Morgunblaðið - 19.11.1978, Síða 12

Morgunblaðið - 19.11.1978, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 Hans hátign kemst á fertugsaldurinn Aö ávarpa hann „Charles" er skatt. Ef sagt er „Charlie", væri eins gott að hafa sterkt ilmsalt viö höndina til þess að vekja hirðmennina í fylgdarliði prinsins aftur til lífs, því þetta kumpánlega ávarp væri svo fáheyrð ósvinna að búast má við að margir í hirðsveitinni mundu falla í ómegin af skrekk. Hið hæverska ávarp „prins af Wales" er látið gott heita, en við brezku hirðina er þetta ávarp hins vegar alls ekki í tízku. Aftur á móti er „HRH“ hið rétta ávarp: „Hans konunglega hátign" í Buckinghamhöll gengur prinsinn undir þessari stuttaralegu og hermannalegu skamm- stöfun, þegar um hann er rætt. „HRH“ er stytting á „His Royal Highness". Við brezku hirðina eru auk hans rúm tylft af „konunglegum hátignum“, en í reynd er prinsinn eini aðilinn, sem gegnir þessu ávarpi, þ.e. hátignin Charles Philip Arthur George ríkisarfi og hinn yngri ráðamaður þessarar konungsfjölskyldu, sem búsett er við endann á Lundúna Mall. Þegar móðir hans víkur úr hásætinu, mun hann taka við völdum sem Karl III og verða hinn 44. drottnari af konungsætt, sem telur meðal forfeðra sinna menn á borð við Friðrik Barbarossa keisara, George Washington og Rússakeisara. Síðastliðinn þriöjudag varð prinsinn sem sagt þrítugur, en hann hefur þó ekki enn sem komið er neitt reglulegt starf með höndum Sjálfur lét prinsinn svo ummælt, að þrjátíu ára aldur væri nú ekkert sérstakt né umtalsvert, og því væri alls engin ástæða til þess að slá upp veizlu og halda sérstaklega upp á þau tímamót. Þetta varð því eins og hver annar hversdagslegur þriðjudagur í Buckinghamhöll. Hjá því varð þó ekki komist, aö Bretar sjálfir — og ekki aðeins þeir — veltu þennan þriöjudag fyrir sér tveim spurningum kannski oftar en áður, en samt jafn árangurslaust og áður: „hvenær?" og „hverri?“. Enn um sinn verður það leyndarmál drottningarinnar móður hans einnar, hvenær Karl verður konungur Breta. Elizabeth II er aðeins fimmtíu og tveggja ára gömul og er ennþá gædd fullri starfsorku; sennilega verður eðlilegast að bera þessa spurningu upp aftur við drottninguna, þegar sonur hennar verður fertugur. Sú staðreynd að „HKH“ hefur alltáf svartan sorgarbúning með í farangrinum sínum, auk 30 venjulegra alklæðnaða, þegar hann er á ferðalagi erlendis, ætti alls ekki að misskilja: Drottningin er stálhraust. Svarti sorgarfatnaðurinn í farangri prinsins er aðeins lítill hluti af hinni óhemjulegu nákvæmni Windsoranna í einu og öllu, stóru sem smáu. Þá væri eftir að svara hinni spurningunni, hvaða konu Karl prins veitir sem eiginkonu sinni hlutdeild í „Fyrirtækinu" eins og Georg VI kallaöi einu sinni brezku konungsfjölskylduna. Hvað viðvíkur öllum vangaveltum um væntanlegt konuefni prinsins er víst hollara að hafa vaðið fyrir neðan sig: Sá sem fullyrðir, að hann viti hver stúlkan er, sá hinn sami ýkir einfaldlega. Þess vegna skulu hér aöeins nefndar þær sex stúlkur, sem að undanförnu hafa þótt helzt koma til greina: Angelika Lazansky, Astrid prinsessa af Luxembúrg, Davina Sheffield, lafði Jane Wellesley, Laura Jo Watkins og lafði Sarah Spencer. Ef ein þessara sex stúlkna geldur prinsinum jáyrði sitt, þá fellur tvímælalaust bezti ráðahagurinn á þessari jörðu henni í skaut. Með Karli prinsi fengi hún fimm hallir og eina milljón sterlingspunda í árslaun, og þetta eru laun sem meira að segja eru tryggð gegn verðbólgunni af brezka ríkinu. Enda þótt „HKH“ hafi enn ekkert fast starf með höndum, hefur hann þó hingað til ekki þegið neinn atvinnuleysisstyrk, og það þótt hann eigi lögum samkvæmt rétt á 150.000 sterlingspundum í styrk á ári. Prinsinn er meia að segja svo örlátur að eftirláta brezka ríkinu helminginn af þeim 220.000 sterlings- pundum, sem hann hefur árlega í tekjur af hertogadæmi sínu Cornwall. Hins vegar eru. þau 110.000 sterlingspund, sem hann heldur eftir, alveg undanþegin skatti. Venjulegur skattskyldur brezkur þegn, sem vildi hafa 110.000 sterlingspund í hreinar ráðstöfunartekjur, yrði samtals að hafa um þaö bil fimm milljónir punda í brúttótekjur á ári. Þannig eru brezku skattalögin nú einu sinni. Helzta vandamál krónprinsins er að komast klakklaust og með fullu velsæmi" gegnum hinn erfiða biðtíma. Orðalagið „með fullu velsæmi" er notað hér af sögulegum ástæðum. í þessari konungsætt hafa nefnilega verið allmargir ríkisarfar á umliðnum öldum, sem lentu út á mjög svo hálar brautir á meðan þeir voru aðeins „King in Waiting", orðnir dauðleiðir og komnir út á barm örvæntingarinnar. Þeir hafa þá ekki ósjaldan hlotið sinn vissa sess í opinskáum mannkynssögubókum sem kvennabósar, fjárhættu- spilarar og fylliraftar. En innviðirnir í „HKH“ eru hins vegar ekkert morknir, svo það eru lítil líkindi á að hann eigi eftir að skipa svo raunalegan sess í sögunni. Hjá manni með hans uppeldi og hans skapgerð er alls ekkert rúm fyrir hneyksli af neinu tagi. Hingað til hefur hann aldrei boðið stúlku svo út, að hann hafi ekki fyrst kynnt hana fyrir móður sinni. Hann forðast áfenga drykki og hefur hreina andstyggð á reykingum, því hann er jafnvel ennþá meiri og ákafari hreystidýrkandi heldur en Philip prins faöir hans. Eftir að hafa lokiö þjálfun á síðastliðnum tíu árum hjá öllum vopnadeildum, þ.e. í sjóher, lofther oglandher brezka hersins, leggur hann núna stund á sjálft konungsnámið hjá drottningunni móður sinni. Hann hefur aðgang að „rauðu kössunum" þessum snjáðu rauðu smákoffortum, sem brezka ríkisstjórnin notar til þess að senda drottningunni daglega leynileg ríkisskjöl. Þá er honum einnig falið að koma fram erlendis sem fulltrúi brezku krúnunnar. Svo aðeins séu tekin dæmi frá síðustu mánuðum, þá hefur „HKH“ verið sem sölumaður brezkra útflutningsvara vestur í Brasilíu, austur í Júgóslavíu hefur hann hlustaö á hinn aldurhnigna Tító marskálk segja sögur af sér úr stríðinu, og hann hefur aöstoðaö við að greftra Kenyatta suður í Afríku. Þessi ferðalög gefa nokkra hugmynd um fjölbreytni og umfang skyldustarfa hans sem ríkisarfa. í sínu eigin heimalandi hefur hann hingað til helgaö sig mjög mikið alls konar æskulýösvandamálum. Þaö væri samt orðum aukið að kalla „HKH“ fulltrúa nýrrar brezkrar kynslóðar, til þess hefur gætt of mikillar íhaldssemi í uppeldi hans. Sem stendur er hann sem sagt í námi og þjálfun. í reynd þýðir það, að hann fer til þess að vígja nýjar brýr, veitir forstöðu ýmis konar fjáröflunarherferðum fyrir góð og verðug málefni, og svo vígir hann herdeildarfána. Hingað til hefur honum fundist allt, sem er að gerast í kringum hann vera „fascinating". Þetta orð er orðið honum svo kært, að hann gusar því beinlínis út úr sér eins og orðið samanstæði aöeins af þrem bókstöfum. Þrátt fyrir allt er hann alls ekkert að flýta sér. Biðin eftir því að komast í hásætiö kom Játvaröi VII eitt sinn til þess að segja með sáru andvarpi: „Ég hef alls ekkert á móti því að biðja á hverju kvöldi til hins eilífa drottins allsherjar. En aftur á móti er ég víst einasti maðurinn á jarðríki, sem hefur hlotnast eilífa móður." Með þessum orðum átti hann auðvitað við hina óforgengilegu Viktoríu drottningu. „HKH“ mun aldrei láta sér slík orð um munn fara. Ekki einu sinni eftir sextugsafmæliö. KARL PRINS er hestamaður af lífi og sál og ágætur reiðmaður. Hann hefur líka gaman af að fara á veiðar, stunda dýfingar og siglir seglbátum, kann að fljúga þyrlu og er æfður fallhlífastökkmaður. Ummæli prinsins um_ . . . . Ævintýri: „Ég er víst alveg óforbetr- anlegur einstaklíngshyggju- maður, af Því að ég hef alltaf gaman af smá slatta af ævintýrum og hættum. Ég álít, að ef maður leggi sig við og við í hættu, Þá kunni hann eftir á miklu betur að meta lífið. Aðeins Þannig kemst maðurinn að raun um, hvað í honum býr og uppgötvar eiginleika hjá sjálfum sér, sem hann hafði ekki einu sinní látið sig dreyma um að hann ætti til að bera.“ . . . Framtíd sína: „Helzta viðfangsefni hvers konungs er að bera fyrir brjósti manninn og örlög hans á peim ómann- eskjulegu tímum, sem við lifum, Þegar mannlífið ákvarðast af vélum og tölv- um. En pað munu sennilega líða að minnsta kosti 30 ár, Þar til ég verð krýndur konungur — svo ég hef ennÞá ríkulegan tíma til Þess að læra til verka.“ . . . Trúarbrögð: „Við ættum að gefa Því gaum, hvort fólk sé að verða guðleysingjar, eða hvort Það kann orðið muninn á góðu og illu; hvort fólk sé sér yfirleitt meðvitandi um tilveru andans og um hina óendanlegu fegurö náttúr- unnar — Þetta eru Þó atriði, sem skípta höfuðmáli.“ . . . Veiðar: „Sú staðreynd aö ég fer gjarnan á veiðar, byggist ekki á Því, að ég hafi gaman af að ganga af öðrum lífverum dauðum. Ég ann nefnilega náttúrunni framar öllu öðru. En í margar árÞúsundir hafa veiðar Þó verið eðlishvöt karlmanns- ins. Ef til víll hef ég verið skakkt upp alinn.“ . . . Frelsið: „Of oft álítum við frelsi og lýðræði vera eitthvað alveg sjálfsagt og gleymum Þá, að pað er stundum nauðsyn- legt að verja Það, sem maður trúir á, af fullri einbeitni.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.