Morgunblaðið - 19.11.1978, Side 29

Morgunblaðið - 19.11.1978, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 61 | VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100 KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI gjarnan að þulunum verði gefið aftur aukið tækifæri til þess að spjalla við hlustendur: „Vill ekki útvarpsráð sjá svo um að við fáum okkar garnla góða morgunútvarp aftur, láta þennan svokallaða morgunpóst hverfa eða færa hann til í dagskránni, það væri þá meiri von um að einhverjir fleiri hlýddu á hann. Það ætti að vera hægt um hönd að spila þessar spólur á einhverj- um öðrum tíma, stjórnendur þessa þáttar sofa svefni hinna réttlátu á morgnana meðan þrumað er yfir okkur úr póstinum, þó að tæknin komi því þannig fyrir að þeir séu önnum kafnir að tala við fólk, hressa það á kaffi og hvaðeina. Mér heyrðist þeir spyrja Silju Aðalsteinsdóttur álits hennar á morgunútvarpinu. Ef mér heyrðist rétt, saknaði hún aðallega tónlist- arinnar á morgnana, en bætti því við að það væri kannski af því að hún hefði svo óþroskaðan tónlist- arsmekk. Hafi mér heyrst rétt, tel ég ekki að í morgunútvarpi hafi verið leikin nokkuð frekar hljóm- list sem hæfði óþroskuðum frekar en hinum. Frekar finnst mér að hér hafi verið rataður sá gullni meðalvegur, að allir fengju eitt- hvað við sitt hæfi, að ógleymdum skemmtilegum innskotum frá okk- ar ágætu þulum ásamt ýmsum fróðleiksmolum sem hnjóta með. Það segir sig sjálft, að í ys nýrisins dags muni hljómlist af einhverju tagi ná frekar eyrum fólks en talað orð. Svo að endingu eina spurningu: Er ekki ódýrara fyrir útvarpið að hafa morgunút- varpið í sínum gömlu fötum, því trúlega kostar morgunpósturinn meira eins og ný föt kosta venjulega. Ein úr Vík í Mýrdal Það mun að nokkru leyti mis- skilningur hjá bréfritara að þættir Morgunpóstsins séu að öllu leyti teknir á segulband, þar sem t.d. er vitnað til dagblaðafrétta þann sama morgun og þátturinn er fluttur. En hvort finnst lesendum betra rabb og efni stjórnenda Morgunpóstsins eða morgunspjall þulanna sem svo lengi hefur vakið landsmenn? Þessir hringdu . . • Reynsla í vegagerð Gamall bóndi vildi gera að umtalsefni vegagerð landsmanna og taldi hann að ekki væri alltaf farið að ráðum fróðustu manna þegar valin væru vegarstæði á landinu og átti þá helzt við fjallvegi þar sem t.d. snjóþyngsli geta teppt vegi svo og svo marga mánuði á ári. Bóndinn aldni vildi ekki nefna neitt sérstakt dæmi, en sagði að sér hefði stundum fundizt vegagerðarmenn ekki gera nema litlar tilraunir til að leita ráða þeirra gömlu bændanna til þess að fyrirbyggja e.t.v. að vegir yrðu lagðir þar sem snjóþyngsli væru, ef hægt væri með einhverju móti að þræða framhjá þeim. Þessu vildi bóndinn koma á framfæri í mesta bróðerni við verkfræðinga og aðra sérfræðinga í vegagerðar- málum og taldi rétt að þeir ræddu jafnan við menn í þeim sveitum þar sem þeir væru að leggja vegi það og það skiptið. HÖGNI HREKKVÍSI 'HAHH ÓELOe MIÐA '4 " M.AÍ?KAÐ\ TQHL£\KANA t»\HA‘" 83? %\OeA WöGA í VLVtmi Barnafataverslun til sölu Hefi til sölu verslun í Miðborginni í ódýru leiguhús- næöi. Upplýsingar hjá undirrituðum. Bergur Guðnason, hdl. Langholtsvegi 115 Sími: 82023. Þannig mun bókin okkar líta út -TIUÖRNU -STRIÐT mm m M m yfrlysing frá Erni og Örlygi í Stjörnustríði getur borgað sig að bíða, og eitt er víst að þeir sem vilja velja sér Stjörnustríð eru beðnir að vera þolinmóðir því bókin okkar STJÖRNUSTRÍÐ, sögu- bók í máli og myndum, er á leiðinni til landsins. Bókin er fyrst og fremst ætluð börnum og unglingum, með léttum og liprum texta og fjölda litmynda á hverri síðu. í þessu sambandi viljum við minna foreldra á þá alkunnu staðreynd, að það er ekki alltaf sama í hvora Keflavíkina maður rær og biðin gæti forðað stjörnuhrapi. Bókaútgáfan (T£\ Örn og Örlygur ' \£T 3 Vesturgötu 42, sími 25722 VA|ý/V£y VZ 0WlN Eitrmv \co/\ftfí06. 'Qvwvr fifo 9>m KT& Cslföl NÓN4'7 Vfál K/.OKK'AV GVEHW.\\/\W E$ vli/l' klokkaa/ vIéWo W V6U iOGGl! %G LK ‘omoZ VlEQ EM KV5N50' \IAW KLV/OK t/L A <bLA6-J \H0 VEÍ AfO \(LWP4 A KOLLUJA/ A /^ZÖKMV ^ \\m mjá Mim I fc £ Mm\t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.