Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.11.1978, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 Guðjón Rúnar Guðjdhs- son flugmaður - Mxnning Enn á ný eru jólakort Barna- hjálpar Sameinuóu þjóðanna komin á markaóinn. Eins og jafnan áður eru þau prýdd myndum eftir fræga listamenn. Hér á landi hefur Barnahjálpin safnað peningum með jólakorta- sölu, sem Kvenstúdentafélag ís- lands hefur séð um. Sem dæmi má nefna að ágóði af 10 jólakortum nægir til að kaupa bóluefni gegn berklum banda 50 börnum og 300 kort nægja til að kaupa vatnsdælu sem tryggir hreint vatn í heilu þorpi. Jafnvirði þess sem kom inn fyrir jólakortin hér á íslandi í fyrra nægði fyrir öllum útbúnaði, þar með talið öllum kennslu- og leiktækjum fyrir 300 barna dag- vistunar- og skólaheimili. Kortin fást í öllum helstu bókaverslunum landsins og einnig hjá Kvenstúdentafélaginu. (Fréttatilkynning). Kveðja frá Félagi Loftleiðaflug- manna Við fráfall Guðjóns Rúnars Guðjónssonar getum við ekki varist því að hugleiða þvílíkur missir er í slíkum starfsfélaga sem honum. Þessi rólyndi og yfirvegaði flugmaður gekk alltaf að störfum sínum með mikilli ánægju. Hann hafði sig ekki mikið í frammi en hafði þó yfir að ráða skapfestu og einbeitni sem var einkennandi fyrir hann. Það var gott að hafa Guðjón Rúnar sér við hlið í löngum flugferðum, við erfiðar aðstæður og oft var eins og erfiðleikarnir yrðu auðveldari í meðförum í samvinnu við hann. Guðjón Rúnar var virkur í Félagi Loftleiðaflug- manna, lét lítið yfir sér, en var alla tíð traustur og fylgdi þeim málum eins og honum fannst réttlætis- mál. Við vitum að þau hjónin ætluðu sér að flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði innan skamms og óskum við þess í einlægni að eiginkona Guðjóns Rúnars, börn og tengdamóðir geti látið þá fyrirætlan þeirra rætast. Við vottum þeim okkar inni- legustu samúð á þessari rauna- stundu. Félag Loítleiðaflugmanna. Mjnn gamli félagi Guðjón Rúnar Guðjónsson er látinn. Menn setur hljóða við slíka harmafregn, er ungir menn í blóma lifs og starfs eru burt kallaðir. Rúnar lézt í flugslysinu á Sri Lanka, ásamt sjö öðrum Islendingum, sem störfuðu við pílagrímaflutningana. Hróður íslenzks flugfólks hefur farið víða og átti Rúnar sinn þátt í því. Ungur heillaðist hann af fluginu og átti það hug hans allan. Hann hóf flugnám hjá Flugskólanum Þyt og lauk þaðan atvinnuflug- ' námi með ágætum. Hann efaðist aldrei um köllun sína, þótt erfitt hafi verið að fá vinnu við flug á þessum árum. Honum var snemma trúað fyrir ábyrgðarhlutum því fljótlega eftir flugnámið tók hann að kenna flug. Um tíma gegndi hann því starfi og þá kynntist ég Rúnari fyrst. Hann smitaði frá sér af prúð- mennsku, rósemi og glaðværð. Hann varð hvers manns hugljúfi og nemendur hans báru virðingu fyrir hinum unga flugkennara. Rúnar fetaði torsótta leið flugs- ins á þessum tímum. Hann var staðráðinn í því að gera atvinnu við flug að ævistarfi. Um tíma starfaði hann hjá Flugsýn sem flugmaður á Douglas DC-3 eða unz hann réðst til Loftleiða sem siglingafræðingur. Starfaði hann við það um skeið. Það voru erfiðir tímar hjá ísl. flugfélögunum og yngri mönnum hjá Loftleiðum var sagt upp störfum um tíma. Loft- leiðir gáfu Rúnari mjög góðan vitnisburð, eins og vænta mátti. Fékk hann þá strax atvinnu hjá hollenzku flugfélagi. Þar starfaði hann um eins árs skeið við sérlega Urval Sameinuðu þjóða-kortanna í ár er óvenjufjölbreytt, Auk þeirra fimm, sem hér gefur á að líta og gerð eru eftir „jólaplöttum“ Bing og Gröndal, eru fimmtán gerðir. Þá hefur Barnahjálp Sameinuðu Íjóðanna sent frá sér almanak í bókarformi, sem prýtt er listaverkum. tilefni barnaárs Sameinuðu þjóðanna ber almanakið yfirskriftina. „Barn og list í brennidepli“. Loks hefur Barnahjálpin sent frá sér gjafakort, sem ásamt almanakinu fást einungis hjá Kvenstúdentafé- lagi íslands á Ilallveigarstöðum. Sameinuðu þjóða- kortin komin Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Siemens-eldavélin erfrábrugðin... Hún sameinar gæði og smekklegt útlit, sem grundvallast á áratuga tækniþróun og sérhæfðri framleiðslu SIEMENS- verksmiðjanna. SIEMENS-eldavélar hafa verið á markaði hérlendis frá 1930. Á þeim tíma hafa þær fengið orð fyrir framúrskarandi gæði og endingu. SIEMENS-eldavélin er sú eina, sem hefur bökunarvagn og steikingarsjálfstýrii.cu, sem aðlagar hitann þunga og ástandi kjötsins. Leitið upplýsinga um SIEMENS-eldavélar og sannfærist um kosti þeirra. SIEMENS -eldavélarsem endast SMITH& NORLAND Nóatúni 4, Reykjavík Sími 28300 góðan orðstír. Ég hitti yfirflug- stjóra þessa hollenska flugfélags stuttu eftir að Rúnar hafði hætt þar störfum. Kvaðst hann aldrei hafa hitt svo prúðan og góðan flugmann fyrr. Reyndi þessi mað- ur mikið til þess að fá að njóta hæfileika Rúnars. Þá hafði honum boðizt aftur starf hjá Loftleiðum og hugur hans stóð alltaf heim. Skömmu áður en hann hóf störf í Hollandi gekk hann að eiga frænku mína, Sigríði Alexanders- dóttur, og var hún ytra með honum um skeið. Eftir heimkom- una stofnuðu þau heimili, sérlega fallegt og notalegt. Þangað var alltaf gott að koma. Hlýja, gleði og góðvild þeirra hjóna fyllti hug og hjarta hvers manns. Um þessar mundir voru þau að byggja sér nýtt heimili og aðeins vantaði herzlumuninn á að geta flutt inn í hið nýja hús, sem þau höfðu verið mjög samhent um að gera sem bezt úr garði og bundu miklar vonir við. Nú, þegar gamall félagi og vinur er horfinn af sjónarsviði okkar, sem eftir stöndum, er margs að minnast, en ekki skal fjölyrt um það hér. Rúnar flíkaði lítt tilfinningum sínum. Hann var hugprúður mað- ur, alltaf fús að aðstoða og liðsinna þeim er með þurftu. Þess vegna varð hann ástsæll af félög- um sínunt og öllum er þekktu hann. Það hefur verið höggvið skarð í hóp flugmanna, skarð sem ekki verður bætt. — Kallið kom fyrir- varalaust. Við sjáum á bak góðum dreng og staðföstum, með söknuði, en vissu þess að andinn lifir. Eiginkonu hans, börnum þeirra, foreldrum og venslafólki votta ég dýpstu samúð. Hörður. Jón R. Hjálmarsson. „Svipast um á Suðurlandi” — Frásagnar- þættir eftir Jón R. Hjálmarsson KOMIN er út bók með 20 frásagnarþáttum eftir Jón R. Hjálmarsson. Nefnist hún „Svip- ast um á Suðurlandi" og byggist að mestu á útvarpsviðtölum, sem höfundur átti við 20 Sunnlcnd- inga á árunum 1960 — 1969. Bókin er 180 bls. að stærð. Útgefandi er Suðurlandsútgáfan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.