Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 1
Bls. 33—64 Sunnudagur 19. nóvember Vladimir BukovsJcy 1976: Bukovsky loksins frjáls. Sovésk yfirvöld fluttu hann handjárnaðan úr landi í skiptum fyrir pólitískan fanya fráChile. Vladimir Bukovsky, fæddur 1942, haföi eytt meira en helmingi fullorö- insára sinna í sovéskum fangelsum, vinnubúðum og geðveikrahælum, þegar hann var látinn laus fyrir tveimur árum og hrakinn í útlegð í skiptum fyrir kommúnistann Luis Corvalan, sem var pólitískur fangi í Chile. Bukovsky mátti pola hinar ótrútegustu hörmungar á fangaferli sínum, en guggnaði samt aldrei og hélt jafnvel í fangavistinni ótrauður áfram hinni hatrömmu baráttu sinni gegn vinnubrögðum sovéskra stjórn- valda. Uppljóstranir hans um „með- höndlun" pólitískra fanga á svo- nefndum geðveikrahælum vöktu furöu og viðbjóð um allan heim. Svo staöfastur var þessi einstaki maður í baráttu sinni gegn harðstjórunum að hann hafnaði meira að segja boði peirra um frelsi nema peir lýsti fyrst yfir opinberlega að peir mundu hætta að beita geösýkisvopninu gegn andófsmönnum. Ævisaga Bukovskys, sem kom út fyrir skemmstu, er einstök lýsing á pví hvað pólitískir fangar í Sovétríkjun- um mega í raun og veru pola í dag prátt fyrir afneitun núverandi leið- toga á ofbeldisverkum Stalins. í Ijós kemur að Gulag-kerfið alræmda er enn við lýði, par austur frá, nema hvað fórnarlömb pess eiga nú yfir höfði sér geðveikrahælið auk fang- elsisíns og vinnubúðanna. — Hér er kafli úr bók Bukovskys par sem hann lýsir aðdragandanum að því pegar hann var handtekinn fyrst og vist sinni á vitfirringahælinu sem jafnvel sumir læknanna kölluðu „litla-Auschwitz“. Þessi kafli er styttur. Næstkomandi sunnudag munum við svo birta hér í blaðinu lýsingu Bukovskys á tveimur við- komustööum öðrum á píslargöngu hans: fangelsinu og fangabúðunum. 1959: Bukovsky siöasta skólaárið. Maður bjóst alltaf viö því að verða handtekinn en það var sama: þeir komu manni ævinlega að óvörum, og vanalega- lega þegar verst gegndi. Vinur minn einn hafði komið mér í kynni viö eiginkonu bandarísks fréttaritara. Einu sinni fór ég aö heimsækja hana, og þar sem ég stend á stofugólfinu rek ég augun í eintak af bók Milovan Djilas, „Hin nýja stétt", uppi í hillu. Ég hafði frétt af þessari bók en aldrei fengi færi að lesa hana. En nú sér kunningjakona mín, aö ég er aö horfa á bókina í hillunni. Hún bendir mér að segja ekkert; íbúöin var full af hlerunartækjum. Svo tekur hún bókina niður úr hillunni, fær mér hana, og fer aö tala um eitthvaö allt annað en lætur á sér skilja ð ég veröi aö skila bókinni daginn eftir. Mér þótti leitt að þurfa að böðlast í gegnum bókina á einni nóttu, fyrst ég var nú búinn aö ná í hana, og þurfa jafnvel að sleppa einhverju til þess að geta skilað henni á tilsettum tíma. Ég afréð því að Ijosmynda hana alla. Ég gerði það og skilaði bókinni síðan svo að lítið bar á. Svo fór ég að framkalla filmurnar. Ég var heila nótt að framkalla og kópíera og komst ekki í rúmið fyrr en farið var að morgna. En að kvöldi þess dags kvöddu KGB-menn dyra. Mér gafst ekki ráðrúm að fela neitt, ég var ekki alveg búinn að kópíera. Þaö var bersýnilegt hvers KGB menn voru að leita. Þeir litu ekki við ööru en filmunum og myndunum. Ég var handtekinn og farið með mig beina leið í Lubyanka-fangelsi. Þar var mér stungið í einangrunarklefa. Klefinn minn var númer 102. Hann var lítill, og að því er mig minnir alveg uppi undir þaki og slútti þakbrúnin niður á móts við miðjan gluggann. í klefanum var fleti, lítið borð og fata í salernis stað, og var þá klefinn nokkurn veginn fullur. Dyrnar voru svo þröngar að hurðin var tæpast nema fjöl. Var ekkert gat á henni til að rétta minn mat, eins og tíökaöist, heldur varð að opna dyrnar í fulla gátt, þegar komið var með matinn til mín. Hershöfðinginn ___________í höllinni___________ Það var á fjórða eða fimmta degi, að ég var leiddur fyrir Svetikni hershöfðingja, sem þá var æðstráðandi öryggislög- reglunnar í Moskvu. Hann hafði aðsetur í hálfgerðri höll, fyrrum bústað Rostopkins greifa, borgarstjóra í Moskvu á tíma Napóleonsstyrjaldanna. Höfðu verið gerð göng úr höfuðstöðvum KGB í smáhöll þessa. Ég má segja að ég hafi fengið glýju í augun, því þarna var íburður meiri en ég hafði vanizt, einkum upp á síðkastið. Þetta var líkast því að maður hyrfi aftur í tímann; ég var hálfviðbúinn því að rekast á konur í krínólínum og karla með hárkollur á göngunum. Hershöfðinginn reyndist vera smávax- inn maður, nærri dvergvaxinn, höfuðstór og illúðlegur. Hann sat við stórt skrifborð. Tveir menn sátu honum til annarrar handar, Ivanov ofursti, yfirmaður yfir- heyrsludeildar, og Mikhailov kafteinn, sá er hafði rannsókn míns máls með höndum, og voru þeir allir borgaralega klæddir. Þeir fóru að spyrja mig, en þaö tók fljótt af. Ég neitaði að svara nokkrum spurningum. Hershöfðinginn var þá ekkert að tefja tímann en setti mér úrslitakosti: hann væri með handtöku- og fangelsunarskipun og ætti ekki annað eftir en rita undir hana, og mundi hann gera það umsvifalaust ef ég segði sér ekki hver hefði lánað mér „hina nýju stétt“. Segði ég honum það hins vegar mætti ég fara heim strax. Það var svo löngu seinna, að ég komst að því að þeim haföi veriö fullkunnugt hver lánaði mér bókina Þaö var ekki það sem vakti fyrir þeim, heldur hitt að fá mig til þess að svíkja félaga mína, neyða mig til þess að gerast uppljóstrari. Þess vegna höfðu þeir handtekið mig. Um þaö bil mánuði síðar var ég fluttur í Lefortovo-fangelsi. Var mér nú gefið að sök að hafa „unnið andsovézkt lesefni með dreifingu fyrir augum“. Var þetta orðiö úr upprunalegri sök minni, þeirri að hafa undir höndum tvö ófullgerð eintök af bók Djilasar. Síðari hluti sakargiftarinnar á sér þá skýringu, að ég hafði ekki látið mér nægja að gera eitt eintak. Á geðveikrahæli _________í Leningrad_____________ Fangavist mín var rétt í þann mund að hefjast, þótt ég vissi það ekki þá. Og ég var reyndar skamma hríð í fangelsi í þetta sinn; næst var ég sendur í geðveikrahæli. Það liggur við að setji að mér hlátur er mér verður hugsað til þess hve ég varð feginn að heyra að ég hefði lýstur ófær um að mæta fyrir rétt. Ég hafði heyrt þó nokkuö sagt af geðveikrahælinu á Arsenal t' Leningrad, og eftir þeim fregnum að dæma var vistin þar nokkrum mun betri en í fangabúðum. Á Stalínstímanum þóttust menn heppn- ir, og töldu margir það hafa bjargað lífi sínu, að lenda í geðveikrahæli en ekki fangabúðum, og það eru ófá dæmi þess aö geðlæknum tókst að bjarga mönnum með því að heimta þá til meðferðar. Að „Geðveikrahæli betta var í rauninni bara veniuleqt fanqelsi. klefarnir voru fanqaklefar. rimlar fyrir qlunqum. og um- hverfis hár miir, qaddavírsqerði oa vopnaðir verðir..."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.