Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NOVEMBER 1978 59 Kóngurinn i útlegð A King in New York. bresk, 1957. Leikstjórii Chariie Chaplin. Þetta er næstsíðasta mynd Chaplins — og fyrsta mynd- in, sem hann gerir í ættlandi sínu, Bretlandi. Forleikurinn að flutningi hans frá Banda- ríkjunum voru kommúnista- ofsóknir McCarthy-tímabils- ins, en eftir myndina Monsieur Verdoux, 1947, komu fram sterkar raddir um vinstri villu hjá Chaplin. Þegar hann skrapp síðan til Evrópu til að vera við frum- sýningar á Limelight, 1952, var tækifærið gripið og hon- um meinað að snúa aftur til Bandaríkjanna. Hann var því í pólitískri útlegð — á sama hátt og kóngurinn, sem hann leikur í þessari mynd. Mynd- in er í rauninni í heild mjög sjálfsævisöguleg, hún lýsir Chaplin og hvernig áhorfend- ur misskildu hann, hún lýsir ofsóknarbrjálæðinu og hvernig hann dregst saklaus inn í yfirheyrslurnar og síðast en ekki síst er hún ádeila á fjölmarga þætti bandarísks þjóðlífs. Þetta er mynd biturs manns og bitur- leikinn skín í gegn, en þetta er jafnfranit mynd lát- bragðsmeistarans Chaplins og í örfáum atriðum tekst honum að minna á fyrri snilld sína. Myndin hefst á því, að hann kemur til Bandaríkj- anna í leit að pólitísku hæli, eftir að honum hefur verið velt af stóli í heimalandi sínu. Hann stendur uppi slyppur og snauður, án þess Kóngurinn í New York. þó að láta á því bera, og eftir að hafa hitt unga og fallega stúlku lætur hann tilleiðast að fara í samkvæmi, þar sem hann er heiðursgesturinn. Hér eru þó brögð í tafli, því unga stúlkan er kynnir í sjónvarpsprógrammi og fal- inni myndavél hefur verið komið fyrir í veislusalnum, þannig að sjónvarpað er beint frá veislunni. Kóngur er fenginn til að skemmta veislugestum hvað og hann gerir af mikilli innlifun. Þátturinn vekur geysilega hrifningu og áður en kóngur veit af, er hann örðinn sjónvarpsstjarna. Vegna peningaleysis lætur hann tilleiðast eftir nokkurt þóf að koma fram í auglýsingu fyrir whisky-tegund. Eftir margar æfingar mistekst upptakan hroðalega, þegar kóngurinn bragðar loks á þessu lífsins vatni, því það er svo vont, að hannssýpur hveljur og rang- hvolfir augunum. Auglýsing- in er hirils vegar send út á þennan hátt og öllum að óvörum verða áhorfendur hrifnir og vinsældir kóngsins aukast. En hvað er Chaplin að fara með þessum atriðum? Um leið og Chaplin notar þessi atriði til að gera grín að artierísku sjónvarpi er þetta lýsing á ferli hans sjálfs á toppinn í Bandaríkjunum, sem varð með undraskjótum hætti. En af hverju verða mistökin honum til fram- dráttar? Einfaldlega vegna þess að hann hagar sér eins og honum sjálfum er eðlilegt, hann bregst við utanaðkom- andi aðstæðum á sinn per- sónulega hátt, en ekki eftir tilbúnum reglum. Chaplin gefur þessum hugleiðinum undir fótinn í stuttu atriði, sem er sótt beint í mynd hans, Cirkus, frá árinu 1928. Eftir að vinsældir kóngsins hafa aukist í sjónvarpi lætur hann tilleiðast að leika í fleiri auglýsingamyndum, en þegar kemur að því að hann þarf að auglýsa hormónalyf, sem heldur mönnum ungum, er ákveðið, að hann þurfi að fá andlitslyftingu til að slétta út elli-mörkin. (Ein af ásökunum, sem Chaplin mátti þola á gamals aldri var sú, að hann skyldi yfir höfuð eldast. Af hverju gat hann ekki haldið áfram að vera gamli góði Chaplin). Eftir andlitsstrekkinguna er kóngsi mjög dapur, svo það er farið með hann á skemmti- stað, þar sem tveir „bestu“ Eftir strekkinguna — sléttur og felldur Chaplin. gamanleikarar Bandaríkj- anna eiga að skemmta. Atrið- ið, sem þeir troða upp með, er eins og klippt úr Cirkus, en þar notaði Chaplin svona atriði til að sýna, hvernig ekki á að útfæra gamanleik. Atriðið, sem sýnir tvo náunga sletta veggfóðurlími hvor á annan uns báðir eru orðnir löðrandi í lími, er unnið sem algjör rútína og í því er ekki snefill af persónu- legri sköpun. Ahorfendur veltast um af hlátri, en kóngsa, sem getur ekki hlegið vegna strekkingarinnar, verður það þó á undir lokin að ætla að fara að hlæja, en um leið brestur strekkingin og hann fær sitt gamla andlit á ný. Allir aðrir gestir hlæja sig hins vegar máttlausa að atriði gamanleikaranna. Út úr þessum atriðum má lesa bitra ádeilu á áhorfendur, sem aldrei hafa skilið hina fínni drætti í list Chaplins ná hvað það væri í list hans, sem gerði hann svo vinsælan. Hann ásakar áhorfendur jafnt sem framleiðendur fyrir að vilja steypa allt í sama mót, — þurrka út persónulega tjáningu. Hann skopast að forheimskun þeirra í frábæru atriði í kvikmyndahúsinu, þar sem sýnt er úr þremur væntanleg- um „æsispennandi" myndum (morðmynd — „sem allir munu elska, komið með fjöl- skylduna", vandamálamynd, þar sem vandamálið er að konan og karlmaðurinn hafa skipt um rödd, og vestra, sem er að sjálfsögðu ekkert annað en skothríð). Allt eru þetta myndir gjörsneyddar nokkr- um mannlegum þræði. Chaplin notar hér, eins og í mörgum öðrum mynda sinna eftir að talið kom til sögunn- ar, hljóðið sem afsökun til að bregða fyrir sig látbragðs- leik, t.d. þegar hljómsveitin á veitingastaðnum yfirgnæfir hann, svo aö hann verður að reyna að gera þjóninum skiljanlegt með handapati hvað hann ætlar að panta. Það er hins vegar mjög viðeigandi að þjónninn skilur hann ekki — á sama hátt og milljónir áhorfenda snúa baki við list hans og velja hávaðann í staðinn. A King in New York fékk á sínum tíma mjög lélega dóma gagn- rýnenda, sem sáu ekkert í myndinni annað en yfir- borðskennda gagnrýni á Bandaríkin. Ef til vill er .kominn tími til að endur- skoða þessa afstöðu og a.m.k. fékk ég þá tilfinningu eftir að hafa fiett í efnisskrám all- margra kvikmyndabóka, því þar var sjaldnast getið um A King in New York (og hennar þá getið að illu einu) en miklu oftar var þar að finna King Kong. SSP. Gott efni í leit að stíl Sjö menn við sólarupprás (Operation Daybreak), Am. 1975. Leikstjórii Lewis Gilbert. Myndin er byggð á sögu Alan Burgess, Scven Mcn at Daybreak, en nafnabreyting- in á myndinni, Operation Daybreak, á sennilega rætur að rekjá til hugmynda um aukna sölumöguleika, því að ófáar stríðsmyndir hafa bor- ið nafngiftina „Operation" hitt eða þetta og hlotið þokkalega aðsókn. Þessi hug- mynd er hins vegar ein af þeim skekkjum, sem endur- speglast í myndinni sjálfri. Leikstjórinn, Lewis Gilbert, reynir eftir mætti að gera mynd sína eins líka öðrum seinni tíma stríðsmyndum eins og hann getur í stað þess að fylgja betur eftir þeirri tilfinningu, sem hann virðist þrátt fyrir allt bera til persóna sinna. Þessi átök um útlit og efnismeðferð er vafalítið sprottin af hug- myndum um dreifingu og sölu á myndinni og eru því ekki óþekktar andstæður í heimi kvikmyndaframleiðsl- unnar. Gilbert, sem áður hefur gert nokkrar mismun- andi myndir um persónulegri vandamál, siglir hérna milli skers og báru og árangurinn er eftir því, góð miðlungs- mynd. Myndin byggir á sann- sögulegum atburðum og það hefði sennilega hjálpað efn- inu, ef hún hefði verið gerð meir í stíl heimildarmyndar en nú er og ef hægt hefði verið að forðast augljósar stúdíó uppstillingar. Að öðru leyti er myndin vel unnin, leikurinn mjög góður og mörg atriði mjög snyrtilega útfærð. Síðast en ekki síst er efnið mjög sterkt og gefur tilefni til persónulegra, innri átaka, ekki síst hjá Karel Curda (Martin Shaw), sem ljóstrar upp um félaga sína til að vernda fjölskyldu sína og ef til vill til að bjarga lífi fjölmargra saklausra landa sinna, en þýski herinn beitti útrýmingaraðferðum í hefndarskyni fyrir morðið á Heydrieh, þegar morðingjar hans fundust ekki. En það var einmitt í þessum per- sónulegu lýsingum, sem manni virðist að aðeins sé komið við yfirborðið og að frekari lýsingar sé þörf. SSP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.