Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NOVEMBER 1978 Erlent vísindarit með fyrirlestr- um fluttum á ráð- stefnu í Reykjavík Bændur athugið Út er komin bók með fyrirlestr um um endurvæðingu lands, sem fluttir voru á ráðstefnu, er haldin var í Reykjavík dagana 4, —10. júlí 1976 á vegum vistfræðinefnd- ar Vísindasjóðs NATO. Bókin heitir Niðurrif og upp- bygging vistkerfa (The Breaddown and Restoration of Ecosystems). Ritstjórar eru M.W. Holdgate og M.J. Woodman. Útgefandi er Plenum Press, New York og Londdon 1978 Bókin er 496 bls. að stærð, með línuritum og teikning- um. 1 bókinni eru 30 fyrirlestrar meðal annars um íslenzk viðhorf og viðfangsefni. Fyrsti hluti bókarinnar fjallar um vistkerfi sem heildareiningu og hvernig það starfar með innbyrðis samspili ótal lífvera og samskiptum þeirra við umhverfið. í öðrum kafla er fjallað um röskun vistkerfa bæði á þurru landi og í ám og vötnum, og eru einkum nefnd dæmi af svæðum við Miðjarðarhaf og í vestan- og norðanverðri Evrópu. Að lokum er skýrt frá viðleitni til þess að lagfæra þá röskun sem orðin er, með því að byggja upp lífríki ferskvatns, endurheimta frjósaman jarðveg og stuðla að því að gróður og dýr endurnemi hin eyddu svæði. Meðal fyrirlesara voru fjórir íslendingar sem fjölluðu um hér- lend viðfangsefni. Dr. Sturla Friðriksson skrifar um „Hrörnun hins íslenzka vist- kerfis". Sveinn Runólfsson gerir grein fyrir „Landgræðslu á íslandi". Hákon Bjarnason ritar um „Uppblástur, skógrækt og endur- svæðingu lands, og Þór Guðjóns- Athygli er ðryggi son skýrir frá „Ferskvatnslífi og fiskræktaráætlun á íslandi“. Bókin fjallar að nokkru leyti um friðun, en í víðum skilningi þess orðs, þar sem í erindum og umræðum er lögð áherzla á varðveizlu séreinkenna og heildar- svips umhverfis og vistkerfa jafn- framt því sem gert er ráð fyrir að maðurinn hafi afnot af gæðum þeirra. I bókalok er listi yfir þá, sem sátu fundinn, og voru þeirra á meðal margir íslenzkir vísinda- menn. Einar Ágústsson fyrrv. utan- ríkisráðherra setti fundinn, en Sturla Friðriksson sá um skipulag fundarins hér á landi.' . H Vorum aö fá nokkur stykki af PARMITER heyskerum. Þessir heyskerar vöktu geysilega athygli á Landbúnaöarsýning- unni s.l. sumar. Þeir eru auöveldir í tengingu viö allar tegundir dráttarvéla og fljót- virkir í notkun. Meö þeim fylgir áttfaldur vökvadeilir svo og allar slöngur og tengi sem meö þarf. Leitiö nánari upplýsinga. vtiáccce SUNDABORG Klettagördum 1 Simi 8-66*80 Brauöristar 5gerdir Rowenta KG-84Minutugrill vöfflujárn, brauögrill allt í einu ---------taki Grillofnar Djúpsteikingarpottar 2 geröir / Harþurrkur j Harliöunarjarn meö eöa án gufu Vöfflujárn meö telfon húö SKOÐIÐ OG KAUPIÐ ROWENTA RAFTÆKI í NÆSTU RAFTÆKJAVERZLUN Vörumarkaðurinn hf. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.