Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 35 sínu, voru meö öllu horfin. Þjóð- verjunum haföi svo sannarlega tekist að afmá öll merki — þau áttu að hverfa — og voru horfin með þýzkri nákvæmni. Þó var þarna eitt dæmigert listaverk fyrir staðinn og á meðfylgjandi mynd að skýra sig sjálf. Fangarnir áttu að deyja Þó rifjuðust upp ýmsir atburðir fyrir 33 árum er við komum til Neuengamme. Það t.d. að Rauða kross matarpökkunum var ekki deilt út voru engin mistök. Þarna var eingöngu verið að framfylgja reglum og lögum fangabúðanna — menn áttu að „týnast" og hverfa í fangabúðunum. Andstæðingar nazistanna, við fangarnir — áttum að deyja í slíkum fangabúðum — með hvaða hætti skipti ekki máli. Aðaltilgangur nazistanna með uppbyggingu fangabúðanna var að gera alla hugsanlega og raunveru- lega andstæðinga nazistanna óvirka. Hrottaskapurinn gat verið misjafnlega mikill á hinum ýms- um stöðum. Á þessu tímabili voru Svíarnir komnir inn í myndina og Grev Bernadotte hafði heimild frá sjálfum SS-foringjanum Himler til þess að flytja alla norska og danska fanga til Svíþjóðar og veita þeim alla nauðsynlega aðstoð. Þegar hér var komið lét fanga- búðastjórinn undan og pakkahirzl- urnar voru opnaðar. Norðmenn- irnir sem mestan þátt áttu í þessum aðgerðum voru þeir Sverre Löberg, Halvard Lange, Sven Oftedal o.fl. sem ég ekki man nöfnin á. Allt þekktir menn í Noregi og utan. Mér er það enn þann dag í dag minnisstætt er Grev Folke Berna- dotte og aðstoðarmenn hans komu í fangabúðirnar. Þetta var á matmálstíma og verið var að færa föngunum súpu og var hún flutt í sorpílátum og keyrð á handvögn- um. Ekki hefði þessi súpa þótt mannamatur í dag, en megna fýlu lagði upp úr ílátunum. Einn vagninn var dreginn fram hjá Svíunum. Þeim varð starsýnt á þessi sorpílát og auðséð var að ekki þótti þeim lyktin góð og spurðu þann, sem næstur var af föngunum, hvert væri ekið með þetta hræðilega sorp. Þegar þeim var sagt að þetta væri matur fanganna, varð þeim orðfall. Natzweiler- fangabúðirnar Natzweiler-fangabúðirnar eru í Elsass í Frakklandi nálægt þorp- inu Shirmeck um 50 km suðvestur af Strassburg. Mikið hafði maður heyrt talað og síðar meir lesið um þessar fangabúðir, en ég dvaldi þar aldrei sjálfur. Natzweiler-fangabúðirnar eru taldar hafa verið illræmdustu útrýmingarbúðir Þjóðverja. Þess- ar fangabúðir voru ætlaðar svo- kölluðum N.N. föngum „Nacht und Nebel“ (nótt og þoka). Þarna voru í raun dauðadæmdir menn, sem áttu að hverfa fyrir fullt og allt og það urðu örlög þeirra flestra. Fangabúðir þessar lágu í 800 m hæð og reyndust þokudagarnir vera allt að 200 á ári. Við komu fanganna tilkynnti fangabúða- stjórinn að jafnaði, að þeir sem kæmu þarna inn færu aldrei lifandi út. Með okkur í ferðinni voru 5, sem höfðu dvalið í þessum fangabúðum, flestir í rúmt ár. Af þeim 504 Norðmönnum, sem þang- að voru sendir, komust 265 aldrei heim aftur. Engin orð fá lýst þeim hörmungum, sem þarna hafa átt sér stað, og mun ég ekki reyna það frekar. Gagnstætt Neuengamme, þar sem öllu hafði verið vandlega eytt, er gat minnt á fortíðina, hafði þarna verið reynt af fremsta megni að varðveita fangabúðirnar i þeirri mynd er þær höfðu verið í á stríðsárunum. Þegar maður var kominn inn fyrir hlið rafmagns- girðinganna, hvarf nútíðin — maður var bókstaflega kominn 33 ár aftur í tímann — og þeim áhrifum er erfitt að lýsa. ENN NÝTT AJAX Þykkt Ajax, skilar þérsEInandi gólfum og baðherbergjum. Notið það þynnt á gólf, flísar og hreinlætistæki og Nýtt Ajax er fljótvirkt, auðvelt í notkun, með óþynnt á föst óhreinindi. í þessu nýja Ajaxi eru ferskri hreinlætisangan. sérstök hreinsiefni, sem taka því fram, sem áður hefur þekkst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.