Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.1978, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978 Þorbergur Kjartansson og frú Guðríður á heimili þeirra á Bollagötunni. Ljósm. Emilía. Þýskir njósnarar, skjótið þá Viðtal við Þorberg Kjartansson um ýmis æfintýri á lífsleið hans — Ég man eftir jarðskjálftunum miklu á Suðurlandi 1898 eins og Þeir hefðu verið í gær, sagði Þorbergur Kjartansson við blaðamann Mbl., sem hafði heimsótt hann vegna umtals um að vart yrði langt að bíöa næstu stórskjálfta á Þessu svæöi, Þar sem spenna hefur veriö að safnast upp í berggrunninum. — Þetta var á afmælisdaginn minn 27. ágúst. Ég var fimm ára gamail, segir Þorbergur. — Foreldrar mínir bjuggu Þá á Velli í Hvolhreppi, í nánd við upptök skjálftans. — Það var fjarska gott veður og pví vorum við bræðurnir þrír óvanalega lengi úti um kvöldið að ærslast. Á ellefta tímanum fóru að heyrast voöalegar, óhugnanlegar drunur, komu úr áttinni frá Heklu. Svo reiö skjálftinn yfir. Sá fyrsti og líklega sá stærsti. Þarna eru rennisléttir vellir. Jörðin lyftist. Kom í bylgjum. Við skullum allir um koll. Nú skulum við passa okkur á Þeim næsta, sögðum við og Þótti Þetta bara gaman. Við héldum að við mundum geta hlaupið með öldunni. Einhver stund leið milli hrynanna. Þegar næsti kippur kom, kútveltumst við auðvitað aftur. Ég man aö klukkan var ellefu, Þegar Jón, yngsti bróðir minn sem Þá var Þriggja ára, var borinn út úr bænum, Því að hann grét svo mikiö. Móöir mín tíndi saman brekán og bjó til skýli yfir okkur aö sofa í. Þá voru engin tjöld til. íbúöarhúsið sem var myndarleg bygging úr timbri og torfi, var óskemmt. Útihús skemmdust og alls staðar voru sprungur í jörðina. En víöa hrundu bæir í Þessum jarðskjálfta. Þorbern Kjartansson þekkja flestir Reykvíkinfíar. Hann rak með bróður sínum Runólfi París- arbúðina í Reykjavík í áratugi. H'inir bræðurnir voru Ólafur, sem fór til Oxford eftir verzlunarskóla- próf og síðan til Vesturheims, og Jón Kjartansson lögfræðingur, alþingismaður Vestur-Skaftfell- inga og ritstjóri Morgunblaðsins. Foreldrar þeirra, Kjartan Ólafs- son og Oddný Runólfsdóttir, höfðu flutt frá Skál á Síðu 1891, að bænum Velli, skammt frá þar sem nú er Hvolsvöllur. Það voru þau í 4 ár, en þá bauðst góð jörð á heimaslóðum, Neðrídalur, sem Halldór Jónsson, kaupmaður í Vík, átti, en kona hans Matthildur var föðursystir Þorbergs. — Þetta var þægileg jörð, segir hann. En svo veiktist pabbi aldamótaárið og dó. Það var erfitt fyrir móður mína með okkur drengina fjóra, en hún átti góða að. Heimilið tvístraðist. Halldór í Vík og Matthildur tóku Jón og komu honum til mennta. En við hinir fórum með móður minni að Holti á Síðu til afa, Runólfs Jónssonar hreppstjóra og riddara af dannebrogsorðunni, sem bjó þar stórbúi. — Afi var feikilega lögfróður og vann ýmis erfið mál. Hann hafði á sér harðneskjulega skel, en var fjarska góður í sér. Ég man að margir sem komu og báðu um matbjörg, fóru frá Holti með heilu hangikjötsskrokkana. Það var alltaf mjög mannmargt á heimil- inu. Ég man til dæmis að dönsku landmælingamennirnir héldu til hjá okkur, en fylgdarmaður þeirra var Ögmundur Sigurðsson skóla- stjóri Flensborgarskóla, sem ég átti eftir að hafa meiri kynni af. • Hannes kom öll- um að óvörum — Mér er mjög minnisstætt þegar Hannes Hafstein, þáverandi ráðherra, koma ð Holti. Afi var heimastjórnarmaður og ákafur stuðningsmaður hans. Hannes bauð sig fram þarna 1908. Á Kleifum skammt frá Kirkjubæjar- klaustri átti að halda fund. Andstæðingar Hannesar, Lárus á Klaustri og séra Magnús prófastur á Prestsbakka, sem voru stuðn- ingsmenn Björns Jónssonar hugs- uðu gott til glóðarinnar. Þegar menn komu á staðinn var Hannes Hafstein mættur þar, öllum á óvörum. Það kom á þá Lárus og sr. Magnús, en Hannes hélt langa ræðu, talaði í klukkutíma, Gár- ungarnir mældu ræðuna í álnum. Ég man þetta vel. Sumir komust ekki inn í húsið. Byrjað var á því að kjósa fundarstjóra. Sr. Magnús var kosinn og var því ekki lengur ræðumaður. Hannes var heljar- mikill rumur og alveg stórkostleg- ur. Enginn bað um orðið á eftir honum nema Páll, bróðir Gísla Sveinssonar. En Hannes sagði: Þið þurfið ekkert að vera að hlusta á þetta. Þetta er bara upptugga úr Isafold. Lesið bara ísafold! Þeir gáfust hreinlega upp. Ekki varð af því að Lárus talaði. Á eftir varð heilmikil keppni milli þeirra Lárusar og sr. Magnúsar, því báðir vildu að Hannes gisti hjá sér. En hann sagðist fara til Runólfs í Holti, þótt það væri klukkutíma reið eða meira og yfir vegleysur að fara. Við strákarnir vorum aldeilis stoltir af því. Oddný móðir mín matbjó, enda var hún vön að elda ofan í stórkarla, sem komu. Ég man að við strákarnir fórum að máta heljarmikið belti, sem Hann- ea var með. Það var svo stórt, að við hefðum komist allir í það, því Hannes var svo sver. Þegar hann fór, kvaddi hann alla með handa- bandi, sagði: Óska þér sigurs! Líka við okkur strákana! — Afi var fylgismaður hans meðan það entist, en hann dó 1910, 85 ára gamall. 1911 dó amma mín og 1912 móðir mín. Hún hefur sjálfsagt verið farin að finna til fyrir hjartanu, því það síðasta, sem hún sagði við mig, þegar ég fór í skólann var að brýna fyrir mér að leita læknis fljótt, ef ég fyndi til fyrir hjarta. Ég var þá kominn í Flenzborgarskóla í Hafn- arfirði. • Fannst ég engan eiga að hér — Ég hafði lært sjálfur heima, m.a. 50 tíma ensku í Geirsbók, og gekk með það undir inntökupróf hjá Ögmundi. Bjóst auðvitað við að byrja í 1. bekk. Þetta gekk sæmilea í enskunni, þótt fram- burðurinn væri ekki upp á marga fiska og Ögmundur sagði: „Þú ferð í 2. bekk“! Bætti svo við, eins og við sjálfan sig: „Þú hefur verið í unglingaskólanum í Vík“. Þar hafði ég auðvitað aldrei verið, en sagði ekkert, lét hann svara sjálfan. — Það var mér mikið áfall, þegar ég frétti lát móður minnar. Ég hafði komið frá Hafnarfirði til að hitta bræður mína og mætti bónda að austan á Laugaveginum. Ég spurði hvort nokkuð væri að frétta að heiman. Hann fór að stama og sagði svo: „Ég veit ekki hvort ég má segja þér það. Móðir þín er dáin. Hún drukknaði, hefur líklega fengið aðsvif og dottið í ána“. Þá var búið að jarða móður mína. Ólafur einn gat verið við jarðaförina. Ég var svo miður mín eftir þetta, að ég gat ekki lesið neitt fyrir tíma í ensku. Ég kom auðvitað upp og gat engu svarað. Þá sagði Ögmundur: „Er ekki einhver, sem getur smurt vélina"! Þessu gleymi ég aldrei og hugsaði honum þegjandi þörfina. Hann hafði verið heima hjá okkur og þekkti mömmu. En ekki sagði ég neitt og hann vissi ekki að móðir mín var dáin. Um vorið sagði ég honum að ég ætlaði ekki að koma í skólann aftur. Ég ætlaði til útlanda. Fannst ég engan eiga lengur hér. Og gerði það. • Er Þetta mennskur maöur? — Ég skrapp samt fyrst heim. Það varð æfintýraleg ferð. Við vorum þrír saman ríðandi. Með mér Guðjón bryti sem síðar hafði umsjón með Miðbæjarskólanum og Élías Eyjólfsson kennari. Við gistum fyrst hjá Gísla í Garðsauka og síðan í Skógum undir Eyjafjöll- um. Þar bjó Vigfús nokkur, sem verið hafði hjá foreldrum mínum í Skál, en flutzt þangað þegar við fórum að Velli. Gísli sagði okkur, að Jökulsá á Sólheimasandi væri alltaf lítil á þessum tíma árs. En þegar við komum að henni sé ég strax að hún er einn hávaða- strengur fram, alveg eins og foss. Ég var vanur vatnamaður að austan, en nú gat ég ekki séð neitt brot. Hesturinn minn er ekki kominn lengd sína út í, þegar hann skellur. Þeir sem á bakkanum voru, sáu öðru hverju á lappirnar á honum í strengnum, því hann náði ekki sundtökum. Og þeir sáu líka af og til jaka, en en ég var alveg í kafi, hélt mér annað hvort í tauminn eða ístaðsólina. Ég var alveg óhræddur og raan að ég hugsaði verst væri ef hesturinn næði að sparka framan í mig, því hann var á skaflajárnum. Hestur- inn barst niður eftir ánni. Ég hékk alltaf í honum og fann þessi feiknaátök, þegar hann var að reyná að ná sundinu. Að lokum fann ég að hann tók niðri. Þá sleppti ég, því ég náði líka niður, en flaut áfram og greip ósjálfrátt um stóran stein við eyraodda. En hesturinn fór eitthvað lengra. Það var mikið vatn við bakkann. Ég brölti um sinn. Var nokkuð vanur vatni, því við höfðum alltaf farið í sjóinn og velt okkur um veturinn upp úr snjó tveir strákar í Flensborg, þótt ekki væri ég syndur. Loks tókst mér að standa og komast uppúr. — Hesturinn barst eitthvað lengra. Ég ætlaði aldrei að ná honum upp á bakkann. Við v um þarna á eyri úti í ánni og mikið vatn eftir. Félagar mínir heyrðu ekki til mín fyrir hávaðanum. Þeir sneru því við heim á bæ. Ég brölti með erfiðismunum á bak og lét hestinn ráða. Hann hélt yfir í striklotu. Skall yfir hann vatnið og jaki í því. Það var kalsaveður. Ég hélt áfram austur sanda. Hestur- inn var svo dasaður að hann komst varla fetið og varð raunar aldrei jafngóður eftir þetta, blessuð skepnan. — Ég ætlaði heim að Sólheim- um, en vissi ekki hvar bærinn var. Allt í einu kom ég að koti og barði að dyrum. — Er jtað mennskur maður? var spurt. Ég svaraði ekki og konan skellti í lás. Aumingja konan var hrædd þegar hún sá mig, rennblautan manninn, sem varla gat talað. Ég reið því svolítið áfram. Þá blasti við stórbýlið Sólheimar. Erlingur bóndi kom strax með koníakssnafs til mín út á hlað. Svo var ég drifinn inn í rúm. Félagar mínir komu þangað um kvöldið. Baldur í Skógum hafði fylgt þeim. Hann sagðist vera búinn að búa þarna í 14 ár, en aldrei hafa séð svona flug í ánni. Þeir komust ekki yfir fyrr en niðri við sjó, þar sem áin hafði dreift sér í marga ála. • Bretar nýkomnir í stríðið 1914 — Og þú lést verða af því að yfirgefa landið? — Já, mér fannst ég ekkert hafa hér að gera lengur. I skólann vildi ég ekki fara aftur. Ég tók Sterling til Leith. Hafði aldrei farið utan og var sjóveikur. Ég hafði með mér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.