregi)
Aberdeen (Skotlandi) —
Fortuna Díisseldorf (V-Þýzkal.
Bevern (Belgíu) —
Rijeka (Júgóslavíu)
Ferencvaros (Ungverjalandi)
FC Magdeburg (A-Þýskal.)
UEFA-bikarkeppnin:
Ajax (Hollandi) —
Lausahne Sports (Sviss)
Benfica (Portúgal) —
Borussia Mönchengladbach
(V-Þýzkal.)
Everton (Englandi) —
Dukla Prag (Tékkósl.)
Arges Pitesti (Rúmeníu) —
Valencia (Spáni)
Sporting Braga (Júgósl.) —
WBA (Engtandi)
Torpedo Moskva (Rússl.) —
VFB Stuttgart (V-Þýzkal.)
Strassburg (Frakklandi) —
Hibernian (Skotlandi)
Sporting Gijon (Spáni) —
Rauöa Stjarnan (Júgóslavíu)
Carl Zeiss Jena (A-Þýzk.) —
MSV Duisburg (V-Þýzkal.)
Palluseuru Kuopio (Finnl.) —
Esbjerg (Danmörku)
Vestmannaeyjar —
Slask Wroclaw (Póllandi)
Manchester City (Englandi) —
Standard Liege (Belgíu)
Politechnica Timisoara (Rúm)
Honved Budapest (Ungverjal.)
Hertha Berlin (V.-Þýzk.) —
Dynamo Tiblisi (Rússlandi)
Hadjuk Split (Júgósl.) —
Arsenal (Englandi)
Levski Spartak (Búlgaríu) —
AC Mílanó (ítaliu)
• Ur leik ÍBV og Glentoran. Friðfinnur og Oskar í baráttu við írskan
leikmann.
Real Madríd hef-
ur náð lengst
ÞAR SEM Evrópukeppnirnar eru
ofarlega á dagskrá þessa dagana,
væri ekki úr vegi að rifja upp
hvaða lið og hvaða þjóðir hafa
staðið sig best í keppnum þessum.
Alls hefur verið leikinn 61 úrslita-
leikur síðan fyrst var farið að
keppa á þessum vettvangi, 23
leikir í meistarakeppninni, 18 í
keppni bikarhafa, 7 í
UEFA-keppninni og 13 í bæja-
keppninni svokölluðu, sem lögð var
niður með tilkomu UEFA-keppn-
innar. Nokkur lið hafa unnið
Evróputitil oftar en einu sinni.
Real Madrid ber þar hæst, með 6
sigra í meistarakeppninni, þar af 5
í röð frá 1956—1960. Bayern vann
sömu keppni þrisvar í röð frá
1974—76, auk þess að vinna keppni
bikarhafa árið 1967. Mílan vann
Meistarakeppnina árin 1964 og 65
og "keppni bikarhafa árin 1968 og
1973 og Liverpool vann meistara-
keppnina tvö síðustu árin og
UEFA-keppnina árin 1973 og 76.
Auk þessa hefur Tottenham bæði
unnið keppni bikarhafa og
UEFA-keppnina og Feyenoord
unnið meistarakeppnina og
UEFA-keppnina. Annars lítur listi
yfir þau félög sem unnið hafa oftar
en einu sinni þannig út. I þýðir
meistarakeppnin, II þýðir keppni
bikarhafa, III þýðir UÉFA-keppn-
in og B þýðir bæjakeppnin sem
lögð hefur verið niður.
Sportin Lissabon, Hamburger SV,
Fiorentina, Dynamo Kiev, Magde-
burg, Slovan Bratislava, Chelsea,
West Ham og Borussia Dortmund.
UEFA-keppnin: Juventus, Boruss-
ia Mönchengladbach og PSV Eind-
hoven. Og að lokum bæjakepnin
niðurlagða: Ferencvaros, Dynamo
Zagreb, Real Zagrossa, AS Roma,
Arsenal og Newcastle.
Nokkrar þjóðir hafa aðeins
komið liðum í 8-liða úrslit og enn
aðrar ekki einu sinni svo langt og
eru íslendingar þar í hópi. En
eftirtaldar þjóðir hafa aðeins átt
lið í 8-liða úrslitum: Danmörk,
Rúmenía, Svíþjóð, Norður-írland
pg Noregur. Lestina reka síðan
írska lýðveldið, Finnland, ísland,
Luxemburg, Malta, Kýpur og
Albanía. Sú þjóð sem flesta
Evróputitla hefur hirt til sín er
England með 14 titla en 10 sinnum
hafa ensk lið leikið til úrslita en
beðið lægri hlut. Þá hafa Englend-
ingar verið í 41 skipti með lið í
undanúrslitum og 57 sinnum í
8-liða úrslitum. Er því ekki um að
villast, að England er mesta veldið
í Evrópuknattspyrnu a.m.k. á
vettvangi félagsliða.
Þau lið sem nú verja titla sína
eru Liverpool í meistarakeppninni,
Anderlecht í keppni bikarhafa og
PSV Eundhoven í UEFA-keppn-
I II III B
Real Madrid .............................. 6 6
Bayern Múnchen ........................... 4 3 1
AC Milan ................................. 4 2 2
FC Liverpool ............................. 4 2 2
Ajax ..................................... 3 3
Barcelona ................................ 3 3
Benfica .................................. 2 2
Inter .................................... 2 2
Feyenoord ................................ 2 1 1
Anderlecht ............................... 2 2
Tottenham ............................... 2 1 1
Leeds ................................... 2 2
Valencia ................................. 2 2
Við þetta má síðan bæta lista
yfir þau lið sem unnið hafa
Evrópukeppni einu sinni á ferli
síníum. Meistarakeppnin: Celtic,
Manchester Utd., Keppni Bikar-
hafa: Athletico Madrid, Rangers,
inni. Liverpool hefur reyndar
þegar verið slegið út úr keppninni
af löndum sínum Nottingham
Forest, en PSV og Anderlecht
virðast enn sterk og leika í annarri
umferðinni 18. október.