Morgunblaðið - 19.11.1978, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978
63
upplýstir stjórnmálaskörungar
muni geta jafnað þessa stríð-
andi hagsmuni og sveigt þá
undir almenningsheill. Upplýst-
ir stjórnmálaskörungar munu
ekki ævinlega halda um stjórn-
völinn. Né heldur er í mörgum
tilfellum með nokkru móti hægt
að jafna mál án þess að taka
tillit til óbeinna og fjarlægra
sjónarmiða, sem sjaldan vega
þungt gegn beinum hag eins
flokks af því að skella skollaeyr-
um við rétti annarra eða heill
heildarinnar.
Við hljótum að draga þá
ályktun að ókleift sé að komast
fyrir rætur flokkadrátta og að
úrbóta sé aðeins að vænta í því
að stjórna afleiðingum þeirra.
Ef flokkur hefur minna en
meirihluta er stjórnskipan lýð-
veldis úrbót þar sem hún gerir
minnihlutanum kleift að sigrast
á hættulegum skoðunum í
venjulegri atkvæðagreiðslu.
Flokkurinn kann að trufla
stjórnsýsluna, hann kann að
raska samfélaginu en hann
getur ekki hulið ofbeldi sitt i
gerð stjórnskipunarinnar. Ef
flokkur umlykur hins vegar
meirihluta getur gerð alþýðu-
stjórnar honum kleift að fórna
bæði almenningsheill og rétt-
indum annarra borgara á stalli
eigin hagsmuna eða ríkjandi
afstöðu. Mikilvægasta markmið
þessarar rannsóknar er að
tryKítja almenningsheill og ein-
staklingsrétt gegn hættu sem
stafar frá slíkum flokki og að
varðveita jafnframt anda og
gerð alþýðustjórnar. Eg vil hér
bæta því við að náist þetta
markmið er unnt að lyfta af
þessari gerð stjórnskipaninnar
því ámæli sem hún hefur lengi
legið undir, og þá er unnt að
mæla með því að mannkyn taki
við henni og virði hana.
En með hvaða aðferðum
verður þessu markmiði náð.
Augljóslega aðeins með tveimur.
Annaðhvort verður að girða
fyrir að þnokkurn tíma myndist
meirihluti um sameiginlega
afstöðu eða hagsmuni, eða það
verður að haga stærðarhlutföll-
um og staðbundnum aðstæðum
meirihlutans, sem hefur sameig-
inlega afstöðu eða hagsmuni,
þannig að það hindri hann í að
takast saman um og framfylgja
kúgunaráformum. Ef viljinn og
tækifærin fara saman vitum við
vel að hvorki trúarlegar né
siðferðilegar hvatir nægja til að
hamla þar gegn. Þær reynast
léttvægar þegar um er að ræða
óréttlæti og ofbeldi við einstakl-
inga og tapa áhrifamætti sínum
í réttu hlutfalli við fjölda þeirra
sem standa saman, það er í réttu
hlutfalli við nauðsyn þess að
áhrifamáttarins gæti.
Af þessari skoðun má draga
þá ályktun að hreint lýðræði, en
þar á ég við samfélag fárra
borgara, sem koma saman og
hafa sjálfir með hendi stjórn-
sýsluna, leyfir engin ráð er dugi
gegn meinsemdum flokkadrátta.
Meirihluti heildarinnar mun
nær ævinlega finna sameigin-
lega afstöðu eða hagsmuni,
sjálfir stjórnarhættirnir valda
því að skoöanir berast og
samstaða næst; og ekkert haml-
ar gegn hvötum þess að veikari
flokkum eða leiðum einstakling-
um sé fórnað. Vegna þess hafa
slík lýðræðisríki ævinlega verið
leiksvið óeirða og átaka, ósam-
rýmanleg öryggi einstaklinga og
eignarétti, þau hafi lifað eins
skammt og þau dóu vofeiflega.
Stjórnmálahugsuðir, sem að-
hyllst hafa þessa tegund stjórn-
skipunar, hafa ranglega gert ráð
fyrir að yrði stjórnmálaréttur
mannkyns takmárkaður þanpig
að allir hefðu fullkomlega jafn-
an hlut, þá yrðu jafnframt allir
fullkomlega jafnir og líkir að
eignum, skoðunum og afstöðu.
Lýðveldi, en þar á ég við
stjórnskipan þar sem fulltrúum
er falið vald, veitir aðra mögu-
leika og lofar þeim úrræðum
sem við leitum að. Við skulum
skoða í hverju það er frábrugðið
hreinu lýðræði og þá munum við
sjá eðli úrræðanna og þann
styrk sem Sambandsveldið veit-
ir þeim.
Það tvennt sem einkum skilur
að lýðræði og lýðveldi er: í
f.vrsta lagi, við hið síðarnefnda
er stjórnvald sett í hendur fárra
borgara sem hinir kjósa; í öðru
lagi, hið síðarnefnda getur náð
til fleiri borgara og til stærra
landsvæðis.
Fyrri munurinn veldur því
annars vegar að opinberar
skoðanir fágast og víkka þar
sem þær fara í gegnum hreins-
unareld á valinni samkundu
borgara, sem vegna visku sinnar
geta best greint sanna hags-
muni lands síns og vegna
föðurlandsástar og virðingar
fyrr réttlætinu eru manna
ólíklegastir til að fórna því fyrir
tímabundinn og takmarkaðan
ávinning. Við þessa skipan getur
vel verið að opinber rödd
fulltrúanna tjái betur almenn-
ingsheill en rödd fólksins væri
það kallað saman til að fjalla
um sömu mál. Hins vegar geta
þessi áhrif snúist við. Hlutdræg-
ir, fordómafuilir og illgjarnir
menn geta fyrst náð kosningu
með undirferli, spillingu eða
eftir öðrum leiðum og síðan
svikið hagsmuni þjóðarinnar.
Við verðum því að lokum að
ræða hvort lítil eða stór lýðveldi
séu líklegri til þess að velja
hæfa verði almennrar velferðar.
Tvær ástæður liggja til þess, hin
síðari er hér fremri.
Fyrst er það að nefna að
hversu lítið sem lýðveldið kann
að vera verður hópur_ fulltrú-
anna að vera nokkuð stór til
þess að stemma stigu við sam-
blæstri fárra manna; og að
hversu stórt sem lýðveldið kann
að vera verður hópur fulltrú-
anna að vera takmarkaður að
stærð til að stemma stigu við
ruglandi fjöldans. Þar sem
fjöldi fulltrúanna er þannig í
þessum tveimur tilvikum ekki í
réttu hlutfalli við kjósenda-
fjölda en er hlutfallslega meiri í
litla lýðveldinu leiðir af þessu að
stærra lýðveldið hefur meira
úrval og er líklegra til að velja
hæfa fulltrúa, að því tilskyldu
að hlutfallslegur fjöldi hæfra
manna sé hinn sami í báðum.
Næst er að nefna að þar sem
fleiri kjósendur standa að
baki hvers fulltrúa í stærra
lýðveldinu en hinu minna verður
óverðugum frambjóðendum
erfiðara um vik að beita með
árangri þeim fólskubrögðum
sem of oft ráða úrslitum kosn-
inga, og þar sem kosningar eru
frjálsar eru meiri horfur á að
atkvæði falli á menn sem best
eru gæddir aðlaðandi hæfileik-
um og opinskárri og fastmótaðri
skapgerð.
Það verður að játa að hér, eins
og víðast annars staðar, er
til meðalhóf en vandkvæði
liggja beggja vegna. Sé fjöldi
kjósenda of mikill, verða full-
trúarnir of ókunnugir stað-
bundnum aðstæðum þeirra og
minni háttar hagsmunum; sé
fjöldinn of lítill verður fulltrú-
inn um of bundinn þessum
aðstæðum og hagsmunum og því
oft illa til þess fallnir að skynja
og berjast fyrir stærri mark-
miðum þjóðarinnar allrar. í
þessu efni er Stjórnarskrá
Sambandsveldisins haganlega
samin; hinir stærri og sameigin-
legu. hagsmunir eru faldir á
hendur þjóðþingsins, hinir stað-
bundnu og sérstöku á hendur
Ríkisþinganna.
Síðara atriði greinarmunarins
sem gerður var hér að framan er
það að lýðveldisstjórn getur
spannað fleiri borgara og stærra
land en lýðræðisstjórn og það er
einkum af þessum sökum að
minni ástæða er til að óttast
samsæri flokka undir hinu fyrra
stjórnskipulagi en hinu síðara.
Því minna sem þjóðfélagið er
þeim mun færri eru aðgreindir
flokkar þess og hagsmunahópar;
því færri sem aðgreindir flokkar
og hagsmunahópar eru þeim
mun oftar verður meirihluti í
einum flokki; og því færri sem
liðsmenn meirihluta eru og því
minna sem umsvifasvæði þeirra
er þeim mun auðveldar veitist
þeim á ná samkomulagi og
framkvæma kúgunaráform. Sé
landsvæðið stærra nær það til
fjölbreytilegri flokka og hags-
muna,' það verður því ólíklegra
að meirihluti heildarinnar hafi
sameiginlega ástæðu til að
ganga á rétt annarra borgara;
en sé slík ástæða fyrir hendi,
verður þeim sem skynja hana
erfiðara um vik að ganga úr
skugga um styrk sinn og
vinna saman. Auk annarra
tálma má geta þess að viti menn
að tilgangur samstarfs er að
hluta óréttlátur eða óheiðarleg-
ur veröa samráð þeim mun
torveldari sem fleiri samstarfs-
menn þurfa að samþykkja að-
gerðir.
Því virðist ljóst að stór
Lýðveldi hafa sama kost umfram
lítil lýðveldi og lýðveldi hafa
umfram lýðræðisríki: Þeim er
auðveldara að hafa hemil á
afleiðingum flokkadrátta —
Sambandsveldið hefur þennan
kost umfram Ríkin sem í því
eru. Er kostur í því fólginn að
fulltrúaváldið færist 1 hendur
manna sem vegna upplýstra
skoðana og grandvarar afstöðu
standa ofar staðbundnum for-
dómum og óréttlátu ráðabruggi?
Því verður ekki neitað að
fulltrúar í Sambandsstjórninni
eru líklegir til að búa yfir
þessum nauðsynlegu eiginleik-
um. Er kostur fólginn í því
öryggi sem stafar af því að
fjöldi og fjölbreytni flokka
hamlar gegn því að einn flokkur
beri alla aðra ofurliði og kúgi
þá? Öryggi Sambandsveldisins
vex í réttu hlutfalli við fjölda og
fjölbreytileik flokkanna sem þar
finnast. Er þessi kostur nánar
tiltekið í þVí fólginn að setja
meiri tálma í veg fyrir samráð
og framgang leyndra óska órétt-
láts og sérgóðs meirihluta? Hér
er enn greinilegt að Sambands-
veldið hefur óumræðilega kosti.
Áhrif forsprakka í flokka-
dráttum kunna að kveikja loga í
einstöku Ríki en verða þess
vanmegnug að fara eldi um hin
Ríkin. Trúflokkur kann að úr-
kynjast í stjórnmálaflokki í
hluta Bandalagsins, en þar sem
fjöldi trúflokka er dreifður um
landið allt eru þingin þjóðinni
vörn gegn hættu af slíku.
Tískukröfur um peningaprent-
un, skuldauppgjöf, eignajöfnun
eða aðrar óviðeigandi og ósið-
legar nýjungar eru ólíklegri til
að ná tökum á Sambandsveldinu
öllu en á einstökum Ríkjum á
sama hátt og slíkar kröfur eru
líklegri til að fá hljómgrunn í
einstöku héraði en í heilu Ríki.
Við sjáum því í stærð og réttu
skipulagi Sambandsveldisins
lýðveldislega bót á þeim mein-
um sem helst hrjá lýðveldis-
stjórnir. Og við ættum að lofa
hug og afstöðu sambandssinna í
sama mæli og stolt og ánægju
lýðveldissinnans.
Félagsmenn Grafíska
sveinafélagsins
GSF. gengst fyrir kynningarnámskeiöi í plötugerö
og meöferö ýmissa tengdra efna, í samstarfi viö
fyrirtækið S. Árnason & Co.
Námskeiöið veröur haldiö í lönskólanum dagana
22. og 23. nóvember n.k. frá kl. 19.30 til kl. 22.00
hvort kvöld.
H«bö 47 cm.
Vtrð 26.020-
Hai 40 cm.
Verö 7.860-
Sendum
póstkröfu. K
KONSTi
SMIDE
r
\untiai h.f
Suöurlandsbraut 16 Sími 91-35200.
ÚTILJÓS
Hatö 15 cm.
Varö 18.060-
Hmö 38 cm.
Verö 12.960.-
Haö45 cm.
Varö 18.060-
v ’.......•.....J..y
Haö 45 cm.
V»rö 16.330,-
Haö 60 cm.
Verö 25.100-
35?J
Qster
Hakkavél, hnoöari, mixari
og tvær glerskálar.
Hagstætt verö
Fæst í næstu raftækjaverslun
Vörumarkaðurinn hf.
Ármúla 1 A.
Publius.