Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 M ORÖilM- KAFP/NU Ertu búinn að bíða hér voða lengi, elsku vinur? 1156 Pssst... WBL- barna er hann þessi. sem er að yrkja um dásemdir haustsins! Hversu langt má ganga? BRIDGE Umsjón: Páil Bergsson Venjan er að í daglcga lífinu sleppir sá sem valdið hefur því ekki fyrr en á heppileKum tíma oií jafnvel ekki fyrr en í nauðirn- ar rekur. Siimu venjur ættu að Kilda í hrid/íe en þó er oft misbrestur þar á. Gjafari austur, allir á hættu. Norður S. G8652 II. D874 T. 98 L. D5 Austur Vestur S. Á973 S. D104 H. 1093 H. G652 T. Á73 T. 64 L. ÁG6 L. K832 Suður S. K H. ÁK T. KDG1052 L. 10974 álil ll/- 7778 COSPER----------- Auðvitað elska ég þi/í, annars myndi ég ekki láta sjá mig með þér hér á baðstriindinni! „Kæri Velvakandi. Tilefni tilskriftar minnar eru hjálagðar auglýsingaúrklippur úr Dagblaðinu og Vísi, sem hafa þann fáheyrða, siðlausa boðskap að flytja að í öðru tilfellinu hjón um þrítugt og í hinu tilfellinu þar að þau séu frjálsleg í ástarmálum og nú sé öllum boðið uppá að kynnast anda hins frjálsa kynferðislífs. Er hér um samspil tveggja para sem undanfari að hóruhúsi? Ég held að það varði við lög að hvetja gift fólk opinberlega til framhjá- halds og kynsvalls og greinilegt er að ekki er um nein aldursmörk að ræða þannig að ég sé ekki betur en að reynt sé að tæla unglinga, án tillits til aldurs, til kynsvalls. Spurningin er sú og er henni beint til yfirvalda dómsmála og siðanefndar blaðamanna einnig, hversu langt geta eða mega blöðin ganga í að birta afsiðaðar auglýs- ingar sem hér um ræðir og hafa birzt eins og framhaldssaga í Dagblaðinu og Vísi að undanförnu. Einnig skal á það bent að auglýs- ingar undir einkamál í báðum biöðunum, einkum Dagblaðinu, hafa vakið hneykslun almennings þar sem auglýst hefur verið í sama dúr, þ.e. auglýst eftir kynnum við gift eða ógift fólk. T.d. Karlmaður óskar eftir kynnum við konur á öllum aldri, giftum eða ógiftum. ^nior Slíkar auglýsingar hafa birzt í Dagblaðinu alltof oft og í Vísi en þó sjaldnar. Það er ósk mín að ósóminn verði stöðvaður því annað er ekki sæmandi þjóð sem telur sig einhverju skipta siðferði og kristindóm. Það er ósæmandi þjóðinni að verða fyrir áföllum siðferðilega vegna kapphlaups í auglýsingum blaðanna. Ef þau geta ekki þrifizt nema leyfa slíka afsiðun, sem ég kalla svo, ættu þau bara að fá að lognast út af. Kristinn maður.“ An þess að Velvakandi ætli sér að verja umrædd dagblöð eða auglýsingar þeirra má benda á að þær auglýsingar sem hér hafa verið til umræðu lýsa vart öðru en siðferði þeirra sem auglýsa, en ekki siðferði blaðanna sem þær birtast í, enda bera blöðin varla nema takmarkaða ábyrgð á aug- lýsingum sínum. En óski menn áframhaldandi umræðna um þessi mál skal því ekki mótmælt, en óskað hinsvegar eftir að skrifað sé undir nafni. • Nokkur orð um morgunútvarp Kona frá Vík í Mýrdal skrifar hér nokkrar línur um álit sitt á morgunútvarpinu og vill hún Eink a«i áf 'Stórglæsilega konan [sem auglýsti í DB l.11. sl.; MyndarJegUr !sTenUvarrflaSaU8,ýSÍngUna Þann 3 “ nú Zro ð° semnaðsenda tilboð, biður nu stórglæsdegu konuna að senda sér til boð ásamt sem mestum im^i um sig ™ I0. þ.m. I <&ka ,viðfrjáiZK*nnun f ára’ OgifUnT konu áalci ~~~~ rjfglæS',CgU konuna að sei J e'nnig"ti) 6a-gllta, fn?k . 'nurn I7~~ bo6 áLsamt sem mestum uppl. ur me^Curh8aminSusöm“ * |Einkamái ^ j me0sv‘PuOliZ7J kynnnm mim' Ungt par sem aðhyllist frjálsræði Um eift eða A„ /Öhorf- Einu oal '1 I ástarmálum óskar eftir kynnum Sem'zBllí flSlL- . ollCJir h\ fAlIr moA cnrrm clrníSnnir C*ift =•■* coa Aov -^nuoiu- I ástarmaium osKar eiur Kynnum !em eru fó>k er að r » Þ viö fóik me& sömu skoðanir, gift afereiðshinn trúna<brmái i Sv eöa ó8ift' Pör eöa einstaklinga merkt „666” egg,st", Svör ásamt upplýsingum sen Mn ~~ —— * foriK vorhnr maltílör sem _ ___ farið verður með sem algjört , trúnaðarmál leggist inn á augld. Oska eftir kynnu . a\drinum 17—35 Visis merkt Gagnkvæm ánægja viðfrjáKlynda konuáa rkcmurW ára,ógiftaeðagta^n ^ u. naöarm4 , .___ einnig «\ grema^ A ö DB. merkt. Svar ieggist mn á atgr Tilbreytmg-' • Að þessu sinni fikruðu spilar- arnir sig ekki hátt í sagnastigan- um. Austur opnaði á einu laufi, suður stökk í tvo tígla og fleiri urðu sagnirnar ekki. Óvenjuleg lokasögn í bridgedálki ekki satt. Vestur s|úlaði út lauftvisti og fimmuna tók austur með gosa. Honum þótti þá rétt að gefa eftir vald sitt á trompinu og tók á tígulás og spilaði aftur tígli til að koma í veg fyrir lauftrompanir í borðinu. Suður tók slaginn og eftir þetta var auðvelt að vinna spilið. Ilann tók einn trompslag til og bjó sér síðan til slag á lauf. Þannig gaf hann aðeins fimm slagi, þrjá á lauf og á ásana tvo í spaða og tígli. Slétt unnið. Austur var heldur fljótur á sér eftir fyrsta slaginn. Ekki var tími til kominn að gefa frá sér valdið á tromplitnum þegar hann tók á tígulásinn. Betra var að spila þá lágum tígli. Sagnhafi fengi slag- inn, spilaði aftur laufi, nú eða tígli, en austur hefði þá algert vald á stöðunni. Mundi eftir tígulásinn spila sínu þriðja laufi og fá síðan að trompa lauf og yrði það sjötti slagur varnarinnar,- JOL MAIGRETS Framhaldssaga eftir Georges Simenon. Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaói. 38 sveit. Hann á sumarhústað og þar er stúr I<>ð og ég held hann hafi grafið líkið þar eða kastað því í ána. Ég veit ekki hvort. Enginn hefur að því er ég bezt vcit spurzt fyrir um herra Boissy, hvorki fyrr né síðar. — Tókst yður að koma Lor illeux einum síns liðs af stað til Belgíu? — l>að var ekki ýkja erfitt. — Og síðan tókst yður líka að halda honum í burtu í hartnær fimm ár? — Ég skrifaði honum. poste restante. og sagði honum að hann væri eftirlýstur og að ásta-ðan fyrir því að ekkert sta“ði um hvarf hans í blöðun- um væri vegna þess að með því ætti að reyna að lokka hann fram úr fylgsni sínu. Ég sagði að lögreglan vari stöðugt að kveðja mig í yfirheyrslur. Ég átti meira að segja frumkva-ði að því að hann hélt til Suður-ameríku .... — En hann kom aftur tveim- ur mánuðum síðar. — Hafið þér sent honum peninga? — Ekki mikið. — Og hvers vegna ekki? Hún svaraði ekki að bragði en hvarflaði augum á klukk- una. — Hafið þér hugsað yður að taka mig með yður? Ilvað ætlið þér að ákæra mig fyrir? Ég hef ekkert gert! Ekki myrti ég herra Boissy. Ég var ekki viðstödd þegar hann var ráðinn af dögum. Ég hjálpaði ekki til að íela líkið. — Hafið engar áhyggjur. Við höfum nóg. Þér hélduð cítir peningunum vegna þess að alla ævi hafið þér girnzt peninga ekki beinlínis til að eyða og spenna heldur miklu frekar tií að vita að yður verður ekki fjárvant. — l>að er mitt mál. — Þogar Lorilleux furðaði sig á því nú upp á síðkastið hvers vegna þér gætuð ekki komið honum tii liðs, va*nti ég þér hafið haft sjúkleika Colette sem fyrirslátt og þér hafið sjálfsagt sagt að ógerningur væri að komast að felustaðnum. Ekki satt? Svo hafið þér reynt eftir mætti að fá hann á ný til að hverfa úr landi. — Ilann var um kyrrt í París og var í felum. ósjálfrátt brosti hún ha'ðnis- lega og rak síðan upp kulda- hlátun — Þvílíkur fáráðlingur. Hann hefði getað látið alla sjá sig og haft samneyti við hvern scm var, það hefði engu breytt fyrir hann og engum hefði dottið f hug að taka hann fastan. — En svo datt honum í hug að búa sig eins og jólasveinn. En málið var bara að peningarnir voru ekki lengur undir fjölunum. Ég geymdi þá f saumakassanum mfnum. Iiann hefði ekki þurft annað en lyfta lokinu. — Eftir níu mfnútur — kannski fimmtán — kemur maðurinn yðar. — Lorilleux sem er kominn inn í húsið veit um það, vcgna þess hann hefur aflað sér allra nauðsynlegra upplýsinga. Hann vissi að Martin var í Bergeroc og hann heíur trú- lega fylgzt með lestartfmunum. Hann hlýtur að vera að nálgast .... Það kæmi mér á óvart ef hann væri óvopnaður. Hafið þér í hyggju að bíða eftir þeim báðum? — Takið mig með yður. Ég ætla bara að kasta yíir mig kápunni... — Kvittunin..... — Hún er í ábyrgðar- póstkassanum á Boulevard Beaumarchais. Hún gekk inn í svefnherberg- ið og lokaði ekki á eftir sér. Án þess að sýna af sér minnstu fcimni svipti hún af sér morgunsloppnum. settist á rúmstokkinn og klæddi sig í sokka. Síðan steypti hún yfir sig kjól og jakka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.