Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978 19 Liechtenstein í Evrópuráðið Strassborit. 29. sopt. Reuter. EVRÓPURÁÐIÐ samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í gærkvöldi að bjóða dvergríkinu Liechtenstein aðild að ráðinu. Furstadæmið Liechtenstein verður 21. ríkið sem aðild fær að ráðinu. Landið er eitt hið minnsta í Evrópu og íbúar þess aðeins Veð víða um veröld Akureyrí 3 skýjaö Amsterdam 14 skýjaö Attena 23 bjart Barcelona 24 léttskj. Berlin 8 skýjaö Brtlssel 12 rigning Chicago 17 bjart Frankfurt 13 rigning Genf 18 sól Hatainki 7 bjart Jerúsalem 25 skýjaö Jóh.borg 29 sól Kaupm.höfn 12 sól Lissabon 29 sól London 16 »6! Los Angeles 37 bjarl Madr id 27 sél Majorka 26 léttskj. Malaga 26 skýjao Miami 31 bjart Montreal 14 bjart Moskva 12 skýjad NýjaDelhi 33 sól NewYork 20 bjart Öaló 10 «61 París 15 rigning Rio de Janeiro 30 sól Rómaborg 23 skýjad San Francisco 26 bjart Reykjawik 4 skýjaö Stokkhólmur 9 skýjað Sydney 15 rigning Teheran 28 sól Tel Aviv 28 skýjað Veðurlýsingar vantar frá Tókt'ó, Vancouver og Vínarborg. 24.000. en jafnframt eitt hið auðugasta. Þjóðartekjur á mann eru álíka miklar eða meiri en í Sviss. Aðild Liechtenstein hefur mætt nokkurri mótspyrnu, aðallega frá þingmönnum sem hafa haldið því fram að setja verði það skilyrði fyrir aðildinni að konur fái kosningarétt í Liechtenstein. Virð- ing fyrir mannréttindum er höfuð- skilyrði fyrir aðild að Evrópuráð- inu. Þingið" í Liechtenstein er fylgjandi kosningarétti kvenna, en hann hefur tvívegis verið felldur í þj óðaratkvæðagreiðslu. Frú Liv Aasen, þingmaður norska Verkamannaflokksins, seg- ir að Liechtenstein eigi ekki að fá aðild fyrr en endir hafi verið bundinn á þessi mannréttindabrot. En Toby Jessel, þingmaður brezka íhaldsflokksins, segir að leiðtogi einu stjórnmálasamtaka kvenna í Liechtenstein („Fiir die Frau") haf i sagt sér að hún vildi að Evrópuráðið samþykkti aðildina þar sem það muni flýta fyrir þeirri þróun að konur fái kosningarétt. Myndin var tekin örstuttu eftir að fréttin um lát páfa fór að berast um Rómaborg í gær. Skólabörn komu til Péturstorgsins og báðust þar fyrir. Páfi fannst látinn í rúmi sínu með opna bænabók Verkfalli hjá Alitalia frestað Milanó. 29. sept. AP. FLUGÞJÓNAR og flugfreyjur hjá ALITALIA-flugfélaginu ákváðu í morgun, eftir að tilkynning var gefin út um lát Jóhannesar Páls páfa, að fresta fyrirhuguðu sólar- hringsverkfalli sem boðað hafði verið. Talsmaður stéttarfélagsins greindi frá þessu og sagði að flugþjónusta yrði með eðlilegum hætti og til verkfallsaðgerða kæmi ekki að sinni. PáfaKarAi. 29. september. AP. JÓHANNES Páll páfi I. Jitli maðurinn". sem með brosmildi sinni og feimni vann sér hylli milljóna manna um allan heim. er Iátinn eftir 33 daga á páfastóli. skemmri tíma en nokkur páfi hefur ríkt á síðari tímiim. Páfi fannst látinn í rúmi sínu í morgun og hafði látizt af völdum hjartaáfalls kl. 11 í gærkvöldi. Kveikt var á leslampa við rúm hans og opin bók lá við hliðina á rúminu. Vinir páfa segja að verið geti að of mikið vinnuálag hafi dregið hann til dauða. Hann var 65 ára gamall og hafði lengi átt Við sjúkdóma að stríða, meðal annars verið skorinn upp nokkrum sinn- um. „Upp á síðkastið hefur hann greinilega orðið að þola álag og spennu sem var honum um megn," sagði séra Mario Senigaglia, ritari páfa sem hét Albino Luciano að skírnarnafni og var áður kardináli í Feneyjum. „Ef til vill var byrðin sem hann þurfti að bera honum ofviða," sagði Franz kardináli Koenig í Vín þegar hann heyrði fréttina. Páfinn lá í viðhafnarbúningi sínum þegar hann Iézt fyrir framan hvítan kross með krepptar hendur og hélt á bænabók. Stafur hans lá við hliðina á líkinu. Jóhannes Páll páfi var fæddur í fjallaþorpi og gleymdi aldrei uppruna sínum og auðmýkt hans hlaut góðan hljómgrunn meðal Þetta gerðist 1946 — 22 nazistaleiðtogar fundnir sekir um stríðsglæpí í Nurnberg og 11 dæmdir til dauða. 191'2 — Búlgarar og Serbar hervaeðast gegn Tyrkjum. 1892 — Boulanger hershöfð- ingi fyrírfer sér í útlegð í Brösseí. 1868 — ísabella Spánardrottn- ing flýr Jand og leggur niður völd. 1856 - Tannlæknirin William Morton notar eter í fyrsta skipti til svæfinga í Boston. 1568 — Sænski herinn og að-: allinn gera Jóhann III að konungi eftir fall EÍríks XIV. Afmæli dagsins» Truman Ca- pote, bandariskur höfundur (1924 — ) — Johnny Mathis, bandarískur söngvari (1935— ) 30. SeÞt. — Deborah Kerr, skozkfædd Ieikkona(l921- ). Innlentt Hítardalsbrenna: fórst Magnús biskup Einarsson í húsbruna og 72 menn með honum 1148 — F. Jón Borgfirð- ingur 1826 — Dr. J. Jónassen settur landlæknir 1895 — Áfengi skammtað 1940 — Jarð- hræringar við Reykjanesvita 1967 - F. Jón G. Sólnes 1910 - Magnús H. Magnússon 1922. Orð dagsinst Það er ekki nóg að vera heimskur tií að komast áfram í heiminum, Þ& verður líka að vera kurteis — Voltaire, franskur heimspekingur (1694 -1778). Nú berst Korchnoi upp á líf og dauða Eftir Harrv Golombek. KORCHNOI berst nú fyrir lífi sínu í heimsmeistaraeinvíginu. Ef hann tapar einu sinni enn sigrar heimsmeistarinn og held- ur titlinum. Áskorandinn tapaði 27. skákinni eins og við var búizt án þess að tefla biðskákina, en litlu munaði að hann tapaði líka einvíginu af því honum sást yfir að tilkynna dómaranum að hann gæfi skákina áður en biðskákin var tefld. Karpov mætti eins og lög gera ráð fyrir á réttum tíma, en ekkert bólaði á Korchnoi. Klukka áskorandans var sett í gang en þar sem Karpov hafði innsiglað leik sinn í gær var ekki hægt að opria umslagið reglum samkvæmt og leika leikinn fyrr en andstæðingurinn mætti. Þær fréttir bárust að Korchnoi lægi í fasta svefni í íbúð sinni og Michael Stean, annar tveggja aðstoðarmanna hans, fór að vekja hann og spyrjast fyrir um hvað hann hygðist fyrir. Svo virðist sem Korchnoi hafi sagt hinum að- stoðarmanni sínum, Raymond Keene, í gærkvöldi að hann ætlaði að gefa skákina, en þar sem honum láðist að gefa Keene skýr fyrirmæli um að tilkynna þetta yfirdómaranum, Miroslav Filip frá Jugóslavíu, gerði Keene auðvitað ekkert í málinu. Korchnoi skrifaði þegar í stað orðsendingu sem Stean afhenti Filip kl. 5.33 síðdegis. Bréfið var svohljóðandi: „Eg bið dómarana afsökunar. Þessar reglur koma mér dálítið spánskt fyrir sjónir. Ég gef eftir 27. leik." Þegar þetta bréf var afhent var klukkan 6.50 sem táknaði að hann hefði tapað á tíma á tíu mínútum hovrt eð var. Innsigl- aður leikur Karpovs var R-D3 og raunar var það aðalleikurinn sem aðstoðarmenn Korchnois höfðu rannsakað þótt um væri að ræða sex móguleika sem hefðu tryggt heimsmeistaránum sigur. Nú hefur Karpov 5 vinninga en Korchnoi 2 og þeir hafa gert 20 sinnum jafntefli. Nú þarf Karpov aðeins einn vinning til þess að vinna jafnvel enri þá meiri yfirburðasigur á Korchnoi en Fischer vann kaþólskra manna jafnt sem ann- arra. Þótt hann væri páfi í aðeins rúman mánuð setti hann svip sinn á embættið. Fjórum sinnum veitti hann almenningi áheyrn og sagði sögur, kyssti smábörn og las kafla úr enskum og ítölskum bókmennt- um. Hann var ekki nógu lengi páfi til þess að setja fram meiriháttar kennisetningar en lýsti því yfir fyrir átta dögum að hann ætlaði að feta í fótspor fyrirrennara síns Páls. Frá því var skýrt í páfagarði að einkaritari páfa, írski presturinn John Magee, hafði komið að honum látnum um kl. hálfsex (0330 GMT). Páfi var árrisull og Magee fór fyrst í kapellu páfa en fann hann ekki þar. Hann flýtti sér til svefnherbergis páfa og kom að honum látnum. Einn af læknum páfa, Renato Buzzonetti, var kvaddur á vettvang og hann úrskurðaði að hann hefði látizt um kl. 23.00. Tilkynnt var að páfi hefði látist annað hvort í svefni eða við lestur 15. aldar helgirits, Eftirlíking Krists. Samkvæmt heimildum í Páfa- garði frétti Jóhannes Páll páfi skömmu áður en hann fór til svefnherbergis síns að hægriöfga- menn hefðu skotið ungan komm- únista til bana úr launsátri í Róm. „Þeir drepa hver annan, meira að segja unga fólkið," sagði páfi og þetta geta hafa verið síðustu orðin sem hann sagði samkvæmt heim- ildunum. Strax og fréttin barst um lát páfa streymdu þúsundir manna út á Péturstorg. „Páll páfi tók hlutverk sitt mjög alvarlega," sagði systir Narie Chalrels frá París þar sem hún baðst fyrir í Péturskirkjunni. „Hann vildi gefa svo mikið," sagði hún. Orð hennar lýstu viðbrógðum milljóna við dauða páfa. Gulur og hvitur fáni Páfagarðs var dreginn í hálfa stöng og götuvígi voru reist til að hafa stjórn á mannfjöldanum sem streymdi til að virða fyrir ser lík páfa. Mannfjöldinn var meiri en þegar Páll páfi lézt í ágúst en þá voru margir Rómarbúar í sumar- leyfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.