Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 45 Fyrsta hluta fræðslu- r r herferðar S.A.A. og JC Breiðholts lýk- ur á morgun SAMÖTK áhugafólks gegn áfengisvandamálinu og JC Breið- holt hafa undanfarna daga farið í skóla í Breiðholtinu og frætt nemendur þeirra um hættu þá sem fylgir áfengisneyslu. ’imx Á föstudaginn var slík fræðslu- starfsemi á vegum þessara félaga í Fellaskóla en á mánudaginn verður farið í síðustu tvo skólana í þessum áfanga. Eftir áramótin verður síðan farið í Fjölbrauta- skólana. Að sögn Sturlu Birgissonar hefur þessi fræðsluherferð gengið mjög vel og vakið krakkana til umhugsunar. Sturla kvaðst jafnvel eiga von á því að slík herferð yrði hér eftir árviss viðburður. Ljósm. Emilía. Einn meðlima S.Á.Á., Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson, segir nemendum Fellaskóla frá reynsiu sinni. HARP FEROATÆKIN ERU MEIRA en venjuleg feröatæki „Milljón prósent menn” — fyrsta skáldsaga ungs höfundar Komið er út fyrsta skáldsaga ungs hiifundar. Óiafs Gunnars- sonar, og nefnist „Miiljón prósent mcnn“. Áður hefur hann gefið út tvær ljóðabækur. Um efni bókarinnar segir svo í fréttatilkynningu frá útgefanda: „Milljón prósent menn“ er saga þriggja karlmanna. Engilbert Ár- mannsson er stórkaupmaður, pen- ingafursti og milljón prósent maður með dollaramerki í augun- um, uppátektasamur ýkjumaður og duttlungafullur harðstjóri. Kjartan, bróðir hans, er andstæða Engilberts, og á milli þessara manna stendur Ernir, sonur Kjartans. Skáldsagan er öðrum þræði þroskasaga Ernis hins unga, sem sveiflast milli hinna ólíku lífsviðhorfa bræðranna. Sá heimur sem lýst er í bókinni er fyrst og fremst heimur peningamanna, þar sem gróðafíknin er allsráðandi og eini hvati mannlegra athafna. Höfundurinn lýsir þessum heimi á gráglettinn hátt. Erni langar til að verða milljón prósent maður líkt og föðurbróðir hans, en hann langar líka til að verða skáld. Honum gengur ekki sem best að samræma hvort tveggja." Bókin er 202 bls. að stærð. Útgefandi er Iðunn. r L LL Ll. E 1 lLlL m QJ Eigum nú fyrirliggjandi fjölbreytt úrval feröatækja mono og stereo. Öll Sharp tækin eru meö hinu frábæra sjálfleitarkerfi APSS, sem Sharp hefur einkaleyfi á. Þaö eru svo margir fylgihlutir í Sharp feröatækjum aö þaö er hreint ótrúlegt og ekki pláss hér á síöunni til aö tfunda þau öll — komiö þvf og kynnið ykkur þaö sem Sharp býöur uppá. 111 1' HLJÓMDEILD t&Lll) KARNABÆR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.