Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 43 Ég var síst af öllu með þessa samkomu í huga þegar tilviljunin hagaði því syo í fyrrakvöld að ég fór að lesa Ödípús í Kólónus. Þar segir frá því er Ödípús, blindur og örvasa, leitar hælis í Kólónus, einskonar útborg Aþenuborgar. Óafvitandi ratar hann þar á háheilagan stað. Heimamenn, sem ekki vita að honum er af guðunum ætlaður dularfullur og hátignar- legur dauðdagi einmitt á þessum stað, taka hinum langþjáða föru- manni vel, en mælast þó til þess að hann virði þá helgi sem þeir hafa á staðnum. Tilmælin styðja þeir almennri lífsreglu: „Þú skalt hata það sem borgin hefir lengi haft andstyggð á, en virða það sem hún elskar og dáir." Þessi regla er hér sett fram fyrir aðkomumann, útlending, og er í rauninni krafa um að hann semji sig vísvitandi að háttum og hugmyndum gestgjafa sinna. En reglan er augljóslega jafngild fyrir heimamenn. Munurinn er aðeins sá, að þeir ættu ekki að þurfa að orða hana við sjálfa sig; hún ætti að vera þeim runnin í merg og bein. Ég veit fátt um það hvaða Jóhann S. Hannesson: ríður á að þeir geri sér sem ljósasta grein fyrir því, hvaða „sjálfsagðir hlutir" eru í raun og veru sjálfsagðir, og þar með temji sér önnur — eða að minnsta kosti fleiri — viðbrögð við skoðanamun og ágreiningi en sífellda furðu eða ótta. í öðru lagi ríður á að andstæð- ingar sjónarmiðsins minnist þeirr- ar einföldu staðreyndar að í hugum fleiri eða færri er status quo á hvaða sviði sem er iðulega sjálfsagður hlutur, með eða án gæsalappa, svo að það er ekkert hneykslunarefni þótt nýjum hug- myndum eða nýstárlegum kenn- ingum sé misvel tekið. íheldni hefir sjálfkrafa á réttu að standa. I þriðja lagi ríður á að við minnumst þess öll að íhalds- sjónarmiðið er jafnan að einhverju leyti, og oftast að miklu leyti sameiginlegt okkur öllum. Bak við allan ágreining er þegjandi ómeð- vitað samkomulag um ótal „sjálf- sagða hlut". Það segir sig sjálft, að þessi skoðanaskörun er í íheldnis- átt. Við erum öll íhaldsmenn. Sú deila um innrætingu í skólum sem nú er hafin er nefnilega ekki hve gömul sögnin að inn ræta er í íslensku máli, en hún er að minnsta kosti ekkert nýyrði. Og það er eftirtektarvert, að þessi sögn er enn hlutlægt orð, með óumdeilda merkingu. laust við hugmyndafræðilegar aukamerk- ingar, nema þá helst þegar hún er notuð í beinu samhengi við nafn- orðið innræting. Þetta nafnorð er hinsvegar nýyrði, til orðið, að því er ég best veit, sem þýðing á enska orðinu indoctrination. fyrst og fremst sem tækniorði í félags- fræði. En nýyrðum sem þannig eru til komin fylgir oft nokkur hætta. Að baki þeim felast oft heil hugmynda- eða kenningakerfi, sem ekki flytjast sjálfkrafa með orðinu þegar það er þýtt yfir á tungu annárs samfélags en þess sem hugmyndirnar og kenning- arnar eiga uppruna sinn í. En orðum hættir til þess, ekki síst síðan fjölmiðlar komu til sögunn- ar, að breiðast hraðar út en þær hugmyndir eða sú þekking sem að baki þeim býr. Tæknileg merking orðanna lendir þá í skugga al- mennari og ónákvæmari merk- inga. Félagsfræði er enn harla ung fræðigrein á íslandi. Ef það er rétt hjá mér að innræting sé komið inn í málið sem tækniorð í félagsfræði, er það því í sjálfu sér ekkert undarlegt, þótt orðið sé oftar notað í almennri merkingu en tæknilegri, sé ekki síður tiltækt sem áróðursorð en sem fræðiorð. notað í því sem ég hefi kallað fræðilega merkingu þess. Ef það er hinsvegar látið merkja „innræting umdeildra sjónarmiða" — en eins og ég hefi sagt virðist mér það vera hversdagsmerking orðins — er þessu þveröfugt farið. Yfir- standandi deila snýst einmitt um það, hvort slík innræting hafi átt sér stað eða eigi að eiga sér stað í skólum landsins. Hvað í raun kann að hafa átt sér stað ætla ég ekki að ræða hér. En um hitt, hvort innræting af þessu tagi eigi rétt á • sér, kemst ég ekki hjá að fara nokkrum orðum. Það er eindregin sarinfæring mín, að kennara beri skylda til að forðast í starfi sínu boðun eða prédikun eða innrætingu á eigin skoðunum á umdeildum málefn- um. En það er einnig eindregin sannfæring mín, að kennari sem gengur heill og óskiptur til starfs eigi þess engan kost sem mennsk- ur maður að afklæðast sannfær- ingu sinni og skoðunum við skóladyrnar. Það er ranglátt að þröngva skoðunum smum upp á aðra, þeim mun ranglátara sem þeir koma færri vörnum vtði Er það er einnig iðulega ranglátt að leyna skoðunum sínum, ekki síst fyrir þeim sem af umgengni við mann eiga að draga lærdóma um mannlíf og þjóðlíf, eins og nem- endur af umgengni sinni við Um pólitíska innrætingu í skólum uppeldisaðferðum Aþeningar beittu til að svo mætti verða, en ef við ímyndum okkur að Sófókles hefði sett þeim grunnskólalög, er ekki ósehnilegt að í markmiðs- grein þeirra laga hefði meðal annars mátt lesa þetta: „Innræta skal nemendum hatur á því, sem borgin hefir andstyggð á, en virðingu fyrir því, sem hún elskar og dáir". Nú var Sófókles íhaldsmaður; það er að segja, hann vantreysti getu mannlegrar skynsemi til að leysa vanda mannlegs lífs; hann bar næmt skyn á þær hættur sem felst í öllum breytingum, jafnvel breytingum til óumdeilds batnaðar; hann setti traust sitt á fornar dyggðir; honum var fram- hald og samhengi og stöðugleiki í þróun samfélagsins meira virði en allt annað. Sem íhaldsmaður virðist hann ekki hafa átt aðra ósk heitari en þá, að samborgurum hans lægi það jafnan í augum uppi, hverju borgin hefði and- styggð á og hvað hún elskaði og dáði. En Sófóklesi varð ekki að þeirri ósk sem ég er hér að eigna honum. I leikritum hans þykjast fróðir menn geta bent á staði þar sem veist er að róttækri kennarastétt þeirra tíma, sófistunum, fyrir að kenna nemendum sínum að það liggi ekki í augum uppi, á hverju beri að hafa andstyggð og hvað beri að elska og dá, fyrir að vekja efasemdir um „sjálfsagða hluti". „Þú skalt hata það sem borgin hefir lengi haft andstyggð á, en virða það sem hún elskar og dáir". Ég held ég geri hvorki Sófóklesi né íhaldsmönnum allra tíma rangt til þó ég taki þessar tvær línur sem ótvírætt dæmi um það sem mig langar að kalla hið sígilda íhalds- sjónarmið gagnvart félagsmótun og uppeldi. Styrkur þessa sjónar- miðs felst í því, að það leggur áherslu á það sem á hverjum tíma er arftekin andleg sameign allra þegna þjóðfélagsins, á þær sam- eiginlegu, óumdeildu — og oftast ómeðvituöu — skoðanir, hugmynd- ir og viðhorf sem eru forsendan fyrir sambúð þegnanna, samstöðu þeirra og samvinnu — og jafnvel innbyrðis baráttu og deilum þegar þá greinir á um leiðir frekar en markmið. Veikleiki ihaldssjónar- miðsins er aftur á móti sá, að þeim sem það aðhyllast hættir til að gera of mikið úr hinni andlegu sameign þjóðfélagsins, leggja alla þætti hennar að jöfnu, ganga að of mörgu sem gefnu, furða sig gm of Erindiflutt á sumarnám- skeiði í uppeldis- og kennslufræð- um 25. júlí sl. á skoðanamun og ágreiningi og fyrir vikið vanmeta alvöru, heiðar- leik og einlægni þeirra sem efast um „sjálfsagða hluti". (Þetta síðasta yil ég ekki að menn misskilji. Ég veit ekki betur en tortryggni á andstæðinga sé sameiginlegur veikleiki allra sjón- armiða. En í íhaldssjónarmiðinu eru ómeðvitaðar skoðanir öflugur t þáttur — það er ekki að ástæðu- lausu að það er jafnan til stuðn- ings íhaldssjónarmiðum sem vitnað er til hins „þögla" meiri- hluta. Því ómeðvitaðri sem skoðun er, þeim mun óumdeilanlegri er hún. Og þeim mun óumdeilanlegri sem skoðun er, því tortryggilegri eru andstæðingar hennar). En nú skal ég ekki draga ykkur lengur á því að nefna það sem ætlast er til að sé umræðuefni mitt hér, sem sé innrætingu. Hér á landi er fyrir nokkru hafin umræða um innrætingu í skólum og ábyrgð og skyldur kennara í því sambandi. Enn sem komið er hefir mér virst lítið á þeirri umræðu að græða; mér virðist hún enn lítið annað en ófróðleg deila, mótuð af gagnkvæmum misskilningi og skilningsleysi deiluaðila. Og ég er þeirrar skoðunar að á þessu verði ekki ráðin bót fyrr en því íhalds- sjónarmiði, sem ég hefi hér af veikum mætti reynt að gera nokkra grein fyrir, er meiri sómi sýndur en hingað til, jafnt af áhangendum þess og andstæðing- um. Það er þessvegna sem ég geri það að meginatriði í þessu spjalli mínu. Hvernig verður þá íhaldssjónar- miðinu meiri sómi sýndur? Ég skal aðeins nefna þrennt sem mér virðist nú ríða á. I fyrsta lagi ríður á að forsvars- menn þessa sjónarmiðs séu minn- ugir þeirra veikleika þess sem ég hefi þegar drepið á. Umfram allt deila um það, hvort skólarnir eigi að innræta nemendum hugmyndir og sjónarmið. Því fer fjarri að deilan standi milli íhaldsafla sem eru á móti innrætingu og róttækra afla sem eru meö henni. Þvert á móti krefjumst við þess öll af skólunum að þeir móti hugsuriar- hátt og hegðunarvenjur nemend- anna, og við kennum þeim um, ef unglingar hugsa eða haga sér öðruvísi en við ætlumst til. Skól- unum er beinlínis ætlað — jafnvel löggjöfin ber því vitni — að sjá um að hver uppvaxandi kynslóð „hati það sem borgin hefir andstyggð á, en virði það sem hún elskar og, dáir". Og eins og ég hefi þegar drepið á felast í þessu hugtaki ótal atriði, ótal „sjálfsagðir hlutir", sem engin deila stendur um. Við erum öll hlynnt innrætingu af þessu tagi, hvort sem við nefnum hana því nafni eða ekki. En að því er ég best veit, er einmitt þetta sem hér um ræðir inntakið í orðinu innræting eins og þaö er notað í fræðilegri umræðu, sem hlutlægt heiti á tilteknu félagslegu fyrirbæri. En orðið er einnig notað í annarri merkingu. Deilan um innrætingu í skólum er nefnilega deilan um það, hvaða hugmyndir og sjónarmið eigi að innræta nemendunum, hvað það sé, sem borgin eigi að hafa andstyggð á eða elska og dá. í þeirri deilu hefir innræting ekki fræðilega heldur pólitíska merkingu. Það merkir áróður, vísvitandi tilraun til að innræta nemendum eitt hug- myndakerfi af mörgum, sem keppa um hylli þegnanna og völdin yfir hugum þeirra, eitt sjónarmið af mörgum, sem deilt er um hvort borgin eigi að hafa andstyggð á eða elska og dá. Ef það er rétt hjá mér að deilan um innrætingu í skólum og ábyrgð og skyldur kennara í því sambandi hafi hingað til verið harla gagns- lítil, þá er það að mínum dómi fyrst og fremst vegna þess, að ólíkum merkingum orðsins innræting — þeirri fræðilegu og þeirri pólitísku — hefir endaíaust verið brenglað saman. Það er ekki mikils gagns að vænta að deilu þar sem hvor deiluaðilinn um sig virðist aftur og aftur litia sem enga hugmynd hafa um það hvað hinn á við. Hér langar mig að gera svolítinn útúrdúr um málræna hlið á umræðuefni okkar. Ég veit ekki En auk þess stendur dálítið sérstaklega á um enska orðið indoctrination. sem innræting mun vera þýðing á. Langt fram á 19. öld a.m.k. merkti það einfald- lega kennslu. En í nýlegri amer- ískri samheitabók er sögnin to indoctrinate talin gefa í skyn áróður og innrætingu fordóma fremur en óhlutdræga þekkingar- miðlun. Dæmin sem þar eru gefin um slíka merkingu orðsins eru athyglisverð: parents who indoctrinate their children with race hatred; schools that uncon- sciously indoctrinate their stud- ents'with middle-class. values. Mér virðast þessi dæmi eindreg- ið styðja það sem ég hefi þegar haldið fram, sem sé að um indoctrination. innrætingu. sé hvarvetna fyrst og fremst deilt í sambandi við málefni sem þegar er hafin deila um á öðrum vettvangi — almennum vettvangi stjórnmála og þjóðmála. Deilan um innrætingu er deila um pólitík. (Ég tek það fram að ég nota þetta orð ekki í niðrandi merkingu). I hversdagsmáli höfum við ekkert almennt þekkt og viðurkennt orð um innrætingu þeirra sjónarmiða sem við erum sammála um; það heitir bara kennsla eða uppeldi eða kynning á þjóðlífinu. Ef innrætt eru umdeild sjónarmið, heitir það hinsvegar innræting. Eg hélt því fram áðan, að engin deila stæði um það, hvort innræting ætti að eiga sér stað. Þetta held ég að sé satt ef orðið er kennara. Skyldur og ábyrgð kenn- arans — jafnt við nemandann og eigin samvisku — setja hann í einkennandi mannlega klípu, sem ekkert get'ur endanlega leyst hann úr. En í því siðakerfi sem við höfum tekið í arf er til skilgreind- ur eiginleiki sem gert getur klípuna bærilega, og ég held meira að segja hann sé meðal þess sem við erum þegjandi sammála um að beri að innræta nemendum. Égá við sanngirni. Uppruna sínum samkvæmt táknar þetta orð ekki fullkomnun heldur viðleitni; það merkir vilja til hins sanna og rétta. I því felst mannúðleg hugsjón, sem gerir ráð fyrir mannlegum takmörkunum en er jafnframt hemill á mannlega veikleika. Sanngirni merkir ekki hlut- leysi, heldur viljann til óhlut- drægni. Því er oft haldið fram, og með réttu, að fullkomin óhlut- drægni sé ekki til. En sá sem dregur af því þá ályktun að viðleitni til óhlutdrægni sé einskis viðri, sannar það ertt með dæmi sínu, að ábyrgðarleysi sé til. Kennari hlýtur að innræta í einum skilningi eða öðrum — ef ekki með boðun eða boðum eða hvaða kennsluaðferð sem hann beitir, þá með fordæmi — og eins og ég hefi bent á, er honum sumpart lögð bein innrætingarskylda á herðar. Kennslu og uppeldi er oft líkt við mótun í leir. Leirkerasmiðurinn á stundum erfitt með að þvo hendur sínar algjörlega hreinar. Þó held ég við séum sammála um að rétt sé fyrir hann að stefna að sem allra mestu hreinlæti. Minnkað tjón af völdum áfengisneyzlu í Noregi RANNSÓKNARSTOFNUN norska ríkisins í áfengismál- um vinnur nú að rannsóknum á því hvaða afleiðingar verk- faíl starfsmanna norsku áfengisverzlunarinnar hefur og segir í frétt frá Afengis- varnaráði að safnað hafi verið upplýsingum frá afvötnunar stöðvum, sjúkrahúsum, lög- reglu og tryggingarfélögum. Ragnar Hauge forstöðu- maður rannsóknarstofnunar- innar segir í viðtali við Aften- posten að tjón af völdum áfengisneyzlu hafi tvímæla- laust minnkað og ljóst virðist að handtökum ölvaðra hafi fækkað, færri leiti til afvötnunarstöðva og slysum hafi fækkað. Þá segir í frétt frá Áfengisvarnaráði að margt bendi til þess að drykkju- sjúklingar drekki minna ef erfitt reynist að ná í áfengi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.