Morgunblaðið - 19.11.1978, Page 26

Morgunblaðið - 19.11.1978, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 Nokkrar merkilegar... Jean Jacques Burnel NICK LOWE cr að vinna að annarri sólóplötu sinni sem á að heita „Bullcabie“. ARO GUTHRIE heíur lítið látið frá sér heyra en nú er kotnin á markaðinn ný plata sem heitir „One Ni)íht“ sem er að mestu lcyti tekin upp á hljómleikum. og meðal laga er „Ive Just Seen A Face“ eftir McCartney/ Lennon. CAPTAIN BEEFHEART' er líka með nýja plötu. „SHINY BEAST (BAT CHAIN PULLER)“ ásamt The Magic Band. JAM sem er ein af vinsælli nýbylgjuhljómsveitunum eru með nýja plötu, „ALL MOd CON“. JEANJACQUESBURNEL bassagítarleikari Stranglers er að gcfa út sína fyrstu sólóplötu sem á að heita „Euroman“. Burnel leikur á öll hljóðfærin sjálfur að sögn. Erlendar plötur: Nokkrar merkilegar plötur eru að koma á markaðinn í Bretlandi um þessar mundir. RICIIARD THOMPSON og kona hans Linda er búinn að gefa út nýja plötu eftir um þriggja ára hlc. Sú plata heitir „First Light“ og henni cr mikið hrósað af blaðamönnum. Meðal gesta á plötunni eru t.d. Willie Weeks og Andy Newmark, og auðvitað Simon Nicol og John Kirkpatrick. KISS eru nokkuð vinsælir hérlendis. en búast má við að ekki geti allir Kiss-aðdáendur fengið sér nýja skammtinn þeirra. Þeir hafa nefnilcga hver um sig gefið út sólóplötu. Heita þeir „Gene Simmons“, „Paul Stanley“, „Ace Frehelcy“ og „Peter Criss“. Plata Ace Freheley hefur fengið bestu dómana. DARTS eru líka vinsælir hérlendis en K tel útgáfan er þessa dagana að gefa út plötu scm heitir „The Amazing Darts“, sem er úrval af tvcimur fyrsu breiðskífum þeirra auk laga af litlum plötum. Nick Lowe MARK ALMOND er enn við lýði og er nýútkomin plata frá þeim, „Other People's Room“. sem er eflaust mjög góð eins og annað frá þeim. Að lokum er TODD RUNDGREN svo með nýja plötu, „BACK TO TIIE BARS“, Með sér á plötunni hefur hann til styrktar Ilall & Oates, Spencer Davis, Stevie Nicks (Fleetwood Mac) og Rick Derringer. Captain Beefheart Rúmlega 2ja tíma dagskrá • í kvöld verða haldnir hljóm- leikar með Gunnari Þórðarsyni og félögum hans í Háskólabíói til að kynna væntanlega sólóplötu Gunnars og til að lífga upp á tónlistarheiminn. Þeir scm litið hafa inn á æfingar 30 manna liðsins hafa dáðst mjög að og líkja hljómun- um og kraftinum við hljómleika hjá Electric Light Orchestra. Er hér án efa um athyglisverðan tónlistarviðburð að ræða. Þess má gcta að Ljósin í bænum, sem eru með í 30 manna liðssveitinni, munu leika 3 lög sér. Dagskráin verður í heild sinni milli 2 og 2Vi tími. Plötunni hefur seinkað nokkuð. en hún kemur í verslanir tveim dögum síðar en ætlað var, þ.c.a.s. á miðvikudaginn. A plötunni, sem er tvöföld, eru 17 lög, 5_á þremur hliðum og tvö á einni. Á fyrri plötunni eru 10 ný lög og heita. Hold On, Don't Go To Strangers, Raining In New York, She Ilad A Reality, Gypsy Rose. Like Love, Iley Brothcr (To A Musieal Friend), Wake Up, Ahlrep's Adleuh og Sail Away. Öll lögin eu samin af Gunnari en textarnir cru eftir Toby Herman að undanteknu „Ilcy Brother“ en sá texti er eftir Gunnar. Á scinni plötunni eru lög með íslenskum heitum. Komdu með köttinn, Dottningin rokkar, Blóð- rautt sólarlag, Lít ég börn að leika sér, í dag, Bergþeyr við ströndina og Djúpavík. Tvö síðastnefndu lögin eru einungis leikin og taka heila hlið. Textarnir á fyrri hliðinni eiga Hrafn Gunnlaugsson (þrjá fyrstu) og Þorsteinn Eggertsson (seinni lögin). HIA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.