Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.11.1978, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1978 Vltf> KAW7NU Eru þeir í mat? — Nei, þeir gerðu verkíall! bað eru einmitt svona tilraun- ir. som kæfa skal í fæðingunni! Hvað ætlar strákurinn nú að gera: BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Hvað er heppni? Er það heppni, að vera gefin hendi með 21 hápunkt? Eða er það heppni að lenda á of háu sagnstigi með svo góð spil. Þessu er erfitt að svara fyrr en spilið er búið. Gjafari suður, norður-suður á hættu. Norður S. Á10542 H. K108 T. KD L. 976 Vestur S. 83 H. G963 T. G873 L. DGIO Austur S. 9 H. D75 T. 109542 L. 8543 Suður S. KDG76 H. Á42 T. Á6 L. ÁK2 S agnirnar: Suftur 1 spaoi 1 grönd 5 Krörid 6 spaoar Vestur allir pass. Norður 3 spaoar 5 titílar 6 hjörtu Austur Fjölflokka- kerfi ley ft? „Tvisvar var það tuggið í mann i kvöldfréttunum 20. nóvember sl. að Janus kadar harðstjóri i Ung- verjalandi hefði sagt að það gæti vel koitiið til mála að leyfa fjöl- flokkakerfi í mommúnistarfkjun- um eins og Evrópukommúnistarn- ir predika. Ég verð að biðja alla sem kallað- ir hafa verið harðstjórar á spjöld- um sögunnar fyrirgefningar, því að enginn þeirra sýndi eins mikla grimmd og sú sem viðgengst í sósialríkjunum í dag. Þá er það spurningin hvernig á að hafa stjórnarandstöðuna i kommún- istarikjunum? Atla stjórnvöld að afsala sér ráðstöfunarréttinum yf- ir hernum, leyniþjónustunni, fangabúðunum og geðveikrahæl- unum? Ef þau gera það ekki, hverjir vilja þá vera að standa fyrir stjórnarandstöðunni? Verð- ur þetta ekki alveg eins og þegar mýsnar héldu fjöldafundinn og einhver félagsfræðingur lagði til að binda bjöllu á köttinn svo að hann yrði hættulaus. Þetta þótti binda bjöllu á köttinn svo að hann yrði hættulaus. Þetta þótti snjall- ræði hið mesta, en þá spurði ein gömul mús hver ætlaði að setja bjölluna á Jtöttinn. Þá vandaðist málið og enginn köttur þarf að burðast með músabjöilu. Það má vel vera að Janus Kadar sé einna skástur :f járntjalds- kúgurum, en var ekki Ungverja- landi lokað með gaddavir og þó núna sé hér gefið út af Menn- ingarsjóði fræðslurit fyrir alþýðu landsins, þar sem segir á Rússar hafi frelsað landið að beiðni alþýðunnar 1956, þá stendur það nú samt á þrykki i SÍA bókinni það sem Hjalti sagði: „Hér er ástandið þannig að bændurnir verða að afhenda vörur sínar á þvi verði sem stjórnin skipar, inn- skot Rússar keyptu alla fram- leiðsluna, 1% þjóðarinnar var i fangabúðum, enginn getur um frjálst höfuð strokið og lífskjör fólksins fara síversnandi." Það hefur stundum verið gerð bylting út af minna tilefni. Það er líklegt að fyrirbærið Evrópu- kommúnismi sé ættaður frá Þjóð- viljanum eins og blaðið vill vera láta, en hvernig samræmist kenn- ingin fræðum Karls Marx, sem veitir ekkert frelsi i neinni mynd? Það stendur líka í hans fræðum: „Þið eruð að komast til , réttlæti, sannleikur og sanngirni meðan þið eruð að komast til valda, en þá skuluð þið ýta þeim til hliðar, því að þá þurfið þið ekkert á þeim að halda." Húsmóðir." Suður langaði í alslemmuna en hætti við þó norður sýndi bæði ás og tvo kónga. Enda eins gott. Eftir útspilið, sem var laufdrottning, sá suður, að nógu erfitt yrði að ná saman tólf slögum. Sagnhafi tók útspilið, tvo slagi á tromp, tígulslagina tvo, laufásinn og spilaði þriðja laufinu. Vestur var neyddur til að taka slaginn og suður var rogginn yfir tækni sinni. Vestur mátti ekki spila láglit og sagnhafi taldi spilið vera unnið væri hann svo heppinn, að drottn- ing og gosi í hjartanu væru skipt og vestur ætti níuna. Þá léti hann áttuna úr borðinu þegar vestur spilaði lágu hjarta og austur yrði að láta drottninguna en þá yrði auðvelt að svína fyrir hjartagos- ann. Nei, það var ekki nóg að vera svo heppinn að rétta legan var fyrir hendi. Vestur spilaði hjartagosa og eftir það var sama hvað sagnhafi gerði. Hann hlaut að tapa slag á hjarta, einn niður. Og þegar upp var staðið var suður óheppinn að hafa svo sterkan andstæðing í sæti vesturs. Og sennilega hefur hann næst vandað betur val andstæðinga sin „ Allt í lagi bækurnar" Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út tvær bækur í nýjum bókaflokki sem nefnist „Allt í lagi bækurnar", en þær eru sérsaklega ætlaðar ungum börnum með það í huga að gefa á uppörvandi hátt einfaldar skýringar á ýmsu, sem þau kunna að óttast og velta fyrir sér á því skeiði bernskunnar þegar hugurinn er að mótast. Tilgangurinn er að sýna fram á að það sé ekki allt sem sýnist — það sé í rauninni allt í lagi. Tvær fyrstu bækurnar nefn- ast Ævintýri í myrkrinu og Nýi kennarinn. Ævintýri í myrkrinu fjallar um ótta við myrkur. Litla músin Angi lærir að vinna bug á hræðslu við ímyndaðar verur náttmyrkursins. Nýi kennarinn fjallar um söknuð. Broddgaltar- stelpan Ögn tekur það mjög nærri sér, þegar kennarinn hennar lætur af störfum, en hún lærir að láta sér líka við nýja kennarann. „Allt í lagi"-bækurnar eru. samdar af Jane Carruth en þýddar af Andrési Indriðasyni. „Sjórán í norð- urhöfum Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út þriðja bindið um Magnús Heinason eftir Eilif Mortanson í þýðingu Lofts Guðmundssonar. í þessari bók segir frá því að Magnús Heinason siglir skipi sínu, Stórkjóanum, um Norður-Atlantshaf. Hann leitar uppi og ræðst á alla sjó- ræningja. Eftir að Magnús Heinason var þræll á galeiðu Don Bredos Alvarez, úlfi Biskayflóans, hatar hann alla sjóræningja og hefur svarið þeim skefjalausa hefnd. Stór hluti sögunnar er látinn gerast hér á landi. >> 11 Sæfinnur •*> sjoræmngi Ut eru komnar hjá Erni og Örlygi fjórar smábarnabækur um SÆFINN SJÓRÆNINGJA og félaga hans. Þýðandi er Loftur Guðmundsson. Þetta eru teiknimyndabækur í litlu broti og eru byggðar á vinsælum sjónvarpsþáttum. Sæfinnur og félagar hans lenda í margskonar ævintýrum og oft syrtir í álinn, þótt ætíð fari vel að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.