Morgunblaðið - 19.11.1978, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978
29
. . starf mitt er bæði
skemmtilegt og tilbreytinga-
ríkt.“
Reykjavík, leik á orgel við
jarðarfarir, stjórna kórum og er
nú söngstjóri hjá Söngsveitinni
Fílharmóníu. Eg er ánægður
með starf mitt, það er bæði
skemmtilegt og tilbreytingaríkt.
Fjölbreytt
nám
„Ég hef alltaf stefnt að því að
mennta mig sem kirkjutónlist-
armann. Sú atvinna sem organ-
leikari hefur er ekki eingöngu að
leika á hljóðfæri heldur og að
stjórna kór, hljómsveit og sjá
um útsetningar. Þess vegna
reyndi ég að afla mér sem
fjölbreytilegastrar menntunar.
Eg tók B- og A-próf í kirkjutón-
list en aukalega próf í hljóm-
sveitarstjórn og tónfræðigrein-
um.
Því miður eru ekki nógu
margir sem leggja út í þetta
nám. Starfið býður upp á svo
mikla möguleika að mér er það
með öllu óskiljanlegt hvers
vegna ungt fólk aflar sér ekki
organleikaramenntunar. Því að
á öðrum sviðum tónlistar eru
ánægjulega margir við nám.“
„íslendingar
eru bjartsýnir“
„Mér finnst ekki Þjóðverjar
vera svo ólíkir íslendingum, það
er jafn mikið skap í þeim og
dugnaður. Islendingar hafa það
fram yfir að láta hlutina bjarg-
ast. Sem betur fer hef ég ekki
fundið fyrir því að vera útlend-
ingur og því er ég feginn. Þegar
maður er búinn að vera í nýju
landi um tíma verður maður að
aðlagast landinu, taka kostum
þess og göllum. Mér finnst
gaman að vinna í skorpum
þegar skólinn starfar og öll
félagsstarfsemi er í fullum
gangi, og njóta þess svo á
sumrin að gera sem minnst,
ferðast um og skoða landið. Ég
vil líka ferðast til annarra landa
til að halda tengslum og fylgjast
með því sem er að gerast í minni
atvinnugrein erlendis. í sumar
var ég t.d. í Þýskalandi og
spilaði þá m.a. í heimakirkjunni.
„Kominn tími til
aö breyta
messugjöröinni“
„Mitt fólk er kirkjusinnað og
ég er trúaður maður, þó að ég sé
ekki endilega sammála öllu því
sem gert er í kirkjunum. Mér
finnst tími kominn til að breyta
messugjörðinni og það má jafn-
vel vera á róttækan hátt. Við
lítum í því efni of mikið til baka,
hugsum um venjur og hefðir, en
gleymum að spyrja um tilgang.
Mest er um vert að menn séu
ólatir og starfsglaðir. Organ-
leikarar hafa margir sýnt að
þeir taka starf sitt alvarlega og
gera eins mikið og þeim er unnt.
I Háteigskirkju höfum við reynt
að halda tónleika fyrir utan
starfsemina við messurnar og
höfum jafnvel fengið dönsk og
íslensk tónskáld til að semja
fyrir okkur tónverk. Við reynum
að láta fólk njóta þess að hlusta
á kórverk, einsöng og orgelverk.
Háteigskirkja er líka mjög gott
tónleikahús.
Mér finnst óvenju mikill
áhugi hjá Islendingum fyrir
sönglist. Ég held að hér séu
fleiri kórar miðað við fólks-
fjölda en gerist annars staðar.
Ef einhvern langar til að syngja
og veit ekki hvert hann á að
snúa sér getur hann valið sér
einn af þeim kórum sem ég vinn
með.“
Og með þessum orðum kvödd-
um við organleikarann, kennar-
ann, söngstjóra kirkjukórs, kórs
Tónlistarskólans og Söngsveit-
arinnar Fílharmóníu. R.M.N.
Morgunblaðiö
óskar eftir
blaðburðarfólki
□ Lambastaðahverfi
Austurbær:
□ Laugavegur 1—33,
Vesturbær:
□ Miöbær
Uppl. í síma 35408
Uthverffi
□ Sogavegur
Öllum þelm, sem glöddu mlg á
áttræöisafmæll mínu meö gjöf-
um eöa á annan hátt, flyt ég hér
með hjartans þakklr og biö
þeim blessunar guös.
Staddur í Reykjavík 17. nóy.
1978.
Guðmundur Gíslason
Hagalín.
Spönsku efnin
í breidd 2.70 loksins komin. Pantanir óskast
sóttar. Einnig mikiö úrval af dralon efnum í breidd
1.73 cm.
Velour frá kr. 3.500 per m.
Vcfnaðarvörubúð W.B.di. h.f.
Vesturgötu 4, sími 13386.
■' Lítið barn hef ur lítið sjónsvið
J ■ r'
y
n
Jm
ÆSÖpl
a
• • • ^mmmmm ýmsar ráöstafanir heföi mátt
gera til Þess aö fyrirbyggja aö svona fceri,
t.d. setja upp
-+4I utr d iTi c^m— eldviövörunarkerfi.
Þaö er vel pekkt kerfi, sem hefur
bjargaö miklum verömrotum og groti
líka bjargaö fyrirtroki yöar.
Leitiö upplýsinga strax í dag um
-►fl utronich-s— kerfin.
Þaö getur borgaö sig.
-►41 utrdnich-i— eldviövörunarkerfi
fyrir fyrirtroki. verksmiöjur sjúkrahús o.fl.
SKIPUIAGNING • RAÐGIOF- MONUSTA.
heimilistæki sf
Tæknideild. Sætuni 8. sími 24000