Morgunblaðið - 19.11.1978, Page 20
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978
Þetta gerðist 19. nóvember
1977 — Sadat kemur til ísraels í
fridarferð.
1976 — Patriciu Hearst sleppt
úr fangelsi.
1973 — Orkukreppan veldur
mestu verðbréfalækkun í 11 ár í
New York.
1972 — Brandt endurkosinn
kanslar.
1%9 — önnur lending mannaðs
geimfars á tunglinu (Conrad og
Bean).
1%2 — Fyrstu jass-tónleikar í
Hvíta húsinu.
1942 — Gagnárás Rússa við
Stalíngrad: Þjóðverjar um-
kringdir.
1919 — öldungadeildin hafnar
Versala-samningnum.
1858 — Brezka Kólombía verð-
ur krúnunýlenda.
1809 — Prakkar sigra Spán-
verja við Ocana og ná allri
Andalúsíu nema Cadiz.
1808 — Stein kemur á sveitar-
stjórnum í Prússlandi.
1807 — Frakkar gera innrás í
Portúgal.
1792 — Franska byltingar-
stjórnin, býðst til að aðstoða
allar þjóðir sem vilja steypa
ríkisstjórnum sínum.
1493 — Kólumbús finnur
Purerto Rico.
Afmæli dagsinst Robert
Devereux, þriðji jarl af Essex
(1566-1601) = Karl I af
Englandi og Skotlandi
(1600—1649) = Indira Gandhi,
fv. forsætisráðherra Indlands
(1917— ) = Ferdinand de
Lesseps, faðir Súezskurðar
(1805-1894).
Innlentt Geirfinnur Einarsson
hverfur 1974 = F. Aibert
Thorvaidsen 1770 = Myndastytta
af Thorvaldsen afhjúpuð á
Austurvelli 1875 = D. Páll
Sæmundarson frá Odda 1216 =
Þorkell Fjeldsted stiftamtmað-
ur 1796 = F. Elsa Sigfúss 1908.
Orð dagsinst Karlmaður er eins
gamall og honum finnst hann
vera; kona eins og hún lítur út
fyrir að vera. — Mortimer
Collins, enskur rithöfundur
(1827-1876).
Þetta aerðisl 20. nóvember
1977 — Sadat ávarpar ísra-
eisþing og býður frið.
1970 - Aðild Kína að SÞ fær
hreinan en ekki tilskilinn meiri-
hluta.
1%2 — Rússar samþykkja að
flytja Ilyushin-sprengjuþotur
frá Kúbu og Bandaríkjamenn
binda enda á hafnbann sitt.
1959 - EFTA stofnað.
1947 — Elísabet prinsessa og
Philip Mountbatten sjóliðsfor-
ingi giftast í Westminster
Abbey.
1945 — Stríðsglæpamenn nas-
ista fyrir rétt í Nörnberg =
Bandamenn samþykkja flutn-
inga 6 milljóna Þjóðverja til
V-Þýzkalands frá Austurríki,
Ungverjalandi og Póllandi.
1873 — Króatar fá sjálfstjórn =
Búda og Pest sameinuð og verða
höfuðborg Ungverjalands.
1870 — Þjóðverjar umkringja
París.
1780 — Bretar segja Hollend-
ingum stríð að heldur.
1759 — Brezki sjóherinn sigrar
Frakka á Quiberon-flóa.
1737 — Andast Karolína
drottning, kona Georgs II og
stuðningskona Walpoles.
1719 — Stokkhólmsfriður Sví-
þjóðar og Hannover sem fær
Bremen.
1656 — Svíar láta Austur-
Prússland af hendf við Branden-
borgara.
1616 — Richelieu kardináli
verður utanríkis- og her-
málaráðherra Frakka.
Afmæli dagsins. Voltaire,
franskur heimspekingur
(1694-1778) = Sir Christopher
Hattin, enskur lögfræðingur =
Gene Tierney, bandarísk
leikkona (1920---).
Innlenti „Viðreisnarstjórn"
ólafs Thors skipuð 1959 =
Hólabardagi (Menn Björns
Jórasafara bíða ósigur fyrir
mönnum Þórðar Sigmunds-
sonar) 1393 = Vigð Hóladóm-
kirkja 1763 = D. Sigurður
Vigfússon íslandströll 1752 =
Jón Bjarnason í Þórormstungu
1861 = Líkneski Þorfinns Karls-
efnis afhjúpað í Fíladelfíu 1920
= Samkomulag við Vestur-Þjóð-
verja í Bonn 1975.
Orð dagsinsi Orð eru það eina
sem stendur að eilífu — Villiam
Hazlitt, enskur rithöfundur
(1778-1830).
Höfum opnað
að ÁRMÚLA 27
Fjölritun
— offsetfjölritun
• bréfsefni — eyöublöö og öll almenn prentun.
Ljósritun
á A3 og þar undir
á báöar hliðar
á venjulegan pappír
VELRITUN
og allskonar frágangsvinna.
EYÐUBLAÐAÞJÓNUSTA
Hönnun — uppsetning og ráögjöf.
Samskipti s/f
Ármúla 27. Sfmi 39330
„í veiðihug”
Endurminningar Tryggva í Miðdal
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur
hefur gefið út endurminningar
Tryggva Einarssonar í Miðdal í
Mosfellssveit, skráðar af Guðrúnu
Guðlaugsdóttur. Tryggvi er
fæddur í Miðdal árið 1901 og hefur
búið þar allan sinn aldur.
I fréttatilkynningu frá útgef-
anda segir m.a.: „Tryggvi og
bræður hans hafa löngum verið
þekktir fyrir að vera liprir íþrótta-
menn og hneigðari fyrir veiðar og
útivist en almennt gerist. Tryggvi
kynntist snemma heiðinni og því
lífi sem þar er lifað og galt
mörgum refnum rauðan belg fyrir
gráan. Hann lærði snemma að
stoppa upp dýr og fugla og rækti
góðan kunningsskap við fjalla-
vötnin fagurblá. Tryggvi er meðal
þeirra fyrstu sem eignuðust bíl og
útvarp í Mosfellssveit. Hann
kynntist gullgreftri á Islandi af
eigin raun, stundaði loðdýrarækt
og fékkst við búskap í kúlnafregni
breska hernámsliðsins. Ungur að
árum fór hann um hávetur á
skíðum yfir Sprengisand undir
stjórn L.H. Mullers, hins kunna
forvígismanns skíðaíþróttarinnar.
Tryggvi er gæddur dulrænum
hæfileikum og margt hefur borið
fyrir augu hans sem öðrum er
hulið."
„Áfram
með
smérið,
piltar,,
— 2. bindi endur-
minninga Ólafs
á Oddhóli
Út er komið hjá Bókaútgáfunni
Örn og Örlygur annað bindi
endurminninga Ólafs Jónssonar
bónda á Oddhóli skráð af Degi
Þorleifssyni. Dagur skráði einnig
fyrra bindi endurminninga Ólafs
sem út kom fyrir tveimur árum.
I fréttatilkynningu frá útgef-
anda segir m.a.:
„Þótt ótrúlegt sé, þá er þessi bók
mun fróðlegri en hin fyrri sökum
óvenjulgra þjóðháttalýsinga, og
það sem er enn ótfúlegra; mörgum
sinnum skemmtilegri — og þá er
nú mikið sagt — því nú sleppir
Ólafur alveg fram af sér beislinu í
kynngimögnuðu hispursleysi og
hviknakinni frásögn af körlum og
konum beggja vegna Atlantsála.
Ólafur er sem sé sjálfur sér
líkur í þessari bók sem hinni fyrri
og dregur ekkert undan er hann
segir frá eigin ævintýrum og
annarra. Hann er gæddur þeim
eiginleika að lifa hvert atvik til
hins ýtrasta svo þau verði ljóslif-
andi í frásögn hans.“
„Gott skyggni —
örugg umferð”
„Reykjavíkurdeild Bindindis-
félags ökumanna gengst um
þessar mundir fyrir áróðri
meðal ökumanna og hvetur þá til
að auka umferðaröryggið með
því að halda bílrúðunum hrein-
um.
í þessu skyni hefur deildin
keypt vandaðar ís- og móðusköf-
ur með orðunum:
GOTT SKYGGNI = ÖRUGG
UMFERÐ
og verður þeim dreift til
almennings nú á næstunni.
Þeir félagar Reykjavíkurdeild-
ar, sem ekki hafa þegar fengið
íssköfu, geta snúið sér til
skrifstofu BFÖ á Skúlagötu 63
og fengið þar sköfu, til og með
30. þ.m.
Deildin hefur notið stuðnings
og góðrar fyrirgreiðslu Ábyrgð-
ar hf., tryggingafélags
bindindismanna, í þessu máli.
Lítid born hefur lítid sjónsvió
m • sms
JL