Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 Daudi á Nílarfljóti fjallar um hóp af fólki, í lokuðu um- hverfi á báti á leió upp eda nidur eft- ir Nílarfljóti. David Niven Maggie Smith Ustinov og Hussey Betty Davis Olivia Hussey Hercule Poirot (Peter Ustinov) Ustinov oa Agatha Christie („Dauði á Nílarfljóti“ Nýlesa rr húið að kvikmynda sakamálasöKU eftir Asöthu Christie. þar sem Peter Ustinov er leynilÖKreKlumaðurinn snjalli. Ilercule Poirot. og með honum í myndinni hópur af ófreskjum í stórkostlesa vcl Kerðum Kervum. I>essi saka- málasaga er ..Dauði á Nílar- fljóti”. Aðeins er til tvcnns konar tónlist. sem kunnuKt er. tíóð og sla-m. Á sama hátt eru aðeins til tvenns konar kvikmyndir. myndir fyrir fáa annars ve«ar og myndir fyrir marga hins vegar. „Dauði á Nílarfljóti" fellur óumdeilanlega í síðari flokkinn. Slíkar myndir eru þó ekki fjerðar eftir forskrift, eins og stundum er haldið fram. Þær fylgja þeirri reglu, númer eitt, tvö og þrjú, að segja sögu. „Dauði á Nílarfljóti" hefur það fram yfir þessháttar myndir, að þar er sögð saga sem allir, eða a.m.k. næstum allir, þekkja. Myndin verður því að sækja blóð sitt og merg í hið rétta and- rúmsloft, engu síður ep í sögu- þráðinn í skáldsögu Agöthu Christie, sem út kom 1935, var þýdd á 16 tungumál og seldist í 4 milljón eintökum. Eða eins og Cocteau sagði: Áhorfendur vilja heldur þekkja aftur en þekkja. Frá f.vrstu mynd eru menn því á þekktum stöðum. Nánar til tekið í hernumdu landi. Brezka heimsveldið ríkir á hinu mikla fljóti. Hinir innfæddu eru óhreinir, þjónustufólkið gírugt, Ameríkumennirnir óheiðarlegir, Frakkarnir — sem ekki eru greindir frá Belgíumönnum — grófir og hinir rómantísku Bretar — svona til bragðbætis — meðteknir af gindrykkju. Þessi litli hópur fólks er afgirt- ur á litlum bletti, um borð í snekkju á siglingu upp eða niður eftir Nílarfljóti — ómögulegt að vita hvort er — undir fránum augum Hercule Poirots (Peter Ustinov), sem kynnir glæpinn meðan hann bíður eftir að setja í gang „litlu gráu heilasellurn- ar“, sem hann er svo stoltur af og sem jafnan koma upp með nafn hins seka. Það minnir á eina regluna enn við kvikmyndun af þessu tagi: þar er enginn jafn lítilvægur og kvikmyndastjórinn, sem hér er John Guillermin. Þar sem ekki er hér um það að ræða að skapa, þá er hlutverk hans að láta aðalhlutverkið eftir fatahönnuði sínum (Anthony Powell) og förðunarmanninum (Freddie Wiliamson). Því það eru þeir, og þeir einir, sem áhorfendur eiga að þakka ánægjuna af að sjá Betty Davies sem stelsjúka gamla konu, Jane Birkin sem óhrjálega þjónustustúlku, Angelu Lansbury sem kynóða konu, Maggie Smith — sem kemur e.t.v. mest á óvart — sem skapstirða kennslukonu. „Dauði á Nílarfljóti" er þannig mjög góður samsetningur. Að öðru leyti hefur John Guillermin fylgt fyrirsögn Agöthu Christie út í ystu æsar og á hrós skilið fyrir það. Sakamálahöfundurinn vissi vel hvað hún var að skriía. Sem eiginkona fornleifafræðingsins Mallowans var hún alltaf að ferðast til Miðausturlanda á nýlendutímanum, sem kvik- myndin endurvekur í öllum sínum lúxus og öllu sínu óraun- sæi. Hvað sakamálaþáttinn snertir, þá vefur hún hann í „Dauði á Nílarfljóti" með alveg frábærum glæsibrag. Fyrir utan það að hver sem er hefði getað framið morðið, eins og í „Morðið í Austurlandahraðlestinni", þá vekja hinir seku slíka samúð ... En til hvers að vera að koma upp um nöfn þeirra. Hercule Poirot ýtir þeim hiklaust og án minnsta samviskubits út í sjálfsmorð. Agatha Christie var jafn ómannleg og hún var gáfuð. Það er lykillinn að því aðdrátt- arafii sem hún hafði á heims- byggðina. Ekkert hræddur við að gera vitleysur Breski leikarinn Peter Ustinov, sem Islendingum er vel kunnur frá því hann setti upp leikrit sitt í Þjóðleikhúsinu, leikur hinn þekkta blegíska leynilögreglumann, sem leysir öll mál í sakamálasögum Agöthu Christie. Franska blaðið Express, sem upplýsingarnar um myndina eru þýddar úr, hafði við hann viðtal af því tilefni. Blaðam> í „Dauði á Nílar- fljóti" gerir þú persónuna æði ábúðarmikla. En ef marka má hinar nákvæmu lýsingar Agöthu Christie, þá var Hercule Poirot alger andstæða við þig. Hann var lítill og sköllóttur. Peter Ustinovi Nú er hann það ekki lengur! Mér þótti ákaflega gaman að leika þetta hlutverk, en það var erfitt. I hlutverki þar sem allt er undir- skilið, þá geta minnstu augna- gotur eyðilagt allt. Iilaðam: Hvernig var kvik- myndatakan í Egyptalandi? P. Ustinov: Hún gekk mjög vel. Það komu fyrir skemmtileg atvik. Fyrirhugað var mjög flókið, langt og mikilvægt atriði milli Betty Davis, David Nivens og mín. Ég hafði búist við því að þetta atriði væri langt undan. En einn leikarinn í hópnum fékk kvef og kvöld eitt í Asswan kemur aðstoðarleikstjórinn og tilkynnir mér: „Stóra atriðið með Betty Davis verður á morgun. Láttu David Niven vita.“ Hann fór alveg í rusl. „Ég hefi aldrei unnið með henni. Það er sagt að hún sé skelfileg. Allir verða að kunna setningarnar sínar eins og í leikhúsi, hræði- legt ...“ Ég hélt til herbergis míns og fór að glíma við textann, en sofnaði yfir honum. Klukkan sex um morguninn hittumst við Niven í litla bátnum, sem flutti okkur á kvikmyndasvæðið. Hann var alveg miður sín. Hvað var að? — „Þú getur trútt um talað, ég er aiveg i rusli! Ég var enn að hafa yfir þennan fjandans texta klukkan þrjú í nótt.“ Betty Davis kemur á staðinn. Við byrjum. Við tveir stöndum okkur bara vel, en hún getur ekki komið fyrir sig einu einasta orði. Við þyrpumst í kring um hana: Hvað er eiginlegaa að? Og hún svaraði flaumósa: „Ég var svo uppnumin af því að eiga að leika þetta atriði með ykkur báðum, að ég svaf ekki nokkurn dúr í nótt.“ Við skelltum öll upp úr og innan tíu mínútna var kvikmyndunin komin í fullan ítang. Blaðam: Þú hlýtur að hafa hitt nokkur góð eintök af algerum skrýmslum, bæði heilögum og hversdagslegum á þínum langa leikferli? P. Ustinov: Þegar maður ferðast um í heiminum með eyrun opin, þá verður maður næstum alltaf fyrir vonbrigðum þegar maður hittir frægt fólk eða þessa stóru. Það er ofur eðlilegt. Ef maður hitti Beet- hoven, mundi maður sjálfsagt rjúka á hann og segja: „Það er frekar kalt á þessum árstíma". Hvað mér viðvíkur, þá er fegursta srkýmslið í mínu leik- arasafni líklega Charles Laugh- ton. Ég hitti hann fyrst á kvikmyndatökustaðnum í „Spartacus", sem Stanley Kubrick stjórnaði. Þar var líka Laurence Olivier. Hann og Laughton fyrirlitu hvor annan. Láughton hafði gaman af því að lýsi yfir með nokkurri tilgerð og að vissu leyti sannleikanum samkvæmt: „Ég er mella.“ En til skýringar verður að segja að með því að sofa hjá framleið- endunum, hafði honum tekist að safna í fallega húsið sitt stór- kostlegu listaverkasafni með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.