Morgunblaðið - 19.11.1978, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978
SYNING
MEKKA inka novi/1
Nú um helgina sýnum viö skápasamstæöur á
sérstakri sýningu í verslun okkar, laugardag kl.
9—17 og sunnudag, kl. 14—18.
Komið og kynniö ykkur hina fjölmörgu mögu-
leika, sem samstæöurnar hafa fyrir heimili jafnt
sem vinnustaö.
KRISTJÓn
SIGG6IRSSOÍ1 HF.
LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870
Elitex er innréttingaefni. Reynsla Norðmanna hefur sýnt að Eiitex er
innréttingáefni sem skapar þægilegt og þrifalegt umhverfi, auk þess sem það þoiir
allar aðstæður.
Norðmenn gera strangar kröfur um hreinlæti og vatnsþol. bess vegna nota þeir
Elitex í veggi og þök í mismunandi húsagerðir fyrir landbúnað. fiskiðnað og annan
iðnað.
Eiitex má einnig nota í kiæðningar í sambandi við vatns- og skóipleiðsiur eða í
geymsiur fyrir hæði hráefni og íuilunna vöru. Eiitex innréttingar í ís- og frystihús
eykur hreinlætið.
Ilin vatnsþoina Elite plata er kjarninn í Elitex og plöturnar eru klæddar beggja
vegna með hertu plastlagi. PJöturnar koma þannig tiibúnar frá verksmiðjunni. Gerið
strangar kröfur um innréttinguna og veljið Elitex.
Orkla spónplötur fást hjá flestum timbursölum og byggingavöruverzlunum um
land allt.
Norske Skoe
_______________________ Norske Skogindustrier AS **________________
Einkaumboð á íslandi MJÖLNIR HEILDVERZLUN h.f., Síðumúla 33,
105 Reykjavík. Sími 84255.
„Eg lít
á mig sem
kirkju-
tónlist-
armann”
Marteinn Hunger
Friðriksson er vel
þekktur tónlistar-
maður. Ilann
hefur um átta ára
skeið verið organisti við Ilá-
teigskirkju og stjórnað ýmsum
kórum að auki. Marteinn er
fæddur í bænum Meissen í
Þýskalandi, og sótti hann
tónlistarmenntun sína til Dres-
den og Leipzig. Hingað til
lands kom Marteinn strax að
loknu námi og settist að í
Vestmannaeyjum í desember
árið 1964.
„Það hafði gengið erfiðlega að
fá mann til að taka að sér
tónlistarkennslu í Vestmanna-
eyjum,“ sagði Marteinn er við
inntum hann eftir ástæðu fyrir
komu hans hingað til lands. „Þá
var staddur hjá Páli ísólfssyni
gamall kennari hans, fyrrver-
andi prófessor í Leipzig, og tók
hann það verkefni að sér að
finna einhvern sem vildi fara til
Vestmannaeyja. Ég var að Ijúka
mínu námi og fannst kjörið að
nota tækifærið og sjá mig um í
veröldinni. Ég var eins og
blindur kettlingur þegar ég kom,
vissi sáralítið um land og þjóð,
— fannst þetta bara eins og
hvert annað ævintýri. En þetta
ævintýri var ólíkt flestum öðr-
um um að það tók engan enda.
Ég er hér enn og er ánægður
með lífið og tilveruna. Það er þó
skrýtin fjölskyldutilviljun að ég
skyldi lenda hér á norðurhjara
veraldar, því að langafi minn
—segir Marteinn
Hunger
Fridriksson
organleikari
var trúboði á Grænlandi í 17
ár.“
Marteinn var 5 ár í Vest-
mannaeyjum.
„Ég var eins konar lærlingur
þann tíma. Ég kynntist öllum
þeim störfum sem koma til
greina fyrir tónlistarmenn á
svona litlum stað. Ég var
skólastjóri tónlistarskólans,
organleikari við Landakirkju og
auk þess stjórnaði ég blönduð-
um kór og lúðrasveit. Ég gerði
yfirleitt allt það sem ég hafði
tíma til og mér fannst þetta
mjög ánægjulegur tími. Þar er
fólkið opið og tekur öllum vel.
Mér fannst því þægilegt að
byrja þar, ég var alls staðar
velkominn og kynntist fólkinu
betur en ég geri hér í Reykjavík.
Árið 1970 fluttist ég hingað til
Reykjavíkur, ævintýrið hélt
aðeins áfram, og ég réð mig sem
organleikara við Háteigskirkju.
Lann organleikara eru ekki há
og til að byrja með hafði ég enga
aðra tekjutryggingu en það
rættist sem betur fer fljótt úr
því og ég fékk fleiri störf. T.d.
fór ég að kenna í nokkrum
tónlistarskólum, á síðustu árúm
eingöngu við Tónlistarskólann í
„Rabbað við Lagga”
Endurminningar Jóns Eiríkssonar skipstjóra
KOMNAR eru út endur-
minningar Jóns Eiríkssonar fyrr-
um skipstjóra hjá Eimskip og
nefnast „Rabbað við Lagga“.
Ilann rekur sögu sína f rahbformi
við Lagarfoss, fyrsta skipið, sem
hann var skipstjóri á.
Jón hefur rabbað við þennan
vin sinn „eins og maður rabbar
við mann og margt borið á
góma,“ segir í fréttatilkynningu
útgefanda.
„Þeir hafa rætt vita- og hafnar-
málin og önnur öryggismál
sjómanna, siglingar í ís og gamla
og nýja siglingartækni. Björgun
manna úr sjávarháska hefur að
sjálfsögðu borið á góma, enda bar
Jón og skipshöfn hans gæfu til að
bjarga 33 breskum skipbrots-
mönnum suðvestur af Grænlandi
árið 1941 og 41 manni af bresku
skipi á Atlantshafi árið 1942. Bæði
höfðu skipin verið skotin niður af
þýskum kafbátum.
Og þeir rabba um skipalestir
stríðsáranna og vandkvæðin á að
sigla í slíku samfloti, kafbáta og
sprengjukast þýskra flugvéla og
óþægindin, sem þeir urðu fyrir
vegna þess hve Eimskipafélags-
merkið líkist hakakrossi Hitlers.
Að sjálfsögðu var einnig rabbað
um menn og málefni líðandi
Jón Eiríksson
stundar og koma þar margir við
sögu: Sæfarar, framámenn í
íslensku þjóðlífi, háttsettir
foringjar í her Breta og Banda-
ríkjamanna, en þó öðru fremur
félagarnir um borð, skipshöfnin,
sem með honum var og hann bar
ábyrgð á.“
Bókin er 175 bls. að stærð auk
mynda. — Útgefandi er Bókaút-
gáfan Skuggsjá.