Morgunblaðið - 19.11.1978, Side 30

Morgunblaðið - 19.11.1978, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 Landabrugg í kreppu Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðumi ÞAR SEM BÆNDURNIR BRUGGA í FRIÐI. 204 hls. Örn og Örl. Rvík, 1978. Guðmundur Halldórsson er eðlisKreindur og býsna snjall skáldsagnahöfundur. Stíll hans er bæði iipur og myndríkur. Og tök hans á efni eru því fastari að hann lýsir jafnan umhverfi sem hann þekkir: Lífinu í norðlenskum sveitum á uppvaxtarárum sínum. Líka hefur honum aukist þróttur og sjálfstraust frá fyrstu bók. Á henni var mark lærimeistarans, Indriða G. Þorsteinssonar, full- augljóst. Enn hefur Guðmundur hliðsjón af Indriða, bæði um form og efni. En Guðmundur hagnýtir sér þann lærdóm frjálslegar en áður. Auk þess má ekki gleyma því að hann er að fást við svipuð efni og Indriði í skáldsögum sínum: Sveitalifið í upphafi bílaaldar þegar losna tekur um unga fólkið meðan gömlu bændurnir sitja sem fastast og halda að allt sé óbreytt frá því þeir voru sjálfir ungir. í þessari sögu eru, eins og í Landi og sonum Indriða, piltur og stúlka, hvort af sínum bænum, sem hittast og elskast og vilja gjarnan verða hjón. pjjtur 4 auðvitað að verða fyrirvinnan. Og eins og í Landi og sonum finnur hann sig óöruggan í þessu mæðiveiki og kreppuumhverfi þar sem feður hans og forfeður hafa þó þraukað í þrjátíu kynslóðir, og minnist á að flytjast í kaupstað. Sá er þó munurinn að í Landi og sonum er þetta kjarni málsins en í þessari sögu Guðmundar beinist kastljósið meir að öðrum hlutum, semsé þeim sem felast í sjálfri fyrirsögn bókarinnar. Á bannárunum og nokkru lengur var bruggurum refsað harðlega og hélt hið opin- bera úti sérstöku embætti til að hafa hendur í hári þeirra. Em- bættismaður sá var manna á meðal kallaður »þefari«. Eins og fram kemur í sögu Guðmundar dæmdi almenningsálitið bruggar- ana samkvæmt klókindum þeirra til að leika á þefarann. Léti Bókmennlir eftir ERLEND JÓNSSON bruggari standa sig að verki sem síðan leiddi til þess að hann yrði handtekinn og sæti inni, lengur eða skemur, átti hann lítillar samúðar að vænta. En slyppi hann — að maður nú ekki tali um að honum tækist þráfaldlega að gabba yfirvöldin — mátti hann fara sínu fram eins og honum sýndist; brot hans var þá vegið og léttvægt fundið. Bruggararnir urðu sumir landsfrægir og gengu af þeim sögur sem ýktust og margfölduðust við að ganga mann frá manni og sveit úr sveit eins og þjóðsagna er háttur. Tvennt hygg ég megi þó fullyrða sem sögulega staðreynd: Bruggararnir voru til- tölulega fáir, og þeir fóru leynt með iðju sína. Að landabrugg og drykkjuskapur væri nokkru sinni eða nokkurs staðar á landinu jafnalmennur og lýst er í þessari sögu Guðmundar Halldórssonar held ég sé af og frá. Hvort tveggja taldist til undantekninga í þjóðlíf- inu og af því stafaði frægðin! í þessari sögu snýst — ekki allt en langflest — um brugg. Sagt er frá bændum sem eru í þessu sí og æ, brugga og selja, og hjá einum er svo tíður gleðskapur að naumast gefur eftir næturklúbb í stórborg. Komi gestur á bæ er honum annaðhvort gefið rausnarlega neð- an í því eða flaska í nesti nema hvort tveggja sé. Mæti maður manni á förnum vegi er líklegt að annar sé svo drukkinn að hann viti hvorki í þennan heim né annan. Mjólkurbílstjórinn sýpur duglega á við aksturinn. Kurfslegur og samansaumaður neftóbaksdurgur af gamla skólanum fer í kaupstað og labbar sig inn í hús þar sem svo stendur á að konan er ein heima, karl hennar á fylliríi, og er þá ekki að orðlengja að hann veitir henni landa og leggst síðan með henni — rétt eiris og maður sé að lesa ástarsögu eftir Maupassant! Að mínu viti hefur Guðmund hent hér hið sama sem oft hendir góða rithöfunda: Að einskorða sig um of við tiltekið efni með þeim afleið- ingum að aðrir nauðsynlegir hlutir láta sig vanta. I raunveruleikanum hefur sveitalífið alltaf snúist um búskapinn, svallbúskapur heyrt til hreinna undantekninga. Þó krepp- an næði ekki fremur en önnur hallæri að kæfa ástalíf unga fólksins hygg ég lítið hafi farið fyrir því miðað við það sem nú tíðkast á poppöld. Og bruggmál má ég segja að hafi verið mun færri en til að mynda smyglmál nú á dögum. Blóð sögunnar rann hægar og flestum reyndist nógu örðugt að draga fram lífið þó þeir eyddu ekki peningum í óþarfa. En fátæktin og harka lífsbaráttunnar kemur naumlega fram í þessari bók og það vil ég segja að sé annmarki á annars góðri skáld- sögu. Því breiddin er hér talsverð, margar sögupersónur og næstum jafnmargar manngerðir. Og alls ekki að tvíla að persónulýsingar eru með talsverðum raunsæisbrag. Ætla ég þó að Guðmundur reyni um of að aðgreina söguhetjur sínar með því að leggja sumum þeirra í munn talshætti sem þær eru síðan látnar tönnlast á í tíma og ótíma. Sérviska var að sönnu meiri í gamla daga en nú, en einnig hún taldist til undantekn- inga. Best sýnist mér Guðmundi takast upp í náttúrulýsingum og útilistun á ýmsum smáatvikum sem töldust til daglega lífsins og einkenndu það — þó smá væru. Bruggtækninni lýsir hann nákvæmlega og er það góðra gjalda vert því ekki minnist ég að hafa lesið slíkt í skáldsögu áður. En ég sakna jafnframt jafn nákvæmra lýsinga á fleiri athöfn- um sem settu svip á lifið — sveitalífið í kreppunni, sem var að vísu fáskrúðugt miðað við fjöl- breytni nútímans en engu að síður blæbrigðaríkt og markað sterkari sjálfsvitund en nú gerist. Ég segi þetta skýrt og skorinort því .vGuðmundur er ekki neinn byrjandi í skáldsagnaritun heldur höfundur sem gera má til strangar kröfur. Hvað á skáld að skoða og skyggna? Eru það ekki fyrst og fremst fínu drættirnir í svipmóti samtíðar hans að svo miklu leyti sem þeim verður komið til skila í frásögn. Guðmundur kann skil á dráttlist orðsins. Hann er málhag- ur. Þessi saga hans lifir á stílnum, fyrst og fremst. Ég hyllist til að líta á hana sem áfanga á lengri braut sem er vonandi ekki hálfnuð enn. Ef Guðmundur heldur stíl- þrótti sínum sem víkkar jafnframt sjónhring sinn út yfir mannlífið mun honum vissulega takast að senda frá sér skáldverk sem lesið verður og munað lengur en eina jólakauptíö og lengur en einn mannsaidur. Káputeikning Hilmars Helga- sonar er stílhrein og skemmtileg. Ef fjölskyldan er ekki fyllilega ánægð með Iitina í • blaupunkt geturðu skilað tækinu aftur! Við erum sannfærðir um yfirburði litasjónvarpstækjanna frá Blaupunkt. Tæknilega fullkominn búnaður þeirra og frábær hönnun tryggir viðskiptavinum okkar góð kaup. Þess vegna máttu skila Blaupunkt litasjónvarpstækinu aftur að viku liðinni, ef þið eruð ekki fyllilega ánægð með kaupin. Hvað gerir • BLAUPUNKT litasjónvörp áhugaverðari en önnur fullkomin tæki? 1. Ekkert, en litasjónvörp Blaupunkt eru í hæsta gæðaflokki. 2. Myndlampinn. Blaupunkt notar aðeins amerískan RCA myndlampa í tæki sín. 3. Skilarétturinn. Ef þér líka ekki litirnir, máttu skila tækinu að viku liðinni. Gunnar Ásgeirsson h.f. endur- greiðir fúslega kaupverð tækisins. 4. Ábyrgðin. Vegna reynslu okkar af Blaupunkt vörum hérlendis er ábyrgð okkar á myndlampanum 3 ár. 5. Verðið. Hagstæðir samningar, sem m.a. byggjast á vinsældum Blaupunkt meðal íslenskra sjónvarpseigenda, gera okkur nú kleift að bjóða þér litasjónvarps- tæki á betra verði en nokkru sinni áður. Skoðaðu önnur tæki, en komdu svo og fáðu þér Blaupunkt litasjónvarp! Blaupunkt geturðu skilað aftur að viku liðinni ef fjölskyldan er ekki fyllilega ánægð! Gunnar Ásgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16, simi 91-35200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.