Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978
17
tonn. Þetta samsvarar u.þ.b. 34
amerískum centum á lítra (miðað
við að meðaleðlisþyngd sé 0.73).
TAFLA2
Framleiðsluverð eldsneytis
(675.000 tonn/ árþ 8000 klst.
starfræksla)
Þáttur KostnaÖur millj. $/ári $/tonn
Fastakostn. 60 88.89
Gufa 0.2 0.30
Rafm. 97.73 127.10
Heildarkostn. 157.9 250.70
Kostnaður/liter = $0.34 = 104 ísl.
kr.
Það samsvarar svo aftur Isl. kr.
104 á hvern lítra eldsneytis. Til
samanburðar má geta þess að
meðal innflutningsverð á benzíni
og olíu er u.þ.b. kr. 33 pr. lítra.
Þættir í útsöluverði benzíns eru
sýndir í Töflu 3.
TAFLA3
Þættir í verði benzíns
Þáttur verð
kr./l
Innflutningsverð 40
(c.i.f.)
Til olíufélaganna 25
(Dreifingarkostn ofl.)
Til vegamála 48
Önnur opinber gjöld 54
Samtals 167 kr./l.
Af töflunni má sjá að með því að
lækka opinber gjöld á benzíni
framleiddu innanlands mætti hafa
verið til neytandans jafnvel lægra
en það er nú.
Yfirlit og
nidurstöður
Hér á undan hefur verið rætt
um það að olíuskortur muni valda
miklum verðhækkunum á heims-
markaðnum á olíu og benzíni e.t.v.
þegar á miðjum næsta áratug.
Islendingar þurfa að flytja inn
helming þeirrar orku er þeir nota
og án þessa innflutnings mun
atvinnulífið í landinu stöðvast. Því
munu landsbúar nauðbeygðir að
halda honum áfram, þrátt fyrir
hækkandi verð, nema því aðeins að
innlendar orkulindir geti komið í
staðinn, þegar það borgar sig.
Verði að halda innflutningnum
áfram á síhækkandi verði, mun
það þýða lægri lífskjör en ella.
Sýnt þykir að þegar olíuverð héfur
rúmlega þrefaldast frá því sem nú
er, miðað við annað verðlag, muni
hagkvæmt að hagnýta innlenda
orku á farartæki.
Landsmenn eiga um 3000 MW í
ónytjaðri vatnsorku sem hag-
kvæmt mun að virkja. Ef u.þ.b.
1500 MW eru virkjuð til elds-
neytisframleiðslu verða samt 1500
MW óvirkjuð, sem ásamt 4500 MW
af jarðvarma duga til þess að reka
orkufrekan efnaiðnað sem getur
séð u.þ.b. 70.000 manns fyrir
lífsviðurværi. Það er nokkurnveg-
inn sá fjöldi sem reiknað er með að
muni bætast við íbúatölu landsins
fram til aldamóta. Benda má á, að
þegar virkjanir og verksmiðjur til
eldsneytisframleiðslu eru að fullu
greiddar, jafngildir eldsneytis-
framleiðslan útflutningsiðnaði,
þar eð hún kemur í stað samsvar-
andi innflutnings.
Ennfremur ber að geta þess að
sé eitthvað meira framleitt í
landinu af metanoli, en þarf til
brennslu, má nota það sem hráefni
í ýmsan frekari efnaiðnað.
Ekki má gleyma því að það þarf
rannsóknir, undirbúning og tíma
til þess að reisa bæði orkuver og
efnaverksmiðjur. Athuga þarf með
hvaða hætti er hagkvæmast að
knýja farartæki; með rafmagni,
vetni, eða þá benzíni og olíu.
Ennfremur þarf að athuga hvaða
breytingar þarf að gera á dreifi-
kerfi aflgjafans og hagkvæmni
þeirra.
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið
og veitir ekki af að fara að athuga
þessi mál þegar í dag.
Engilbert Ingvarsson, bóndi Tirðilmýri:
Eins og komið hefir fram í
fréttum frá aðalfundi Stéttarsam-
bands bænda um síðustu mánaða-
mót voru lögð fram drög að
nefndaráliti sjö-manna nefndar,
sem landbúnaðarráðherra skipaði
s.l. vor til að fjalla um fram-
leiðslu- og skipulagsmál land-
búnaðarins. Aðalfundurinn féllst á
þessi drög með því að samþykkja
með 39 atkvæðum gegn 4 tillögu
framleiðslunefndar um málið.
Þar sem ég var einn af þeim
fjórum sem greiddi atkvæði gegn
ályktun fundarins og mælti gegn
samþykki hennar vil ég gera grein
fyrir afstöðu minni.
Aukafundur Stéttarsambands-
ins í fyrrahaust samþykkti að óska
eftir breytingu á framleiðsluráðs-
lögunum og heimilt verði að leggja
á sérstakt gjald, allt að 25% á
trúar hafi fullan rétt til að greiða
atkvæði samkvæmt sannfæringu
sinni.
Gunnar Guðbjartsson form.
stéttarsamb. bænda sagði í skýrslu
sinni til aðalfundar þegar hann
ræddi um fundahöld meðal bænda
og mótmæli gegn samþykktum
aukafundarins: „það lét svo hátt í
andstæðingunum að stjórnvöldin
heyktust á að breyta framleiðslu-
ráðslögunum að þessu sinni. Málið
var stöðvað." í vetur var ákveðið
að afurðasölufélög héldu eftir af
afurðaverði til bænda til að mæta
halla á útflutningi nam þetta kr.
70/- pr. kg. kjöts og yfir 1 milljarð
Kvótakerfi-
fóðurbætisskattur
innflutt kjarnfóður og kvótakerfi.
í þeim drögum sem frá sjömanna-
nefndinni kom er þetta sama lagt
til, fóðurbætisskattur og kvóta-
kerfi, ekkert nýtt kemur fram um
skipulag framleiðslunnar, þó gerð
sé nánari grein fyrir hugsanlegu
kvótakerfi.
í ályktun aukafundar stéttar-
sambandsins var ákvæði um að
Framleiðsluráði sé heimilt að
endurgreiða fóðurbætisskatt „til
bænda í byggðarlögum, sem að
dómi þess hafa of lítið heyfóður,
eða markaðsaðstæður eða aðrar
ástæður gera endurgreiðslu þess
nauðsynlega." Ekkert slíkt ákvæði
er í drögum sjömannanefndarinn-
ar.
Það liggja fyrir fjöldamargar
fundarsamþykktir frá bændafund-
um víðsvegar um landið, sem
mótmæla fóðurbætisskatti. Rétt
fyrir stéttarsambandsfund var t.d.
haldinn almennur bændafundur á
vegum Búnaðarsambands
Strandamanna, þar voru sam-
þykkt mótmæli gegn fóðurbætis-
skatti, en aðeins 6 voru meðmæltir
slíkri gjaldtöku. Óvíst er að
stéttarsambandsfulltrúar hafi
stuðning umbjóðenda sinna til að
samþykkja fóðurbætisskatt og
óska eftir að lögfesta slíkan
gjaldstofn með þessum hætti, þó
ekki sé meira sagt. Ekki skal þó
dregið í efa lögmæti samþykkta
stéttarsambandsfunda og að full-
i heild. Nú mun vera ákveðið að
þetta verði greitt úr ríkissjóði, svo
ég vil meina að eins gott var að
bændastéttinni hafi ekki tekist að
vera búin að jafna á sjálfa sig
þessum milljarði.
Árið 1973 voru býli á Vestfjörð-
um 7,78% af búum alls á landinu
en árið 1976 7,76%, svo ljóst er að
bændum fækkar og hlutfallslega
meira en annars staðar á landinu.
Búvöruframleiðsla er ennþá lægra
hlutfall á Vestfjörðum þar sem
búin eru að jafnaði minni en
annarsstaðar á landinu. Þó hefir
meðalbústærð aukist úr 307 ær-
gildum 1973 í 311 ærgildi 1976. í
sumum sýslum Vestfjarða hefir
meðalbú minnkað, en stækkað
mest í N.-ís. úr 323 ærgildum 1973
i 359 ærgildi 1976.
Vestfirskir bændur eiga enga
sök á þeirri offramleiðslu sem
talað er um, þvert á móti skortir
mjólk og mjólkurvörur í þéttbýlis-
staði t.d. hefir þurft að flytja
mjólk í stórum stíl til ísafjarðar
frá öðrum landsfjórðungum. Naut-
gripum hefir fjölgað í N.-ís. úr 430
1971 í 563 1977 þrátt fyrir það að
ekki hefir komist á tankvæðing
eins og nánast hjá öllum öðrum
bændum. Bændurnir verða sjálfir
að sjá fyrir vetrarflutningum á
mjólkinni og þessir erfiðu brúsa-
flutningar eru alls ekki metnir til
verðs og engin greiðsla kemur
fyrir.
Ræktunarskilyrði eru verri á
Vestfjörðum en annarsstaðar og
ræktunarkostnaður allt að
helmingi hærri. Byggingar eru
miklu dýrari vegna flutnings-
kostnaðar og aðstöðumunar
varðandi verslun. Ekkert tillit er
tekið til þessarar sérstöðu
varðandi ríkisframlög. Matsverð
er látið gilda varðandi lán og er
það sama allsstaðar á landinu.
Aukin lánafyrirgreiðsla hefir þó
fengist í Inn-Djúpi og Árnes-
hreppi, en mun varla hafa dugað
til að mæta aðstöðumun.
Á undanförnum árum hafa
bændur á Vestfjörðum verið
hvattir til að stækka búin og auka
framleiðsluna, þetta hefir tekist
þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. Það
hefir verið lagt í fjárfestingar í
trausti þess að aukin bústærð og
meiri afurðir gætu staðið undir
fjárfestingarkostnaði. Það kemur
því úr hörðustu átt ef bændastétt-
in samþykkir á sjálfa sig skatta og
álögur, sem yrðu til þess að
íþyngja svo þeim sem verst eru
settir að alvarleg byggðaröskun
hlytist af. Á Vestfjörðum má
engin jörð fara í eyði svo ekki stafi
hætta af því fyrir næstu nágranna
eða heil sveitarfélög. Byggðin er
svo strjál og stendur miklu valtari
fótum en víðast annarsstaðar þar
sem eru samfelld tún og þéttbýlar
sveitir.
Margsinnis hefir verið farið
fram á það að verðjafna flutning á
graskögglum og öðrum fóðurvör-
um, engar undirtektir hefir það
fengið. Kjarnfóður er því miklu
dýrara á Vestfjörðum en þar sem
bændur eiga við betri samgöngur
að búa.
Með því að ekki sjást nein áform
um að rétta hlut Vestfjarða og
annarra svæða sem við svipaða
aðstöðu búa í þeim tillögum sem
lágu fyrir stéttarsambandsfundi
greiddi ég atkvæði gegn nefndar-
áliti framleiðslunefndar. Eg tel
fráleitt að fallast á aðgerðir sem
bitna með sama þunga á vestfirsk-
um bændum og öðrum.
Þegar skipulagsaðgerðir til að
draga úr búvöruframleiðslunni
koma til framkvæmda ætti að
skipta landinu í framleiðslu- og
markaðssvæði og taka tillit til
byggðasjónarmiða. Þá bæri að
undanþiggja gjaldtöku landsvæði
eins og Vestfirði, N.-Austurland
og einstakar sveitir norðan lands
og austan. Þarna verður búvöru-
framleiðslan fyrst og fremst að
standa undir tekjuöflun bænda og
fátt um önnur atvinnutækifæri.
Framleiðslan á þessum svæðum
yrði ekki afgerandi, í tekjuöflun til
Framleiðsluráðs, t.d. á Vestfjörð-
um líklega um 5% af heildarbú-
vöruframleiðslunní. Til þess að
framkvæma kvótakerfi þarf að
setja upp viðamikið og kostnaðar-
samt innheimtu- og eftirlitskerfi,
það myndi létta á apparatinu ef
ákveðnum landssvæðum yrði
sleppt við innheimtu.
Eg get fallist á kvótakerfi með
því að landinu yrði skipt í 2 til 3
framleiðslusvæði. Þar sem byggðir
standa höllum fæti á að efla
búskap en ekki íþyngja með
gjaldtöku.
Ég er algjörlega á móti því að
lögfest verði heimildarákvæði um
gjaldtöku á innflutt kjarnfóður.
Veigamikil rök fyrir fóðurbætis-
skatti hafa verið þau að hann væri
svo ódýr. Nú mun innflutt kjarn-
fóður líklega hækka um 100% á
einu ári, svo óskadraumar um
hækkað fóðurbætisverð eru að
rætast, og þarf ekki til þess
fóðurbætisskatt.
Ég orðlengi ekki frekar um rök
gegn fóðurbætisskatti, það er orðið
margrætt, en endurtek það sem oft
hefir komið fram áður, að það er
fráleitt af bændastéttinni að
standa að því að fá lögfestan skatt
á sjálfa sig, gjaldstofn sem yrði
e.t.v. gripið til síðar án þess að
bændur yrðu spurðir að.
^ SANYO sýnir sanna liti
sýnir sanna liti
Áður en þú kaupir litasjónvarp, skaltu bera nýja
^ saimyo sjónvarpiö saman við önnurtæki:
1. Fjarstýring
2. Sjálfvirk birtustjórrí
3. Auka litblæ stýring
(tint control)
4. Rafstýrð litstjórn
5. Tónstillir
6. segulbandstengill
framan á tækinu.
7. tengill fyrir eyrnahátalara framan á tækinu.
Sanyo
X
X
X
X
X
X
®
er japanskt úrvals sjónvarp
Við bjóðum Sanyo CTP 6212 meðan birgöir endast á
aðeins kr. 446.OOO.- kr 432.600.- gegn staögreiöslu
Pú átt næsta leik . . .
unnai Sfygehóóon Lf.
Suöurlandsbraut 16, sími 91-35200.
sýnir sanna lití
sýnir sanna liti
sýnir sanna liti