Morgunblaðið - 19.11.1978, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978
Minning—Sigurö
urRafn Jósefsson
Ilver kynslóð er örstutt un^
aftur til Krafar her.
en eilifðar aldan þunK
lyftir annarri á brjósti sér.
I>á kveðjum við öll,
voru kvöldi hallar.
en kynslóð nýja til starfa kallar
sá daKur. sem órisinn er.
Tómas Guðmundsson.
Sijíurður Rafn Jósefsson vél-
stjóri lézt hinn 26. ágúst s.l. á
sjúkrahúsi í Halifax 54- ára að
aldri.
Rafn eins o}< hann var venjulega
kallaður, var fæddur á ísafirði
hinn 29/10 1923, sonur hjónanna
InKÍbjarjjar Fr. Björnsdóttur oj<
Jósefs Gíslasonar bryta.
Hann ólst upp ásamt tvíbura-
bróður sínum, Guðmundi Gretti,
hjá foreldrum sínum á ísafirði og
á Patreksfirði til 9 ára aldurs en
þá veiktist móðir þeirra alvarlega
oíí vegna langvarandi veikinda
hennar var dren>ýunum komið í
fóstur.
Rafn fór til föðurfrænku sinnar,
Guðrúnar Þórðardóttur, og manns
hennar, Egils Jónssonar, í fóstur,
er þá bjuggu á Guílhúsá á
Snæfjallaströnd en fluttust síðar í
Arnardal við ísafjörð.
Þarna átti Rafn aðeins að vera
til hráðabirgða, en þarna varð
hans heimili og skjól til tvítugs-
aldurs, að hann fer að stunda
sjómennsku á bátum frá ísafirði.
Rafn stóð alla tíð í mikilli
þakkarskuld við þetta ágæta fólk
sem reyndist honum sem bestu
foreldrar, og börn þeirra honum
ævilangir vinir.
Árið 1948 tók Rafn vélstjórapróf
í Reykjavík með ágætiseinkunn og
starfaði hann síðan sem vélstjóri á
fiskiskipum frá Isafirði.
Um vorið 1949, þegar Björgvin
Bjarnason útgerðarmaður gerði
sína frægu tilraun með línuveiðar
við Grænland, og sendi þangað sín
fjögur skip, Hugann 1., Hugann 2.,
Richard og Gróttu, þá réðst Rafn
sem fyrsti vélstjóri á Gróttu, sem
var þeirra stærst, hjá Guðjóni
Halldórssyni, sem þá var skip-
stjóri á skipinu.
Með þeim á skipinu var einnig
Guðmundur Grettir bróðir Rafns
sem stýrimaður, og Ólafur Egils-
son, fósturbróðir Rafns, 15 ára,
sem háseti.
Um haustið 1949 sendir Björg-
vin Bjarnason síðan skipin öll á
Nýfundnalandsmið, stofnar þar
síðan hlutafélag til útgerðar og
leggur skipin þar inn sem sitt
framlag. Skipin komu síðan aldrei
aftur til Islands.
Rafn starfaði áfram á skipinu og
Ólafur fósturbróðir hans, þar til
þessi útgerð lagðist niður, en
flestir aðrir af áhöfninni héldu
heim, svo var og á hinum skipun-
um.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og hluttekningu viö andlát og
útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu
HLÍFAR SIGURDARDÓTTUR
Sigfúni 7, Selfosai,
Sigríöir Þorvaldsdóftir, Sigurgeir Ingvaeon
Böövar Guömundaaon, Magnea Bjarnadóttir
Béróur Guómundsson, Anna K. Kriatinsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginkonu minnar,
móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
SIGRÍÐAR SIGURDARDÓTTUR,
fré Aai,
Hringbraut 1, Hafnarfiröi.
Ingimundur Guömundsson
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
POVL CHR. AMMENDRUP
kaupmaúur,
Tunguvagi 7
er lézt í Borgarspítalanum þann 12. nóv. verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju þriöjudaginn 21. nóvember kl. 13.30.
Taga Ammendrup, María M. Ammendrup
Péll Ammendrup, Axel Ammendrup
María J. Ammendrup, Þórdia H. Ammendrup
Sigrún Ammendrup, Fríóa Ammendrup
Emelía Samúeledóttir, Ebba Ammendrup
Jóhann Georg Möller, Rita og Nils Sloth
Emmy Ratmusen,
t
Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför fööur okkar oq
bróöur,
STEINGRÍMS KL. GUÐMUNDSSONAR,
mélarameistara.
Guðmundur Steingrímaaon,
Halldór Steingrímsson,
Karl J. Steingrímason,
Ágústa Guðmundsson,
Veiga Hammarström.
t
Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
eiginmanns míns, fööur okkar, sonar, tengdasonar og bróöur
VIGNIS SIGURÐSSONAR
vélstjóra,
Dverghamri 41, Vestmannaeyjum
Sandra ísleifsdóttir,
ísleifur Vignisson, Siguróur Vignisson
Anita Vignisdóttir, Oktavfa Guömundsdóttir
Adda Magnúsdóttir, Engilbert Jóhannsson
Elsa Siguróardóttir, Oddný Sigurðardóttir.
Síðar fer Rafn til Halifax og
starfar hann þar seiii vélstjóri en
nú á vélaverkstæði og líkar þar
vel, kynnist þar og kvænist ungri
innlendri stúlku, Mavis að nafni,
og hafa þau nú eignast 5 mann-
vænleg börn, það elsta, Bruce, 23
ára, og það yngsta, Kristján Rafn,
9 ára.
Á Nýfundnalandi stundar Rafn
síðan mest vélstjórastörf eða er
með báta, meira og minna viðrið-
inn útgerð og veiðar.
Fyrir nokkrum árum fór hann
til Vancouver á vesturströnd
Bandaríkjanna og var þar skip-
stjóri á 70 lesta bát er hann átti
með öðrum, og stunduðu þeir þar
lúðuveiðar um nokkur ár með
sæmilegum árangri. Síðan flyzt
hann aftur austur á bóginn og nú á
vesturströnd Nýfundnalands, og
fer að vinna þar við framleiðslu á
hydroliskum vindum fyrir fiski-
skip hjá HAWBOLDT industry Co,
og hafði hann líka með niðursetn-
ingu á spilunum og frágang allan
að gera í skipunum og vann elsti
sonur hans, Bruce, að þessu með
honum, og nú, að Rafni látnum,
hefur Bruce sonur hans tekið við
þessu starfi föður síns.
í maí á þessu ári kenndi Rafn
sér lasleika og fór til Halifax til
rannsóknar, skömmu síðar var
hann skorinn við meinsemd í höfði
og reiknaði hann með að hafa
fengið bata og var kominn heim
aftur, en það var skammvinn bót,
því að þremur mánuðum síðar var
hann allur. Hann var jarðsettur að
Queensport, þar sem heimili
tengdaforeldra hans er, og hann og
eftirlifandi kona hans kynntust,
en þetta pláss er um 200 km austur
af Halifax.
Þegar litið er yfir ævibraut
þessa vinar míns, sem ég hef reynt
að rekja í stórum dráttum, þá sér
maður, að menn lenda oft inn á
örlaga- eða forlagaleið sína óvart,
óvænt eða óafvitandi og óvið-
ráðaniega. Svo og þá staðreynd, að
enginn veit nær kallið kemur, og
enginn veit hvar staðar nemur í
þessu lífi.
Þær eru margar hinar eilífu
ósvöruðu spurningar lífs og til-
veru.
Hver faðir, hver móðir, hvert
barn, allir verða að taka með
tilveru sinni þá áhættu að lifa,
hvernig svo sem þar ræðst úr
málum. Við eigum þar alla hluti í
voninni og trúnni á þann herra er
stýrir stjarnanna her og stjórnar
veröldinni, um lífsafkomu og
lífshamingju, og um þennan vanda
og tilveruárangur stendur svo öll
vor lífsbarátta.
Rafn fer að heiman með þann
ásetning og fyrirætlan að koma
fljótlega aftur til síns heimalands,
líkþ var og á komið hjá Olafi
fósturbróður hans, en báðir þessir,
þá ungu menn, eru enn ósnúnir til
Islands, og staðfesta þá gömlu
speki, að maðurinn upphugsi sinn
veg, en Drottinn stýri hans gangi.
Þeir finna báðir sitt lífsljós,
ástina, lífsstarf og lífsvettvang
vestan hafs og stofna þar sitt
heimili og setjast þar að.
Veröldin knýr í dag á dyr okkar
allra og alla vora daga á margvís-
legan og margslunginn hátt, og
kemur innfyrir í sama hlutfalli og
við opnum dyrnar að sjálfum
okkur fyrir henni.
Öfl og töfrar þessarar áleitni
veraldarinnar knýja og hvetja
ævintýraþrána, innblása í hug
okkar uppörvun, dug til dáða og
afreka. Margir af bestu sonum
þessarar jarðar hafa lagt út í
óvissuna, til þess óþekkta og
framandi, og opinberast víðsýni og
þekking, sem gjörbreytt hefur lífi
okkar og tilveru og gert hefur
heiminn að því sem hann er í dag.
Nú á dögum eru leiðir þessara
frumherja öllum opnar, kunnar og
færar, aðeins ef við viljum greiða
það gjald er ferðin útheimtir.
Hvert þjóðernið er eða hvar er
lifað hverju lífi í veröld vorri,
skiptir kannski ekki mestu máli,
heldur hitt, að maðurinn sé maður,
sem ávaxtar líf sitt og störf öðrum
til gagns og biessunar, og þannig
þjóni lífinu, þróuninni og framför-
unum, hinum mikilvæga tilgangi
mannlegs lífs.
Það er bjart yfir minningu
Sigurðar Rafns Jósefssonar í
hugum vina hans og vandamanna,
og það er gott að minnast góðra
drengja, sem ávallt voru vaxandi
menn og batnandi.
I Rafni voru ofnir saman margir
þeir lifsþræðir, sem mest mega
prýða mætan mann, háttvísi,
hófsemi, þrautseigja og þolgæði.
Rafn barðist áfram hörðum
höndum í anda dugnaðar og
manndóms, harðhugaður og ósér-
hlífinn, það er allsstaðar skortur á
slíkum mönnum.
Líkt má segja um Ólaf Egilsson
fósturbróður hans, er 15 ára
leggur út4 heiminn og óvissuna, en
er nú mikils metinn starfsmaður
hjá Department of Fisheries í
Nova Scotia. Ólafi og systkinum
hans vil ég á þessari stundu þakka
ævilanga vináttu og tryggð við
Rafn og fjölskyldu hans.
Þessi fátæklegu kveðjuorð mín
sanna mér enn einu sinni þann
veruleika, að á skilnaðarstund
góðra vina, og í þeim punkti er
lífið hættir og eilífðin tekur við, og
maður á á bak að sjá atburðarás
heillar mannsævi, þá verða orð
aflvana, hljómlaus og óþörf.
Þær tilfinningar tómleika, trega
og saknaðar verða aldrei sagðar
eða tjáðar í orðum, aðeins lifaðar
sem reynsluþungi og einkamál, er
maður varðveitir í þögn og leynum
hjarta síns.
Ollum er okkur afmörkuð ævi-
stund, því örlagahjólið snýst.
Dauðinn er, hefur verið og verður
ávallt hið eilífa og heilaga grund-
vallarlögmál lífs okkar og tilveru,
og örlaganauðsyn, líkt og nótt
fylgir degi og vetur sumri.
Líf vort er aðeins stundarblik
eða leiftur hins eilífa ljóss. Á
kveðjustund þessa vinar míns er
það mér huggun að vita, að
hvarvetna í hinum helgu bókum er
skráð: „Að maðurinn sé ekki
aðeins forgengilegur líkami, held-
ur og ódauðleg sál.“
Mikilvægi tilvistar okkar sé því í
sálinni, sem glæöir duftið lífi.
Veruleiki okkar sé ekki í líkaman-
um, heldur utan við hann í
sálareiginleikum vorum, hinum
andlega mikilleik mannssálarinn-
ar — Megi niðjar Rafns taka í arf
drenglyndi hans, þrek, áræði og
heiðarleik. Eftirlifandi konu hans
og börnum og vinum hans öllum,
velunnurum og ættingjum votta ég
mína einlægustu samúð.
Endurútgáfa á verk-
um Jóhanns Kúld
ÆGISÚTGÁFAN hefur sent frá
sér í einu bindi tvær bækur eftir
Jóhann Kúld, „Svt'fðu segli
þiindu" og „íshafsævintýri."
Á bókarkápu segir svoi
„Þessar tvær bækur Jóhanns
Kúld eru hér endurprentaðar í
einu bindi. Þær komu út fyrir
hartnær 4 áratugum og hafa um
fjölda ára verið algerlega ófáan-
legar.
Lýsingar sem hér er að finna eru
skáldskap líkastar, þótt þar sé
hvert orð satt, enda vænir enginn
Jóhann Kúld um að ara með
fleipur.
Selveiðar í Norðurísnum —
Hrikaleikur æðisgenginna
náttúruafla — Barátta um líf eða
dauða — Línuveiðar með norskum
á Islandsmiðum — Ævintýraleg
slagsmál um borð — Ótrúleg
útgerðarsaga á Siglufirði — Land-
leguróstur og kvennamál og áfram
mætti telja, því svona er öll þessi
bók, æsispennandi frá upphafi til
enda. Bók sem enginn sjómaður
getur látið ólesna."
Vísnasögur
Richards Scarry
KOMIN er út hý Scarry-bók hjá
Bókaútgáfunni Erni og Örlygi og
nefnist hún Myndskreyttar
VÍSNASÖGUR. Þýðandi er
Andrés Kristjánsson. Svo sem
nafn bókarinnar ber með sér þá
eru sögurnar sagðar með myndum
og léttbundnu máli. Alls eru
sögurnar um fimmtíu talsins og
kennir þar hinna ólíkustu grasa.
„Bækur Richards Scarry hafa
farið sigurför um allan heim á
síðustu árum, en þær höfða
aðallega til yngstu lesendanna,“
segir í fréttatilkynningu frá útgef-
anda.
Lítid barn hef ur
lítið sjónsvið