Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 SVIPUR hálf-fáránlegt og gerir sér mat úr því. Honum verður flest að gríni. Einkum þó trúmál. Hann var alinn upp í strangri kaþólsku, eins og Irar flestir, en er löngu búinn að kasta barnatrúnni og „orðinn guðleysingi, guði sé lof“, að því er hann segir. „Það vill mér til, að það er kappnóg um brjálæði, trúmál, lög og reglur í heiminum. Annars hefði ég ekki haft um neitt að taia og orðið að gerast látbragðsleik- ari.“ Látbragðsleikari, blaðamaður eða lögmaður. Hann reyndi sig raunar í blaðamennskunni, en gekk ekki. Faðir hans var framkvæmda- stjóri The Irish Times. Afi hans var velmetinn lögmaður, og föður- bróðir hans sömuleiðis. Frændi hans þessi var þekktur að góð- mennsku, svo og að sérvizku, en ekki sízt að því að hundurinn hans sat jafnan úti fyrir dyrum dóm- salarins, er frændinn flutti mál, og sötraði Guinness úr krús sem sett var fyrir hann. En hvað um það: Dave Allen er kominn af traustum miðstéttarættum og ólst upp við öryggi og ágæt efni. Það er fremur óvanalegt um atvinnugrínkalla. „Eg ætlaði mér aldrei að verða brandarakall að atvinnu," segir Honum verður flest að gríni hann. „Ég leiddist bara út í þetta og einn góðan veðurdag var ég orðinn vanur og sjálfsagt aö halda áfram. Ég byrjaði 18 ára. Ég hefði getað lagt hvað sem var fyrir mig, það rak mig engin nauður út í þetta.. Hann fór alfarinn frá Dublin tæpt tvítugur. Nú hefur hann tvo um fertugt. Hann kemur sárasjald- an til Dublin nú orðið; það er helzt til að horfa á rugbyleik. Hann lagði leið sína fyrst til London þegar hann fór að heiman. Reyndi sig í blaðamennsku, eins og áður sagði, en varðfljótlega að „skipta um VER RAN & GRIPDEIL SPADOMAR Enn er heimsendir í nánd — og í þetta sinn verður hann í Ástralíu ef marka má spádóma. Það er eins og vant er, að sumir eru fyrirhyggjusamari en aðrir. Þeir fyrrnefndu, sem eru reyndar ekki nerna 100 í allri Ástralíu, hafa tekið sig upp, yfirgefið heimili sín og setzt að á mörkum úti. Þar hyggjast þeir mæta örlögum sín- um, eða réttara sagt ætla þeir að vera þar meðan umheimurinn mætir sínum örlögum. Þetta fólk er á ýmsum aldri, karlar konur og börn, og komið úr ýmsum starfs- stéttum. Það hefur búið um sig úti í eyðimörk yzt í Nýja-Wales, svo sem 800 kílómetrum norðan við Sydney, og kallar þar Heimsenda. Þetta er orðið dálítið þorp, lágreist að vísu, kassafjalakofar og yfir- byggðir vagnar mestan part. En neðanjarðar eru tvö rammger byrgi og þar komið fyrir ársbirgð- um matar og annarra nauðsynja. Þar á að bíða heimsslitanna. Það er leiðtogi hópsins, John nokkur Strong, fyrrum bygginga- verktaki, sem fékk vitrunina um heimsendinn. Upphaflega sýndist honurn 31. október líklegastur dagur, en nú er 31. október liðinn og almennur heimsendir ókominn, svo það verður víst að breyta dagsetningunni. í þetta sinn ætlar Strong sér rúman tíma: nú spáir hann heimsendi einhvern tíma fyrir októberbyrjun á næsta ári. Strong reisir spádóm sinn á dularfullum vísbendingum í Biblí- unni svo og flókinni stærðfræði- formúlu. En heimsendinn sér hann þannig í anda, að Sovétmenn muni leggja Ástralíu og önnur frjáls ríki í eyði í kjarnorkustríði, en síðan senda innrásarsveitir á vettvang og setjast að. Fólkið á Heimsenda valdi sér bústað með tilliti til þess að komast fyrst af úr kjarnorku- árásinni en leynast síðan innrás- arsveitunum. Er þá fljótséð að ekki mega margir vita af staðnum, enda hafa Heimsendabúar gætt hans vel. Það er fátt um hann vitað nema hann er fjarri öðrum byggðum. Hópurinn er búinn að hafast þarna við í rúmt hálft ár. Lengi vel vissi enginn utanaðkom- andi um staðinn, og ekki fyrr en kona nokkur í Melbourne tók sig upp og fór að leita vina sinna <J Að gera klárt fyrir heimsendi tveggja sem höfðu slegizt í Heims- endahópinn. Hún leitaði þar til, hún fann. Hún sagði svo frá, að fólk þetta kvæðist engrar sértrúar, heldur aðeins kristið og tryði heimsslitaspám Biblíunnar — og spádómum Strongs leiðtoga sins. „Mér sýndist flestir þarna með fullu viti,“ sagði konan. „Þó var það heldur niðurdrepandi þegar fram í sótti, að enginn virtist hafa áhuga á neinu nema endalyktum siðmenningarinnar. Menn voru yfirleitt ekki til viðræðu um annað.“ Henni sagðist einnig svo frá, að hver fullorðinn í hópnum hefði lagt af mörkum janvirði 300 sterlingspunda (u.þ.b. 185 þús. kr.) til matarkaupa og annarra nauð- synja. Karlmennirnir höfðu tekið að sér að reisa byrgin, sem eru tvö, hvort um sig fimmtíu metrar á lengd og tveir metrar niður á þau. Konurnar höfðu hins vegar bakað 1000 ávaxtatertur meðal annars og keypt inn hrísgrjón, kartöflur og niðursuðumat í tonnatali, enn- fremur 1800 rúllur af klósettpapp- ír svo að nokkuð sé upp talið. Þessu var síðan komið fyrir niðri í byrgjunum, og er nú vonandi að heimsendir komi áður en ávaxta- terturnar fara að mygla ... - GRÁHAM LEES Það var í fréttum fyrir stuttu, að Frakki nokkur, Jacques Golisset. vaknaði upp við það um nótt, að einhver var á ferli í húsinu. Golisset greip tii hyssu sinnar, er hann geymdi við rúmstokkinn til varnar við innbrotsþjófum, og læddist niður stiga. Ilann kom auga á mann við eldhúsdyrnar og var þá ekkert að kanna málið frekar en hleypti af. Maðurinn reyndist vera átta ára gamall sonur hans. Stephane. og hafði verið að sækja sér vatn að drekka. Ilann lézt af skotinu. En því er þessi saga endurtekin hér. að hún hefur verið mikið til umræðu í Frakklandi undanfarið og lýtur að vandamáli sem mjög hefur færzt í vöxt þar. Sem sé því, að innhrotum hefur stórfjölgað, án þess lögreglan fái rönd við reist. og almenningur er farinn að taka til sinna ráða — sofa með byssu við rúmstokkinn og skjóta óboðna næturgesti án þess að spyrja þá að nafni eða erindi. Það er skiljanlegt í sjálfu sér, að almennir borgarar snúist til varnar þegar vcrðir Iaganna megna ekki að veita þeim vernd. En almenn sjálfsvörn getur sem sé haft ískyggilegar afleiðingar. Og margir telja það vafasamt nú sem endranær, að hver og einn taki liigin í sínar hendur. Til eru þeir þó sem telja það ekki ncma sjálfsagt, ef þurfa þykir. og þeirra á meðal er uppgjafadómari nokkur, Francois Romcro, er stofnað hefur samtök skoðanabræðra í þessu efni og hvetur alla heið- virða húseigendur, kaupmenn og aðra sem einhverra cigna hafa að gæta. að vopnbúast og veita ránsmönnum varmar viðtökur. Romero segir tekið mildilega á innbrotsþjófum en húseigandi sem særi eða drepi þjóf sé dæmdur likt og hann cigi að baki áratuga-glæpaferil. Romero kveð- ur dauða Stephane Golisset hafa verið einstakt slys og sé ekki hægt að draga af því neinar víðtækar ályktanir. Eru skoðanir Romeros yfirleitt all-eindregnar. Ekki alls fyrir löngu hélt hann ræðu á horgarafundi í einu MORÐ í Parísi Fréttamaður kominn á staðinn að spjalla við nærstadda. ÍFrakklandi fara þeir vopn- aðir í háttinn úthverfi Parísar og komst þá svo að orði. að „það er nú komið á daginn. að Frakkland byggja tvær þjóðiri heiðvirðir mcnn og ræningjar...“ Nú eru vitanlega margir and- vígir Romcro og skoðunum hans. Ilefur verið bent á margar hættur samfara því að almenningur vopnbúist. t.d. slys á borð við það er Golisset skaut son sinn. — og slíkt hefur gerzt oftar upp á Dave Allen er merkilegur skemmtikraftur. Hann er jafnan auglýstur brandarakall, en segir aldrei brandara nema fyrir til- viljun eða óviljandi — að því er virðist. Eins og hann segir sjálfur: „Ég labba bara um og tala. En mér þætti vænt um ef þið stilltuð ykkur um það ...“. Hann er óvanalegur að ýmsu öðru le.vti. Hann er írskur að ætt og uppruna, eins og flestir vita; var heitinn David Tynan 0‘Mahoney, en er sem sé búinn að leggja það nafn af opinberlega. Og það verður ekki sagt um hann, að hann svari til þeirra hugmynda sem fólk gerir sér yfirleitt um Ira, og sízt af öllu íra þá sem ganga aftur í skrítlum. Hann lítur yfirleitt alls ekki út fyrir að vera brandarakall, þegar hann gengur fram á sviðið. En hann getur sagt brandara, það geta milljónir manna vottað. Hann skortir ekki áheyrendur. Allen hefur verið kallaður „skemmtikraftur hugsandi manna“. Það er ekki svo vitlaus lýsing. Hann er frjálslyndur í skoðunum. Hann er ekki reiður yfir ranglætinu í heiminum, öllu heldur gramur; honum finnst lífið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.