Morgunblaðið - 19.11.1978, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978
Svona er
raunar lífið
Ása Sólveigi Einkamál
Stefaníu.
Útgefandii Örn og Örlygur.
Reykjavík 1978.
Fyrir nokkrum árum var um þaö
rætt, að skáldsagan væri' brátt úr
söjíunni sem tjáninfjarform. Ég
var ekki á sama máli. Enn og
alltaf munu menn segja sögur, og
meðan svo er, munu menn með
skáldgáfu finna hjá sér hvöt til að
gera það í því formi, að efnið njóti
sín sem best; rétt eins og höfundar
Mósebóka og Islendingasagna end-
ur fyrir löngu. Ég held, að þeir,
sem boðuðu dauða skáldsögunnar,
hafi og einkum verið menn, sem
helguðu sig öðrum tjáningarform-
Bókmenntir
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
um og fannst þá, að þau ein væru
tímabær. Og hvað er svo nú að
gerast á Islandi? í fyrra komu út
nokkrar misgóðar skáldsögur, og í
ár hygg ég þær muni fylla tuginn.
Ég hef þegar ið tvær vandlega
og litiö ofan í t'leiri, og ég sé ekki
betur, en þarna sé að skjóta upp
þroskavænlegum gróðri.
Með ánægju las ég sögu Asu
Sólveigar, Einkamál Stefaníu og
fæ ekki betur séð en þar sé á ferð
skáldkona, sem veigur er í. Hún
segir söguna ósköp blátt áfram,
mál og stíll hvort tveggja hagan-
lega mótað til samræmis við efni
sögunnar, án allra tiktúra og
hundakúnsta.
Sagan er sögð i Ég-formi, og
aðalpersónan er sú, sem segir hana
og bókin dregur nafn af. En
auðvitað kemur fleira fólk við
sögu, en svo til allt er það í nánum
tengslum ættar eða mágsemda, en
söguþráðurinn er fyrst og fremst
tvö hjónabönd og út frá þeim hin
margumtöluðu samskipti kynj-
anna og réttur þeirra og skyldur
innan takmarka hjónabandsins og
að nokkru út á við.
Mest fer þar fyrir „einkamálum
Stefaníu" og lýsingin á þeim er
það, sem gefur bókinni að mínum
dómi óvenjulegt gildi. Skáldkon-
unni hefur sem sé tekizt að fjalla á
eðlilegan, grómlausan og næsta
eftirminnilegan hátt um þar efni,
sem ýmist hefur verið tæp. á af
allt að Ijví kátlegri hispurs-
mennsku eða svo klúrt og klaufa-
lega, að oft hefur úr orðið
andstyggilegt klám. Hjá Ásu
Sólveigu verða samfarir karls og
konu og leit þeirra að kynferðis-
legri fullnægingu veigamikill og
náttúrulegur þáttur i eðlisbund-
inni hamingjuleit. Blátt áfram
lýsir hún síðan tilfinningum og
viðhorfi skynsamrar og skapfastr-
ar konu til þungunar og þá einnig
meðgöngu barns, allt frá því hún
verður þess vís, hvað í vændum er,
og þar til hún kennir sín, barnið
fæðist og er laugað og lagt við
brjóst. Er lýsingin á tilfinningum
hennar um meðgöngutímann og
því, sem á hverja konu er lagt,
þegar þar að kemur að hún verður
að lifa hið fornkveðna: með þraut
skalt þú þín börn fæða, — svo
nákvæm, að þar virðist ekkert
undan dregið. Öllu þessu er lýst
jafn hispurslaust og af slíkum
hreinleika hugarfarsins, að á betra
verður ekki kosið, og mætti það
verða til fyrirmyndar, þegar höf-
undar fjalla um þessi mikilvægu
mál í lífi hverrar konu, sem verður
barns auðið.
Svo er það andstæðan, hjóna-
band Rúnu og Einars, sonar
hinnar reyndu og skapmiklu gerð-
arkonu, Hólmfríðar, móðursystur
Stefaníu. Þar er annað uppi á
teningnum en í hjónabandi þeirra
„vel gefnu konu", sem skilur, hvar
hún verður að fara sínu fram og
hvar og hvenær hún verður að fara
að vilja bónda síns, þó að henni sé
það ekki ljúft. Rúna er dul og mjög
viðkvæm, og hana skortir rögg-
semi og raunsæi Stefaníu. Einar
skilur hana ekki, enda tengsl
þeirra ekki svo náin, sem æskilegt
hefði verið. Hún gerist einræn og
meira og meira miður sín, og þá er
Stefanía vill hjálpa henni, reynist
það árangurslaust, Rúna getur
ekki tjáð sig og því ekki unnt að
liðsinna henni, enda gerir hún sér
sjálf ekki grein fyrir því, í hverju
óhamingja hennar er fólgin. Ein-
ari verður það ekki fyrir að reyna
að fá trúnað hennar, og svo hleðst
upp innra með honum múr beiskju
og tortryggni. Hann grípur svo til
þess ráðs að sýna henni sitt
karlmannlega vald, henni tjói
ekkert víl eða vol, hvað þá að fara
á bak við hann, enda skorti hana
ekkert af þvi, sem honum beri að
sjá henni fyrir. Til mikils harms
fyrir hann sjálfan og allt frændlið-
ið fyrirfer hún sér á þann áberandi
hátt að fleygja sér út um glugga á
íbúð þeirra hjóna, sem er á sjöttu
hæð í háhýsi.
Ég get svo bætt því við, að hver
einasta persóna, sem við sögu
kemur, er dregin skýrum dráttum,
og ekki held ég að neinn, sem
byrjar að lesa þessa bók, muni
þurfa að láta sér leiðast. Og hann
mun segja eins og ég: Svona er
raunar lífið, ef maður gefur sér
tóm til að skyggnast hugsandi í
kringum sig.
Guðmundur Gfslason Hagalfn.
N áttúru vernd
á Snæf ellsnesi
Fréttabréf úr Breidu víkurhreppi
8. nóvember 1978
Tíðarfar
Siðan um miðjan október hefur
tíð verið mjög stirð, miklar
úrkomur, stormasamt og um-
hleypingar. Snjór hefur ekki
komið hér enn svo teljandi sé og
fáar frostnætur.
Sauðfé er ekki komið á hús
nema á 3 bæjum. Sauðfjárheimtur
eru ekki góðar, marga vantar
talsvert enn.
Útgerð
Ekkert hefur verið róið í haust,
enda mjög sjaldan komið sjóveður.
Veturnótta tilstilla kom ekki að
þessu sinni.
Fóðurforði bænda
Ég hef nú lokið haustskoðun hjá
bændum og er ásetningur góður
hjá flestum og heyin mjög góð hjá
sumum og vel í meðallagi þegar á
heildina er litið.
Mannafundir
Á sunnudaginn 5. nóvember hélt
Náttúruverndarráð fund í félags-
heimilinu á Arnarstapa. Öllum
hreppsbúum var boðið á fundinn
og einnig mættu nokkrir utan-
hreppsmenn á fundinn, jarðanefnd
o.fl.
Náttúruverndarráð veitti öllum
fundarmönnum kaffi og kökur og
voru veitingar þessar framreiddar
af miklum myndarbrag, og þeim
til sóma er veittu og konum
hreppsins sem framreiddu.
Um 30 manns sátu þennan fund,
sem var óformlegur. Á fundinum
var aðalumræðuefni náttúruvernd
í Breiðuvíkurhreppi þó að víðar
væri við komið. Einnig urðu
nokkrar umræður um sumar-
bústaðabyggingar. Frá Náttúru-
verndarráði mættu á fundinn
Eyþór Einarsson, Árni Reynisson,
Páll Líndal og Jón Gauti Jónsson.
Þeir gáfu fundarmönnum í upp-
hafi fundar mjög góðar og glöggar
upplýsingar um náttúruvernd og
friðun. Ég held að fundarmenn
hafi orðið miklum mun fróðari um
þessi mál eftir þennan fund en
áður. Þótt á þessum fundi heyrð-
ust greinilega hjáróma raddir,
mátti ráða að yfirgnæfandi meiri-
hluti fundarmanna var hlynntur
náttúruvernd og friðun.
Náttúruverndarráð kom með
tillögu um friðun á svæði meðfram
ströndinni við Hellna og Stapa og
sýndi kort og uppdrætti þar að
lútandi. Þetta fyrirhugaða friðaða
svæði nær að vestan frá Brún-
kolluholti og að Grísaforsá að
austan, misjafnlega breitt eftir
staðháttum en óslitið.
Talsvert \ ; um þessa friðunar-
tillögu rætt. Orfáir gerðu athuga-
semdir við hana, en flestir voru
henni samþykkir. Skiptar skoðanir
voru um hvort hafnarsvæðið við
Arnarstapa skyldi vera inni á
friðaða svæðinu. Sumir voru því
hiynntir, aðrir ekki.
Varðandi sumarbústaðabygg-
ingar var minnst á þá ásókn sem
orðin er í að fá lóðir undir
sumarbústaði hér á nesinu og
þann vanda sem því fylgir að
útvega land undir þá. Og í því
sambandi bentu sumir fundar-
manna á að ekki mætti ske, að
jarðir yrðu lagðar í eyði undir
sumarbústaðabyggingar.
Þessi fundur var mjög fræðandi
og fór vel fram. Náttúruverndar-
ráð á miklar þakkir skilið fyrir
þennaan fund og fyrir öll þau
storf, er það vinnur að verndun
náttúru Islands.
— FinnboKÍ G. Lárusson.
...OG ÞAÐ.
VARÐIJOS
Þrátt fyrir þaö er alltaf þörf annarra Ijósa.
Þaö er þörf margbreytilegra Ijósa og PHILIPS framleiöir
flest þeirra.
Hjá okkur eru til milli 400 og 500 tegundir Ijósapera.
Þaö er m.a. venjulegar Ijósaperur, kertaperur, kúluperur,
flúorpípur, halógenljós, kvikasilfursperur, bílaperur,
merkjaljósaperur o.s.frv., o.s.frv.
Þaö er næstum sama hvaöa nöfnum þær
nefnast: PHILIPS framleiöir þær, viö seljum þær.
heimilistæki sf
_
-.■■■■■ ■ ■ r-a.
djé £>3^
■ '
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 15655
PHILIPS