Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 Afhenti áheit til milljón króna Viðeyjarkirkju Fyrir nokkru afhenti Örlyg- ur Hálfdánarson bókaútgef- andi Þjóðminjasafni Islands sparisjóðshók með cinnar millj- ón króna innstæðu. sem er áhcit til Viðcyjarkirkju. og óskaði hann þcss. að fjárhæð þessari yrði varið við viðgerðar kirkjunnar eða standsctningar hennar á annan hátt. Þjóðminjasafn íslands, sem er eigandi Viðeyjarkirkju, er afar þakklátt gefanda fyrir þennan mikla höfðingskap, sem kemur sér einkar vel, þar sem talsvert þarf fyrir kirkjuna að gera á komandi árum, eins og önnur hús í Viðey. Viðeyjarkirkja var fullbyggð árið 1774 og hafði þá verið allmörg ár í smíðum. Hún er meðal fyrstu steinhúsa á ís- landi, reist að tilhlutan Skúla landfógeta Magnússonar, heiis- kirkja, vönduð að allri gerð. Kirkjunni hefur tiltölulega lítið verið breytt frá öndverðu og hún var langt í frá svo illa farin sem Viðeyjarstofa, en þó þarfnast hún allmikilla viðgerða á kom- andi árum til að geta talizt í viðunandi lagi. Áformað er að leggja þakskífu á kirkjuna, eins og búið er að leggja á stofuna, ok gera ýmsar aðrar endurbæt- ur, jafnframt því sem kirkju- garðurinn þarfnast mikilla lag- færinga. ViðgerðViðeyjarstofu miðar hægt en örugglega áfram. Er nú búið að gera við útveKK' hússins ok þak, endurnýja KluKKa °S farið að leKKJa KÓlfin að nýju. Ekki er unnt að seKJa, hvenær viðKerð húsanna ok snyrtinKu staðarins lýkur, en að því loknu mun Viðeyjarstofa ok Viðeyjar- kirkja sóma sér glæsileKa eins ok í upphafi og setja svip sinn á Sundin, en Viðey má hiklaust telja eina af perlum landsins ok öllum mils virði, einkum þó ReykvíkinKum, að vita þessa ósnortu vin rétt við bæjardyr sínar. (Frétt frá I>jóðminjasafni Islands). Raflínan til Bakkafjarðar tengd fyrir jólin — Leikfé- lag Þórshafnar endurvakið Þórshöfn. 22. nóvembor Leikfélag Þórshafnar var ný- lsa endurvakið. en leikstarfscmi hcfur lcBÍð hcr niðri að mcstu í 10 — 11 ár. Stoínendur fclaKsins nú eru 16 og var TryKKvi Aðalstcinsson kosinn formaður. Ftlunin cr að hefja æfinsar á leikriti fljótlcKa. en ekki hefur verið ákveðið hvaða verk verður tekið til iifiiiKn. Nú er verið að leKKJ^ síðustu hönd á raflínu til Bakkafjarðar frá spennistöð við Brúarland. RáðKert er að tengja línuna fyrir jól. A Bakkafirði er dísilrafstöð, sem hefur þjónað þorpinu og nærliggj- andi bæjum, en tveir bæir á LanKanesströnd sem hafa heima- rafstöðvar fá nú rafmagn frá samveitu með nýju línunni. Með tenKÍngu línunnar nær veitusvæði Laxárvirkjunar austur til Bakka- fjarðar. Talsverður snjór er nú hér í þorpinu og bætir stöðugt á. Ennþá er sæmileg færð á vegum í nágrenninu. Illa hefur gefið til sjóróðra en afli verið sæmilegur, þegar gefur, bæði á línu og í dragnót. Ó.I». Spivack sýnir Morris Rcdman Spivack opnar næstkomandi laugardag sýningu á vcrkum sínum að vinnustofu sinni Ránargötu 12 í Reykjavík. Verður sýningin opin daglega kl. 12—14 og um helgar kl. 15-17 og lýkur hcnni sunnudaginn 3. desember. Á þessari sýningu Spivacks er 31 verk, sem hann hefur unnið á liðnum mánuðum, en hann sagðist hafa á síðustu 6 árum málað um það bil 6000 andlitsmyndir af Islendingum. Krisniboðsfélag kvenna með basar Kristniboðsíólag kvenna í Reykjavík heldur basar í Bctaníu. Laufásvcgi 13. á morgun (laugar dag) kl. 2. bar vcrður margt góðra muna. Allur ágóði rennur til íslcnzka kristniboðsins í Konsó og Kenýu. Um kvöldið verður samkoma kl. 8.30 á sama stað. Þar verða sýndar nýjar litskuggamyndir frá Kenýu, happdrætti, Helgi Hróbjartsson, kristniboði, talar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.